Morgunblaðið - 29.07.2019, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JÚLÍ 2019
Bir
tm
eð
fyr
irv
ar
au
m
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
rr
étt
til
lei
ðr
étt
ing
aá
slí
ku
.A
th.
að
ve
rð
ge
tur
br
ey
st
án
fyr
irv
ar
a.
595 1000
Flugsætum
Útsala á
Alicante, Tenerife
Malaga, Mílanó
Verð m.v. Mílanó 8. ágúst flug aðra leið með tösku og handfarangri
Nánar á www.heimsferdir.is
Flug frá kr.
14.950
Í viðræðum við nokkra aðila
Skiptastjóri þrotabús WOW air segir nokkra aðila áhugasama um flugrekstrareignir hins fallna félags
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
„Ég get staðfest að samningi um
sölu þessara eigna, sem kominn
var á, hefur verið rift. Við höfum
hins vegar skoðað hvort ástæða sé
til þess að koma á nýju samkomu-
lagi við þá aðila sem þar áttu í
hlut.“
Þetta segir Þorsteinn Einarsson,
annar skiptastjóra þrotabús WOW
air, sem úrskurðað var gjaldþrota
28. mars síðastliðinn. Morgunblað-
ið greindi frá því á laugardag að
samningi þrotabúsins við banda-
rísku athafnakonuna Michele Ball-
arin og félag hennar Oasis Aviation
Group hefði verið slitið vegna
ítrekaðra vanefnda um greiðslu
fyrir flugrekstr-
areignir þrota-
búsins. Í sömu
frétt var greint
frá því að kaup-
verðið hefði
hljóðað upp á 1,5
milljónir dollara,
jafnvirði um 180
milljóna króna.
Aðspurður
segir Þorsteinn
að þrotabúið sé nú óbundið af þeim
samningum sem höfðu náðst við
Ballarin og félag hennar. Hins veg-
ar eigi skiptastjórar í viðræðum við
nokkra aðila, bæði innlenda og er-
lenda, sem sýnt hafi eignunum
áhuga.
„Ein mestu verðmætin í búinu
eru varahlutalager og hlutir sem
tengjast viðhaldi Airbus-véla. Þetta
eru tæki og tól sem ganga kaupum
og sölum um heim allan og eru
ekki bundin mögulegum flugrekstri
hér á landi,“ segir Þorsteinn.
En auk fyrrnefndra verðmæta
fól samningurinn við Ballarin í sér
sölu á vörumerki félagsins, flug-
rekstrarhandbókum og öðru sem
tengdist sérstaklega rekstri WOW
air. Þegar slitastjórar WOW gengu
til samninga við Ballarin og OAG
hafði annar hópur, sem kennir sig
við félagið WAB air, einnig borið
víurnar í þrotabúið um flugrekstr-
areignir WOW air. Í hópi forsvars-
manna þess eru fyrrverandi stjórn-
endur hins fallna flugfélags.
WAB air áhugasamt
Heimildir Morgunblaðsins
herma að WAB air sé nú í hópi
þeirra aðila sem kanni flöt á því að
kaupa eignir út úr þrotabúinu. Það
félag hefur nú þegar lagt inn um-
sókn um flugrekstrarleyfi frá Sam-
göngustofu.
Morgunblaðið/Hari
Þorsteinn
Einarsson
WOW Í gær voru fjórir mánuðir
liðnir frá gjaldþroti félagsins.
Siglingar með nýja Herjólfi á milli
lands og Eyja hafa gengið ágætlega
fyrir sig en skipið siglir nú sjö ferðir
á dag samkvæmt áætlun.
Guðbjartur Ellert Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Herjólfs, segir að það
muni skýrast fljótlega hvort gamli
Herjólfur muni sigla um komandi
verslunarmannahelgi ásamt þeim
nýja. „Skipinu hafði verið siglt svolít-
ið í hafnirnar áður en við settum það
í rekstur, svo nú er því bara siglt eft-
ir áætlun. Við erum að feta okkur
áfram,“ sagði hann.
Hann segir að enn hafi ekki verið
ákvörðun tekin um að sigla báðum
skipunum um næstu helgi.
