Morgunblaðið - 16.07.2019, Síða 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2019
✝ Garðar Guð-mundsson
fæddist á Ísafirði
26. janúar 1924.
Hann lést 7. júlí
2019.
Garðar var sonur
hjónanna Aðal-
heiðar Guðmunds-
dóttur húsmóður, f.
17.6. 1888, d. 10.10.
1975, og Guðmund-
ar Björnssonar, f.
21.3. 1888, d. 23.2. 1971, kaup-
manns í Björnsbúð.
Systkini Garðars voru Björn,
f. 1911, Gunnar, f. 1913, Guð-
mundur, f. 1914, Elísabet, f.
1915, Hulda, f. 1916, Guðrún, f.
1917, Aðalbjörn, f. 1919, Krist-
ján, f. 1921, Kjartan, f. 1922, Að-
alheiður, f. 1925, Kristjana, f.
1927, og Sigurður, f. 1928. Lifði
Garðar öll systkini sín.
Garðar og Jónína Jakobs-
dóttir frá Kvíum í
Jökulfjörðum, f.
18.5. 1926, gengu í
hjónaband 17.
september 1960.
Synir þeirra eru:
1) Björn, f. 12.6.
1962, maki Margrét
Sverrisdóttir, f.
10.2. 1965. Börn
þeirra eru Sverrir
Falur, f. 22.3. 1989,
í sambúð með Önnu
Fríðu Gísladóttur, f. 9.5. 1990, og
Kristín Björg, f. 27.3. 1991. 2)
Jakob Falur, f. 6.6. 1966, maki
Vigdís Jakobsdóttir, f. 25.1.
1970. Börn þeirra eru Dagur, f.
22.10. 1997, og Júlía, f. 24.8.
1999. 3) Atli, f. 5.6. 1974.
Sem ungur maður sinnti
Garðar ýmsum störfum, svo sem
byggingarvinnu við Mjólkár-
virkjun og Nónhornsvirkjun og á
Straumnesfjalli, hann fór á síld
og var sundlaugarvörður við
Sundhöll Ísafjarðar við opnun
árið 1943.
Garðar var með kennarapróf
frá Íþróttakennaraskólanum á
Laugarvatni og síðar Kennara-
skóla Íslands 1948.
Að loknu kennaranáminu
kenndi Garðar m.a. á Fáskrúðs-
firði, Sandgerði og á Ísafirði.
Lengstan hluta starfsævi sinn-
ar sinnti Garðar kaupmennsku í
Björnsbúð á Ísafirði. Björn Guð-
mundsson, afi Garðars, hóf
verslunarrekstur á Ísafirði árið
1894. Guðmundur sonur hans
tók síðan við og rak verslunina
fram eftir tuttugustu öldinni.
Árið 1960 kom Garðar til starfa
við búðina. Saman ráku þeir
bræður, Garðar og Aðalbjörn,
verslunina ásamt eiginkonu og
sonum Garðars allt til ársins
1997. Þar með lauk því 103 ára
verslunarsögu fjölskyldunnar í
Björnsbúð við Silfurgötu.
Garðar bjó sín síðustu ár á
hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísa-
firði.
Útför hans fer fram frá Ísa-
fjarðarkirkju í dag, 16. júlí 2019,
klukkan 14.
Það var haustið 1987. Ég hafði
þá kynnst Birni, syni þeirra
Garðars og Jónínu, í febrúar
sama ár. Ég fór í helgarferð til
Ísafjarðar, lenti seinnipart föstu-
dags, sem var þá líkt og enn í dag
álagstími í matvöruverslunum.
Björn mátti því lítið vera að því
að sinna kærustunni og var ég því
leidd upp á þriðju hæð á heimili
Jónínu og Garðars og beið ég þar
á meðan fólk lauk sínum störfum.
Ég borðaði kvöldverð með fjöl-
skyldunni og voru þetta fyrstu
kynni mín af dásamlegum
tengdaforeldrum mínum, en þau
áttu eftir að dýpka og þróast með
árunum. Á þessari stundu var
það ekki ætlun mín að flytja til
Ísafjarðar, en raunin varð önnur
og þremur mánuðum síðar var ég
farin að búa þar með Birni.
Þau ár sem við bjuggum á Ísa-
firði voru samskiptin við tengda-
foreldrana mikil. Björn vann með
foreldum sínum og voru vinnu-
dagarnir langir. Ég kom alltaf
eitthvað að búðinni, þrátt fyrir að
vinna þar ekki að staðaldri.
