Morgunblaðið - 16.07.2019, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 16.07.2019, Qupperneq 16
✝ Árni SverrirErlingsson fæddist að Galta- stöðum í Gaul- verjabæjarhreppi 3. júlí 1935. Hann lést 2. júlí 2019 á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Sel- fossi. Foreldrar hans voru Guðlaug Jónsdóttir, f. 21.7. 1894, d. 6.5. 1981, og Jón Er- lingur Guðmundsson, f. 1.8. 1899, d. 27.5. 1985, bændur á Galtastöðum. Systkini Árna eru stúlka, f. 21.2. 1929, d. 26.2. 1929. Rannveig, f. 18.1. 1930, d. 2.2. 1930. Guðmundur, f. 7.4. 1931, d. 2.12. 2009. Arn- dís, f. 2.7. 1932, og Sigurjón Þór, f. 12.10. 1933. Eiginkona Árna er Sigríður Sæland íþróttakennari, f. 27.5. 1944, gengu þau í hjónaband þann 8.4. 1967. Foreldra henn- ar voru Hulda G. Sæland, f. 24.12. 1926, d. 22.1. 2018, og Eiríkur Ágúst Sæland, f. 28.4. 1922, d. 22.11. 2002, garð- yrkjubændur að Espiflöt í Biskupstungum. Dætur þeirra eru 1) Hulda Sæland, f. 19.3. 1966, maki Óðinn Kristjánsson, f. 27.11. 1961. Börn þeirra Árni, f. 1994, maki Frida steins og Árna. Þar starfaði hann til 1980 er hann hóf að kenna við Iðnskólann á Sel- fossi þegar verkleg kennsla hófst þar. Iðnskólinn samein- aðist svo Fjölbrautaskóla Suð- urlands við stofnun hans 1981 og vann Árni þar til sjötugs og var svo stundakennari til 74 ára aldurs, uppáhalds kennslu- greinin var viðgerðir eldri húsa. Hann sat í byggingar- nefnd skólans mest allan tím- ann er framkvæmdir stóðu yfir frá 1985-1994. Hann stundaði nám við Kennaraháskóla Ís- lands og lauk 1982 námi til kennsluréttinda á framhalds- skólastigi. Árið 2001 lauk hann námi sem svæðisleiðsögumað- ur á Suðurlandi og stundaði þá vinnu nokkuð. Sat í stjórn Landverndar 1993-1995 og í stjórn Ferðafélags Íslands 1996-2002 og vann mikið að sumarlagi fyrir félagið frá 1985 og á meðan heilsan leyf- ið. Var það mest við viðhald fjallaskála félagsins. Í stjórn Héraðskjalasafns Árnesinga 1999-2005. Hann tók virkan þátt í endurreisn Tryggva- skála á Selfossi og sat í stjórn félagsins. Áhugamál voru mörg en íslensk náttúra og verndun hennar voru efst á blaði, og ferðalög innan- og utanlands. Sem ungur maður æfði hann og keppti í íþróttum og stundaði stangveiði. Hann spilaði brids fram á síðasta dag. Útför Árna Sverris fer fram frá Selfosskirkju í dag, 16. júlí 2019, klukkan 13.30. Höllgård, f. 1993, Sigríður Sæland, f. 1998, Andri Snær, f. 2003, d. 2003, og Breki Þór, f. 2003. Fyrir átti Óðinn Sveinbjörn, maki Ásta Jóna Jóns- dóttir, eiga þau fjögur börn, og Aníta, f. 1987, maki Guðmundur Ingi Guðmunds- son, eiga þau þrjá stráka. 2) Rannveig, f. 23.9. 1967, maki Brynjar Jón Stefánsson, f. 9.7. 1960, sonur þeirra Brynjar Jón, f. 2001. Börn úr fyrra hjónabandi eru Díana Gests- dóttir, f. 1988, maki Árni Páll Hafþórsson, eiga þau tvo syni, og Sverrir Gestsson, f. 1989. Fyrir átti Brynjar Sigrúnu Örnu, f. 1987, maki Hilmar Guðlaugsson, eiga þau tvö börn, og Böðvar Dór, f. 1995. Árni ólst upp og bjó á Galta- stöðum þar til hann hóf nám í húsasmíði 1955 hjá Trésmiðju Kaupfélags Árnesinga. Sveins- próf tók hann 1959 og meist- araréttindi fékk hann 1963. Vann sjálfstætt með Stefáni Kristjánssyni frá Geirakoti 1959-1965, er Árni og Þor- steinn Sigurðsson iðnmeistari hans stofnuðu Trésmiðju Þor- Svo margs er að minnast og margs að sakna. Veit varla hvar ég á að byrja. Mínar helstu æskuminningar með ykkur mömmu eru öll ferðalögin og úti- legurnar um landið. Nánast allar helgar, öll sumur, var mamma