Morgunblaðið - 16.07.2019, Síða 11

Morgunblaðið - 16.07.2019, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2019 Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook Útsala 40-50%afsl. Buxur Bolir Kjólar Toppar Jakkkar Túnikur Í sumar hefur verið unnið af fullum krafti við endurgerð Óðinstorgs og nágrennis. Verklok eru áætluð í nóv- ember. Að þeim loknum mun þetta vinsæla torg í Þingholtunum hafa breyst úr bílastæði í almannarými, þar sem fjölskrúðugt mannlíf á að vera í fyrirrúmi. Þarna hafa bílar verið geymdir frá því þeir fóru að sjást á götunum, en bílastæði var skipulagt á torginu árið 1949, fyrir 70 árum. Þetta er hluti af verkefninu „Þing- holt, torgin þrjú“. Um er að ræða Baldurstorg, Freyjutorg og Óðins- torg. Auk Óðinstorgs verður Óðinsgata, milli Freyjutorgs og Skólavörðu- stígs, endurgerð. Sömuleiðis Spít- alastígur milli Týsgötu og Óðins- götu. Nýjar stofnlagnir snjóbræðslu verða lagðar á öllu svæðinu. Verkefnið er samvinnuverkefni Reykjavíkurborgar og Veitna ohf., sem notar tækifærið og skiptir um lagnir í götum. Kostnaður Reykja- víkurborgar vegna þessa verks og endurgerðar Týsgötu, sem einnig er framkvæmd á þessu ári, er um 300 milljónir króna. Verktaki er Bjössi ehf. og um hönnun sáu Basalt arkitektar, Verk- ís og VSÓ ráðgjöf, en VSÓ annast eftirlit. Um vinningstillögu Basalt arki- tekta segir í dómnefndaráliti að hún tengi garð- og leiksvæði við gróður- sælt torg og virki vel sem hverfis- torg fyrir íbúa og aðra gesti. Til- lagan sýni góða lausn á fjölbreyttu hverfistorgi. „Góð blanda er af gróðri, efnisval vandað og lýsing vel útfærð,“ segir í álitinu, en lögð var m.a. áhersla á góða tengingu við Skólavörðustíg. Komið verður fyrir setpöllum, hólum, pollum og hjóla- grindum. sisi@mbl.is Tölvumynd/Basalt arkitektar Í framtíðinni Svona hugsa arkitektarnir sér að Óðinstorgið og nágrenni muni líta út að framkvæmdum loknum. Gert er ráð fyrir því að fólk geti tyllt sér á bekki og gert er ráð fyrir sölutjöldum, til dæmis á aðventunni. Bílar víkja fyrir fólki á Óðinstorgi Morgunblaðið/sisi Óðinstorg Framkvæmdir hafa staðið yfir í allt sumar. Allt svæðið, götur og gangstéttir, verður endurnýjað og Veitur ohf. endurnýja lagnir í jörðu. Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Átakið Hreint Suðurland er nú í fullum gangi að sögn Sigrúnar Guð- mundsdóttur, framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Suðurlands (HSL), sem segir að átakið hafi far- ið sérstaklega vel af stað. Eins og greint var frá í Morgunblaðinu í vor hratt HSL átakinu af stað og er því ætlað að hreinsa til á Suðurlandi. Eru lóðarhafar, landeigendur og aðrir hvattir til að hreinsa af lóðum og lendum það sem getur valdið ónæði, mengun eða er til lýta. Segir Sigrún að í langflestum til- vikum sé nóg að ýta aðeins við landeigendum, sem séu almennt boðnir og búnir að hreinsa til þegar um það er beðið. „Þetta er bara í fullu fjöri. Það gleðilega við þetta er að menn taka við sér sjálf- ir og eru sjálfir að taka til. Við höf- um enn ekki þurft að fara í aðgerðir, því það hefur, allavega fram að þessu, dugað að ýta við mönnum,“ segir Sigrún. „Hið besta mál“ Útskýrir hún að fyrirkomulagið sé þannig að sérstakur starfsmaður sé í því að ferðast á milli staða, taka þá út, og meta hvar þörf er á að taka til. „Við sendum þá bréf þar sem við bendum á að taka þurfi til hendinni og í flestum tilfellum er það nóg.“ Segir hún að í sumum tilvikum sé þörf á nokkuð yfirgripsmikilli tiltekt og þá biðji menn stundum um frest. „Þá fá menn bara aukinn frest ef þeir þurfa það. Það er bara jákvætt ef menn sjá fram á að geta gert hlutina ef þeir fá aðeins lengri tíma. Það er bara hið besta mál.“ Eins og kom fram í umfjöllun Morgunblaðsins um málið í vor er heilbrigðisyfirvöldum heimilt að láta fjarlægja númerslausa bíla og bíl- flök og annað slíkt, sem er á al- mannafæri, á kostnað eigenda að undangenginni viðvörun. Spurð hvort komið hafi til þess að þessi heimild hafi verið nýtt kveður Sig- rún nei við. Hún segir þó að fjarlægð hafi ver- ið númerslaus bílflök í landi sveitar- félaga, en slíkt hafi einnig verið gert áður en átakið hófst. Segir hún aðspurð að ekki hafi þurft að standa í neinu karpi við landeigendur en segir: „Við höfum þurft að taka umræðu, bæði við sveitarstjórnarmenn og aðra. Það er ósköp eðlilegt að það þurfi að ræða málin.