Morgunblaðið - 16.07.2019, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2019
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Erfitt geturverið aðátta sig á
því hvað meirihlut-
anum í Reykjavík
gengur til í herferð
sinni gegn einka-
bílnum. Í þeim efn-
um virðast ekki vera til nein
mörk. Það birtist nú síðast í
furðulegri deilu vegna breyt-
inga á umferðarlögum í þá
veru að hreyfihamlaðir eigi að
fá heimild til að aka á göngu-
götum.
Í Morgunblaðinu í gær verst
fulltrúi meirihlutans með því
að segja að borgin hafi ekki
fengið næga aðkomu að gerð
laganna, vill fara aðrar leiðir
og bendir á að ekki sé komið til
móts við hreyfihamlaða með
því að hleypa bílum inn í
Kringluna.
Kolbrún Baldursdóttir,
borgarfulltrúi Flokks fólksins,
hefur tekið upp málstað hreyfi-
hamlaðra og lagði í fyrrahaust
fram tillögu um að handhafar
stæðiskorta fengju heimild til
að aka á göngugötum.
Kolbrún kvaðst í Morgun-
blaðinu í gær ekkert hafa á
móti göngugötum, en hún væri
fylgjandi því að hreyfihamlaðir
hefðu þar aðgengi. „Ég fagna
því að þetta hafi farið í gegn
hjá löggjafanum af því að ég
fékk ekki áheyrn hjá borg-
inni,“ sagði Kolbrún. „Mér
fannst mjög skrýtið hve rosa-
lega neikvæð þau voru þegar
ég lagði þetta fram.“
Ýmislegt hefur
verið gert til að
þrengja að bílnum
í borginni. Í stað
þess að greiða fyr-
ir vegfarendum í
gatnakerfi, sem
var skipulagt þeg-
ar umferðarþungi var sýnu
minni eru götur þrengdar og
akreinum fækkað.
Nauðsynlegar framkvæmdir
eru látnar sitja á hakanum í
þeirri von að þrengslin á göt-
unum verði svo mikil að
borgarbúar hætti að keyra.
Þess í stað eru peningar settir
í Strætó án þess að það hafi
haft nokkur áhrif á fjölda far-
þega. Öngþveitið á götunum á
annatíma vex hins vegar nán-
ast dag frá degi (án þess að hér
verði látið undan orðaleiks-
freistingu á kostnað borgar-
stjóra).
Skipulagið í miðborginni
snýst ekki um að gera þeim,
sem eru á einkabílum, auðvelt
fyrir. Þetta bitnar ekki síst á
þeim, sem erfitt eiga með að
fara ferða sinna fótgangandi.
Nokkur dæmi eru um að versl-
unum, sem lengi hafa haft að-
setur í miðbænum, sé lokað og
þær færðar þangað, sem auð-
veldara er að leggja og komast
að. Það segir sína sögu.
Stríðið gegn einkabílnum er
þekkt stærð á forgangslista
meirihlutans í borginni, en
steininn tekur úr þegar blásið
er í herlúðra gegn hreyfihöml-
uðum bílstjórum.
Borgin á ekki bara í
stríði við einkabíl-
inn, heldur líka
hreyfihamlaða bíl-
stjóra}
Skrýtnar áherslur
Jafnræði ergrundvallar-
atriði þegar ríkið
leggur skyldur og
gjöld á fyrirtæki
og atvinnurekstur. Ber þá að
gæta þess að skekkja ekki sam-
keppnisstöðu og passa upp á að
hygla ekki einum umfram ann-
an.
Í Morgunblaðinu í gær kvarta
bjórframleiðendur undan því að
hærri gjöld séu lögð á bjór en
vín. Ríkið heimtar bæði áfeng-
isgjald og virðisaukaskatt af
áfengi auk álagningar Áfengis-
og tóbaksverslunar ríkisins.
