Morgunblaðið - 24.07.2019, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.07.2019, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 2019 Kvöldroði Það var fallegt útsýnið sem blasti við frá Hafnarfirði í vikunni þegar sólin var að setjast. Snæfellsjökullinn alltaf tignarlegur úr fjarska. Arnþór Birkisson Fyrir nokkrum vik- um birtist frétt í ein- um af miðlum þessa lands. Fréttin var að frá 1. desember 2018 til 1. maí 2019 hefði orðið hlutfallslega mest fjölgun íbúa í fá- mennu sveitarfélagi úti á landi, eða 12,1%. Þetta fámenna sveit- arfélag skaut þar með sveitarfélögum eins og Reykja- nesbæ og Árborg ref fyrir rass í fjölgun íbúa. Það fjölgaði um sjö íbúa í fámenna sveitarfélaginu á ofangreindu tíma- bili. Réttur sveitarfélaga til sjálfs- stjórnar hefur verið verndaður í stjórnarskrá allt frá árinu 1874. Sveitarfélög eru handhafar fram- kvæmdavalds, fara með stjórnsýslu í héraði næst íbúunum. Núverandi skipan þeirra á sér rætur í danskri fyrirmynd frá miðbiki 19. aldar. Réttlætingin var að það væru mann- réttindi íbúa sveitarfélags „að fá að kjósa þá sem færu með stjórn sveit- arfélags í almennum og lýðræðis- legum kosningum. Á þann hátt fengju íbúar sveitarfélagsins sjálf- stjórn í eigin málum og yrðu lausir við afskipti skipaðra embættis- manna konungs í sveitarstjórn- armálum“. Samkvæmt núverandi lögum um sveitarfélög nr. 38/2011 eru þau sjálfstæðar stjórnsýslu- einingar sem stjórnað er af lýðræð- islega kjörnum sveitarstjórnar- mönnum í umboði íbúa sveitar- félagsins. Í aprílmánuði sl. kom út grænbók stjórnvalda um stefnu og málefni sveitarfélaga. Verkefnisstjórn, sem var forveri þess starfshóps sem setti grænbókina saman, hafði skilað til- lögum um stöðu og framtíð sveitar- félaga árið 2017. Þær tillögur sneru m.a. að því að stjórnvöld ættu að móta sér skýra stefnu til allt að 20 ára þar sem unnið væri með byggða- mál, samgöngumál og fjármál sveit- arfélaga út frá nýrri nálgun. M.ö.o. nálgun sem ætlað er að horfa til sveitarfélaga út frá þeirri þjónustu sem þau veita, þeirri þjónustu sem þeim er ætlað að veita og hún kort- lögð m.t.t. landfræðilegra og lýð- fræðilegra þátta. Auk þess var lagt til að endurskoða starfsemi Jöfn- unarsjóðs sveitarfélaga og að ríkið tæki þátt í markvissri styrkingu sveitarstjórnarstigsins. Stefnan er auðsjáanlega að fækka sveitar- félögum og styrkja þau. Árið 2010, skömmu eftir hrunið, var verkefninu „sóknaráætlanir landshluta“ hrint af stað af hálfu stjórnvalda. Áætlanirnar voru unnar með það að markmiði að einfalda samskipti ráðuneyta og sveitar- félaga um byggðamál í gegnum landshlutasamtök. Samskipti um byggða- mál buðu þá upp á sam- tal milli 12 ráðuneyta og 74 sveitarfélaga eða alls 888 möguleg samtöl milli stjórnsýslustiga. Með sóknaráætlunum stóð til að fækka sam- skiptunum niður í átta samtöl á milli eins stýri- hóps allra ráðuneyta um byggðamál og átta landshluta. Það gekk eftir og síðustu átta ár hafa sókn- aráætlanir verið virkt ferli vald- eflingar landshluta í gegnum samtal tveggja stjórnsýslustiga. Sóknar- áætlanirnar eru skilgreindar sem „þróunaráætlanir þar sem hver landshluti sameinast um framtíð- arsýn, setur sér markmið og velur leiðir til að áætlunin