Morgunblaðið - 16.07.2019, Page 17
Suðurlands, þá réðst Árni sem
kennari við trésmíðina í ný-
byggðu verknámshúsi og var þar
til loka starfsaldurs. Kennarar
skólans kusu hann sem fulltrúa
sinn í bygginganefnd Fjölbrauta-
skólans.
Árni var öflugur frjálsíþrótta-
maður á yngri árum og keppti
bæði á héraðsmótum Skarphéð-
ins og landsmótum UMFÍ í
stökkum og spretthlaupi. Um
árabil voru þau hjón Árni og Sig-
ríður Sæland, kona hans, virkir
þátttakendur í Ferðafélagi Ís-
lands og ferðum þess. Í nokkur
sumur vann Árni við viðhald á
skálum félagsins.
Eitt sinn fórum við bræður
ásamt konum okkar í ferð um
Snæfellsnes og Borgarfjörð. Í
þeirri ferð lyfti Árni bæði afl-
raunasteininum Fullsterk í Drit-
vík og kvíahellu sr. Snorra á
Húsafelli. Ég sendi honum þessa
afmælisvísu litlu síðar.
Á ferðalögum er hann oft
eins á sumri og þorra.
Hann sem Fullsterk hóf á loft
og hellu séra Snorra.
Árni stýrði um árabil bridge-
keppnisliði Fjölbrautaskólans og
hefur látið prenta myndskreytt-
an bækling um þá sögu. Þá vann
hann um árabil mikið sjálfboða-
starf við uppbyggingu Tryggva-
skála og var í stjórn um þá fram-
kvæmd. Árni á í handritum
marga sögulega fróðleiksþætti
sem hann hefur skrifað. Það er
gott efni í sagnakver. Þau hjón
hafa ræktað afburða fallegan
skrúðgarð við hús sitt.
Góður drengur er fallinn. Nú
hvílist hann á grænum grundum.
Við hjónin flytjum hans nánustu
innilegar samúðarkveðjur
Sigurjón Erlingsson.
Vinur minn, Árni Sverrir, er
allur.
Líklega höfum við fyrst sést í
Mýrdalnum árið 1965, þegar ég
var á fimmtánda ári, en hann tvö-
falt eldri. Hann fór þá fyrir flokki
byggingamanna, sem umbyltu
verslun Kaupfélags Skaftfellinga
og gerðu hana að kjörbúð. Sjálf-
ur var ég það sumar í bygginga-
vinnu hjá Jóni Valmundssyni, svo
að leiðir okkar Árna lágu ekkert
oft saman. Það átti þó eftir að
breytast, því báðir vorum við
ráðnir að nýstofnuðum fjöl-
brautaskóla á Selfossi árið 1981
og höfum þekkst æ síðan. Kunn-
ingsskapur sá, sem þar hófst,
þróaðist svo yfir í vináttu við þau
hjón, Árna og Sirrí, og hefur sú
vinátta reynst mér mjög dýr-
mæt. Með þeim hjónum og Adda
Bergs fórum við Kata í allmargar
ógleymanlegar gönguferðir, ým-
ist með tjald meðferðis eða við
gistum í skálum FÍ.
Einhverju sinni var ég á ferð í
Landmannalaugum með þýskan
hóp túrista og hafði þar nætur-
dvöl. Þar voru þá einnig staddir
við viðhald á skála Árni og Addi
Bergs. Skálaverðir voru þau
Beggó og Gurrý. Um kvöldið var
sest að spilum í „Dúkkuhúsinu“
og spilaðar allnokkrar rúbertur.
Það skal ósagt látið, hvort þetta
varð kveikjan að komu þáverandi
forseta FÍ á Birkivellina á Sel-
fossi 3. maí 1989. Forsetinn
mætti þar við fjórða mann. Árni
hafði áður hóað í Evu heitna Þor-
finns, sem í okkar hópi var alla
jafna kölluð lady-in, Sigga heit-
inn, þáverandi húsvörð í FSu, og
mig, til að etja kappi við lið Hösk-
ulds við græna borðið. Því er
skemmst frá að segja, að heppni
okkar Flóamanna reyndist meiri
í ástum en spilum í það sinnið.