Áfengisgjaldið er miðað við
styrkleika drykkjarins, en ekki
verð. Um leið er gerður grein-
armunur á því hvort um bjór,
vín eða sterka drykki er að
ræða. Við það kemur upp sú an-
kannalega staða að hærra
áfengisgjald er tekið af bjór
heldur en ávaxtasíder þótt
áfengismagnið sé það sama.
Þetta eiga innlendir bjórfram-
leiðendur í harðri samkeppni
við erlenda framleiðslu erfitt
með að skilja, sem vonlegt er.
Áfengi veldur
miklu tjóni í ís-
lensku samfélagi.
Hárri gjaldheimtu
af áfengi er ætlað
að draga úr áfengisneyslu og
minnka þetta tjón. Látum vera
að oft virðist trúin á fælingar-
mátt gjaldanna ekki meiri en
svo að gert er ráð fyrir hærri
tekjum í ríkissjóð þegar gjald-
ið er hækkað. Ef ráðstöfunin
virkaði ættu tekjurnar auðvit-
að að minnka.
Framleiðsla á bjór hefur
tekið rækilega við sér hér á
landi á undanförnum árum.
Sérstaklega á það við um svo-
kallaðan handverksbjór. Dýr-
ara getur verið að framleiða
bjór með þeim hætti. Hver eru
rökin fyrir því að hærra
áfengisgjald er lagt á bjór en
vín? Er þetta einhver arfleifð
frá því að bjórinn var leyfður
fyrir 30 árum? Erfitt er að sjá
hvers vegna ríkisvaldið sér
ástæðu til að haga gjaldheimtu
þannig að hún sé sérstaklega
íþyngjandi fyrir þessa inn-
lendu framleiðslu.
Mishátt áfengisgjald
skekkir samkeppni}Ójafnræði í skattheimtu
E
r ný löggæsluáætlun ríkisstjórn-
arinnar ákall á frekari fordóma í
fíkniefnamálum?
Baráttan við fíkniefnavand-
ann, bæði gagnvart löglegum og
ólöglegum efnum eins lyfseðilsskyldum efnum,
heldur áfram. Stefna sem mörkuð var 1997 um
fíkniefnalaust Ísland árið 2000 gekk ekki upp
og kom fáum á óvart.
Á dögunum birti dómsmálaráðuneytið lög-
gæsluáætlun fyrir árin 2019 til 2023 þar sem
meðal annars eru skilgreindar stefnur í vímu-
efnamálum. Í áætluninni er lögð mest áhersla á
að koma í veg fyrir innflutning, framleiðslu og
sölu efna. Ekki er að sjá hvaða mælikvarða á að
nota til að meta árangurinn af þeirri stefnu.
Í fréttum var Helgi Gunnlaugsson, prófessor
í afbrotafræði, spurður út í þessa löggæslu-
áætlun. Þar minntist hann einmitt á að það skorti hvaða
mælikvarða eigi að nota til að mæla árangur þessarar
áætlunar. Erlendar rannsóknir sýni að haldlagning jafn-
vel stórra sendinga af fíkniefnum hafi sáralítil áhrif á
markaðinn. Þau séu í mesta lagi tímabundin. „Það er að
segja, efnin gæti skort í stuttan tíma og það gæti líka
hækkað verð efnanna og það bitni illa á þeim sem eiga um
sárt að binda vegna fíknar, ekki síst þeim sem sprauta sig í
æð. Síðan er þetta fljótt komið í sama farið aftur. Það virð-
ist aldrei vanta fíkniefni á markaðinn og alltaf framboð
enda eftirspurnin og hagnaðarvonin mikil,“ segir Helgi.
