Morgunblaðið - 24.07.2019, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 2019
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð-
viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
660 0230 og 561 1122.
Húsviðhald
Hreinsa
þakrennur
ryðbletta þök og
tek að mér
ýmis verkefni
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
Raðauglýsingar
Tilboð/útboð
Skipulagslýsing fyrir
aðalskipulag
Hvalfjarðarsveitar.
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á
fundi sínum þann 28. maí 2019 að auglýsa
kynningu á skipulagslýsingu fyrir aðalskipu-
lag Hvalfjarðarsveitar sbr. skipulagslög nr.
123/2010 og lög um umhverfismat áætlana
nr. 105/2006.
Í lýsingartillögunni leggur sveitarstjórn
áherslu á að marka skýra stefnu um atvinnu-
uppbyggingu í tengslum við iðnað, ferða-
þjónustu og landbúnað. Endurskoðun á
stefnu er varðar íbúðar- og frístundabyggð,
samgöngur og verndarsvæði. Í kafla 4 er
nánar fjallað um markmið sveitarstjórnar og
helstu leiðir að þeim.
Endurskoðað aðalskipulag verður unnið á
grunni gildandi skipulags frá 2008-2020
sem tók gildi í júlí 2010.
Gerð er grein fyrir nálgun og áherslum sem
lagðar verða til í skipulagsvinnunni og
hvernig staðið verður að samráði og
kynningu á tillögunni.
Athugasemdum skal skilað til skrifstofu
Hvalfjarðarsveitar að Innrimel 3, 301
Akranesi, eða á netfangið
skipulag@hvalfjardarsveit.is merkt ,,Lýsing
aðalskipulag” fyrir 30. ágúst 2019.
Bogi Kristinsson Magnusen
skipulags- og umhverfis-
fulltrúi Hvalfjarðarsveitar
Félagsstarf eldri borgara
Árskógar 4 Opin handavinnustofa kl. 9-12. Opin smíðastofa kl. 9-15.
Bridge kl. 12.30. Opið hús, t.d. vist og bridge kl. 13-15. Opið fyrir inni-
pútt og 18 holu útipúttvöll. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Kaffisala kl.
14.45-15.30. Heitt á könnunni, Allir velkomnir. S: 535 2700.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffi og blöðin við hringborðið
kl. 8.50. Frjálst í Listasmiðju kl. 9-16. Salatbar kl. 11.30-12.15.
Hádegismatur kl. 11.30. Miðvikufjör, Lárus Óskar spilar og syngur
Gospell lög. Gáfumannakaffi kl. 14.30. Allir velkomnir óháð aldri.
Kosning stendur yfir á nafni á nýju æfingartækin. Komdu og taktu þátt
þitt atkvæði skiptir máli. Nánari upplýsingar í síma 411 2790.
Félagsmiðstöðin Vitatorgi Postulínsmálun kl. 9. Göngutúr um
hverfið kl. 13. Opið hjá okkur alla virka daga. Heitt á könnunni fyrir
hádegi. Farið verður í Perluna á morgun á safnið Undur íslenskrar
náttúru og Áróru stjörnuverssýninguna. Nánari upplýsingar í síma
411 9450. Verið hjartanlega velkomin á Vitatorg.
Garðabær Gönguhópur frá Jónshúsi kl. 10. Bridge í Jónshúsi kl. 13.
Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 13 félagsvist.
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, blöðin og
púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45
og hádegismatur kl. 11.30. Gönguferð um hverfið kl. 13.30 og eftir-
miðdagskaffi kl. 14.30.
Korpúlfar Ganga kl. 10 í dag, gengið frá Borgum. Opið hús í dag í
Borgum frá kl. 13 til 16, félagsvist, hannyrðir, spjallhópur og gleðileg
samvera, kaffi á könnunni og kaffimeðlæti. Allir velkomnir.
Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, morgunleikfimi kl. 9.45,
viðtalstími hjúkrunarfræðings kl. 10-12, upplestur kl. 11, hádegis-
verður kl. 11.30, félagsvist kl. 13.30, síðdegiskaffi kl. 14.30, Bónus-
bíllinn kl. 14.40, heimildarmyndasýning kl. 16.
y ý g
Seltjarnarnes Botsía í salnum Skólabraut kl. 10, kaffispjall í króknum
kl. 10.30, vatnsleikfimi í sundlaug Seltjarnarness kl. 18.30.
