Morgunblaðið - 16.07.2019, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 16.07.2019, Qupperneq 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2019 Það var mikil gæfa fyrir nemend- ur, foreldra og starfsfólk þegar Birna Sif Bjarna- dóttir var ráðin skólastjóri við Ölduselsskóla fyrir um ári. Birna Sif kom til starfa full af eldmóði og góðum hugmyndum. Við undirritaðar erum búnar að vera samferða í gegnum alla skóla- göngu barnanna okkar og höfum unnið með mörgum frábærum skólastjórnendum en samstarfið við Birnu Sif var einstakt. Sam- vinna, jákvæðni og virðing er það sem okkur dettur einna helst í hug þegar við rifjum upp samskipti okkar við Birnu Sif, í okkar fjöl- breyttu verkefnum síðastliðið ár. Hún hafði einstakt lag á að hlusta, vega og meta kosti og galla og finna þannig út hvernig væri hægt að finna farsælasta veg í öllum málum. Hún kom hugmyndum í framkvæmd og er þar nærtækt að nefna verkefnið um símalausan skóla. Það er verkefni sem Birna Sif ásamt samstarfsfólki sínu nálg- aðist af mikilli fagmennsku en ákveðni. Eftir að hafa undirbúið það vel með nemendum og starfs- fólki skólans var það kynnt og framkvæmt. Mörgum til mikillar furðu fór það verkefni afar vel af stað og reyndist bæði léttara og skemmtilegra en margir höfðu átt von á. Nálgun Birnu á verkefninu hafði þar mikið að segja. Birna Sif hafði áhrif á samfélag sitt á kröftugan og einlægan hátt. Hún var líka sannur vinur og fé- lagi sem hafði hjartað á réttum stað, samfélagshjartað sem sló með þeim sem áttu undir högg að sækja, sló með þeim sem vildu taka framfaraskref í samfélaginu og öllum þeim sem hún kynntist og urðu hennar hlýju nærveru að- njótandi. Við þökkum Birnu Sif sam- fylgdina, megi minning hennar lifa um ókomin ár. Hugur okkar er hjá fjölskyldu hennar og ástvinum, sorg ykkar er sár en megi lífs- kraftur og góðar minningar um einstaka konu ylja ykkur í sorg- inni. Ingibjörg Hrund Þráinsdóttir, Kristín Steinunn Birgisdóttir. Birna Sif okkar hóf störf sem skólastjóri Ölduselsskóla síðasta haust. Hún var full eftirvæntingar að koma aftur á vinnustaðinn sem hún hafði unnið svo lengi á og þótti svo vænt um. Við hlökkuðum einn- ig til að vinna með henni. Hún hafði mikinn áhuga á skólamálum og nýtti hvert tækifæri til að efla sig á því sviði. Birna var skóla- stjóri sem var nálægt fólkinu. Hún var ávallt tilbúin að styðja starfs- fólkið og veita því leiðsögn en Birna Sif Bjarnadóttir ✝ Birna SifBjarnadóttir skólastjóri fæddist 2. september 1981. Hún lést 27. júní 2019. Útför Birnu Sifjar fór fram 15. júlí 2019. einnig var henni mjög umhugað um nemendur, bæði í námi og félagslega. Hún vildi að nem- endum liði vel og að þeir væru glaðir í skólanum. Henni fannst dýrmætt að fá að taka þátt í uppskeruhátíðum nemenda. Hún var oft yfir sig hrifin af afrakstrinum, framförum og hæfni nemenda. Það var mikil gleði og kraftur í kringum Birnu sem hún smitaði út til þeirra sem voru ná- lægt. Það var gaman að fylgjast með skólaþingum sem hún hélt með nemendum í unglingadeild til að ákveða hvernig hægt væri að auðvelda þeim tilveru í símalaus- um skóla. Hún hlustaði á ung- lingana, skráði niður tillögur þeirra og framkvæmdi. Birna hafði unun af því að sjá unglingana spjalla saman, spila, hlæja og leika sér í frímínútum í stað þess að vera niðursokknir í síma. Minningar um Birnu okkar eru dýrmætar og eig- um við mikið af þeim. Hún gekk á milli nemenda á yngsta stigi og miðstigi og spjallaði við þá á kakó- kósí stund í desember. Henni fannst mikilvægt að nemendur fengju að upplifa kaffihúsastemn- ingu þar sem vinir koma saman, spjalla, gæða sér á góðum veiting- um og eiga notalega