Og áfram í viðtalinu segir Helgi: „Það skortir í áætlunina
umfjöllun um fíklahópinn, það er að segja hvað
eigi að gera í vanda þess hóps, horfa ætti til
vanda hópsins á grundvelli heilsuverndar í
stað þess að ýta fíklum út í jaðar samfélagsins
án eftirlits. Það stingur í augun að refsa ein-
staklingum fyrir sjúkdóm. Það er þar sem ég
vildi sjá breytingar gerðar í dag. Það er Al-
þingi sem ber ábyrgð á að breyta fíkniefnalög-
gjöfinni. Víða erlendis sjást merki um breyttar
stefnur í málaflokknum sem löggjafinn ætti að
líta til,“ segir Helgi að lokum.
Biðlistarnir á Sjúkrahúsið Vog hafa verið
um 500 til 600 manns undanfarin ár og á þeim
biðlista eru fíklar sem eru jaðarsettir í sam-
félaginu meðal annarra. Árangur starfsfólks á
Sjúkrahúsinu Vogi eru viðurkenndur og nær
sú viðurkenning langt út fyrir landsteinana.
Það er löngu kominn tími til að þeirri starf-
semi sé gert hærra undir höfði af hinu opinbera. Fólk á
biðlistanum er að deyja að völdum fíknisjúkdómsins og við
því þarf að bregðast strax. Allir sjúkdómar eru alvarlegir,
misjafnlega þó. Virkur fíkill eða alkóhólisti er sjúklingur
sem ber að meðhöndla sem slíkan og hefur rétt á læknis-
þjónustu eins og hver annar sjúklingur, burtséð frá því
hvort viðkomandi hafi neytt löglegra eða ólöglegra fíkni-
efna.
Þetta er dauðans alvara og ætti að vera fordómalaus.
Sigurður Páll
Jónsson
Pistill
Fíkn virðir ekki landamæri boða og banna
Höfundur er þingmaður Miðflokksins, NV.
sigurdurpall@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Allir geta minnkað líkurnará að fá heilabilun með þvíað lifa heilbrigðu lífi,einnig þeir sem koma úr
fjölskyldum þar sem heilabilun er
arfgeng. Á vefsíðu breska ríkis-
útvarpsins, BBC, er fjallað um nið-
urstöður rannsóknar sem gerð var í
háskólanum í Exeter og kynnt á al-
þjóðlegri ráðstefnu Alzheimer-
samtakanna. 196.383 einstaklingar á
aldrinum 64 til 80 ára tóku þátt í
rannsókninni.
Tekin voru DNA-sýni úr þátt-
takendum og kannað hvort þeir
ættu á hættu að fá heilabilun vegna
arfgengi. Í ljós kom að 18 af hverj-
um 1þ000 sem báru með sér arf-
genga áhættu lifðu óheilbrigðu lífi.
Með heilbrigðum lífsstíl meðan á
rannsókninni stóð lækkaði þetta
hlutfall í 11 af hverjum 1.000 þátt-
takendum.
Rannsakendur segja að þriðj-
ungslækkun gæti virst lítil, en taka
verði tillit til þess að líkur á minnis-
glöpum hjá þeim sem eru 60 ára séu
minni en þeirra sem nálgast 80 árin.
Í umfjöllun BBC er vitnað í David
Llewellyn, sérfræðing í öldrunar-
rannsóknum við læknaháskólann í
Exeter í Bretlandi, sem segir að
niðurstöðurnar megi heimfæra upp
á hundruð eða þúsundir manna, en
taka verði með í reikninginn að með
aðferðafræði rannsóknarinnar sé
ekki hægt að fullyrða að niðurstöð-
urnar séu réttar. Þær séu hins veg-
ar í takt við niðurstöður annarra
rannsókna sem m.a. hafa birst í The
Journal of the American Medical og
ráðleggingar Alþjóðaheilbrigðis-
stofnunarinnar, WHO. Fiona Car-
ragher, talsmaður bresku
Alzheimersamtakanna, brást við
niðurstöðum rannsóknarinnar með
þeim orðum að það væri fátt mik-
ilvægara en að vita hvernig draga
mætti úr líkum á heilabilun, ekki
síst í ljósi þess að á þriggja mínútna
fresti bætist einn Breti í hóp heila-
bilunarsjúklinga.