tilbúin með útilegudótið þegar þú komst heim úr vinnunni um kvöldmat á föstudögum. Þá var borðað og svo ekið af stað eitt- hvað út í náttúruna og helgarinn- ar notið í afslöppun og skoðunar- ferðum þar sem þið mamma frædduð okkur systur. Minning- ar úr litla A-tjaldinu sem þú fékkst í fermingargjöf og öllum leið svo vel í, þó að plássið væri nú ekki mikið. Allt sem ég tók mér fyrir hendur, hvort sem það var skólinn, vinnan, au pair-starf í útlöndum eða eitthvað annað, þá studdir þú mig, styrktir og fylgdist með öllu. Börnunum okkar varst þú allt- af stoð og stytta. Þegar þau gistu hjá ykkur varstu ekki rór fyrr en þau voru komin heim. Endalaust djók, stórskrýtnar og fyndnar gátur, ólsen ólsen, veiðimaður og ýmislegt fleira skemmtilegt – þau minnast þín með bros á vör. Fótboltinn hjá Sirrí okkar var þér mjög mikilvægur. Þú fylgdist með öllum leikjum hennar og vissir betur en hún um öll úrslit þar sem þú settir alla leiki upp í ákveðið form með ákveðnum lit- um og úrslitatölur til fleiri ára. Hjá þér fékk hún ófá faðmlögin og styrk. Get ekki sleppt því að minnast á ferð okkar fjölskyldunnar með ykkur mömmu í Þórsmörk á 50 ára afmæli Ferðafélagsins 2004. Þá týndust Árni okkar og Sirrí í ratleik ásamt fleiri börnum. Var gerð mikil leit, en eins og allir vita eru endalaus tré og miklir skógar þarna. Ég að missa vitið og hætt að geta talað af hræðslu. Þú, elsku pabbi minn, róaðir mig niður sem best þú gast. En þarna voru einungis níu mánuðir síðan við misstum Andra Snæ okkar. Sem betur fer fundust börnin eft- ir dágóðan tíma en vanlíðanin var hræðileg hjá okkur. Inn kirkjugólfið leiddir þú mig þegar ég giftist elsku Óðni mín- um og þú svo stoltur faðir. Við auðvitað langsíðust í kirkjuna þar sem þú sagðir að brúðurin ætti alltaf að láta bíða eftir sér. Allt það sem þú smíðaðir er yndisleg minning, kofinn hans Breka, útihúsgögnin á pallinum, prjónakistillinn minn sem er merktur með útskornum mynd- um bæði af Selfossi og Vest- mannaeyjum, brauðbretti, hita- plattar og ýmislegt annað. Langar að koma með falleg orð sem yndislegi Svenni minn sendi mér þegar þú féllst frá: „Það fór nú ekki mikið fyrir hon- um pabba þínum. En á betri ár- unum þegar ég var yngri þá sinnti hann mér og Anítu systur þegar við gistum hjá þeim eins og við værum hans eigin börn. Það er ekki sjálfgefið að ömmur og afar, tala nú ekki um fósturafa og ömmu, gefi sér svo mikinn tíma fyrir orkumikil börn. Man svo vel eftir því hvernig það var að vera með þeim t.d. í sumarbústað þar sem þau létu manni líða nánast betur en heima hjá sér.“ Elsku pabbi minn, nú ertu kominn til elsku Andra Snæs okkar og ég veit að það verða góðir endurfundir og þú kemur til með að hugsa um hann, spila með honum ólsen ólsen og djóka svolítið. Elskum þig endalaust og sökn- um. Hvíldu í friði, elsku pabbi, tengdapabbi og afi. Hulda, Óðinn, Árni, Sirrí og Breki Þór. Elsku pabbi, ferð þinni um okkar grundir er lokið og allar minningarnar um þig streyma fram. Þú varst yndislegur pabbi og afi. Allar minningarnar úr æsku eru samofnar mömmu því þið voruð alltaf saman í öllum verkum. Þú og mamma með okk- ur í ferðalögum, í fallega garð- inum ykkar, í skúrnum eða á verkstæðinu að vinna og alltaf fékk maður að taka þátt í öllu þó maður hafi örugglega oft seinkað fyrir verkum. Hjónaband ykkar mömmu er svo falleg minning, þið voruð svo samstíga í öllu og ástin svo skilyrðislaus og mikil væntumþykja hjá ykkur í garð hvort annars og til okkar systra