nái fram að ganga. Markmið sóknaráætlana er að ráðstafa fjármunum, sem varið er til verkefna í einstökum lands- hlutum á sviði atvinnu-, byggða- og menningarmála, samkvæmt svæð- isbundnum áherslum í sóknaráætlun landshlutans til samræmis við gild- andi byggðaáætlun hverju sinni“. Geta má sér til um að von þeirra stjórnvalda sem einfölduðu ofan- greint samtal hefði verið, þótt það kæmi hvergi fram, að aukið samtal á landshlutavettvangi yki líkur á sam- legð, samvinnu og jafnvel samein- ingum sveitarfélaga. Sem slík er sóknaráætlun landshluta eitt verk- færi á vegferð að einfaldara Íslandi. Veruleikinn Á Íslandi búa nú rétt rúmlega 357.000 manns. Hér í þessu lýðræð- issamfélagi er framkvæmdavaldinu deilt á milli níu ráðuneyta sem ekki eru fjölskipuð (þ.e. þau taka sjálf- stæðar ákvarðanir hvert um sig), auk 72 sveitarfélaga. Innan fram- kvæmdavalds ríkisins eru einnig um 160 ríkisstofnanir sem starfa undir ráðuneytunum níu. Á þeim árum sem greinarhöf- undur hefur starfað innan tveggja ráðuneyta í Stjórnarráðinu að auknu samtali og samhæfingu innan Stjórnarráðsins og milli stjórnsýslu- stiga hefur oftar en ekki blasað við flókinn veruleiki er kemur að stefnu, fjármagni og árangri í ýmsum verk- efnum. Sú hugsun sem ósjaldan hef- ur fylgt greinarhöfundi heim af þeim fjölmörgu samráðsfundum sem farið hafa fram á milli ráðuneyta, lands- hlutasamtaka, sveitarfélaga og ríkis- stofnana hefur verið: „Hvernig í ósköpunum er hægt að einfalda þetta kerfi?“ Kerfi sem á að hafa það að markmiði að hámarka almanna- heill fyrir það almannafé sem er til úthlutunar. Hvernig má það vera að ráðuneytin vinna svona mikið í síló- um? Getur það verið að innan kerf- isins séu ólíkir hópar fólks að vinna að svipuðum málum án þess að vita mikið hver af öðum? Stendur lóðrétt kerfið frammi fyrir auknum lárétt- um áskorunum nútímans sem það nær illa að takast á við vegna þess að kúltúr og strúktúr halda því um of í sama farinu? Á hverju ári deilir ríkið rúmlega 932 milljörðum króna af almannafé út til almannaþjónustu og sveitar- félögin samtals rúmlega 310 millj- örðum króna sem opinberir starfs- menn í 38.000 stöðugildum sinna. Ein af grunnhugmyndafræðilegum stoðum fyrir lögum um opinber fjár- mál sem tóku gildi 2015 var að tengja saman stefnuþætti og fjár- magn til árangurs. Sú vegferð hins opinbera er rétt hafin, en klárt er að með færri skipulagsheildum yrði hún auðveldari. Sjálfsmynd Hver er munurinn á sveitar- félögum og hestum? Jú, það er hægt að sameina sveitarfélög. Í einum landshluta á Íslandi reka tvö sveit- arfélög saman grunnskóla þar sem börnin úr öðru þeirra borga fyrir matinn í hádeginu en hin ekki. Af hverju? Af því annað sveitarfélagið er svo stöndugt að það niðurgreiðir máltíðir fyrir börnin „sín“. En eru þetta ekki allt „okkar“ börn? Annað sveitarfélag tekur ákvörðun um um- deilt framkvæmdaleyfi til virkjunar með 40 íbúa umboð. Hver erum „við“? Einhvern tímann á öndverðri síð- ustu öld bjuggu tveir stórbændur í Rússlandi. Þeir hétu Igor og Boris og áttu í mikilli samkeppni. Eitt vor- ið er Boris gekk um land sitt og hug- aði að sprettu rak hann annan fótinn í forláta silfurlampa ættaðan frá Mið-Austurlöndum. Séu slíkir lamp- ar handleiknir sprettur fram andi og það gerðist er Boris tók um lamp- ann. Hann reis hátt upp og sagði við Boris: „Ég veiti þér eina ósk– en hugsaðu þig vel um þar sem ég er göfugur andi og þekki Igor fjandvin þinn og allt sem þú óskar þér mun ég veita Igori tvöfalt.