Morgunblaðið - 16.07.2019, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 16.07.2019, Qupperneq 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2019 Sími 555 2992 og 698 7999 Hátt hlutfall Omega 3 fitusýra Gott fyrir: • Maga- og þarmastarfsemi • Hjarta og æðar • Ónæmiskerfið • Kolesterol • Liðina Læknar mæla með selaolíunni Selaolían fæst í: Apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu og Melabúð Óblönduð – meiri virkni Selaolía Égheyrði fyrst um Selaolíuna í gegnum kunningja minn en konan hans hafði lengi glímt við það sama og ég, - stirðleika í öllum liðum og tilheyrandi verki. Reynsla hennar var það góð að ég ákvað að prufa. Fyrstu tvo mánuðina fann ég litlar breytingar, en eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður. Ein góð „aukaverkun“ fylgdi í kjölfarið, ég var með frekar þurra húð um allan líkamann, en eftir að ég fór að nota Selaolíuna hvarf sá þurrkur og húð mín varð silkimjúk. Ég hef nú notað Selaolíuna í eitt og hálft ár og þakka henni bætta líðan og heilsu. Guðfinna Sigurgeirsdóttir. „Eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður.“ Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á BAKSVIÐ Pétur Hreinsson peturh@mbl.is Líkt og greint var frá um helgina var Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kjörinn varafor- maður bankaráðs asíska innviðafjár- festingarbankans (AIIB). Kínverjar höfðu forystu um stofnun bankans, sem hóf starfsemi í janúar 2016. Í fréttaskýringu The Guardian segir að AIIB hafi verið stofnaður til höfuðs hinum svokölluðu „Washington- stofnunum“, þar á meðal Alþjóða- bankanum og Alþjóðagjaldeyris- sjóðnum, til þess að mæta betur auknu vægi Kínverja í heims- búskapnum. Ísland var á meðal 57 stofnríkja AI- IB ásamt öllum hinum Norðurlanda- ríkjunum en eftir aðalfundinn sem haldinn var á föstudag og laugardag eru meðlimir bankans orðnir 97. Á meðal þjóða sem ekki eiga aðild eru Bandaríkin og Japan. AIIB var stofn- aður utan um samstarf þjóða til þess að mæta þeirri innviðafjárfestingar- þörf sem fyrir hendi er í Asíu. Er henni ætlað að styrkja tengingar og hagræna þróun á svæðinu og styðja þannig við hagvöxt og aðgengi íbúa að grunninnviðum að því er fram kemur á vef stjórnarráðsins. Aðild veitir aukin tækifæri fyrir íslenskt viðskiptalíf í Asíu Við stofnun bankans í ársbyrjun 2016 sagði á vef stjórnarráðsins að að- ild Íslands að innviðafjárfest- ingarbankanum myndi „styrkja enn frekar góð samskipti Íslands og Asíu- ríkja og styðja við nýja vaxtarbrodda á viðskiptasviðinu sem getur þýtt aukin tækifæri fyrir íslenskt við- skiptalíf í Asíu, auk þess að gera Ís- land sýnilegra á þessu stærsta vaxt- arsvæði heimsins“. Í ríkisreikningi fyrir árið 2018 sést að samtals nemur erlent stofnfé Ís- lands í stofnunum og sjóðum erlendis í lok árs 2018 um 10,7 milljörðum króna. Stærstur hluti af þeirri upp- hæð hefur komið í hlut Alþjóðafram- farastofnunarinnar (IDA) eða tæpir sex milljarðar, en framlag Íslands á árinu 2018 til IDA nam 716 milljón- um. Þar sést einnig að fyrir árið 2018 hafi framlag Íslands til AIIB á árinu 2018 verið 86 milljónir. Eign Íslands í lok árs 2018 í bankanum var bókfærð á 327 milljónir króna. Til samanburð- ar nam eign Íslands í lok árs 2018 1,4 milljörðum í Norræna þróunarsjóðn- um (NDF), 1,2 milljörðum króna í Al- þjóðabankanum (IBRD) og 836 millj- ónum í Endurreisnar- og þróunar- banka Evrópu (EBRD). 