Haustið 1990 fluttum við Björn
í Silfurgötu 1 og bjuggum við þar
næstu sjö árin. Björnsbúð var á
jarðhæðinni, við bjuggum á mið-
hæðinni og Jónína, Garðar og
Atli, yngsti bróðir Björns, bjuggu
á efstu hæðinni. Húsið var því
bæði heimili og vinnustaður fjöl-
skyldunnar.
Garðar var tilfinningaríkur
maður og þótt hann bæri þær
ekki á torg fór það ekki framhjá
neinum sem til þekktu hversu
mikla ást hann bar til Jónínu,
sem hann kallaði alltaf Ninnu.
Hann var líka einstaklega stoltur
af sonum sínum, okkur tengda-
dætrunum og barnabörnum sín-
um fjórum.
Garðar var maður hefða. Hann
fór í sund á hverjum morgni, fór
snemma til vinnu og vann langan
dag. Hann fór alltaf heim í hádeg-
inu og eftir matinn lagði hann sig
í nokkrar mínútur, eða þar til tími
var kominn að fara aftur niður.
Snyrtimennska, hreinlæti og góð
umgengni skiptu hann miklu
máli, bæði í vinnu og heima og
átti hver hlutur sinn stað. Hann
tók fullan þátt í heimilisstörfum,
sem var sérstakt fyrir menn af
hans kynslóð.
Þrátt fyrir langa vinnudaga
gaf Garðar sér tíma til að sinna
hugðarefnum sínum. Hann las
alltaf mikið, helst þá ævisögur.
Hann var einnig duglegur að
sækja tónleika og listsýningar
sem í boði voru. Þá átti trúin sinn
stað í huga hans og sótti hann oft
kirkju.
Afabörnin, Sverrir Falur og
Kristín Björg, voru alltaf í miklu
og nánu sambandi við afa og
ömmu. Þau voru ætíð velkomin,
hvort sem það var upp á efstu
hæðina eða í búðina. Það var allt-
af tími fyrir bros, umhyggju og
klapp á koll. Þau minnast afa í
stólnum sínum í stofunni með bók
eða Morgunblaðið sitt í fanginu, á
leið í göngutúr eða út í sundlaug.
Þau minnast hans sem spjallara,
þar sem hann er að spyrja þau
um hagi þeirra.
Ég minnist Garðars sem
trausts einstaklings sem hægt
var að reiða sig á. Tengdapabba
sem stóð með sínum gildum og
með fjölskylduna alltaf sem fast-
an punkt í tilverunni. Þrátt fyrir
að búðin og aldalöng saga hennar
væri greypt í hverja taug hans
hvatti hann og studdi syni sína og
fjölskyldur til að velja sér sína
eigin framtíð.
Ég kveð í dag traustan og ein-
lægan tengdaföður og vin.
Hvíl í friði, elsku Garðar minn.
Margrét Sverrisdóttir.
Hann stendur reffilegur á bak
við búðarborðið, klæddur snyrti-
legum sloppi, kvikur í hreyfing-
um og hillurnar í kringum hann
svigna undan varningnum. Kaup-
maðurinn er glettinn og ræðinn,
reiðubúinn að stökkva til eftir
kenjum og óskum viðskiptavina
sinna. Flestir sem koma í versl-
unina eru fastakúnnar. Skóla-
krakkar ryðjast með hlátrasköll-
um inn um dyrnar til að kaupa
nesti, sýslumannsfrúin hringir
inn stóra pöntun í heimsendingu,
eldri kona fær hjálp við að setja í
pokana og ógæfumaður fær kaffi-
pakkann upp á krít. Þetta er
Björnsbúð og svona hefur hún
alltaf verið. Viðskiptavinirnir eru
númer eitt, enda er hver þeirra
samborgari kaupmannsins og
vinur kær.
Þessi mynd af Garðari er sú
sem ég, eins og aðrir Ísfirðingar,
þekkti vel áður en ég kom inn í
fjölskylduna, þá enn á mennta-
skólaaldri. Smátt og smátt átti ég
eftir fá að kynnast tengdaföður
mínum betur og komast að því að
metnaður hans, vandvirkni og
heilindi náðu langt út yfir versl-
unarreksturinn. Hann ræktaði
bæði sál og líkama, fór í sund á
hverjum degi, las mikið og sótti
meira og minna alla klassíska
tónleika og menningarviðburði
sem í boði voru í bænum.