og okkar fjölskyldna. Gaman þótti mér hvað þið Binni minn náðuð vel saman, líkur húmor, höfðuð gaman að segja sögur af fólki og fljótir að sjá spaugilegu hliðina á öllu. Báðir elskuðuð þið náttúruna og það var yndislegt að ferðast með ykkur mömmu um landið og sem betur fer fór- um við í nokkur ferðalög saman og upp úr stendur þegar við fór- um um afrétti V-Skaftafellssýslu og að Fjallabaki. Margar ferðir fóruð þið með börnin mín. Mikið sem þú elskaðir að fá strákana hennar Díönu í heimsókn og margt smíðaðir þú af dóti handa þeim. Þú varst mikill listasmiður og hér í Hófgerði eru mörg hand- verkin eftir þig frá litlum skraut- munum og upp í hús, margt smíðaðir þú fyrir kindurnar okk- ar og var þitt síðasta verk að smíða fjárkassa á traktorinn nú í vor. Þú varst alveg svakalega stríðinn og gast eytt löngum tíma í undirbúning til að fá hjartað í manni til að slá of hratt, hafðir gaman að leggja fyrir mann þrautir og gátur. Þú varst nátt- úrubarn fram í fingurgóma, und- ir þér hvergi betur en á fjöllum með bakpoka og mömmu þér við hlið. Þið hafið ferðast ein eða í hópum, verið leiðsögumenn um land allt og víða erlendis, bæði gangandi og skíðandi. Þú æfðir og kepptir í íþróttum og hafðir gaman af að fylgjast með barna- börnunum þínum á þeim vett- vangi. Þú varst mikill grúskari og settir fram vísur í tíma og ótíma við allskonar tækifæri. Þegar yngsti minn fór að safna mynt studdir þú hann alla leið því þessu hafðir þú safnað um tíma og hafðir áhuga á. Þú stund- aðir stangaveiði þegar ég var að alast upp og fékk ég að dröslast með þér í því. Þú sást um veiðina í landi Laugabakka í fjöldamörg ár og smíðaðir veiðihús sem við gistum stundum í. Þú spilaðir brids og leiddir sveitina Tapsárir Flóamenn sem aðrir eru betri til frásagnar af. Elsku pabbi, þú greindist með Parkinson fyrir hálfum öðrum áratug sem smátt og smátt tók frá þér lífsgæðin. Seinustu ár fannst þér best að vera heima við og dunda í garðinum, skúrnum eða við tölvuna. Mamma var þér ómetanleg hjálparhella í að láta verkin ganga upp því hugur þinn var svo virkur til framkvæmda. Þú hefur lifað fjölbreyttu lífi en alltaf verið elsku besti pabbi minn hvar og hvenær sem er. Minning þín lifir í hjörtum okkar um alla tíð. Þín dóttir, Rannveig. Elsku afi, orð fá því ekki lýst hvernig mér líður núna. Þetta er allt svo óraunverulegt, að þú sért farinn frá okkur en ég veit að þér líður mun betur. Öll þessi veik- indi sem voru að hrjá þig núna á endasprettinum voru farin að kvelja þig svo mikið. Afi var maður sem ég hef allt- af litið upp til síðan ég man eftir mér, svo duglegur, skemmtileg- ur, mikill fótbolta áhugamaður, hress og aldrei vantaði húmorinn og djókið hjá honum. Ég man þegar ég var lítil og þú varst alltaf að taka mig í kleinu. Ég man þegar við tókum alltaf „yeesss“-leikinn saman. Ég man eftir öllum spilunum sem við spiluðum saman á eld- húsborðinu á Birkjó. Ég man í hvert einasta skipti sem við hittumst, tókstu alltaf djók eða gátu og náðir mér alltaf. Ég man þegar ég vildi alltaf hjálpa þér að smíða eða brasa í garðinum. Ég man þegar ég kom alltaf ein í heimsókn til ykkar á ung- lingsárunum og þú vaktir alltaf eftir mér á kvöldin ef ég kíkti út. Ég man eftir öllu langa og góða spjallinu okkar um fótbolt- ann. Ég man þegar ég kom og spil- aði fótboltaleiki á Selfossi, þá mættir þú alltaf. Ég man að þú vissir betur um minn eigin fótboltaferil heldur en ég, þú varst með hann allan skrif- aðan niður, merkt með