Morgunblaðið - 16.07.2019, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2019
Sópun og þvottur á gangstéttum, götum, bílastæðum og bílageymslum
577 5757 | www.igf.is | igf@igf.is
Pantaðu sópun og þvott á
igf.is eða í síma 577 5757
Er planið skítugt?
Teitur Gissurarson
teitur@mbl.is
Svo virðist sem vandi vegna ósnyrti-
legra ferðamanna, sem t.d. ganga
örna sinna og skilja eftir sig rusl því
tengt úti í náttúrunni, fari dvínandi.
Víða voru fluttar af því fréttir í fyrra
að umræddur vandi væri landlægur.
Sem dæmi ákváðu landeigendur í
landi Voga í Mývatnssveit í fyrra að
loka Kvennagjá í hellinum Grjótagjá,
en hellirinn hafði verið vinsæll bað-
staður í gegnum tíðina. Höfðu ferða-
menn þá m.a. verið staðnir að því að
hafa hægðir og þvo skó og leirtau í og
við gjána. Ólöf Hallgrímsdóttir, einn
landeigenda þar, segir í samtali við
Morgunblaðið að eftir að tveimur
kömrum var komið fyrir á staðnum
og Kvennagjánni lokað sé umgengn-
in mun betri.
„Umgengni er allt önnur“
Ekki stendur þó til að opna
Kvennagjána fyrir almenningi eins
og er. Til að það kæmi til greina
þyrfti starfsmaður að vera á
staðnum.
„Landeigendur ákváðu að setja
upp þurrkamra. Við vorum með einn
í fyrra. Núna erum við með tvo. Við
erum líka komin með ruslafötur og
umgengni er allt önnur,“ segir Ólöf
og segir að landeigendur sjái um
uppsetningu þessa búnaðar á eigin
spýtur. Hún segir að þrátt fyrir að
umgengni sé betri við Kvennagjána,
enda læst þar fyrir, finni umhverfið
fyrir ágangi ferðamanna engu að síð-
ur. „Það sem við erum að glíma við er
að það eru hér fleiri staðir sem hægt
er að dýfa sér í, en það er ekki leyfi-
legt. Þrátt fyrir upplýsingar og skilti
hunsar fólk það algjörlega. Það er
farið að sjá verulega á landinu.“
„Ekki eins slæm umgengni“
Björg Halldórsdóttir, formaður
Ferðafélags Árnesinga og íbúi á Kot-
strönd II í Ölfusi, segir í samtali við
Morgunblaðið að sín tilfinning sé sú
að minna sé um að ferðamenn skilji
eftir úrgang úti í náttúrunni í ár en í
fyrra. „Ég held ég geti alveg fullyrt
það að umgengnin sé ekki verri í ár
en í fyrra.“ Spurð hvort hún sé ein
þeirra sem hafi séð ferðamenn skilja
eftir sig ókræsileg verksummerki á
ferðum hennar um landið svarar
hún: „Nánast í garðinum heima líka.
Ekki bara á gönguferðum.“
Útskýrir hún að hún búi í sveit „og
þar er kirkjugarður við hliðina á
mér. Ferðamenn lögðu margir þar
og notuðu skjólbeltin. Svo maður
þurfti ekki að labba langt“. Þá bætir
hún við: „Á gönguferðum mínum um
landið í sumar finnst mér ekki vera
eins slæm umgengni og áður var.“
Aðspurð segist hún ekki vita hvort
ástæðan sé að ferðamenn séu færri
eða einfaldlega snyrtilegri.
Dóra Sigurðardóttir, bóndi á
Vatnsdalshólum í Vatnsdal, Austur-
Húnavatnssýslu, sagði frá því í sam-
tali við mbl.is í fyrra að hún hefði
komið að ferðamanni ganga örna
sinna á túni skammt frá bæ hennar.
Segist hún aðspurð ekki hafa í sumar
gengið fram á ferðamann í landi sínu
í viðlíka erindagjörðum og tekur í
sama streng og Björg: „Þetta hefur
ekki verið jafn áberandi hér á
Norðurlandi, að því sem ég hef séð.“
Segir hún að vandinn sé þó líklega
ekki alveg úr sögunni. Hún sé sem
dæmi nýkomin úr Landmannalaug-
um, en þar hafi hún heyrt af rútubíl-
stjóra sem þurfti að „stíga varlega úr
rútunni“ eftir að gistibíll erlendra
ferðamanna hafði staðið í námunda
við rútuna yfir nóttina.
Færri ferðamenn sóðalegir í sumar
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Ferðamenn Mörgum fannst erlent ferðafólk of duglegt að rusla til í fyrra.
Ekki stendur til að opna Kvennagjá fyrir almenningi eins og er Formaður Ferðafélags Árnesinga
segist hafa tekið eftir færri sóðum í sumar Ferðamenn gengu örna sinna „nánast í garðinum heima“
„Ég býst við að
þetta fari að
fjara út í þess-
ari viku ef allt
virkar eins og
maður vonast
til að það geri,“
segir Þórólfur
Guðnason sótt-
varnalæknir í
samtali við
mbl.is um E.
coli-sýkingu sem hefur greinst
hjá 19 börnum. Í gær var stað-
fest E. coli-smit hjá tveimur
börnum til viðbótar. Þau eru
tveggja og ellefu ára gömul og
höfðu bæði neytt íss í Efstadal II
fyrir 4. júlí.