45 verkefni í 27 löndum Hlutafé bankans er 100 milljarðar bandaríkjadala en bankinn hefur nú samþykkt fjárfestingar í 45 verkefn- um í 27 löndum fyrir samtals um 8,48 milljarða Bandaríkjadala, eða um 1.064 milljarða króna, að því er fram kemur á heimasíðu bankans. Á vef stjórnarráðsins segir að tvö íslensk ráðgjafarfyrirtæki hafi komið að ný- samþykktu jarðvarmaorkuverkefni bankans í Tyrklandi en ekki var greint frá því hvaða fyrirtæki það voru. Lán bankans vegna verkefnis- ins nemur allt að 200 milljónum Bandaríkjadala, eða rétt rúmlega 8,5 milljörðum króna. Verður það nýtt til þess að fjármagna verkefni er tengj- ast endurnýjanlegum orkugjöfum á borð við vatns-, vind- og sólarorku, verkefni sem snúa að bættri nýtingu á orku, en lánið fjármagnar einnig upp- byggingu innviða á sviði samgangna, vatnsveitna, orkuflutnings og fjar- skipta. Stærsta lánveiting bankans, um 600 milljónir bandaríkjadala árið 2018, var einnig veitt til Tyrklands, til gerðar neðanjarðargasgeymslu við Tuz Golu til þess að auka orkuöryggi. Óverulegt framlag Íslands AFP Innviðafjárfestingar Frá árinu 2017 hefur asíski innviðafjárfestingarbank- inn komið að níu verkefnum sem snúa að uppbyggingu innviða á Indlandi.  Um 400 milljónir króna hafa runnið frá Íslandi til asíska innviðafjárfestingar- bankans frá stofnun  Hefur skuldbundið sig til að leggja allt að 2,3 ma í bankann AIIB » Framlag Íslands til AIIB á þessu ári nemur 86 milljónum króna. Samtals nemur framlag Íslands til bankans 401 milljón króna. » Við stofnun bankans skuld- batt Ísland sig til að leggja honum allt að 2,3 milljarða króna til í stofnfé. » Það kann að greiðast út yfir langt tímabil. unum og víðar um heiminn áður en vélarnar fá að taka á loft að nýju. Ekki hefur verið gefin út nákvæm dagsetning til þessa um hvenær búist er við að flugbann- inu verði aflétt. Hins vegar gaf Icelandair Group, sem á sex vélar af þessari tegund, út að það gerði ekki ráð fyrir að taka þær í notk- un fyrr en í lok október. Sam- kvæmt upplýsingum frá fyrir- tækinu er enn unnið eftir þeirri línu að vélarnar verði komnar í notkun fyrir lok þessa árs. Ósennilegt er nú talið að kyrr- setningu 737 MAX-véla flug- vélaframleiðandans Boeing verði aflétt á þessu ári. Þetta hefur Wall Street Journal eftir heimild- armönnum innan úr bandaríska stjórnkerfinu. Þannig munu fleiri atriði en áður var talið standa út af borðinu svo að fulltryggt sé talið að hugbúnaður tengdur stjórnkerfi vélanna sé fullkom- lega öruggur. Þá mun það taka nokkurn tíma að fá heimildir flugmálayfirvalda í Bandaríkj- Stefnir í mun lengri kyrrsetningu  MAX-vélarnar ekki í loftið á árinu AFP Kyrrsetning Icelandair átti að fá þrjár vélar á þessu ári til viðbótar við þær sex sem þegar hafa verið afhentar. Þær standa óhreyfðar í Bandaríkjunum. ● Í kaupum Berjaya Property Ireland Limited á Icelandair Hotels og tengdum fasteignum fylgdu ekki fasteignir þær sem til stendur að opna nýtt hótel í við Austurvöll árið 2020. Þetta kemur fram í sérstakri tilkynningu frá Icelandair Group sem send var í gegnum Kauphöll Íslands í gær. Fasteignirnar, sem standa á hinum svokallaða Landssímareit, eru í eigu félagsins Lindarvatns ehf. sem er í jafnri eigu Icelandair Group og Dals- ness ehf. Síðarnefnda félagið er að fullu leyti í eigu Ólafs Björnssonar. Dals- nes er einnig eigandi heildsölunnar Inn- ness. Stefnt er að opnun Curio by Hil- ton-hótels á Landssímareitnum þegar framkvæmdum lýkur en mikill styr hef- ur staðið um þær á undanförnum árum. Keypti ekki fasteign- irnar við Austurvöll 16. júlí 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 125.78 126.38 126.08 Sterlingspund 157.58 158.34 157.96 Kanadadalur 96.43 96.99 96.71 Dönsk króna 18.948 19.058 19.003 Norsk króna 14.723 14.809 14.766 Sænsk króna 13.413 13.491 13.452 Svissn. franki 127.38 128.1 127.74 Japanskt jen 1.1595 1.1663 1.1629 SDR 173.85 174.89 174.37 Evra 141.5 142.3 141.9 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 172.9553 Hrávöruverð Gull 1405.6 ($/únsa) Ál 1799.0 ($/tonn) LME Hráolía 66.83 ($/fatið) Brent ● Riaan Dreyer hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni- sviðs hjá Íslands- banka. Riaan er af- ar reyndur á sviði tækni- og hugbún- aðarmála, en hann starfaði áður sem forstöðumaður hugbúnaðar- þróunar hjá Arion banka og við hugbún- aðarlausnir hjá Meniga. Að sögn Birnu Einarsdóttur, banka- stjóra Íslandsbanka, endurspeglar ráðningin vilja bankans til að efla staf- rænar lausnir og grunnkerfi. Íslandsbanki fær Riaan Dreyer til liðs við sig Riaan Dreyer STUTT

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.