Morgunblaðið - 24.07.2019, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.07.2019, Blaðsíða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 2019 Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Fjölbreytt dagskrá verður á Reyk- holtshátíð sem haldin verður næstu helgi, föstudaginn 26. júlí til sunnu- dagsins 28. júlí. Venju samkvæmt verða fernir tónleikar á dagskrá; opnunartónleikar á föstudagskvöldi, tvennir á laugardegi og loks loka- tónleikar á sunnudeginum. Að sögn listræns stjórnanda hátíð- arinnar, Sigur- geirs Agnars- sonar sellóleikara, er allt frá barokki til verka sem eru 10 til 15 ára gömul á efnisskrá tónlistar- hátíðarinnar. Meginþorrann af verk- unum segir hann þó vera klassísk og rómantísk verk. Sigurgeir segir val á tónverkum fyrir hátíðina yfirleitt samtal milli sín og þeirra sem munu syngja þar eða spila. „Ég er langt því frá að vera einráður en kem kannski með fyrstu hugmyndir.“ Þess má einnig geta að fyrirlestur á vegum Snorrastofu er fastur liður á dagskrá hátíðarinnar og verður hann haldinn kl. 13 á laugardag. Yngri kynslóð söngvara Sigurgeir spilar sjálfur á hátíðinni ásamt fiðluleikurunum Auði Haf- steinsdóttur og Helgu Þóru Björg- vinsdóttur, Bryndísi Höllu Gylfa- dóttur sellóleikara og hollenska lágfiðluleikaranum Önnu Magda- lenu den Herder sem kemur fram í fyrsta sinn á hátíðinni. Að sögn Sig- urgeirs hafa Auður og Bryndís Halla oft tekið þátt í Reykholtshátíð, sér- staklega fyrstu árin. „Þær hafa hins vegar ekki komið í nokkur ár og því verður gaman að bjóða þær vel- komnar aftur,“ segir hann og bætir við að þau séu mjög spennt að fá hina hollensku Önnu Magdalenu den Herder til liðs við sig. „Í ár einblínum við á yngri kyn- slóð íslenskra söngvara,“ segir Sig- urgeir og nefnir að barítónsöngv- arinn Oddur Arnþór Jónsson verði í stóru hlutverki. Hann hlaut titilinn Söngvari ársins á Íslensku tónlistar- verðlaununum í ár. „Hann verður í aðalhlutverki á opnunartónleik- unum. Þar mun hann flytja Svana- söng Schuberts ásamt Önnu Guð- nýju Guðmundsdóttur píanóleikara auk fleiri verka. Á lokatónleikunum á sunnudaginn koma söngkonurnar Hrafnhildur Árnadóttir Hafstað og Guja Sandholt fram ásamt Oddi. „Þetta eru allt söngvarar í yngri kantinum og það verður gaman að heyra þau spreyta sig,“ segir Sig- urgeir. Síðdegis á laugardag heldur kvennakórinn Vox feminae tónleika. Það verður í fyrsta sinn sem kvenna- kór kemur fram á Reykholtshátíð. „Það var tími til kominn,“ segir Sig- urgeir. Söngkonan Hrafnhildur verður því í tvískiptu hlutverki á há- tíðinni; annars vegar syngur hún á lokatónleikunum á sunnudag og hins vegar stýrir hún Vox feminae á tón- leikum þeirra. Efnisskrá kórsins er að sögn Sigurgeirs aðallega sett saman af íslenskum lögum sem mörg hver eru mjög þekkt, sum í nýjum útsetningum. „Getur ekki orðið betra“ Kammertónleikar verða haldnir á laugardagskvöld þar sem flutt verð- ur úrval verka eftir höfunda sem Sigurgeir segir ekki ýkja þekkta. „Þeir eiga engu að síður skilið að vera fluttir. Þetta eru mjög falleg verk sem eru ekki svo þekkt, m.a. sellókvartett eftir rússneska tón- skáldið Anton Arensky.