Líklega leiddi það til þess, að
bridssveit okkar var af andstæð-
ingunum nefnd Tapsárir Flóa-
menn. Um haustið var svo ákveð-
ið að spila að nýju og varð skáli
FÍ í Landmannalaugum fyrir val-
inu. Árni var þá búinn að gefa
sveit forsetans nafnið Hyski
Höskuldar. Og til að gera langa
sögu stutta: Æ síðan hafa Taps-
árir og Hyskið ást við tvisvar á
ári og er nú 61 keppni að baki.
Sveit okkar Tapsárra hefur þurft
á mun meiri endurnýjun að halda
en Hyskið og nú er stórt skarð
höggvið í okkar röð.
Árna Sverri var margt til lista
lagt; hann var ekki bara hagur á
tré, heldur kunni hann vel að
koma fyrir sig orði og átti létt
með að setja saman stöku. Sem
dæmi tek ég vísukorn, sem hann
orti til Örlygs Karlssonar, vernd-
ara bridssveitar FSu:
Stanslaus er hún slagaleitin;
í stöðuna þarf oft að rýna.
En fyllstu þakkir færir sveitin
fyrir verndarhendi þína.
Fyrir hönd okkar Tapsárra
Flóamanna og Kötu, eiginkonu
minnar, sendi ég Sirrí, dætrum
þeirra hjóna, tengdasonum og
öllum afkomendum innilegar
samúðarkveðjur. Minningarnar
um góðan félaga ylja okkur um
ókomna tíð.
Ingi S. Ingason.
Við upphaf fjölbrautaskóla á
Selfossi haustið 1981 hófust sam-
skipti okkar Árna. Hann var þá í
framvarðarsveit iðnskólans á
Selfossi, sem var einn hornsteina
hins nýja skóla. Notaleg sam-
skipti veittu mér þá þegar traust
til hans og reynsla af öruggri og
prúðmannlegri málafylgju hans
styrkti það viðhorf. Þá ég hóf
starf mitt sem skjalavörður við
Héraðsskjalasafn Árnesinga
haustið 1990 var Árni einn
stjórnarmanna þeirrar stofnun-
ar. Þar átti hann sæti, sem ritari
stjórnar lengstum, allt til ársins
2005. Einurð og trúfesta réð þar
penna sem var nýrri stofnun
nauðsyn á umbrota- og
uppbyggingartímum. Við skoðun
ljósmynda gamalla timburhúsa,
s.s. á Eyrarbakka, var þekking
hans á byggingarstíl einstök. Á
þeim stundum var ég í hlutverki
hins fávísa sveins við fótskör
meistarans. Stöku sinnum tók
Árni að sér leiðsögn gönguferða í
nágrenni Selfoss. Víðtæka sögu-
lega þekkingu og skilning á nátt-
úru umhverfisins hafði hann þá
að leiðarljósi. Varðveisla og
endurgerð gamalla húsa var
Árna sérstakt hugsjónamál. Á
því sviði virtist hann ætíð eiga
óþrjótandi tíma og aldrei var
spurt um peningalegar greiðslur
fyrir þau verk. Uppgerður
Tryggvaskáli er ugglaust glæsi-
legasti minnisvarðinn um þá hug-
sjón Árna. Þegar ég horfi til baka
um gengnar götur er mér efst í
huga þakklæti til samferða-
manna sem höfðu hugsjónir Árna
og framgöngu að leiðarljósi.
Kæra Sigríður, ég votta þér,
dætrum ykkar Árna, afkomend-
um öllum og öðrum nákomnum
mína innilegustu samúð og þökk
fyrir samskiptin við ykkur og
Árna.
Björn Pálsson.
Fallinn er nú frá samferða-
maður, Árni Sverrir Erlingsson,
sem var traustur vinur og félagi
minn. Við vorum báðir fæddir og
uppaldir í Gaulverjabæjarhreppi,
þar sem við dvöldum fram um
tvítugsaldurinn er við fórum á
svipuðum tíma til iðnnáms hjá
Kaupfélagi Árnesinga á Selfossi.