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10-16. Heitt á
könnunni frá kl. 10-11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá
kl. 11.30-12.15, panta þarf matinn daginn áður. Handavinnuhópur hitt-
ist kl. 13. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30-15.30. Allir velkomnir.
Síminn í Selinu er 568 2586.
Stangarhylur 4, FEB Reykjavík Göngu-hrólfar ganga frá Mógilsá,
Kollafjarðará kl. 10. Kaffistaður Bakaríið Mosfellsbæ eftir göngu.
Auglýsing um fyrirhugaða breytingu á Aðalskipulagi
Þingeyjarsveitar 2010-2022 vegna Hólasandslínu 3
Skipulags- og matslýsing
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar samþykkti þann 27. júní 2019 skipulags- og matslýsingu vegna breytingar á Aðal-
skipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022 í samræmi við aðalvalkost Landsnets í umhverfismati fyrir Hólasandslínu 3.
Ráðgert er að Hólasandslína 3 verði lögð innan sveitarinnar sem loftlína - að mestu samhliða núverandi Kröflulínu
1, sem er í megindráttum í samræmi við gildandi aðalskipulag Þingeyjarsveitar. Í aðalvalkosti Landsnets, sem
lagður er fram í matsskýrslu víkur lega línunnar frá gildandi aðalskipulagi á þremur stöðum, í Bíldsárskarði,
Fnjóskadal og Laxárdal. Einnig eru skilgreind tuttugu ný efnistökusvæði.
Skipulagslýsingin er í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 og skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Í lýsingunni eru
settar fram megin áherslur vinnunnar, forsendur hennar, tengsl við aðrar skipulagsáætlanir og skipulagsferlið.
Skipulags- og matslýsing vegna breytinga á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022 skv. 1. mgr. 30. gr.
skipulagslaga nr. 123/2010 mun liggja frammi á skrifstofu Þingeyjarsveitar frá og með þriðjudeginum 23. júlí til og
með föstudeginum 16. ágúst 2019. Lýsingin verður einnig aðgengileg á sama tíma á heimasíðu Þingeyjarsveitar:
https://www.thingeyjarsveit.is/is/stjornsysla/skipulagsmal/skipulagsauglysingar
Þeim sem vilja gera athugasemdir við lýsinguna eða koma með ábendingar er gefinn frestur til og með 16. ágúst
2019 til að koma þeim skriflega á framfæri til skrifstofu Þingeyjarsveitar, Kjarna, 650 Laugar og/eða í tölvupósti á
netfangið: gudjon@skutustadahreppur.is
Allar nánari upplýsingar veitir undirritaður.
Guðjón Vésteinsson,
skipulagsfulltrúi.
Félagsstarf eldri borgara
Raðauglýsingar
Elsku Olga. Ég
trúi ekki að ég sé
að skrifa þetta. Ég
var einhvern veg-
inn alltaf viss um
að ég myndi taka vitlausa
beygju og vera farinn langt á
undan þér.
En nú ert þú farin frá okkur,
allt of fljótt.
Ég man ennþá daginn sem
Gísli kom fyrst með þig heim í
Háagerðið, ég sat ofarlega í
stiganum og skildi ekkert
hvernig bróðir minn væri búinn
að finna svona fallega konu.
Svo leið ekki á löngu þangað
til þið voruð farin að vera það
alvarleg að þú kynntir Sóleyju
Diljá fyrir okkur.
Hún hefur frá degi eitt verið
okkar allra besta dóttir/barna-
barn/systir(bróðurdóttir). Og ég
hef og mun alltaf passa upp á
hana eins og hún sé mín eigin.
Og hvernig þú passaðir upp á
mig fyrstu 7-8 árin sem við
þekktumst.
Síðan fórstu að leyfa mér að
vera minn eigin maður, þú varst
alltaf fyrst að hvetja mig áfram
og reyndir alltaf að ýta nógu
mikið á mig svo að ég segði það
sem ég meinti í alvöru.
