Morgunblaðið - 24.07.2019, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.07.2019, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 2019 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Hlutfall innflytjenda og annarrar kynslóðar innflytjenda af íbúafjöld- anum á Norðurlöndum hefur breyst mikið á þessari öld. Dæmi um það er Svíþjóð en þar bjuggu í fyrra tvöfalt fleiri innflytjendur en árið 2000. Árið 2000 voru þeir um milljón en um tvær milljónir í fyrra. Við það bætast innflytjendur af annarri kynslóð. Samkvæmt gögnum frá hagstof- um ríkjanna bjuggu um 3,7 milljónir innflytjenda á Norðurlöndunum árið 2018. Þá voru rúmlega milljón íbúar af annarri kynslóð innflytjenda, eða samtals 4,7 milljónir manna. Sá fjöldi fer nærri íbúafjölda Noregs en þar búa um 5,3 milljónir manna. Fjallað var um fjölgun erlendra ríkisborgara í Reykjavík í blaðinu í gær. Hefur hlutfall þeirra hækkað á síðustu árum og íslenskum ríkis- borgurum fækkað. Um 44 þúsund innflytjendur voru á Íslandi í byrjun síðasta árs og tæp- lega 5 þúsund manns af annarri kyn- slóð innflytjenda. Samtals voru þetta 48.600 manns, eða 13,9% íbúafjöld- ans. Tölurnar eru sem fyrr segir frá ársbyrjun 2018 og hafa síðan hækk- að með aðflutningi fólks til Íslands. Fólksfjölgun á Íslandi í fyrra var að mestu vegna aðflutnings. Einstaklingar fæddir erlendis Á vef Hagstofu Íslands eru hug- tökin innflytjandi og önnur kynslóð innflytjenda skýrð svo: „Innflytjandi er einstaklingur sem er fæddur er- lendis og á foreldra sem einnig eru fæddir erlendis, svo og báðir afar og ömmur. Önnur kynslóð innflytjenda er einstaklingar sem fæddir eru á Ís- landi og eiga foreldra sem báðir eru innflytjendur.“ Er hér leitast við að bera saman sambærilegar tölur milli landa. Nærri 600 þúsund innflytjendur bjuggu í Danmörku í fyrra og tæp- lega 180 þúsund manns voru af ann- arri kynslóð innflytjenda. Alls voru þetta 770 þúsund manns, eða 13,3% íbúafjöldans í Danmörku. Fleiri innflytjendur voru í Noregi, eða um 747 þúsund. Þá voru um 170 þúsund íbúar af annarri kynslóð inn- flytjenda í Noregi. Alls 917 þúsund manns, eða 17,3% íbúafjöldans. Á vef norsku hagstofunnar segir að árið 2018 hafi um 169 þúsund af íbúum Óslóar verið innflytjendur og rúmlega 54 þúsund verið af annarri kynslóð innflytjenda. Þessar tvær tölur hafi jafngilt samanlagt 33,1% af heildaríbúafjölda borgarinnar. Á sama stað segir að öll hverfi Óslóar hafi verið yfir landsmeðaltal- inu, sem var 17,3%. „Hverfin þar sem hlutfall fólks með erlendan bak- grunn var hæst voru Stovner, Søndre Nordstrand, Alna og Grorud en þar var hlutfallið yfir 50 prósent,“ sagði í greinargerð um þessa þróun á vef norsku hagstofunnar. Pólverjar voru flestir innflytjenda í Noregi (98.200), svo komu Litháar (38.400), þá Svíar (35.800) og Sómal- ar voru í fjórða sæti (28.800). Tæpar 2 milljónir innflytjenda bjuggu í Svíþjóð í fyrra og tæplega 590 þúsund voru af annarri kynslóð innflytjenda. Samanlagt voru þetta ríflega 2,5 milljónir manna, eða um fjórðungur íbúafjöldans. Hlutfallið er hvergi hærra á Norðurlöndunum. Fram kemur á vef sænsku hag- stofunnar að um 400 þúsund manns, sem fæddust utan landsins, hafi flust búferlum til Svíþjóðar milli áranna 2016 og 2018. Þar af hafi um fjórð- ungur verið frá Sýrlandi. Segir þar jafnframt að á þessari öld hafi nokkrir þættir átt þátt í fjölgun innflytjenda. Þar með talið hælisleitendur, endurkoma fólks sem er fætt í Svíþjóð, aðflutningur vegna vinnu og náms og aðflutningur vegna sameiningar fjölskyldna inn- fæddra sem og aðfluttra. Má í þessu efni geta þess að Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnu- málastofnun, hefur leitt líkur að því að fjölskyldur fyrirvinnu sem sest hefur að á Íslandi undanfarið muni fylgja í kjölfarið og setjast hér að. Hlutfallið lægst í Finnlandi Rúmlega 335 þúsund innflytjend- ur bjuggu í Finnlandi árið 2018 og rúmlega 67 þúsund manns af annarri kynslóð innflytjenda. Samanlagt voru þetta ríflega 400 þúsund manns, eða um 7,3% íbúafjöldans. Hlutfall innflytjenda á Norður- löndum er því lægst í Finnlandi. Um 5,18 milljónir manna bjuggu í Finnlandi árið 2000 en 5,52 millj. í fyrra. Árið 2000 voru rétt rúmlega hundrað þúsund innflytjendur og einstaklingar af annarri kynslóð inn- flytjenda í Finnlandi. Fjölgun þeirra um 300 þúsund frá árinu 2000 á mik- inn þátt í íbúafjölgun í Finnlandi. Hlutfall innflytjenda á uppleið  Innflytjendum á Norðurlöndum fer fjölgandi  Hlutfallið komið yfir 50% í sumum hverfum Óslóar  Um fjórði hver Svíi er innflytjandi eða af annarri kynslóð innflytjenda  Hlutfallið 13,9% á Íslandi 13,9% 13,3% 17,3% 24,9% 7,3% Innfl ytjendur á Norðurlöndum Hlutfall af íbúafjölda 2018* Hlutfall innfl ytjenda af íbúafjölda Hlutfall innfl ytjenda og annarrar kynslóðar þeirra af íbúafjölda 12,6% 10,2% 14,1% 19,1% 6,1%*Tölurnar geta vísað til upphafs og loka árs. Heimildir: Hagstofur landanna. Ísland Danmörk Noregur Svíþjóð Finnland Innfl ytjendur 43.736 591.678 746.700 1.955.569 335.414 Önnur kynslóð innfl ytjenda 4.861 178.719 170.000 587.851 67.205 Samtals 48.597 770.397 916.700 2.543.420 402.619 Íbúafjöldi 348.450 5.781.190 5.295.619 10.230.185 5.517.919 Hlutfall af íbúafjölda Innfl ytjendur 12,6% 10,2% 14,1% 19,1% 6,1% Innfl ytjendur og önnur kynslóð innfl ytjenda 13,9% 13,3% 17,3% 24,9% 7,3% Morgunblaðið/Baldur Ósló Mikil uppbygging er í miðborg Óslóar. Lengst til vinstri má sjá nýja Munch-safnið sem verður opnað á næsta ári. Innflytjendum hefur fjölgað mikið í borginni á þessari öld. VILTU TAKAVIÐ GREIÐSLUMÁNETINU? KORTA býður uppá fjölbreytta þjónustu sem hentar bæði minni og stærri fyrirtækjum. Kannaðu málið. Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík, 558 8000 / korta@korta.is / korta.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.