litum, hvern einasta leik og allt sem tengdist mér og fótboltanum. Ég man eftir öllum góða matn- um sem þú eldaðir. Ég man þegar ég þurfti oft að hjálpa þér í tölvunni því að tæknitröllið þú hafði ýtt á vit- lausan takka. Ég man þegar þú veiktist meira og meira og litla afastelpan varð alltaf hræddari en vissi samt að þú værir að berjast í gegnum þetta. Það segir hversu þrjóskur og duglegur þú varst þegar að þú ætlaðir að fara að smíða handrið við tröppurnar í bakgarðinum hjá þér nokkrum vikum áður en þú kvaddir. Þakklátari gæti ég ekki verið fyrir allar þessar ferðir á Selfoss sem ég fór og heimsótti þig á endasprettinum og hvað þá að hafa náð þínum síðasta andar- drætti með þér. Afi þú varst einstakur maður sem mér þótti svo vænt um og elskaði svo heitt. Þú hefur verið eini afi minn síðan ég var lítil og stóðst þig eins og hetja í afahlut- verkinu. Þú gafst lífinu lit. Þú lifir í minningunum, elsku afi Hvíldu í friði. Takk fyrir allt. Ég elska þig. Þín afastelpa, Sigríður (Sirrí) Sæland. Elsku afi. „Óbyggðirnar kalla og ég verð að gegna þeim“ heyri ég þig raula að morgni örlagadags þíns. Það eru ekki allir svo heppnir að fá að alast upp að stórum hluta hjá ömmu sinni og afa. Að eiga ömmu og afa sem tóku þátt í lífi mínu af eins mikilli ást og um- hyggju er forréttindi. Að vakna með ykkur á Birkjó við fuglasönginn er ein af þessum ljúfu minningum sem ég mun aldrei gleyma. Útivist og ferðalög eru bestu minningar mínar úr æsku. Strax við þriggja ára aldurinn voruð þið farin að fara með okkur í göngur og ferðalög. Ég var kannski ekki sú meðfærilegasta, uppátækjasöm með meiru, vel virk og með stórt skap, en alltaf buðuð þið okkur með. Það lýsir ykkur ömmu svo vel. Afi þekkti Ísland eins og lófann á sér, vissi allt og gat svarað öllu. Tungufellsdalur um versló, að- ventuferðir í Galtafell, Skóga- fossskóla og Skálholt með ykkur og Fjallavinum. Fyrsti leggur Laugavegs þegar við gengum frá Hrafntinnuskeri niður í Land- mannalaugar með ykkur og FÍ og haustferð í Þórsmörk með FÍ eru ansi eftirminnilegar ferðir. Þegar afi varð sextugur var hald- ið upp á það með ferðalagi um Austfirði. Vinnuferðir í Þórs- mörk og Landmannalaugar með tilheyrandi fjallgöngum. Ingólfs- fjall, Viðeyjarferð, Vestmanna- eyjar þar sem við gengum á Helgafell og Eldfell. Hellisheið- arganga þegar amma varð sex- tug, Mallorca og veiðiferðir með þér. Þvílík forréttindi að fá að njóta þessa alls með ykkur. Þú varst mikill grínisti. Mér er mjög minnisstætt þegar við ein jólin settum skóinn út í glugga hjá ykkur og þú ætlaðir ekki að missa af jólasveininum, náðir í veiðivöðlurnar þínar og skrifaðir langan óskalista, daginn eftir kíktum við öll spennt í vöðlurnar þar sem fimm stórar kartöflur biðu þín. Þú áttir líka alltaf til nóg af gátum og bröndurum sem við náðum sjaldan að leysa. Tækifærisgjafir og afmæli, alltaf myndskreyttir þú svo fal- lega og oftar en ekki fylgdi vísa með. Alla konudaga fengu kon- urnar í lífi þínu rós. Mér er mjög minnisstætt þegar ég kom eitt sinn heim af pæjumótinu og þú komst færandi hendi með rósa- búnt, eina rós fyrir hvert mark sem ég skoraði. Afi var líka mikill dýravinur og þegar við veiddum flugur og báð- um þig að stinga gat á lokið stakkstu alltaf „óvart“ of stórt gat. Fram á síðasta dag nutu strákarnir mínir góðs af allri ást þinni og hæfileikum. Ég er svo þakklát fyrir vináttu ykkar sem þeir munu búa að alla ævi. Allt sem þú smíðaðir og teikningarn- ar sem þú gerðir fyrir þá í