Morgunblaðið - 24.07.2019, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.07.2019, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 2019 UPPLIFÐU SUMARIÐ Í HLÍÐARFJALLI! Skemmtilegar gönguleiðir www.hlidarfjall.is Þegar fyrstu 20 dagar júlímánaðar 2019 eru bornir saman við sömu júlí- daga 2018 kemur í ljós gríðarlegur munur, sumrinu 2019 í vil. Meðalhit- inn þessa 20 daga í ár er heilum 2,8 stigum hærri en í fyrra. Og ekki er annað að sjá á veðurspám en hlýind- in haldi áfram næstu daga. Samkvæmt yfirliti sem Trausti Jónsson veðurfræðingur hefur birt á bloggi sínu er meðalhiti fyrstu 20 daga júlímánaðar nú 12,7 stig í Reykjavík, +2,2 stigum ofan með- allags árin 1961-1990 og +1,0 stigum ofan meðallags sömu daga síðustu tíu árin. Meðalhiti í Reykjavík þessa 20 júl- ídaga árið 2018 var 9,9 stig. Það er -0,6 stigum neðan meðallags árin 1961-1990, en -2,0 neðan meðallags sömu daga síðustu tíu ár. Hitinn var í neðsta sæti á öldinni, þó ómark- tækt neðar en var 2013. Á langa list- anum var hitinn í 121. til 122. sæti af 144 mælingum. Sé litið á meðalhita sömu júlídaga 2019 til lengri tíma er hitinn nú í átt- unda hlýjasta sæti af 145, á þeim langa lista teljast sömu dagar 2009 hlýjastir, en kaldastir voru þeir 1885, meðalhiti þá 8,2 stig. Sólskinsstundir í Reykjavík hafa mælst 140,4 og er það í ríflegu með- allagi. Á sama tíma í fyrra höfðu afar fáar sólskinsstundir mælst í Reykja- vík, aðeins 56,0. Á Akureyri er meðalhiti fyrstu 20 daga júlímánaðar 11,4 stig, +0,9 stigum ofan meðallags 1961-90 og +0,4 ofan meðallags síðustu tíu ár. Sömu júlídaga 2018 stóð meðalhit- inn á Akureyri í 11,2 stigum. sisi@mbl.is Meðalhitinn í júlí 2,8 stigum hærri í Reykjavík en í fyrra Morgunblaðið/Hari Sumarið Veðrið hefur leikið við höf- uðborgarbúa og gesti þeirra í júlí.  Sólskinsstundir eru margfalt fleiri Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Það er almenn regla hjá Þjóðminja- safninu að ásælast aldrei gripi, hvorki kirkjugripi né aðra muni. Söfn metast heldur ekki um gripi. Það er löngu liðin tíð,“ sagði Mar- grét Hallgríms- dóttir þjóðminja- vörður. Óskar Magn- ússon, formaður sóknarnefndar Breiðabólstað- arkirkju í Fljóts- hlíð, sagði í Morgunblaðinu í gær að á því hefði borið um langt árabil að safnamenn og söfn hefðu ásælst kirkjugripi og viljað hafa þá í sinni vörslu. Margrét sagði að þau viðhorf sem Óskar lýsti tilheyrðu löngu liðnum tíma. Mjög góð samvinna væri nú á milli þjóðminjavörslunnar og kirkna landsins. „Við höfum unnið með Biskupsstofu, Minjastofnun, frið- uðum kirkjum og söfnum landsins að útgáfu ritraðarinnar Kirkjur Ís- lands. Nú stendur yfir sýning í Þjóð- minjasafninu í tilefni af fullveld- isafmælinu og útgáfu lokabinda ritraðarinnar. Við fengum 66 gripi að láni úr 42 kirkjum. Það er til marks um traustið sem ríkir á milli minjavörslunnar og kirkjunnar. Samvinnan hefur verið mjög já- kvæð, sem við erum þakklát fyrir,“ sagði Margrét. Forkaupsréttur Þjóðminjasafns Hún sagði að sögur af ásælni safn- anna byggðust á gömlum misskiln- ingi vegna þess sem gerðist í byrjun síðustu aldar og jafnvel áður en söfn voru stofnuð á Íslandi. Fjallað sé um það á sýningunni í Þjóðminjasafninu þegar Íslendingar á 19. öld, áður en Þjóðminjasafnið var stofnað, seldu altaristöflur úr gömlum kirkjum til ferðamanna. Þannig hafi gripir farið úr landi, á flakk eða forgörðum. Flestir gripir sem enn eru til varð- veittust í kirkjunum. Aðrir sem síðar fóru í Þjóðminjasafn Dana og enn síðar Þjóðminjasafn Íslands og önn- ur söfn landsins varðveittust einnig. Komi á markað gripir úr aflögðum kirkjum eða kirkjugripir sem hafa verið í einkaeign ber lögum sam- kvæmt að hafa samband við Þjóð- minjasafnið sem hefur forkaupsrétt að slíkum gripum. Þannig getur þjóðin eignast þá aftur. Sameign þjóðarinnar Þegar hlutir koma í Þjóðminja- safnið eru þeir skráðir sameiginleg eign þjóðarinnar. „Þá berum við ákveðna lagalega ábyrgð á þessum gripum. Það er því ekki hægt að skila þeim en það er