stund. Hún gekk um og hellti súkkulaði í bolla og átti mörg skemmtileg samtöl við börnin. Á skemmtunum í saln- um með öllum nemendum skólans var hún yfirleitt tilbúin í sprell. Hún var óhrædd við að klæða sig í búninga og sýna dansa á sviði fyrir nemendur og starfsfólk sér og öðr- um til skemmtunar. Birna hafði mikinn metnað og það var kraftur í henni. Hún bar virðingu fyrir starfsfólkinu og bar traust til þess og hafði mikla trú á nemendum sínum. Árið með henni var dýr- mætt og erum við þakklát fyrir all- ar minningar og það sem hún gaf okkur. Birna var leiðtogi, skóla- stjórinn okkar, vinnufélagi en einnig kær vinur sem við söknum sárt. Þó að sorgin sé ofarlega í huga okkar allra þá erum við þakklát fyrir að hafa fengið að vinna með henni, læra af henni og eignast fallegar minningar sem munu lifa í hjarta okkar sem vor- um svo lánsöm að fá hana inn í líf okkar. Innilegar samúðarkveðjur sendum við Bjarka, stelpunum og fjölskyldunni allri. Fyrir hönd starfsfólks Öldusels- skóla, Elínrós Benediktsdóttir. Fyrir ári duttum við í lukku- pottinn þegar við fengum Birnu Sif aftur til okkar í Ölduselsskóla. Frá fyrsta degi var öllum ljóst að hún hafði mikinn metnað fyrir hönd skólans, skýra faglega fram- tíðarsýn og bar hag nemenda og starfsfólks fyrir brjósti. Hún gekk hreint til verks en nálgaðist öll verk af alúð og hafði þann einstaka eiginleika að geta samþætt ólík sjónarmið. Jákvæðni, hlýja, ákveðni og kraftur einkenndi Birnu Sif og hún smitaði aðra af gleði sinni og orku. Dyr hennar stóðu alltaf opnar jafnt fyrir nem- endur, kennara og foreldra. Undir forystu Birnu Sifjar varð Ölduselsskóli símalaus skóli. Það verkefni er lýsandi fyrir hana en það var hvorki innleitt með boðum og bönnum né í krafti valds. Sam- ráð var haft við börn, foreldra og starfsfólk og jákvæðni höfð að leiðarljósi. Á þeim árum sem Birna Sif kenndi við skólann var hún dönskukennari og var í uppáhaldi hjá mörgum nemendum. Hún sýndi nemendum alúð, var skemmtileg og ekkert skorti upp á gæði kennslunnar. Þegar hún lét af störfum sem kennari við Öldu- selsskóla heiðraði foreldrafélagið hana fyrir vel unnin störf en svo ungum kennara hafði ekki hlotn- ast sá heiður áður. Okkar síðustu samskipti voru eftir útskrift 10. bekkinga þar sem hún sagði okkur frá fyrirhugaðri Ítalíuferð starfsfólks. Það geislaði af Birnu Sif og hún hlakkaði mikið til ferðarinnar og að hrista fólk saman fyrir komandi skólaár. Við fundum sterkt fyrir hversu mikill hugur var í öllum sem tengjast Ölduselsskóla að starfa næstu árin með og undir forystu Birnu Sifjar. Missir skólasamfélagsins er mikill og fjölskyldu og vina enn meiri. Birna Sif mun ávallt eiga stað í hjörtum okkar og minning hennar verður okkur leiðarljós í leik og starfi. Bjarka og dætrunum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur sem og til fjöl- skyldunnar allrar. Fyrir hönd foreldrafélags Öldu- selsskóla, Guðmundur M. Daðason. Í dag kveðjum við hana Birnu Sif okkar. Lífið sýndi okkur hversu ósanngjarnt það getur verið þegar hún var tekin frá okkur svona ung að árum, full af gleði og krafti og hugmyndum um framtíðina. Birna var þessi glaði persónu- leiki sem heillaði alla sem hún hitti. Í hennar huga var ekkert vanda- mál svo stórt að ekki mætti finna á því lausn. Hún var snillingur í samskiptum og átti auðvelt með að fá fólk til að vinna með sér við úr- lausn verkefna. Skólamál voru hennar stóra áhugamál. Ávallt var henni efst í huga að nemendum liði vel, þeir fengju að njóta styrkleika sinna og kynnast nýjum leiðum í námi. Ég kynntist Birnu síðastliðið haust þegar hún tók við skóla- stjórn í Ölduselsskóla. Ég hafði þó heyrt rætt um hana