Hann var kærleiksríkur eigin-
maður, lagði meira af mörkum
við heimilisstörfin en menn af
hans kynslóð almennt gerðu og
var stuðningsríkur og góður
pabbi og afi. Þau Jónína, eða
„Ninna mín“ eins og hann kallaði
hana nær undantekningalaust,
höfðu bæði ferðast mikið og
menntað sig áður en þau festu
ráð sitt og eignuðust drengina
þrjá. Hlutu þeir uppeldi sem ein-
kenndist af einstöku umburðar-
lyndi og víðsýni.
Garðar tranaði sér aldrei fram,
en var þess háttar máttarstólpi í
samfélaginu sem styður við án
þess að mikið beri á, bæði í leik
og starfi.
Það fékk mikið á tengdaföður
minn þegar ákveðið var að selja
Björnsbúð sem hafði þá verið
rekin af fjölskyldunni samfleytt í
yfir hundrað ár. Hann var þá
kominn á áttræðisaldur og þurfti
að horfast í augu við að farið var
að halla undan fæti almennt fyrir
kaupmennina á horninu sem urðu
hver af öðrum undir í samkeppni
við stórar verslanakeðjur. Fyrir
Garðari var Björnsbúð nefnilega
svo miklu meira en bara lifibrauð.
Björnsbúð var órjúfanlegur hluti
af honum sjálfum og fjölskyldu-
sögu hans. Björnsbúð var sam-
félag í sjálfu sér og mikilvægur
hlekkur í taugakerfi kaupstaðar-
ins Ísafjarðar.
Á síðustu árum gaf líkaminn
smátt og smátt eftir hjá Garðari.
Þegar hann gat ekki lengur farið
í sund, á skíði eða í göngutúra í
Engidal urðu reglulegir bíltúrar
með Atla yngsta syni hans og
göngutúrar í hjólastólnum á góð-
viðrisdögum að dýrmætum
stundum. Samband þeirra feðga
var einstakt og reyndist Atli föð-
ur sínum ómetanleg stoð síðustu
árin sem við fjölskyldan öll erum
óendanlega þakklát fyrir.
Morguninn sem Garðar kvaddi
baðaði sólin Ísafjörð geislum sín-
um. Hún hefur sennilega viljað
kasta kveðju í síðasta sinn á
þennan gamla félaga og þakka
honum fyrir allt og allt. Ef það er
tilgangur lífsins að láta gott af
sér leiða þá má sannarlega full-
yrða að Garðar Guðmundsson
hafi skilað góðu ævistarfi. Hvíl í
friði, elsku tengdapabbi.
Vigdís Jakobsdóttir.
Elsku afi.
Þó að við höfum aldrei búið í
sama bæjarfélagi hefur þú alltaf
verið mér náinn og átt mikilvæg-
an stað í hjarta mínu. Þú varst
hógvær maður en á sama tíma
virkilega stoltur af afrekum þín-
um í gegnum tíðina og máttir
vera það. Ég var ekki svo hepp-
inn að fá að upplifa tíma þinn sem
kaupmaður á Ísafirði en ég hef
heyrt alla þína sögu og er hún
mér mikil hvatning og leiðsögn
fyrir lífið. Ég mun alltaf líta upp
til þín þegar ég þarf á fyrirmynd
að halda.
Við sem nutum þeirra forrétt-
inda að þekkja þig lærðum af þér
að hógværð, nægjusemi og bros-
mildi eru lykilatriði í lífinu. Þú
kenndir mér það með framkomu
þinni. Þú kenndir mér reyndar
líka að drekka Earl Grey te þeg-
ar ég var fimm ára og hvernig
það ætti alltaf að kreista tepok-
ann til þess að sóa nú engu tei.
Elsku afi, það er erfitt að lýsa
tilfinningunum í brjósti mér nú
þegar þú ert fallinn frá. Ég vil þó
segja að ég hef alltaf og mun allt-
af bera fyrir þér djúpa virðingu
og mun aldrei gleyma því hversu
fagnandi og fallega þú tókst alltaf
á móti mér þegar við komum
vestur til ykkar ömmu. Ég mun
aldrei gleyma samverustundun-
um með þér, fyrst í Björnsbúð og
síðar á Eyri. Ég mun aldrei
gleyma þér.