Við gutluðum saman í frjálsum
íþróttum á yngri árum, kepptum
fyrir Samhygð þar til við námum
land á Selfossi er við gengum í
Umf. Selfoss og unnum fyrir það
félag okkur til gleði og gagns. Við
vorum engir afreksmenn í íþrótt-
unum enda var þetta hjá flestum
bara til dægrastyttingar og að-
stæður til íþróttaiðkunar ólíkar
því sem nú er. Við vorum sam-
ferða í gegnum Iðnskólann á Sel-
fossi, þar sem Árni nam húsa-
smíðar en ég rafvirkjum. Mikill
metnaður var milli okkar en samt
var það svo að saman fórum við á
fund skólastjórans þegar langt
var liðið á lokaprófin og fórum
fram á að hann gæfi okkur sömu
einkunn því við vissum að naumt
væri á milli og auðvelt að jafna
það með einkunninni fyrir
ástundun. Ljúfmennið Bjarni
Pálsson svaraði þessu ekki afger-
andi, en einkunnirnar voru hinar
sömu hjá okkur og við sælir og
sáttir á útskriftardaginn. Árið
1963 vorum við félagarnir báðir
komnir í húsbyggingahugleiðing-
ar og um vorið fengum við út-
hlutað lóðum undir einbýlishús;
Árni nr. 22 og ég nr. 24 við Birki-
velli á Selfossi sem þá var í út-
jaðri þorpsins, frjálst útsýni til
austurs og suðurs. Þarna byggð-
um við svo hvor sitt húsið eftir
sömu teikningu, sem var hag-
kvæmt enda varð að beita öllum
ráðum til að halda kostnaðinum
niðri. Þarna kom okkur til góða
að vera hvor í sinni iðngreininni
og unnum við eftir því sem við
var komið í skiptivinnu, Árni hjá
mér í smíðum og ég í raflögninni
hjá honum í staðinn. Þarna
bjuggum við svo hlið við hlið þar
til síðastliðið haust að ég færði
mig um set eftir 54 ára búsetu.
Hálfrar aldar nábýli er lokið og
við félagarnir báðir farnir af
Birkivöllunum. Ég gæti sagt
skemmtilegar sögur frá ævintýr-
um okkar á fyrri árum, en þær
eru best geymdar í minninga-
brunnum okkar. Ég kveð kæran
vin með þökkum fyrir samveruna
og votta fjölskyldunni samúð og
þakka sambýlið og vináttuna.
Hergeir Kristgeirsson.
„Sæll Höskuldur. Þetta er
Árni Sverrir Erlingsson. Ég leit
á teikningu af smábrúm sem birt-
ist í Fréttabréfi Ferðafélagsins.
Það þarf að gæta þess að spenna
brúarbitana inn þegar gólfið er
neglt á þá. Það dregur úr
skjálfta.“ Þetta var upphaf sím-
tals árið 1985 og jafnframt fyrstu
kynni af þeim manni. Ég var ný-
sestur í stjórn Ferðafélags Ís-
lands og hafði birt grein um
nauðsyn nýrra brúa yfir lækinn í
Langadal á Þórsmörk. Viðmæl-
andinn var einn af kjarnamönn-
um félagsins, örlátur á tíma sinn í
þess þágu, ráðagóður í öllu og fús
til að miðla þekkingu sinni og
reynslu. Með sanni má segja að
mörgum afglöpum hafi verið af-
stýrt með aðkomu hans að
verkum.
Leiðir okkar lágu síðar saman
í mörgum gönguferðum. Þau
hjón Árni og Sigríður Sæland
voru skemmtilegir og fjölfróðir
félagar sem fóru um fjöll og dali,
jökla, ár og sanda. Mislynd veður
breyttu í engu göngutakti þeirra.
Þrátt fyrir símtalið 1985, bar
fundum okkar Árna ekki saman
fyrr en ári seinna. Hann hafði þá
tekið að sér viðhaldsvinnu í skál-
anum í Landmannalaugum. Leið
mín lá þangað í fylgd með sam-
starfsmanni mínum í Ferðafélag-
inu. Við vorum rétt komnir inn í
anddyri skálans, þegar snagg-
aralegur maður birtist með
skálavörðinn sér við hlið og
spurði hvort við spiluðum brids.