af mikilli að- dáun af fyrrverandi samstarfs- fólki. Við störfuðum saman í stjórnendateymi skólans í vetur og unnum við allar þétt saman undir styrkri stjórn Birnu. Hún reyndist mér góður vinur og yndislegur yf- irmaður sem alltaf var hægt að leita ráða hjá varðandi þau mál sem upp komu. Hún ræddi málin af einlægni og gaf góð ráð. Mikið vildi ég geta sagt henni einu sinni enn hvað mér fannst hún frábær manneskja, vinur og stjórnandi og þakka henni samstarfið. Takk fyr- ir allt sem þú gafst okkur, elsku Birna Sif. Bjarki, dætur og fjölskyldur hafa misst mikið og votta ég þeim innilega samúð í sorg þeirra. Una Jóhannesdóttir. Ég kynntist Birnu Sif árið 2012 þegar ég hóf störf hjá Öldusels- skóla, ég á skrifstofunni og Birna var dönskukennari í unglingadeild. Hún stóð sig ótrúlega vel sem dönskukennari og náði mjög vel til nemendanna. Á þessum tíma var hún í starfsmannafélaginu og þau í hópnum stóðu fyrir mörgum skemmtilegum uppákomum og voru ótrúlega hugmyndarík, enda voru þau kosin oftar en einu sinni sem fulltrúar í starfsmannafélag- inu. Birna stakk svo aðeins af frá okkur en sneri til baka sem skóla- stjóri haustið 2018. Henni fylgdi ferskur andblær inn á skrifstofuna og var mjög gaman að fylgjast með henni og hvað hún náði strax góðum tökum á starfinu. Það var gott að leita til hennar og sam- starfið gekk rosalega vel. Ýmis mál komu upp þetta fyrsta skólaár hennar sem skólastjóri, bæði skemmtileg og erfið. Hún leysti þau öll af mikilli prýði. Skólinn okkar varð símalaus skóli og gekk það mjög vel. Nemendur voru upp til hópa mjög ánægðir með þessa ákvörðun og var gaman að sjá krakkana spjalla saman og leika sér í frímínútum. Það var ótrúlega gaman þegar við stjórnendur vorum ásamt nokkrum öðrum starfsmönnum að vinna atriði fyrir árshátíðina sem var í mars og útbjuggum við myndband með ýmsum „skets- um“. Við skemmtum okkur kon- unglega og var mikið hlegið þessi tvö kvöld sem hugmyndavinna og upptökur stóðu yfir. Það verður mjög erfitt að koma til vinnu í haust og söknuðurinn eftir góðum vinnufélaga er mikill. Elsku Bjarki, Ronja, Birgitta, Birta, fjölskylda og vinir, ég votta ykkur samúð mína. Missir ykkar er mikill. Hvíl í friði, elsku Birna Sif. Kristjana, skrifstofustjóri Ölduselsskóla. Elsku Birna, ég mun aldrei gleyma símtalinu um að þú værir farin frá okkur en sem betur fer eru aðrar og betri minningar sem munu lifa. Það var svo margt sem við gerðum saman. Utanlandsferð- irnar þar sem ég gat hneykslast á öllu þessu verslunarrugli þínu, saumaklúbburinn sem þú stofnað- ir því við vorum að hætta að vinna saman svo þú myndir nú ekki missa samband við okkur. Einnig allar næturnar sem við eyddum í að búa til öll myndböndin, þó að það hafi nú oftast slokknað á þér upp úr kl. 22. En það eru einmitt þessi myndbönd sem eru svo dýr- mæt í dag. Við töluðum oft um það að í framtíðinni yrðir þú skólastjóri og við myndum koma að kenna í skólanum þínum. Ég er ótrúlega glaður að það hafi orðið að veru- leika og að það hafi verið í Öldusel- inu okkar. Ég mun gera mitt besta að fylgja öllu því góða eftir sem þú hefur gert fyrir okkur og veit að þú munt fylgjast með okkur. Ég mun sakna þín. Eyjólfur Kolbeins. Það er sárt að kveðja yndislegu Birnu Sif sem var tekin frá elsku- legum dætrum og eiginmanni í blóma lífsins. Birna Sif var einstök manneskja og hafði góð áhrif á alla þá sem voru í kringum hana. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast henni og starfa með henni en það hefur gert lífið fallegra. Leiðir okkar lágu saman þegar við störfuðum saman í Breiðholts- skóla skólaárið 2017-2018 og hélst vinátta okkar áfram eftir það. Birna Sif féll strax vel inn í góðan starfsmannahóp, hún var ekki bara samstarfsfélagi heldur líka mikill vinur. Það var yndislegt að hafa svo góðan vin sér við hlið til þess að takast á við þau verkefni sem þurfti að leysa. Birna Sif sagði alltaf „við gerum þetta sam- an“ og þessi orð sögðu svo mikið en hún vann af heilindum og sam- starf okkar einkenndist af trausti og heiðarleika. Birna Sif varð síð- an skólastjóri í Ölduselsskóla en þar hóf hún kennsluferil sinn og hún hreinlega ljómaði þegar hún talaði um skólann sinn. Birna Sif hafði næmni fyrir tilfinningum barna hlustaði á þau og vann af heilindum að velferð þeirra. Þann- ig hugaði hún að líðan barnanna og árangri þeirra í námi. Hún var allt í senn umvefjandi og kærleiks- rík og erum við fátækari að missa svo góðan skólamann sem Birna Sif var. Ég votta Bjarka, Ronju Ruth, Birgittu Sigríði, Birtu Dís, fjöl- skyldu hennar og vinum innilega samúð. Missir ykkar er mikill. Jónína Ágústsdóttir. Síðustu daga höfum við fundið hvað lífið er hverfult, hvað eitt lítið símtal getur fengið okkur til end- urmeta svo margt. Þegar við fengum þær skelfi- legu fréttir að Birna Sif, aðstoðar- skólastjórinn okkar 2017-2018, hefði orðið bráðkvödd urðum við hljóð. Eitt stutt símtal og tilveran breytist. Það var ljóst frá fyrsta skóla- degi haustið 2017 að Birna Sif væri gædd forystuhæfileikum. Hún hreif fólk með sér áreynslu- laust, hafði eldmóð, ábyrgðar- kennd og vilja til að láta gott af sér leiða. Skólamál voru hennar hjart- ans mál og leiddi hún starfs- mannahópinn áfram á jákvæðan og uppbyggjandi hátt. Hún bar hag nemenda ætíð fyrir brjósti og hafði metnað fyrir hvern og einn þeirra. Birna Sif hafði einstaklega al- úðlegt viðmót og hennar ljúfa lund varð til þess að öllum í skólanum leið vel í návist hennar. Hún var hrein, bein og fylgin sér. Við erum þakklátt fyrir að hafa fengið að kynnast Birnu Sif, í huga okkar birtist minning af bros- mildri konu með glettnisglampa í augum. Við sendum Bjarka og dætrun- um þremur, ásamt aðstandendum öllum, okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Fyrir hönd starfsfólks Breið- holtsskóla, Bakkans og Bakkasels, Ásta Bjarney. Það er þannig með sumar frétt- ir sem maður fær að það er ekkert sem getur undirbúið mann undir þær og ekkert í þeim sem maður fær skilið. Ein slík frétt barst mér að kvöldi 27. júní síðastliðins, fréttin um andlát kollega míns og vin- konu, Birnu Sifjar Bjarnadóttur. Hvernig má það vera að í einu vet- fangi sé svipt af leiksviði lífsins svo öflugri manneskju langt fyrir ald- ur fram? Rifin frá fjölskyldu og vinum, ósanngirnin alger og óskiljanleg. Birna Sif var ötul skólamann- eskja með brennandi ástríðu og áhuga fyrir námi og kennslu. Hún var farsæll kennari og tók ákvörð- un um það að gerast skólastjórn- andi, fyrst sem deildarstjóri í Garðabæ en haustið 2017 tók hún við stöðu aðstoðarskólastjóra í Breiðholtsskóla. Birna var öflug í krefjandi starfi í Breiðholtsskóla og haustið eftir var hún ráðin skólastjóri Ölduselsskóla, hvaðan hún hafði mikla kennslureynslu. Á sama tíma tók hún sæti í stjórn Félags skólastjórnenda í Reykjavík sem varaformaður en sat einnig í samninganefnd Skólastjórafélags Íslands. Í öllum hennar störfum var gleðin leiðarljós. Hún smitaði gleði til annarra með líflegum hlátri og einstaklega björtu brosi og hreif þannig aðra með sér. Hún var öfl- ugur stjórnandi mannauðs sem náði því besta fram í fólki hvar sem hún kom að verki og skipti þar engu hvort áttu í hlut nemendur, starfsfólk eða aðrir sem að skóla- starfinu komu. Birna tók að sér öflug verkefni á vettvangi reykvísks skólastarfs þau tvö ár sem hún vann sem stjórnandi í borginni