“ Einnig á einkalóðum í þéttbýli Spurð hvað það sé sem HSL gerir helst athugasemdir við og vill losna við svarar Sigrún að að mestu leyti séu þetta yfirgefin bílflök. Þá sé ekki einungis um að ræða bílflök og annað sem safnast upp hjá bændum í sveit heldur sé einnig um að ræða drasl sem menn sanka að sér „ekki endilega upp til sveita“. „Þetta er líka á einkalóðum í þéttbýli,“ segir hún. Átakið var sett til eins árs „til að byrja með“, að sögn Sigrúnar en hún segir: „Ég sé fyrir mér að það verði framhald á því, en það er auð- vitað sveitarstjórnanna að ákveða.“ Hreint Suðurland nú í fullu fjöri  Ekki hefur komið til karps við eigendur Ljósmynd/Heilbrigðiseftirlit Suðurlands Drasl Rusl eins og þetta er dæmi um það sem HSL vill gjarnan losna við. Sigrún Guðmundsdóttir Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is ,,Við vildum sýna Þjóðhátíð í víðara samhengi en styttri fjölmiðla- umræða hefur gefið tækifæri til. Myndinni var svo vel tekið í Eyjum að við erum að vinna í því að bæta við sýningum,“ segir Sighvatur Jónsson, fjölmiðlamaður og eigandi SIGVA media sem framleiddi myndina Fólkið í Dalnum, sem er heimildarmynd um Þjóðhátíð Vest- mannaeyja. Skapti Örn Ólafsson, meðfram- leiðandi myndarinnar, og Sighvatur voru ánægðir með viðtökurnar sem myndin fékk á forsýningu á höfuð- borgarsvæðinu í gær en hún verð- ur sýnd í almennri sýningu í Kringlubíói seinnipartinn í dag. Sighvatur segir að ýmislegt hafi komið áhorfendum á óvart og megi þar sérstaklega nefna umstangið í kringum brennuna á Fjósakletti. „Hugmyndin að Fólkinu í Daln- um fæddist árið 2013. Okkur Skapta fannst tilvalið að gera heimildarmynd þar sem 140 ár voru liðin frá fyrstu Þjóðhátíð árið 2014 en við sáum fljótlega að ein hátíð dygði ekki til,“ segir Sig- hvatur. Heimilarmyndin er tekin upp á fimm Þjóðhátíðum, 2014 til 2018, og til þess að gefa áhorfendum inn- sýn í upplifun heimamanna var tveimur fjölskyldum fylgt eftir á Þjóðhátíð öll árin. „Við fylgdumst með undirbúningi hátíðarinnar, flutningi og lífinu í dalnum ásamt frágangi eftir hátíð- ina,“ segir Sighvatur og bætir við að hápunktar Þjóðhátíðar sem margir landsmenn þekki, brennan, flugeldarnir, brekkusöngurinn og blysin, fái sitt pláss. Reynt hafi ver- ið að gera öllu skil sem snýr að há- tíðinni og þar sé ekki undanskilin umræða um ofbeldi tengt henni. ,,Við sýnum hvernig kynferðis- ofbeldi og umræða um það skyggði á hátíðina sérstaklega 2014 til 2016. Einnig hver viðbrögð þjóð- hátíðarnefndar voru og til hvaða ráða hún hefur gripið til að sporna við ofbeldi, t.d. með því að auka gæslu og fjölga eftirlitsmynda- vélum. Við sýnum líka viðbrögð samfélagsins við þessu erfiða við- fangsefni,“ segir Sighvatur og bæt- ir við að alls hafi viðtöl við 126 við- mælendur ratað í heimildar- myndina Fólkið í Dalnum en viðmælendur hafi verið miklu fleiri. Allar hliðar Þjóðhátíðar í Fólkinu í Dalnum Eyjamenn Sighvatur Jónsson og Skapti Örn Ólafsson gerðu mynd. Færri hyggjast ferðast til útlanda í sumarfríi sínu í ár samanborið við fyrri ár en ferða- lögum innanlands hefur fjölgað. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrarkönnunar MMR á ferða- venjum Íslend- inga í sumarfríinu. Alls kváðust 38% landsmanna ein- göngu ætla að ferðast innanlands í sumarfríinu, 12% kváðust ætla að ferðast eingöngu utanlands og 40% kváðust ætla að ferðast bæði innan- lands og utan. Hlutfall þeirra sem hyggja á ferða- lög erlendis í sumar er 52%. Það hefur lækkað frá mælingum síðasta árs þegar hlutfallið var 57% en hlutfallið hafði hækkað árlega frá mælingum ársins 2013. Hlutfall þeirra sem hyggjast ferðast innanlands í ár er 78%, en það hlutfall hefur ekki verið hærra frá mælingum 2014. Könnunin var gerð 7.-14. júní og heildarfjöldi svarenda var 988. rosa@mbl.is Færri til útlanda í ár  Fleiri hyggjast ferðast innanlands Frí Margir verða heima í sumar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.