Þórólfur segir að enn berist
fjöldi saursýna til rannsókna en
niðurstaða úr þeim öllum liggi
ekki fyrir. thorunn@mbl.is
Býst ekki við að
smitum fjölgi
Þórólfur
Guðnason
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Fjöldi gildra stæðiskorta, P-merkja,
fyrir hreyfihamlaða um mitt ár 2017
var 6.415 og þar af voru 4.247 á
höfuðborgarsvæðinu. Heildarfjöldi
útgefinna korta allt árið 2016 var
1.526. Ekki feng-
ust nýrri tölur hjá
sýslumanninum á
höfuðborgar-
svæðinu.
Handhöfum P-
merkja verður í
upphafi næsta árs
heimilt að keyra
vélknúin ökutæki
á göngugötum og
leggja þar í sér-
merkt stæði,
samkvæmt breytingu á umferðar-
lögum. Pawel Bartoszek, borgar-
fulltrúi Viðreisnar, telur aðrar lausn-
ir ákjósanlegri en að hleypa bílum á
göngugötur og hefur t.d. nefnt að
tryggja megi aðgengi að tækjum til
að fólk komist ferða sinna.
Gangi upp þegar fámennt er
Bergur Þorri Benjamínsson, for-
maður Sjálfsbjargar, er ósammála
Pawel og segir vegalengd frá brott-
fararstað skipta öllu máli. „Þótt
sumir hafi skerta göngugetu geta
þeir kannski gengið styttri vega-
lengdir. Það er mun meiri fyrirhöfn,
þótt þú hafir aðgang að hjólastól, að
ná í hann og koma þér í hann en að
labba þessi fáu skref ef það er í boði,“
segir Bergur Þorri.
Bergur Þorri segir að þegar séu
göngugötur hreyfihömluðum erfið-
ar. „Sumar göturnar gera fólki sem
t.d. vinnur í borginni eða vill sækja
þar fundi mjög erfitt fyrir,“ segir
hann og nefnir, hvað bílastæði nærri
göngugötum varðar, að stór hluti
miðbæjarins standi í brekku, t.d.
Skólavörðustígur og Laugavegur.
„Það gerir fólki mjög erfitt fyrir.
Hliðarstæðin sem sett hafa verið upp
eru góðra gjalda verð en þau standa
mörg hver í miklum halla og það er
ansi snúið að nota þau,“ segir hann.
Aðspurður segir Bergur Þorri gang-
andi vegfarendum geta stafað hætta
af bílaumferð á göngugötum í fjöl-
menni, en ólíklega annars. „Ég skil
það mætavel að til dæmis á menn-
ingarnótt og ýmsum minni viðburð-
um myndi þetta líklega ekki ganga
upp en alla jafna ætti þetta að ganga
upp,“ segir hann.
Þegar er erfitt
að ferðast um
6.415 P-merki voru í gildi árið 2017
Bergur Þorri
Benjamínsson
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Ísland var meðal 57 stofnenda AIIB
bankans (Asíska innviðafjárfest-
ingarbankans) ásamt hinum Norður-
löndunum, en eftir ársfund bankans
í liðinni viku eru meðlimir orðnir
100. Hlutafé bankans er 100 millj-
arðar Bandaríkjadala.
Bjarni Benediktsson fjármála-
ráðherra var á ársfundi bankans
kjörinn varaformaður bankaráðs AI-
IB, en Bjarni hefur setið í banka-
ráðinu frá stofnun bankans með
stuttu hléi, þegar Benedikt Jó-
hannesson, þáverandi fjármála-
ráðherra, sat í ráðinu.
Bjarni var í gær spurður um setu
sína í bankaráði
AIIB í tilefni af
fyrirspurn Björns
Levís Gunnars-
sonar, þingmanns
Pírata, til fjár-
laganefndar Al-
þingis um hvort
Bjarni hefði brot-
ið gegn siða-
reglum ráðherra
með því að taka
sæti sem varaformaður bankaráðs
AIIB.
„Sú umræða sem ég hef orðið vitni
að ber vott um algjöra vanþekkingu
á málefnum bankans og hlutverki
okkar sem eiganda að bankanum.
Raunar er það furðulegt að vera
vændur um brot á á siðareglum við
það eitt að gegna starfsskyldum
mínum sem fjármálaráðherra,“
sagði Bjarni.
Um 80 ráðherrar í ráðinu
„Í bankaráði AIIB sitja fulltrúar
allra eigenda bankans, þ.e. allra
þjóðríkjanna. Við höfum átt
stjórnarmann í bankanum frá því að
við gerðumst stofnaðilar og lengst af
hef ég verið stjórnarmaður þar sem
fjármálaráðherra Íslands, eins og
fjármálaráðherrar svo fjölmargra
þjóðríkja. Almennt sitja fjármála-
ráðherrar þjóðríkjanna í ráðinu,
þótt á því séu einhverjar undantekn-
ingar. Enginn í ráðinu þiggur laun
fyrir setu sína í ráðinu,“ sagði
Bjarni. „Það sem gerðist á ársfund-
inum í síðustu viku var það að
bankaráðið var einfaldlega að skipta
með sér verkum og það kom í hlut
ríkja eigendahópsins utan Asíu að
fylla eitt varaformannssæti í banka-
ráðinu og það féll í Íslands hlut að
þessu sinni, samkvæmt sam-
komulagi um skiptinguna,“ sagði
Bjarni.
Bjarni segir að tæplega 80 ráð-
herrar aðildarríkja AIIB beri
ábyrgð á framkvæmd ársfundarins
einu sinni á ári, ráðningu forstjóra
þegar það eigi við, en það sé banka-
stjórnin sem stjórni daglegum
rekstri. „Í bankastjórninni eigum við
ekki sæti og munum ekki eiga sæti,“
sagði fjármálaráðherra. »12
Féll að þessu sinni í hlut Íslands
Bjarni
Benediktsson
Segir umræðuna bera vott um algjöra vanþekkingu á Asíuinnviðabankanum