og var farsæl í þeim störfum sínum. Auk gleð- innar bjó hún yfir miklu hugrekki gagnvart verkefnum sínum og var óhrædd við að takast á við krefj- andi aðstæður. Hún kunni líka listina að leita sér ráðgjafar og nýta hana svo út frá sínum áherslum og þannig tengja saman það besta hjá sjálfum sér og öðr- um, nemendum hennar til heilla. Við fráhvarf Birnu af sviðinu missa börnin í borginni öflugan liðsmann og málsvara og við skóla- stjórnendur höfum tapað sam- starfsmanni á leið okkar að bættu skólastarfi í borginni. Hennar verður sárt saknað af þeim vett- vangi. Sárastur söknuðurinn liggur að sjálfsögðu hjá fjölskyldu og vinum Birnu, eru þeim sendar dýpstu mögulegar samúðarkveðjur. Orðstír Birnu Sifjar Bjarna- dóttur deyr aldrei. Magnús Þór Jónsson, formaður Félags skóla- stjórnenda í Reykjavík. Söknuður. Það sem vakir yfir öllum þeim sem þú hefur snert við. Við söknum þín öll. Birna Sif er kona sem erfitt er að lýsa, einfaldlega þar sem það er aldrei nóg um hana sagt. Ég segi „er“ því að jafnvel þó að hún sé far- in frá okkur mun hún alltaf lifa með okkur. Hún er og verður alltaf Birna okkar allra. Mig langar til að segja ykkur mína upplifun af henni Birnu. Já, hún kenndi mér eins og mörgum öðrum dönsku, en hún kenndi mér svo mikið meira en það. Hún er vinkona mikið frekar en kennari í mínum augum. Hún stóð við bakið á mér þegar mér fannst ég ekki geta staðið sjálf. Þegar ég hafði brotið sjálfa mig niður í mola púsl- aði hún mér saman. Til þess þurfti mikla þolinmæði, eitthvað sem hana skorti ekki. Hún byggði mig upp þar til hún sá að ég gæti staðið sjálf og fyrir það er ég ævinlega þakklát. Ég er einnig þakklát fyrir það að ég hafði tækifæri til að þakka henni fyrir allt sem hún hef- ur fyrir mig gert. Í seinasta skipti sem ég sá hana tók ég mér tíma til þess. Það virtist ekki vera mikið þá en það er mikið fyrir mér núna. Það fær mig nú til að hugsa hversu mikilvægt það er að leyfa fólkinu í kringum okkur að heyra hvers virði það er, á meðan það er hjá okkur því eins og við höfum nú séð þá er næsta skipti aldrei lofað. Ég lít upp til hennar að öllu leyti. Hún er fyndin, góð, ákveðin og þá allra helst, sterk. Ég sagði henni óspart hversu mikið ég ósk- aði þess að hafa hennar styrk og þol. Í hvert skipti sem ég laut höfði niður sagði hún mér að „taka Birnu á þetta“. Þá átti hún við að vera sterk og hörð, rétt eins og hún sjálf. Það er það sem ég hef gert seinustu daga og það sem ég hvet alla sem hennar sakna til að gera. Takið Birnu á þetta, verið sterk í gegnum þessar strembnu stundir. Ég ætla að vera sterk fyr- ir Birnu, því nú þarf ég að púsla mér sjálf saman eins og hún kenndi mér að gera. Ég bið fyrir hennar nánustu, stelpunum hennar og manni. For- eldrum og systkinum. Ég sendi mínar hlýjustu kveðjur á þessum erfiðu tímum. Það var heiður að fá að kynnast þér, Birna Sif. Hvíldu í friði. Judith Ingibjörg Jóhannsdóttir. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, AUÐUR SKÚLADÓTTIR, Norðurbakka 17a, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 12. júlí. Gunnar Ámundason Þuríður Edda Gunnarsdóttir Gunnar Beinteinsson Auður Erla Gunnarsdóttir Jón R. Björnsson Ásta Björk, Auður Ýr, Andrea Helga, Rebekka og Helga Sif Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, AÐALSTEINN DAVÍÐSSON kennari, lést sunnudaginn 14. júlí á hjúkrunarheimilinu Hömrum í Mosfellsbæ. Minningarathöfn verður haldin í Kópavogskirkju föstudaginn 19. júlí klukkan 13. Bergljót Gyða Helgadóttir Davíð Aðalsteinsson Pamela Schultz Helgi Aðalsteinsson Joohee Hong Þorsteinn Aðalsteinsson Randi W. Stebbins og barnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.