hægt að efna til sýninga á gripunum í réttu sam- hengi,“ sagði Margrét. Það er sam- eiginlegt viðfangsefni þjóðminja- vörslunnar og kirknanna í landinu að tryggja öryggi gripanna sem þar eru varðveittir. Margrét sagði að lengi hafi verið rætt um að finna þurfi samræmda leið til að tryggja öryggi kirkjugripa í kirkjunum. Þjóðminjasafnið, Minjastofnun, Biskupsstofa og sókn- arnefndir hafa nú þegar tekið hönd- um saman um það verkefni sem er bæði umfangsmikið og kostn- aðarsamt. Margrét sagði að það þyrfti að tryggja að munirnir væru í öruggri geymslu þegar þeir væru ekki í notkun þannig að hvorki væri hægt að stela þeim né að þeir eyði- legðust ef eldur kæmi upp. „Það er mikilvægt að landsmenn og komandi kynslóðir geti notið þessara gripa, hvort sem er í kirkjum landsins eða söfnum þess,“ sagði Margrét. Ásælist hvorki kirkjugripi né aðra safnmuni  Góð samvinna ríkir á milli þjóð- minjavörslunnar og kirkna landsins Morgunblaðið/Sigurður Bogi Þjóðminjasafnið Gripirnir í safn- inu eru sameign þjóðarinnar. Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Ronald Fatalla, íslenskur ríkisborg- ari, sem er fæddur og uppalinn á Fil- ippseyjum, telur samskipti Íslands og Filippseyja upp á síðkastið hafa ein- kennst af fáfræði. Hann er vonsvik- inn að íslensk stjórnvöld skuli ekki hafa leitað eftir áliti Filipps- eyinga hér á landi vegna ályktunar Íslands sem mannréttindaráð Sameinuðu þjóð- anna samþykkti á dögunum. Ronald hefur þó ekki mikl- ar áhyggjur af afleiðingum sem versnandi samband milli landanna tveggja muni hafa á hann persónu- lega og telur fjölmiðla hafa dregið upp dekkri mynd en raunin sé. Hann býst þó við að erfiðara yrði fyrir hann sem ríkisborgara hér á landi að ferðast til Filippseyja ef samskiptin milli landanna fari versnandi. Ronald staðfestir að Filippseying- ar skiptist í fylkingar varðandi skoð- anir á forseta Filippseyja, Rodrigo Duterte, og segir álit fólks oftast tengjast stjórnmálaskoðunum þess. „Mér finnst Duterte forseti bara vera að gera rosalega góða hluti úti á Filippseyjum. Það er svo mikið af fíkniefnum og alls konar veseni þarna úti,“ segir Ronald og bætir við að Du- terte hafi til að mynda beitt sér fyrir því að uppræta spillingu í stjórnmál- um í landinu. „Erum að tala um líf“ Um gagnrýni á meintar aftökur Dutertes á fíkniefnasölum og -neyt- endum segir Ronald að hann telji það ekki vera ætlun forsetans að drepa fólkið en telur að drápin komi til vegna þess hversu algengt er að fólk sem tengist fíkniefnaheiminum beri skotvopn. „Ég er auðvitað sammála því að það er ekki í lagi að drepa fólk. Við er- um að tala um líf. Ég held að þetta sé ekki meining Dutertes en það gerist samt,“ segir Ronald sem bendir á að landið sé þróunarland og því séu að- stæður ekki sambærilegar því sem þekkist í Bandaríkjunum og Evrópu. „Duterte talar um að Íslendingar borði bara ís, sem sýnir að hann veit ekki neitt um Ísland. Það er svipað með okkur. Við vitum ekkert hvernig allt virkar úti á Filippseyjum þannig að ég myndi segja að allt sem virkar þarna sé bara gott mál.“ Ronald segist hefðu viljað sjá ís- lensk stjórnvöld fá álit Filippseyinga á Íslandi áður en ályktun Íslands var send í mannréttindaráðið en honum finnst ákvörðunin ekki hafa verið nægilega vel skipulögð. Sjálfur heimsækir Ronald upp- runaland sitt á um fimm ára fresti. Hann áætlar ferðalag þangað í sumar en neitar því að hann sé áhyggjufullur vegna ferðarinnar. „Ég er bara rólegur. Ég held að það verði allt í góðu og það verði ekki gert mál úr þessu,“ segir hann. Segir samskiptin ein- kennast af fáfræði  Hefði viljað að stjórnvöld hefðu leitað álits Filippseyinga Ronald Fatalla Margrét Hallgrímsdóttir Á vegi ljósmyndara í Árbænum í gær urðu þessir ungu og spræku drengir sem stóðu þar með spjöld, sem þeir höfðu búið til sjálfir, með einföldum en skýrum skila- boðum til vegfarenda um Árbæinn: Engin mengun! Morgunblaðið/RAX Unga kynslóðin berst gegn mengun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.