Án frekari umræðu vorum við
sestir við spilaborð. Þarna var
kominn Árni Sverrir, símaráð-
gjafi minn í smábrúasmíðum, og
er farinn að gefa spil.
Nú er það ekki efni til frásagn-
ar að sest væri að spilum í fjalla-
skála. Hitt mun fátíðara að þarna
hófst í reynd bridskeppni sem
staðið hefur í rúm 30 ár, þótt föst
skipan hafi ekki komist á þá
keppni fyrr en 3. maí 1989. Sveit-
irnar urðu þá tvær. Sveit Fjöl-
brautaskóla Suðurlands undir
forystu Árna og sveit ÁTVR sem
höfundur þessarar greinar var
talinn stýra. Keppt hefur verið
vor og haust – seinast 10. maí sl.
Þrátt fyrir erfið veikindi, mætti
Árni til þeirrar keppni til stuðn-
ings liði sínu og til samveru við
þann góða og glaða hóp sem etur
kappi við spilaborðið.
Fyrir margt löngu fengu sveit-
irnar einskonar gælunöfn. Á máli
innvígðra heita sveitirnar „Tap-
sárir Flóamenn“ og „Hyski
Höskuldar“. Árið 2014 gaf Árni
út bækling um afrek sveitanna í
26 ár. Þar er að finna niðurstöður
allra skorblaða, nöfn þeirra sem
keppt hafa og mörg kjarnyrði
sem fallið hafa í samskiptum
sveitanna og ekki eiga erindi í
minningargrein. Allt það rit er
saman sett af þeim haganleik
sem Árna var í blóð borinn.
Nú er jarðvist lokið. Næsta
víst er að handan megi líta borð
með grænum dúk og kunnug
andlit úr fortíðinni. Fyrrum
makker Árna gæti verið þar til
staðar. „Velkominn, Árni minn.
Tylltu þér hérna við borð á móti
mér. Þú átt að gefa og segja.“
Árni lítur á spilin sín, dregur
auga í pung og brosir í kamp.
„Ég segi þrjú grönd.“
Höskuldur Jónsson.
Með þessum fáu orðum vil ég
kveðja hann Árna.
Ég kynntist honum Árna þeg-
ar ég var nokkuð ung, en hún
stóra systir mín var að passa
dætur Árna og Sirrýjar og fékk
ég oft að fara með. Ég elskaði að
vera með og leika við Huldu og
Rönnu og leið alltaf alveg óskap-
lega vel á fallega heimilinu þeirra
hjóna á Birkivöllunum. Heimili
sem einkenndist af mikilli vand-
virkni, en Árni sem var húsa-
smíðameistari gerði jú allt sjálf-
ur, og það var sko alveg hægt að
segja að Árni kynni allt og svo
hafði hann mikla þolinmæði í að
gera allt svo óskaplega vel.
Árni var líka mjög geðgóður
maður. Hann var rólegur, ljúfur
og notalegur að umgangast. Þeg-
ar við litlu stelpurnar vorum að
leika okkur, t.d. í barbíleik og oft
búnar að breiða vel úr okkur, var
hann ekkert að æsa sig yfir því.
Hann var líka svo mikill klett-
ur. Ég gleymi seint þeirri hlýju
og umönnun sem hann veitti mér,
þegar ég var að róla mér í bíl-
skúrnum, og já auðvitað bjó Árni
til rólu handa stelpunum sínum,
og ég skall með hnakkann í gólfið
og fékk heilahristing. Stelpu-
skjátan ég vildi meina að maður
gæti rólað án þess að halda sér.
Og svo var hann Árni svo
skemmtilegur. Hann var alltaf
annað hvort með gátur, brandara
eða skemmtileg orð.
Elsku Sirrý, Hulda, Ranna,
Óðinn, Brynjar, barnabörn og
barnabarnabörn, ég sendi ykkur
mínar innilegustu samúðarkveðj-
ur á þessum erfiðu tímum. Megi
góður guð styðja ykkur og
styrkja.
Stefanía Einarsdóttir.
Hver af öðrum til hvíldar rótt
halla sér nú og gleyma
vöku dagsins um væra nótt
vinirnir gömlu heima.