„Við höfum heldur ekki flautað þá
ákvörðun af. Við erum bara aðeins að
fara yfir stöðuna og þetta ætti að
skýrast mjög fljótlega,“ segir hann.
Nýi Herjólfur fór sína jómfrúrferð
sl. fimmtudag og hefur siglt reglu-
lega síðan þá. Um 500 manns og 55
bílar voru um borð og sagði Guð-
bjartur þá að farþegar væru alsælir
með nýju ferjuna. Ýmsar hindranir
höfðu staðið fyrir því að skipið hæfi
siglingar en upphaflega átti það að
hefja áætlunarsiglingar 18. júlí.
„Við erum vissulega að reyna að
þjónusta samfélagið og erum að taka
endahnykkinn á þetta hver þörfin
er,“ sagði Guðbjartur.
Skýrist fljótlega hvort gamli
Herjólfur sigli um helgina
Siglingar hins nýja Herjólfs hafa gengið vel fyrir sig
Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson
Herjólfur Siglingar hafa gengið vel fyrir sig. Ferjan siglir sjö ferðir á dag.
Fjölmenni lét sjá sig á fjölskylduhá-
tíðinni Kátt á Klambra sem haldin
var á Klambratúni í gær. Túninu var
breytt í sannkallað ævintýraland og
að sögn Jónu Elísabetar Ottesen,
framkvæmdastjóra hátíðarinnar,
tókst virkilega vel til.
„Hátíðin hefur stækkað og stækk-
að með ári hverju og við vorum
virkilega ánægðar með mætinguna,“
segir Jóna.
Diskótjaldið stóð upp úr að henn-
ar mati en sömuleiðis fjölbreytnin í
dagskránni.
„Í diskótjaldinu var dansgólf og
þar gátu krakkarnir sungið karókí,
sagt brandara og sögur í hljóðnema
og lært að smíða raftónlist.
Svo voru ýmsar listasmiðjur í boði
og föndursmiðjur, dansatriði, BMX-
sýning, sirkuskennsla og vöfflu-
skreytingar, listinn er endalaus.“
ragnhildur@mbl.is
Klambratúni
var breytt í
ævintýraland
Morgunblaðið/Hari
Örópera byggð á frásögn úr Heimskringlu var
einn af fjölbreyttum dagskrárliðum Reykholts-
hátíðar sem fór fram í Reykholtskirkju í Borg-
arfirði um helgina og var að sögn skipuleggj-
enda afar vel sótt.
Hátíðin var nú haldin í tuttugasta og þriðja
skipti en þar voru kammertónlist, kórverk og
ljóðasöngur í forgrunni.
Í ár voru meðal annars flutt verk eftir Jo-
hannes Brahms, Ernst von Dohányi, Anton
Arensky og Franz Schubert, auk íslenskra laga í
útsetningum fyrir kór.
Söngvararnir Oddur Arnþór Jónsson, Hrafn-
hildur Árnadóttir Hafstað og Guja Sandholt
komu fram þetta árið en einnig steig kvennakór-
inn Vox feminae á stokk.
Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari,
fiðluleikararnir Auður Hafsteinsdóttir og Helga
Þóra Björgvinsdóttir léku listir sínar ásamt
Önnu Magdalenu den Herder víóluleikara og
sellóleikurunum Bryndísi Höllu Gylfadóttur og
Sigurgeir Agnarssyni sem er einnig listrænn
stjórnandi hátíðarinnar.
Að lokinni hátíðarmessu og kaffinu sem henni
fylgdi var blásið til lokatónleika. Þar var áð-
urnefnd örópera flutt auk sönglaga Tryggva M.
Baldvinssonar við ljóð eftir Þórarin Eldjárn.
Laugardagsfyrirlestur á vegum Snorrastofu
flutti Bjarni Guðmundsson um bóndann Gísla
Súrsson í Haukadal.
Reykholtshátíð var haldin í tuttugasta og þriðja sinn um helgina
Ljósmynd/Reykholtshátíð
Örópera Heimskringlu í kjölfar tíu dropa