alla leikina sem voru búnir til á Birkjó. Þið amma eruð helstu fyrir- myndir mínar og hvatning í líf- inu. Samband ykkar var svo fal- legt og öll ykkar lífsgildi. Ég á ykkur ömmu svo margt að þakka og núna þegar þú ert farinn lofa ég að hugsa vel um ömmu. Núna tekur við nýtt ferðalag sem inni- heldur fullt af gríni og nóg af rjóma, góða ferð elsku afi. Hoppa kátur út um dyrnar við blasir himininn, himinblár er bláminn himneskur jökullinn. Óbyggðirnar kalla og ég verð að gegna þeim, ég veit ekki hvort eða hvernig eða hvenær ég kem heim. (Magnús Eiríksson) Ég elska þig, þín Díana. Meira: mbl.is/minningar Árni bróðir er fallinn í valinn eftir baráttu við erfiðan sjúkdóm. Þegar ég minnist hans streyma þúsundir atvika fram í hugann en aðeins fárra verður getið í knappri grein. Við systkinin ólumst upp í for- eldrahúsum á Galtastöðum í Flóa. Við áttum hvert okkar bú á móaspildu austur við túngarð. Búsmalinn var horn, leggir og kjálkar. Við höfðum þetta sem hrepp og vorum öll í hrepps- nefndinni. Ég geymi enn hrepps- skjölin og það er gaman að fletta þeim nú. Árni flutti tillögu um tímakaup, en peningar voru nót- ur frá kaupfélaginu. Dísa flutti tillögu um að sagðar yrðu sögur á hreppsnefndarfundum og best væri að þær yrðu svolítið smelln- ar. Ég flutti tillögu um að bannað væri að grípa fram í fyrir ræðu- mönnum. Við systkinin fórum að hjálpa foreldrum okkar við bústörfin eftir því sem aldur og þroski leyfði. Vorið 1953 vildu foreldrar okkar bregða búi, þá tókum við Árni við búskapnum þá báðir ógiftir. Var það félagsbú hjá okkur. Árni hafði hug til smíða og ákvað haustið 1955 að fara á námssamning í húsasmíði hjá Kaupfélagi Árnesinga á Selfossi. Ég flutti að Selfossi vorið 1956 í iðnnám Árni var til heimilis hjá okkur hjónum þar til hann reisti íbúðarhús á Birkivöllum 22 og fór að búa þar með fjölskyldu sinni eftir miðjan sjöunda áratuginn. Eftir að hann hafði lokið sveins- prófi fór hann fljótlega að vinna með Stefáni heitnum Kristjáns- syni frá Geirakoti við húsbygg- ingar. Síðan vann Árni sjálfstætt í nokkur ár, bæði á Selfossi og úti um sveitir þar til þeir Árni og Þorsteinn Sigurðsson, trésmíða- meistari frá Seljatungu, tóku höndum saman og stofnuðu Tré- smiðju Þorsteins og Árna. Reistu þeir smiðjuhús utan Ölfusár. Þegar stofnsett var verknáms- deild í tré- og járnsmíði, sem var byrjunin á Fjölbrautaskóla Árni Sverrir Erlingsson HINSTA KVEÐJA Elsku langafi, núna ertu dáinn. Vonandi áttu gott líf uppi í himninum. Núna gef- ur guð þér nýtt hjarta. Þú varst góður að smíða fyrir okkur dót og leika við okk- ur. Takk fyrir að gefa okk- ur pening í baukinn. Þú varst góður afi og við elsk- um þig. Þinn Elmar Snær. Elsku langafi sem ert uppi í skýjunum að horfa á okkur. Þú smíðaðir fyrir mig hesthús, gafst okkur stundum pening í baukinn og varst svo góður við okkur. Þinn Elimar Leví. 16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2019 Ástkær faðir okkar, fósturfaðir, bróðir og náinn frændi, HJALTI SÖLVASON, varð bráðkvaddur á Indlandi 11. júlí. Útför mun fara fram í kyrrþey. Sölvi Hjaltason Guðný Hjaltadóttir Víðir Örn Gunnarsson Hrefna Sölvadóttir Elsa Björk Harðardóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLÖF STEINUNN EINARSDÓTTIR frá Ísafirði, lengi til heimilis í Fögrukinn 22, Hafnarfirði, lést á hjúkrunarheimilinu Eir föstudaginn 5. júlí. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Aðstandendur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.