(Þorsteinn Valdimarsson)
Góður og traustur vinur er
fallinn frá. Við Árni Sverrir vor-
um fyrr á tíð samstarfsfélagar og
ávallt gaf hann sér tíma til að
skrafa við mig unglinginn og
fræða. Margt af því sem hann
sagði mér og kenndi er mér enn í
fersku minni. Hann var jafn-
framt góður nágranni og ham-
ingjumaður í einkalífi en saman
byggðu þau hjónin, Árni og
Sirrý, sér fallegt heimili við
Birkivelli á Selfossi og ræktuðu
þar garðinn sinn.
Árni gekk til samstarfs við
föður minn um stofnun Tré-
smiðju Þorsteins og Árna hf.
ásamt fleiri góðum mönnum.
Hafist var handa við byggingu
húsnæðis fyrir fyrirtækið í landi
Fossness og var Árni yfirsmiður.
Þar fékk ég fyrst að kynnast
kostum hans sem húsasmiðs en
ég var ráðinn sem handlangari
sumarlangt við bygginguna. Árni
var snöggur og snar í hreyfing-
um enda góður íþróttamaður og
hafði unnið til afreka í stökkum
og hlaupum á sínum yngri árum.
Húsið reis fljótt og vel og tók
fyrirtækið til starfa árið 1966.
Árni var glaðsinna og afar laginn
við trésmíðavélarnar. Því sótti ég
í það að vinna með honum og
lærði ótalmargt af. En námið
fólst ekki einungis í því að læra á
trésmíðavélar heldur kenndi
hann mér fjölmargt annað. Hann
kunni frá svo mörgu að segja,
kunni þjóðsögur og hindurvitni
úr nágrenninu og stökur hafði
hann á takteinum enda hafði
hann eyra fyrir kveðskap og orti
ef svo bar undir. Við mátum hvor
annan og vænt þótt mér um það
að fljótlega eftir að ég var fluttur
norður í land kom hann í heim-
sókn til okkar hjóna. Í þeirri ferð
fórum við í veiðitúr í Svarfaðar-
dalsá og nutum náttúru dalsins
sem skartaði sínu fegursta og var
Árni í essinu sínu.
Áhugi Árna á sögunni og sam-
félaginu lýsti sér einnig í því að
ásamt Sigurjóni bróður sínum og
fleiri góðum mönnum lagði hann
af mörkum ómælda vinnu til
björgunar Tryggvaskála, þessa
sögulega og glæsilega húss sem
stendur við sporð Ölfusárbrúar.
Átti ég þess kost að fara með
honum í Skálann á framkvæmda-
tíma og varð mér þá ljóst hve
hann brann fyrir verkefninu og
fræddi hann mig um sögu húss-
ins.
Eftir að Árni hætti að starfa
sem smiður var hann ráðinn sem
verkmenntakennari við tréiðna-
deild Fjölbrautaskóla Suður-
lands. Þar var vel ráðið. Í síðustu
heimsókn minni til Árna í bíl-
skúrinn hans gaukaði hann að
mér forláta smíðisgrip. Hér var
um hugvitsamlega gert brauð-
bretti úr tekki að ræða og grind
fyrir ristað brauð. Allt er þetta
eins og annað af hans hendi
vandað og fallega gert. Þrátt fyr-
ir veikindin sem hrjáðu hann
undir það síðasta hafði hann
fundið sér viðfangsefni að fást
við.
Við leiðarlok þakka ég Árna
Sverri fyrir vináttu og tryggð um
leið og ég flyt fjölskyldu hans og
aðstandendum öllum innilegar
samúðarkveðjur.
Og andlitin, sem þér áður fannst
að ekkert þokaði úr skorðum,
hin sömu jafn langt og lengst þú
manst
ei ljóma nú við þér sem forðum.
Og undrið stóra, þín æskusveit,
mun önnur og smærri sýnast.
Og loksins felst hún í litlum reit
af leiðum sem gróa og týnast.
(Þorsteinn Valdimarsson)
Trausti Þorsteinsson.
Heiðursmaðurinn Árni Sverrir
var fagmaður, smiður góður,
samviskusamur og nákvæmur.