“ Kvartett Arenskys er óhefðbundinn að því leyti að gert er ráð fyrir tveimur sellóum, einni fiðlu og einni lágfiðlu en ekki hinum hefðbundna strengja- kvartett sem fólk á að venjast með einu sellói, tveimur fiðlum og einni lágfiðlu. „Það getur eiginlega ekki orðið betra,“ segir sellóleikarinn og hlær. Á lokatónleikunum á sunnudag verður fjölbreytt dagskrá. Þar verð- ur m.a. flutt örópera sem hefur verið kölluð stysta ópera í heimi og segir sögu Haralds konungs harðráða. Sigurgeir segir hana vera 10 mín- útur að lengd en þó í þremur þáttum og með sérstöku niðurlagi. „Hún er eftir breska tónskáldið Judith Weir og er söguþráðurinn fenginn úr Heimskringlu, svo það má segja að þessi ópera sé að einhverju leyti að koma heim. Okkur fannst vel við hæfi að flytja hana í Reykholti þar sem Snorri Sturluson bjó lengi,“ segir hann. „Mjög áhugaverð músík“ „Síðasta verkið á efnisskránni er ljóðaflokkurinn Heimskringla eftir Tryggva M. Baldvinsson tónskáld við ljóð Þórarins Eldjárns úr sam- nefndri bók. Þórarinn samdi ljóða- bókina Heimskringlu sem aðallega var hugsuð fyrir börn. Tryggvi las þessa bók fyrir börnin sín og féll fyr- ir ljóðunum sem eru öll full af húm- or, glettni og kaldhæðni og jafnvel svolítið absúrd. Tónskáldið tók sig til og úr varð ellefu laga bálkur. Tryggvi beitir fyrir sig alls konar stíl og tækni til þess að ná fram inni- haldi ljóðanna. Þetta er mjög áhuga- verð músík og ég get alveg lofað því að fólk mun ganga út með bros á vör.“ Sigurgeir á í erfiðleikum með að segja til um hvað stendur upp úr á hátíðinni í ár. „Þegar maður er bú- inn að vera svona flæktur í að skipu- leggja þetta þá væri það svolítið eins og að gera upp á milli barnanna sinna.“ Allir tónleikarnir fara fram í Reykholtskirkju, dagskrána má kynna sér á reykholtshatid.is og miðasala fer fram á midi.is. „Fólk mun ganga út með bros á vör“  Reykholtshátíð haldin um helgina  Fjölbreytt dagskrá á fernum tónleikum  Áhersla á yngri kynslóð söngvara, kvennakór í fyrsta sinn og Heimskringla á efnisskránni segir listrænn stjórnandi Kvennakór Vox feminae er fyrsti kvennakórinn sem kemur fram á Reykholtshátíð. Á efnisskrá tónleika þeirra, sem haldnir verða á laugardag kl. 16, verða ýmis þekkt verk eftir íslensk tónskáld, sum í nýjum útsetningum. Raddir Hrafnhildur Árnadóttir Hafstað sópran, Guja Sandholt mezzósópran og Oddur Arnþór Jónsson barítón. Sigurgeir Agnarsson Fjórði fasi Marvel-ofurhetjukvik- myndanna sem ætlunin er að frum- sýna á næstu árum býður upp á meiri fjölbreytni í persónum ofur- hetjusagnabálksins en hingað til hefur viðgengist. Kevin Feige, yfir- maður Marvel Studios, kynnti á ný- afstaðinni teiknimyndahátíð í San Diego þær tíu kvikmyndir sem eru í eða fara senn í framleiðslu. Líkt og greint var frá í blaðinu í gær er von á fyrstu ofurhetjumyndinni þar sem Bandaríkjamaður af asískum upp- runa fer með aðalhlutverkið, þ.e. í myndinni Shang-Chi and the Leg- end of the Ten Rings. Í frétt á vef BBC kemur fram að Lauren Ridloff muni leika Makkari, sem er fyrsta heyrnarlausa ofur- hetjan, í Eternals. Einnig kemur fram að valkyrjan sem Tessa Thompson leikur í Thor: Love and Thunder verði fyrsta ofurhetjan sem opinberlega er hinsegin. Þótt margir aðdáendur fagni auknum fjölbreytileika í persónu- galleríi Marvels finnst öðrum þetta koma heldur seint í ferlinu og vera til marks um að stjórnendur hjá Marvel hafi í reynd ekki verið til- búnir til að taka neina fjárhagslega áhættu. Fyrsti fasi Marvel-ofurhetju- myndanna hófst með Iron Man 2008 og nær til þeirra mynda sem gerðar voru fram til 2012. Annar fasi nær frá 2013 til 2015 og þriðji fasi frá 2016 til 2019, en þeim fasa lauk með Spider-Man: Far From Home. Alls eru myndirnar orðnar 23 frá 2008. Boða aukna fjölbreytni í hópi ofurhetja Lauren Ridloff Tessa Thompson Við framleiðum lausnir Sími 577 6700 / islandshus@islandshus.is / www.islandshus.is UMFERÐAREYJAR Sérlausnir fyrir sveitarfélög, stofnanir og fyrirtæki Henta vel til að stýra umferð, þrengja götur og aðskilja akbrautir. Til eru margar tegundir af skiltum, skiltabogum og tengistykkjum sem passa á umferðareyjarnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.