Morgunblaðið - 16.07.2019, Side 32

Morgunblaðið - 16.07.2019, Side 32
Kvartett söngkonunnar Önnu Sól- eyjar kemur fram á Kex Hosteli í kvöld kl. 20.30. Sveitina skipa, auk Önnu Sóleyjar, Mikael Máni Ásmundsson á gítar, Snorri Skúla- son á kontrabassa og Magnús Trygvason Eliassen á trommur. Á efnisskránni eru meðal annars öll sungnu lögin af plötunni Save Your Love For Me. Aðgangur er ókeypis. Kvartett Önnu Sóleyjar leikur á Kex í kvöld ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 197. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Leikið var í efstu deildum karla og kvenna í knattspyrnu í gærkvöld þar sem kvennalið Vals vann meðal annars fyrsta deildarsigur sinn á Akureyri í níu ár og Stjarnan hefur ekki skorað síðan í maí. Grinda- víkurlið karla gerði svo sjöunda jafntefli sitt í deildinni þegar ÍA kom í heimsókn og Víkingur R. og Fylkir skildu einnig jöfn. »26-27 Jafnt karlamegin en öruggir kvennasigrar ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, landsliðskona í handknattleik frá Selfossi, kveðst hafa ákveðið að taka stórt stökk og skella sér í djúpu laugina með því að semja við franska félagið Bourg-de- Péage. Hún fór á sína fyrstu æf- ingu í gær. „Ég vil fara aðeins út úr þægindaramm- anum og sjá hvort ég verði ekki betri fyrir vikið,“ segir Hrafnhildur Hanna m.a. í ítarlegu viðtali á íþróttasíð- um blaðs- ins í dag. »25 Skellti sér í djúpu laugina í Frakklandi Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Danir unnu Íslendinga 14:2 í lands- leik í fótbolta fyrir nær 52 árum. Kylfingurinn Nökkvi Gunnarsson, Plane Truth og PGA-golfkennari hjá Nesklúbbnum, minnti á úrslitin á Idrætsparken í Kaupmannahöfn 23. ágúst 1967 þegar hann varð meistari Nesklúbbsins í meistaraflokki karla fyrir rúmri viku. Þetta var annar sigur hans í keppninni, en hann hef- ur fjórtán sinnum hafnað í öðru sæti, 14:2. „Ekki eru þetta skemmtilegar tölur, en það var mikill léttir að sigra loks aftur í þessu móti eftir eyði- merkurgöngu frá 2010,“ segir Nökkvi. Hann byrjaði að æfa golf 1990, náði fyrst öðru sæti í klúbb- mótinu 1992 og var útnefndur Íþróttamaður Seltjarnarness 2016. Efnilegur fótboltamaður Golfið var tilviljun hjá Nökkva. Hann segir að þegar hann hafi verið 14 ára hafi hann verið á röltinu með sett á bakinu á leið „að fikta úti á velli“, þegar Pétur Orri Þórðarson, þáverandi framkvæmdastjóri Nes- klúbbsins, hafi boðið honum far. „Hann sagði mér að hann vantaði mann í vinnu og réð mig á leiðinni,“ rifjar Nökkvi upp. „Ég hef nánast verið í vinnu hjá klúbbnum síðan.“ Nökkvi fórnaði fótboltanum fyrir golfið. „Ég hef stundum séð eftir því að hafa hætt í fótboltanum vegna golfsins en ég hef lært að sættast við það með árunum,“ segir Nökkvi. „Ég er enn að keppa í golfi en væri fyrir löngu hættur að spila fótbolta. Ég fékk golfbakteríuna og hætti að hafa mig á fótboltaæfingar vegna þess að ég tímdi ekki að sleppa því að vera í golfi. Þetta var ekki með- vituð ákvörðun, það bara gerðist.“ Til að byrja með fólst vinnan í að slá grasið og hirða völlinn. Það varð til þess að þegar Nökkvi var 17 ára fór hann og lærði umhirðu golfvalla í Skotlandi. „Ég vann síðan áfram á þessu sviði en fór svo að fara á golf- námskeið og byrjaði að kenna 25 ára. Síðustu ár hefur fátt annað komist að, ég hef farið á kennara- námskeið árlega, bæði í Bandaríkj- unum og víðar, og stundað kennsl- una af kappi.“ Jim Hardy, einn þekktasti golf- kennari í Bandaríkjunum, sem rek- ur meðal annars golfskólana The Plane Truth, hefur leiðbeint Nökkva, sem þýddi fyrir nokkrum árum bók eftir meistarann, Bættu boltaflugið. Fyrir jólin í fyrra kom út bókin GæðaGolf, handbók kylfings- ins eftir Nökkva. „Ég skrifaði þessa bók fyrir hinn almenna kylfing,“ segir hann. Vegna vinnunnar hefur Nökkvi ekki mikinn tíma til þess að keppa, en hann segist alltaf æfa vel. „Ég spila ekki nema einu sinni til tvisvar í viku og þetta var annað mótið mitt í sumar, en ég slæ kúlur reglulega.“ Hjónin Nökkvi og Ellen Rut Gunnarsdóttir eignuðust dótturina Söru Aþenu fyrir rúmu ári. „Þetta er kraftaverk,“ segir hann og lítur stoltur á dótturina, sem fer stundum með þeim á golfvöllinn. „Við vorum búin að vera saman í 25 ár og höfð- um reynt allt sem við gátum til að eignast barn, en svo kom hún bara náttúrulega fyrir rúmum 13 mán- uðum og það er dekrað við hana.“ Sara Aþena þarf sinn tíma en Nökkvi vill ekki vera með 14:2 á bak- inu lengur en þörf krefur og stefnir á að vera ótengdur yfir 50 ára minn- ingunni að ári. „Næsta skref á þess- um vettvangi er að breyta tölunum, 14:3 hljómar mun betur!“ Ekki bara 14:2 í boltanum Morgunblaðið/Eggert Nesklúbburinn Nökkvi Gunnarsson, Plane Truth og PGA-golfkennari.  Kylfingurinn Nökkvi Gunnarsson hefur fjórtán sinnum orðið í öðru sæti í móti Nesklúbbsins og tvisvar sigrað TRATTO model 2811 L 207 cm Áklæði ct. 70 Verð 335.000,- L 207 cm Leður ct. 10 Verð 439.000,- Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla MENTORE model 3052 L 201 cm Áklæði ct. 70 Verð 389.000,- L 201 cm Leður ct. 10 Verð 459.000,- ESTRO model 3042 L 198 cm Áklæði ct. 70 Verð 269.000,- L 198 cm Leður ct. 15 Verð 385.000,- STAN model 3035 L 206 cm Áklæði ct. 86 Verð 359.000,- L 206cm Leður ct. 15 Verð 419.000,- JEREMY model 2987 L 202 cm Áklæði ct. 86 Verð 495.000,- L 202 cm Leður ct. 30 Verð 669.000,-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.