Hann var líka góður félagi sem
kunni að njóta stundarinnar. Við
kynntumst Árna þegar við hófum
störf við Fjölbrautaskóla á Sel-
fossi á árdögum skólans. Árni
hafði reyndar hafið kennslustörf
við Iðnskólann á Selfossi í ný-
byggðu verknámshúsinu Hamri í
febrúar 1980 en Iðnskólinn varð
hluti af Fjölbrautaskólanum
haustið 1981. Árni stýrði Tré-
smíðadeildinni frá upphafi. Hann
lagði ætíð mikla áherslu á að
nemendur fengju góða kennslu
jafnframt því sem öryggi þeirra
væri í fyrirrúmi. Þetta tvennt
varð líklega til þess að við töflu-
smiðirnir máttum lengst af aldrei
setja fleiri en níu nemendur í
verklegu hópana, en í öðrum
skólum var 12 viðmiðið. Uppá-
haldskennslugrein Árna var
áfanginn Viðgerðir og breytingar
og nemendur hans lærðu mikið af
honum í þeim efnum. Ástríða
Árna fyrir þessum viðfangsefn-
um nýttist síðan vel við endur-
byggingu Tryggvaskála en Árni
var einn af máttarstólpum Skála-
félagsins sem kom því verki í
höfn.
Í kjarasamningum kennara í
lok síðustu aldar var tekið upp
það nýmæli að gera ráð fyrir sér-
stakri vinnu undir stjórn skóla-
meistara. Þetta ákvæði reyndist
vandmeðfarið en Árni sýndi það í
verki hvernig nýta mátti það
skólastarfinu til framdráttar með
því að leiða starfshóp um um-
hverfismál sem m.a. mótaði
fyrstu umhverfisstefnu skólans.
Árni var um árabil fulltrúi
starfsmanna í byggingarnefnd og
sinnti því verkefni sem öðrum af
stakri samviskusemi. Það var
ekki alltaf einfalt, teikning skóla-
hússins nýstárleg, arkitektinn
kröfuharður og kostnaður hafði
tilhneigingu til að fara fram úr
áætlun. Árni tók einnig að öðru
leyti virkan þátt í starfsmanna-
félaginu, m.a. gönguferðum þess.
Þá varð „græna borðið“ og leitin
að fjórða manninum fljótlega
fastur punktur á kaffistofu skól-
ans en Árni var þar fremstur
meðal jafningja. Fljótlega urðu
til reglulegar briddsviðureignir
starfsmanna FSu og ÁTVR og
hafa liðin keppt undir heitunum
Hyski Höskuldar og Tapsárir
Flóamenn.
Árna var umhugað um nem-
endur sína og sýndi þeim mikla
alúð og vinsemd enda minnast
þeir hans margir með hlýju.
Hann var með námskeið fyrir
nemendur sem fóru í sveinspróf-
ið og skapaði gott og afslappað
andrúmsloft í þeim. Hann gaf
nemendum kaffi og fór út í búð
og keypti bakkelsi handa þeim og
prófdómurum. Var þetta kallað
vínarbrauðsvaktin. Dæmi má
nefna af hrifningu nemenda á
Árna. Stúlka ein sem var að ljúka
námi gaf Árna iðnaðarhúfu að
skilnaði þegar hún lauk smíða-
náminu. Eitt sinn bjargaði Árni
nemendum sem komu frá Þor-
lákshöfn á gamalli Volgu í skól-
ann í ýmsum veðrum frá að núm-
erin yrðu klippt af bílnum með
því að leyfa þeim að skjóta hon-
um inn í Hamar, verknámshúsið.
Þau hjónin Árni og Sirrí voru
einstaklega samheldin og elsku-
leg hjón og áttu stóran þátt í
þeim góða anda sem ríkti í skól-
anum eða eins og Árni sagði
sjálfur: „Minnist áranna í FSu
með mikilli ánægju, það var góð-
ur vinnustaður, sérlega góður
andi ríkti.“
Við sendum Sirrí og fjölskyldu
okkar dýpstu og innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Sigurður og Örlygur.
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2019
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
Sálm. 16.1-2
biblian.is
Varðveit mig, Guð,
því að hjá þér leita
ég hælis. Ég segi
við Drottin: „Þú ert
Drottinn minn, ég
á engin gæði nema
þig.”