Heilbrigt og óheilbrigt
Það að stunda líkamsrækt,
reykja ekki, borða þrjá skammta af
grænmeti og ávöxtum á dag, neyta
fisks tvisvar í viku og sneiða hjá
unnum matvörum flokkast undir
heilbrigðan lífsstíl. Aftur á móti
telst það óheilnæmur lífsstíll að
stunda ekki reglulega líkamsrækt,
reykja, borða fæði sem inniheldur
minna en þrjá skammta af ávöxtum
og grænmeti á viku, borða tvo eða
fleiri skammta af unnu kjöti og
rauðu kjöti á viku og drekka í
kringum einn og hálfan lítra af bjór
á dag.
Pálmi Jónsson öldrunarlæknir
segir að þrátt fyrir að hann hafi
ekki náð að kynna sér þessa rann-
sókn séu niðurstöðurnar í takt við
það sem búast mátti við. Þær sýni í
raun og veru að ef einstaklingur
fær góð gen í vöggugjöf getur hann
kannski leyft sér óheilbrigðan lífs-
stíl. Sá sem er ekki jafn heppinn og
fæðist með óhagstæð gen getur
bætt fyrir það með því að temja sér
heilbrigðari lífsstíl. Pálmi segir að
það sem komi fyrir okkur sé venju-
lega samspil erfðaþátta og lífsstíls.
„Sumt af því sem er veikt í
genabúnaði okkar reynir ekki á ef
við leggjum ekki álag af því tagi á
líkamann. Ef einstaklingur veit að
hann er í aukinni áhættu hefur
hann aukinn hvata til þess að temja
sér góðan lífsstíl. Þeir sem eru með
góð gen hafa líka hvata til að til-
einka sér hann,“ segir Pálmi, sem
telur niðurstöður rannsókn-
arinnar almennt skyn-
samlega nálgun á lífið og
tilveruna sem sýni sig að
skili árangri í rann-
sóknum.
Heilbrigt líf minnkar
líkur á heilabilum
Á doktor.is er heilabilun skil-
greind sem heilkenni sjúkdóma
í heila sem leggst einkum á
aldrað fólk, en dæmi eru um að
fólk á fertugs- og fimmtugs-
aldri fái þessa sjúkdóma. Ein-
kenni heilabilunar eru fyrst og
fremst minnistap, erfiðleikar
einstaklingsins við að átta sig
á umhverfi, tjá sig eða skilja
aðra og framkvæma ýmsar at-
hafnir daglegs lífs, svo sem að
klæðast, borða og snyrta sig.
Á vef Landspítala kemur
fram að í 70% tilfella orsakast
heilabilun af hrörnunar-
sjúkdómi í heila,
sem getur
t.d.verið Alz-
heimer, Lewy-
sjúkdómurinn,
framheilabilun
eða aðrir sjald-
gæfari hrörn-
unar- og æða-
sjúkdómar.
Hrörnunar-
sjúkdómur
HEILABILUN
Pálmi
Jónsson
Heilbrigði og mismunandi lífsstíll
Undir
heilbrigð-
an lífsstíl
flokkast
■ Að stunda líkamsrækt
a.m.k. 2,5 klst á viku
■ Að mataræðið sé samansett
af meira en þremur skömmtum
af ávöxtum og grænmeti á dag,
fiski tvisvar í viku og að unnar
kjötvörur séu varla snertar
Óheilbrigður lífsstíll
■ Reykingar
■ Að stunda ekki reglulega
líkamasrækt
■ Borða fæði sem inniheldur minna
en þrjá skammta af ávöxtum og
grænmeti á viku
■ Borða tvo eða fleiri skammta af
unnu kjöti og rauðu kjöti á viku
■ Drekka í kringum 1,5 lítra
af bjór á dag
■ Að reykja ekki