Morgunblaðið - 16.07.2019, Síða 1

Morgunblaðið - 16.07.2019, Síða 1
Árlegur kostnaður heimila hér á landi vegna húsnæðis (að undan- skildum húsnæðiskaupum) er að meðaltali 22,1% heildarútgjalda. Þetta sýna tölur frá 2017 um neyslu- útgjöld heimila sem Hagstofa Evr- ópu (Eurostat) hefur birt. Til samanburðar er þessi útgjaldaliður að meðaltali 24,2% hjá heimilum í löndum Evrópusambandsins (ESB). Útgjöld Íslendinga vegna hótela og veitingastaða eru hærri en fólks í löndum Evrópusambandsins. Þá verja Íslendingar að meðaltali 14,6% tekna sinna í samgöngur, en meða- ltalið í löndum ESB er 13%. »4 Minna í húsnæði en hjá ESB 22% 15% 13% Útgjöld heimila á Íslandi og í ESB Sem hlutfall af heildarútgjöldum Húsnæði, rafm., vatn og hiti Samgöngur Matur og drykkjarvörur Ísland ESB Heimild:Eurostat  Nokkrir ferða- þjónustuaðilar sem Morgun- blaðið ræddi við segja að erlendir ferðamenn gangi betur um en áður. Minna sé um að þeir gangi örna sinna á víðavangi og ut- an salerna. Undanfarin ár hefur verið tals- vert um fréttaflutning af ókræsi- legri umgengni ferðafólks og þurfti að loka vinsælum ferðamannastöð- um vegna þess. Talsvert minna er um slíkar aðgerðir nú að sögn við- mælenda Morgunblaðsins. »4 Segja ferðamenn ganga betur um Ferðamenn Þeir ganga betur um. Þ R I Ð J U D A G U R 1 6. J Ú L Í 2 0 1 9 Stofnað 1913  165. tölublað  107. árgangur  LÚXUSKERRA Í FLOTTUM UMBÚÐUM ÓÞREYJU BARN, KOM INNST Í LUNDINN FORRÉTTINDI AÐ STARFA Í HÉRAÐI SKÁLDKONAN HULDA 28 ÓVISSAN HEILLAR 10BÍLAR 16 SÍÐUR stjóra uppsjávarlífríkis hjá Haf- rannsóknastofnun. „Ég fékk hringingu um leið og þar sást vaðandi makríll,“ sagði Þor- steinn. Hann sagði að útlitið nú væri svipað og síðustu ár. Makrílveiðar eru hafnar við Vestmannaeyjar og Grænlendingar eru byrjaðir að veiða vestan við miðlínuna. Árlegur fjölþjóðlegur sumarupp- sjávarvistkerfisleiðangur Alþjóða- hafrannsóknaráðsins í Norðurhöf- um stendur nú yfir. Þar er m.a. leitað að makríl og hann fitu- mældur. »2 „Almennt talað fer ástand sjávar suður af landinu batnandi,“ sagði Héðinn Valdimarsson, sviðsstjóri umhverfissviðs Hafrannsóknastofn- unar, um helstu niðurstöður vorleið- angurs stofnunarinnar 2019. Hlýsjórinn sunnan og vestan við landið hefur hlýnað. Selta sjávar á þessum slóðum er enn talsvert und- ir meðallagi líkt og síðustu fjögur ár. Hiti og selta sjávar fyrir norðan land mældust nú yfir meðallagi. Makríll var kominn upp að landi við Keflavík á föstudaginn var, að sögn Þorsteins Sigurðssonar, sviðs- Batnandi ástand og vaðandi makríll Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Sæbraut Þar eru engar málaðar línur sem skilja akreinarnar að. Tafist hefur í um þrjár til fjórar vik- ur að vegmerkja vegarkafla á Sæ- braut í Reykjavík eftir malbikunar- framkvæmdir þar í júní. Ábendingar hafa borist Vegagerð- inni vegna þessa, en hönnun vegna breytinga á staðsetningu vegmerk- inganna tafði upphaflega fyrir. Sam- kvæmt upplýsingum frá Vegagerð- inni frá því í gær stóð til að hefja í verkið í síðustu viku. Votviðri mun hafa staðið í vegi fyrir því og beðið er eftir þurrki. Þar að auki þarf að vinna verkið að næturlagi. Í sumar hefur verið lokið við malbikun á Sæ- braut nærri Katrínartúni, Frakka- stíg og Snorrabraut, en enn er þar lokuð akrein sem verið er að breyta. Samkvæmt upplýsingum frá