Þú vissir alltaf að ég var
bara að segja það sem fólk vildi
heyra, og varst ófeimin við að
láta mig heyra það.
Ég mun sakna þín það sem
eftir lifir, ekki bara af því að þú
varst partur af lífi mínu, heldur
af því að þú lést mig alltaf
heyra það þegar þér fannst ég
ekki vera sannur sjálfum mér.
Elsku Olga, þú gerðir mig að
betri manni og stundum að
pirraðri manni, en alltaf tókst
þér að láta mér líða eins og ég
væri jafn skyldur þér og bróður
mínum og börnunum þínum. Ég
mun alltaf sakna þín og þú
munt alltaf verða einn stærsti
parturinn af mínu lífi.
Ég lofa að passa upp á
krakkana ykkar Gísla eftir
bestu getu eins lengi og ég get.
Halldór (Dóri).
Olga var einn af þeim fé-
lagsmönnum sem lögðu Krafti
lið með því að tala opinskátt um
veikindi sín og hvaða áhrif þau
höfðu á hana og fjölskyldu
hennar. Það er alltaf mikil gjöf
Olga Steinunn
Weywadt
Stefánsdóttir
✝ Olga SteinunnWeywadt Stef-
ánsdóttir fæddist
18. ágúst 1975. Hún
lést 1. júlí 2019.
Útför Olgu fór
fram 19. júlí 2019.
þegar félagsmenn
eru tilbúnir að
deila af reynslu
sinni á svona op-
inskáan og einlæg-
an hátt, þar sem
það gefur öðrum
sem standa þar
fyrir utan raun-
sæja og skýrari
mynd af því hvern-
ig er að vera í
þessum sporum.
Olga og Gísli, maðurinn hennar,
voru nýverið í hlaðvarpi Krafts
þar sem þau ræddu um hvernig
þau hafa talað um veikindin við
börnin sín og mikilvægi þess að
halda samtalinu opnu hvað það
varðar og að börnin fái að
spyrja spurninga. Að deila
slíkri reynslu er ómetanlegt
fyrir fólk sem síðar stendur
frammi fyrir því að ræða við
börnin sín um alvarleg veikindi.
Þegar Olga greindist bjuggu
þau hjónin í Svíþjóð en hún tal-
aði um að eftir hún veiktist
hefði hún einangrast mikið og
hefði ekki haft það stuðnings-
net sem hún hafði á Íslandi.
Hún fór fljótlega að taka þátt í
starfsemi Krafts og Ljósinu eft-
ir að hún flutti heim. Þar fann
hún fólk sem var í sömu stöðu
og leið henni betur að geta tal-
að um sín mál við fólk sem
skildi hvað hún var að ganga í
gegnum. Þau hjónin lögðu
mikla áherslu á það hversu
miklu máli það skiptir að leita
sér stuðnings í veikindaferlinu
og það sýnir styrkleika en ekki
veikleika að leita sér hjálpar.
Það að hitta fólk í svipaðri
stöðu, tala við það og hlusta á
aðra skiptir miklu máli og veg-
ur þungt þegar maður er í
þessari erfiðu stöðu. Það gerðu
þau svo sannarlega og voru
óhrædd við að miðla sinni
reynslu til annarra í svipuðum
sporum.
Við hjá Krafti verðum þeim
ævinlega þakklát fyrir hrein-
skilnina og mun félagið heiðra
minningu Olgu með því að gera
enn betur í stuðningi við ungt
fólk sem greinist með krabba-
mein og aðstandendur.
Gísla, Sóleyju Diljá, Stefáni
Sævari, Gísla Snæ og fjölskyldu
sendum við okkar innilegustu
samúðarkveðjur
Við getum öll heiðrað minn-
ingu Olgu með því að tala op-
inskátt um hlutina, sama
hversu erfiðir þeir eru, og
muna að njóta dagsins í dag –
lífið er núna.
Fyrir hönd Krafts,
Hulda Hjálmarsdóttir,
framkvæmdastjóri Krafts.
Morgunblaðið birtir minningargreinar
endurgjaldslaust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein-
ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við
síðuna.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand-
endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá
sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs-
ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi
aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningar-
greinunum.
Minningargreinar