Þinn
Dagur.
Garðar
Guðmundsson
✝ Einar Bene-diktsson fædd-
ist í Nefsholti 5.
janúar 1933. Hann
lést á Landspítal-
anum Hringbraut
9. júlí 2019.
Foreldrar hans
voru Benedikt
Ágúst Guðjónsson,
f. 5.8. 1896, d. 25.5
1991, og Ingibjörg
Guðnadóttir, f.
27.6. 1894, d. 2.1.
1980.
Einar var giftur
Rögnu Ólafsdóttur,
f. 5.9. 1940, og
sonur þeirra er
Ólafur Einarsson,
f. 30.10. 1960.
Útförin fer fram
frá Grafarvogs-
kirkju í dag, 16.
júlí 2019, klukkan
13.
Mig langar að minnast tengda-
föður míns, Einars Benedikts-
sonar, sem kvaddi okkur nýverið.
Kynni okkar Einars hófumst
fyrir 17 árum þegar ég kynntist
Ólafi syni hans. Einar var ein-
staklega hlýr, traustur og góður
maður. Ég er lánsöm að hafa
kynnst honum og átt með hon-
um dásamlegar samverustund-
ir. Góð nærvera hans og yfirveg-
un var einstök og handabandið
traust. Gaman var að spjalla við
hann því hann var vel að sér í
hinum ýmsum málum og hafði
gaman af að segja okkur sögur,
sérstaklega frá hans æskuslóð-
um.
Einar hafði gaman af ferða-
lögum og fórum við Ólafur með
þeim heiðurshjónum í nokkur
slík. Eftirminnilegust var sigl-
ing sem við fórum í Karíbahaf-
inu en þar naut Einar sín vel þar
sem við upplifðum saman nýjar
slóðir og sérstaklega þegar við
heimsóttum eyjuna Jamaíka en
þar fórum við í ógleymanlega
ferð um eyjuna sem Einar vitn-
aði oft í.
Samband þeirra hjóna, Rögnu
og Einars, var afar fallegt og
Einar sýndi okkur fjölskyldunni
ávallt mikla umhyggju. Hann var
barngóður maður og það kom vel
í ljós þegar hann var nálægt
barnabarninu, en þá skein ást og
aðdáun úr augum hans um leið og
hann gaf fallegt vink.
Hans nærveru verður sárt
saknað. Eftir sitjum við með sorg
í hjarta en eigum dýrmætan fjár-
sjóð sem er minning um einstak-
an mann.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem)
Hvíl í friði, elsku Einar.
Jenný Davíðsdóttir.
Einar
Benediktsson
Þorgeir tengda-
faðir minn er fallinn
frá – hann var hvíld-
inni feginn. Þegar
ég hitti Þorgeir
fyrst, þá var ég búinn að þekkja
Fjólu dóttur hans í tvær vikur –
óvænt þurftum við gistingu á
Norðurlandi, þá var ekkert annað
en að heimsækja Brekkugötuna á
Akureyri. Þorgeir sat í horni sínu,
í blámálaða eldhúsinu, með kaffi-
bolla á fallegri undirskál. Hann
spurði mig hvað ég gerði og hver
mín stefna væri í lífinu. Hann
sýndi því mikinn áhuga og fannst
greinilega mjög jákvætt þegar ég
sagðist hafa áhuga á vísindum. Ég
komst reyndar að því nýlega að á
sínum tíma varð Þorgeir sér úti
um efni um efnafræði til að dýpka
skilning sinn á mínu fagi. Þetta
þótti mér mjög vænt um, þarna
sýndi hann áhuga á starfi mínu
enda ræddum við mikið saman
um mál sem tengdust raun- og
heilbrigðisvísindum. Þetta er jafn-
framt ágætt dæmi um fróðleiks-
þorsta Þorgeirs, metnað og for-
vitni vísindamannsins.
Þorgeir hafði mikinn áhuga á
list, hvort sem var myndlist, tón-
list eða bókmenntir, og var fróður
um sögu. Vinnuherbergið góða,
þar sem hann gat setið tímunum
saman og grúskað, er gott dæmi
um þennan mikla áhuga. Þorgeir
var jafnframt góður penni og var
reglulega beðinn að yfirfara texta,
skrifa greinargerðir og fleira. Í
einu af þeim verkefnum sem Þor-
geir tók að sér tengdist saman
áhugi hans á sögu og læknisfræði,
en þar fór hann m.a. í gegnum
sjúkraskýrslur Jónasar Hall-
grímssonar til að komast að lík-
legu banameini hans.