Vega- gerðinni er Sæbraut aðeins brot af því sem merkja þarf í sumar og eru önnur vegmerkingarverkefni um allt land á undan áætlun að sögn, þökk sé góðviðri í upphafi sumars. Í bílablaði Morgunblaðsins er fjallað um vegmerkingar hér á landi. Ólafur Guðmundsson umferðar- öryggissérfræðingur áætlar að á helmingi gatnamóta á Íslandi sé merkingum ábótavant. Vegmerkingum ábótavant  Sæbraut ómerkt í nokkrar vikur  Víðar er pottur brotinn Þessar kátu mæðgur, ær og lambið hennar, sáust á gangi á Borgarfirði eystra á Austfjörðum fyrr í vikunni. Þær létu örlítinn vind ekki á sig fá á leið meðfram sjónum þar sem nóg var af gómsætu grasi en eins og sjá má var einhvern öldugang að sjá þó að þurrt væri í veðri. Útlit er fyrir votviðri víða um land á næstu dögum og líkur á að mæðgurnar þurfi að sætta sig við töluverða rigningu í dag. Mæðgur njóta útsýnisins á Borgarfirði eystra Morgunblaðið/Eggert Dýr og menn þurfa líklega að sætta sig við rigningu víða um land í vikunni Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Fljótabakki ehf., sem er íslenskt dótturfélag bandaríska ferðaþjón- ustufyrirtækisins Eleven Experience sem rekur m.a. ferðaþjónustuna Depl- ar Farm í Fljótunum, hefur keypt jörðina Atlastaði í Svarfaðardal. Þetta staðfestir Haukur Bent Sig- marsson, framkvæmdastjóri Fljóta- bakka. Til stendur að vera þar með ferðaþjónustu sem tengist annarri starfsemi fyrirtækisins á Norður- landi. Atlastaðir eru næstfremsti bær í Svarfaðardal, rúma 20 kílómetra frá Dalvík. Gengið var frá kaupunum í síðasta mánuði og segir Haukur kaup- verðið vera trúnaðarmál. Síðasta haust bárust spurnir af því að Fljótabakki hefði keypt jörðina Hraun í Fljótum og hygðist koma þar upp ferðaþjónustu. Skömmu áður hafði félagið keypt land Nefsstaða við Stífluvatn í Fljótum. Þá á félagið jarð- irnar Knappsstaði, Steinavelli og Stóru-Brekku í Fljótunum, auk Depla. Haukur segir að tilgangurinn með þessum jarðakaupum sé fyrst og fremst að styðja við þá starfsemi sem er á Deplum; gestir þar fari í ýmsar afþreyingartengdar ferðir um Norðurland eins og t.d, þyrluskíða- mennsku, göngu- og hjólaferðir og þeir dvelji þá á þessum stöðum. Ekki áform um fleiri jarðir Eleven Experience sérhæfir sig í svokallaðri fágætisferðaþjónustu fyr- ir efnaða ferðamenn. Auk Íslands er fyrirtækið með ferðaþjónustu á níu stöðum; í Síle, Frakklandi og á nokkr- um stöðum í Bandaríkjunum. Katrín Sigurjónsdóttir, sveitar- stjóri í Dalvíkurbyggð, segist ekki tilbúin til að tjá sig um kaupin að sinni. „Við í sveitarstjórninni vissum ekki af þessum kaupum fyrr en þau voru um garð gengin. Það er svo sem ekkert óeðlilegt við það, þar sem sveitar- félagið á ekki forkaupsrétt að jörð- inni,“ segir Katrín. Haukur segir Fljótabakka ekki hafa nein áform um að kaupa fleiri jarðir, hvorki á þessu svæði né annars staðar, en talsvert sé um að jarðeig- endur, bæði á Norðurlandi og annars staðar á landinu, hafi samband við fé- lagið og bjóði jarðir sínar til kaups. „Það hefur verið sérstaklega mikið um það eftir að það fór að hægjast á ferðamannastraumnum,“ segir Haukur. Bætist í jarðasafn Fljótabakka  Bandarískir eigendur lúxushótelsins Depla keyptu jörðina Atlastaði í Svarfaðar- dal  Sveitarstjórnin vissi ekki af kaupunum fyrr en þau voru um garð gengin

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.