“ Boris bölvaði og það fauk í hann en á svipskots- stundu birti yfir honum. „Ég veit hvers ég óska mér,“ sagði hann við andann mikla. „Ég óska þess að ég verði blindur á öðru auga.“ Við höfum frá fornu fari tengt sjálfsmynd okkar við land og með tilkomu dansks skipulags og sjálf- stæðis tengt okkur við skipulagsein- ingar – sveitarfélög, bæi og borg. Menn slógust hér áður fyrr við og hnýttu í menn úr nágrannasveit- arfélögum – hötuðust og stunduðu sígildan hrepparíg. Tileinkuðu sér án efa keimlíkt hugarfar og Boris hér í sögunni að ofan. Er ekki kom- inn tími til að fækka „við-um“ í skipulagslegu og stjórnsýslulegu til- liti á Íslandi? Einfaldara Ísland Getum við sammælst um að það felist gríðarleg tækifæri í að einfalda stjórnkerfi fyrir 357.000 manns? Markmiðið þríþætt: Í fyrsta lagi að bæta þjónustu við íbúa og færa hana nær þeim. Í annan stað að nýta þá tæpu 1.300 milljarða króna af al- mannafé sem við greiðum til sam- neyslunnar betur og að síðustu að einfalda og styrkja stjórnkerfi fram- kvæmdavaldsins. Framtíðarsýnin gæti verið á þessa leið: Níu ráðu- neyti í fjölskipuðu stjórnvaldi á fyrsta stjórnsýslustiginu. Á seinna stiginu yrðu átta til sextán sterk sveitarfélög sem tækju við mála- flokkum á borð við málefni aldraðra, heilsugæslu, framhaldsskóla og hjúkrunarheimili frá ríkinu. Slík ein- földun og tilfærsla verkefna þýddi ekki einungis að ofangreindum markmiðum yrði náð heldur byði hún einnig upp á meiriháttar hag- ræðingartækifæri í stofnanakerfi ríkisins. Stofnunum yrði breytt, þeim fækkað og þær styrktar. Framtíðarsýnin þýddi líka það að „við“ Íslendingar fengjum tækifæri til að skilgreina sjálfsmynd okkar út frá stærri landsvæðum, þó án þess að tapa rótunum. Nú á haustmánuðum skilst grein- arhöfundi að ríkið ætli að eggja sveitarfélög til sameininga með fjár- magni og í kjölfarið er hugmyndin, samkvæmt grænbókinni, að setja lög um lágmarksfjölda íbúa í sveit- arfélögum. Markmiðið er að ná fram fækkun sveitarfélaga og styrkingu sveitarstjórnarstigsins. En tækifær- ið er stærra en áfangastökk yfir skurð því í slíkri styrkingu og fækk- un felast tækifæri fyrir allt kerfið. E.t.v. eru það draumórar „óþekk(t)s embættismanns“ að slík umbreyting geti átt sér stað en framtíðarsýnin stendur og vonin um að kerfið, „við“, geti þjónustað betur í stærri, lá- réttari og styrkari einingum. Til þess þarf djörfung þeirra er standa við stýrið, djörfung sem oftast sést bara á fyrsta ári hverrar ríkis- stjórnar, eftir það ræður kúltúr og strúktúr kerfisins um of. Vonandi standa fleiri en sjö mann- eskjur á bak við mestu fjölgun í sveitarfélögum framtíðarinnar. Einfaldara Ísland Eftir Héðin Unnsteinsson Héðinn Unnsteinsson » Getur það verið að innan kerfisins séu ólíkir hópar fólks að vinna að svipuðum málum án þess að vita mikið hver af öðum? Höfundur er sérfræðingur í stefnu- mótun og starfar hjá Capacent.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.