Helsta ástríða Þorgeirs var
samt sem áður ljóðaskrif. Hann
notaði ljóð sem tjáningarform og
skrifaði fjöldann allan af ljóðum
um ævina. Á efri árum tók hann
þá ákvörðun að safna helstu ljóð-
um sínum saman og gaf alls út
fjórar ljóðabækur, sú fyrsta var
gefin út af Læknafélagi Íslands,
síðan komu út eftir hann þrjár
bækur eftir að hann settist í helg-
an stein.
Mér er minnisstætt hvernig
hann sýndi tónlistarnámi barna
minna áhuga og mætti nær und-
antekningarlaust ásamt Kristjönu
á hádegistónleika í tónlistarskóla
þeirra. Þorgeir notaði m.a. lífs-
Þorgeir Þorgeirsson
✝ Þorgeir Þor-geirsson fædd-
ist 1. ágúst 1933.
Hann lést 20. júní
2019.
Þorgeir var jarð-
settur 12. júlí 2019.
reynslu sína sem
efnivið í ljóðabækur
sínar og eru nokkur
ljóð þar sem barna-
börnin hafa veitt
honum innblástur,
bæði úr tónlistar-
námi þeirra og
hversdagsleikanum.
Eitt ljóð úr Dags-
forminu þykir mér
einna vænst um,
sem lýsir atgangi
dóttur minnar við að sparka af sér
stígvélum úr fangi mínu, þriggja
ára gömul.
Stígvél
Þegar ég kom heim
voru tvö lítil stígvél á tröppunum,
ég get ekki gleymt því,
tvö lítil stígvél, hlið við hlið
rauð og blá með gulri rönd,
númer 22,
og mér varð hugsað til þess
að sú litla er vön
að sparka þeim af sér
svo sokkarnir fjúka með,
ákefðin leynir sér ekki
og glóð augnanna,
þetta og ótal margt annað
hafa tvö lítil stígvél
hlið við hlið
að segja mér.
(Þorgeir Þorgeirsson)
Þorgeir var lúmskur húmoristi
sem gat séð spaugilegu hliðina á
flestu. Síðasta bókin var ekki
ljóðabók í þeim skilningi, heldur
eins konar samtalsbók milli öld-
ungs og æskunnar, þar kemur
húmor Þorgeirs glöggt fram. Ég
man að hann átti það til að sitja
og horfa á samskipti barna sinna
og barnabarna með ákveðnu
brosi, greinilegt var að hann sá
eitthvað sem honum þótti afar
merkilegt, en um leið afar bros-
legt.
Aðstæður leiddu til þess að við
Fjóla bjuggum hjá Þorgeiri og
gátum sinnt honum áður en hann
fór á hjúkrunarheimili. Þrátt fyrir
veikindi hans var alltaf stutt í
húmorinn. Hann hélt sinni ein-
kennandi kurteisi og hófsemi,
vildi helst ekkert láta hafa fyrir
sér. Heiðarlegri mann er erfitt að
finna.
Minning um Þorgeir lifir í huga
okkar, blessuð sé minning hans.
Trú
Ég trúi á
fegurð
tilveru sálar
uppljómun hugans,
samhug hárra hnatta
alvídd
(Þorgeir Þorgeirsson)
Baldur Bragi Sigurðsson.
Hjartans þakkir fyrir hlýhug og vináttu
vegna andláts og útfarar eiginmanns míns,
HAFSTEINS STEINSSONAR
Sérstakar þakkir fá Hera og heimaþjónusta
Reykjavíkur fyrir góða umönnun.
Guð blessi ykkur öll.
Kristín Þórdís Davíðsdóttir
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við
andlát og útför ástkærrar móður,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
KRISTÍNAR ÖNUNDARDÓTTUR
frá Neskaupstað.
Minningin er ljós í lífi okkar.
Bjarni Gunnarsson Gerður Gunnarsdóttir
Salóme Rannveig Gunnarsd. Þorkell Guðmundsson
Kristján Gunnarsson Hrafnhildur H. Rafnsdóttir
Haraldur Gunnarsson Kolbrún Jónsdóttir
Kristjana Una Gunnarsdóttir Kristján Hjálmar Ragnarsson
barnabörn og barnabarnabörn