Morgunblaðið - 29.07.2019, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.07.2019, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JÚLÍ 2019 Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • tonastodin.is Upptöku tækiÞér er í lófa lagið að taka upp ! Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur enn og aftur þurft að sæta harðri gagnrýni vegna ummæla sinna á Twitter en hann fór ófögrum orðum um Elijah Cummings, þing- mann demókrata, á Twitter á laug- ardaginn var. Kallaði hann kjör- dæmi Cummings í Baltimore, Maryland, m.a. „viðbjóðslegt og morandi í rottum og nagdýrum“ og kvað Cummings vera öskrandi og æpandi kúgara. Hefur Trump verið sakaður um kynþáttahatur vegna ummæla sinna en meirihluti íbúa kjördæmisins er dökkur á hörund, þar á meðal Cummings. Spili „kynþáttspilinu“ Cummings, sem er formaður eft- irlitsnefndar fulltrúadeildar Banda- ríkjaþings, hefur áður gagnrýnt Trump, m.a. stefnu hans í innflytj- endamálum og meðferð hælisleit- enda við landamæri Mexíkó. Fram kemur á fréttavef AFP að Trump hafi varið ummæli sín á Twitter í gær. Þar sagði hann ekk- ert vera rangt við að beina athygli fólks að þeirri staðreynd að Elijah Cummings hefði staðið sig illa í starfi sínu fyrir kjördæmi sitt í Baltimore. Að auki sakaði hann demókrata um að spila „kynþátta- spilinu“ og sagði þá ekkert hafa gert fyrir Bandaríkjamenn af afrískum uppruna. Baráttumaður mannréttinda Nancy Pelosi, forseti fulltrúa- nefndar demókrata á Bandaríkja- þingi, svaraði ummælum Trump á Twitter á laugardaginn og kallaði Cummings „baráttumann mannrétt- inda og efnahagslegs réttlætis“. „Við höfnum öllum kynþáttátta- árásum gegn honum,“ sagði Pelosi í tísti sínu, en fram kemur í frétt AFP að hún sé uppalinn í Baltimore þar sem faðir hennar var hverfisstjóri. Trump svaraði ummælum Pelosi í gær og kvað hana standa sig illa í starfi sínu fyrir kjördæmi hennar í Kalíforníu. Innan við tvær vikur eru síðan fulltrúadeild Bandaríkjaþings for- dæmdi ummæli Bandaríkjaforseta á Twitter um fjórar þingkonur af er- lendum uppruna. Þar sagði Trump þingkonunum meðal annars að fara aftur heim til sín og sagðist telja að þær væru ófærar um að elska Bandaríkin. AFP. Baráttumaður Cummings hefur gagnrýnt Donald Trump í gegnum tíðina. Sakaður um kynþáttahatur á ný  Trump ver ummæli sín um Cummings á Twitter  Sagði Baltimore „viðbjóðs- legt og morandi í rottum“  Sakar demókrata um að spila „kynþáttaspilinu“ 65 manns eru látnir og 10 eru særðir eftir árás vígamanna Boko Haram á hóp syrgenda á leið úr jarðarför í Nganzai í norðaust- urhluta Nígeríu á laugardaginn var. Samkvæmt AFP-fréttaveit- unni er þetta þrefalt hærri tala en fyrst var talið. Er fólkið sagt hafa verið á leið heim úr jarðarför ættingja þegar ásársin var gerð. AFP hefur eftir Bunu Bukar Mustapha, leiðtoga uppreisnarhóps á svæðinu, að hann telji árásina tengjast dauða ellefu vígamanna Boko Haram. Þeir voru drepnir af þorpsbúum sem vildu verja þorp sitt gegn árás tveimur vikum fyrr. Vígamennirnir hafa staðið fyrir fjölda árása í norðausturhluta Níg- eríu og er talið að þeir hafi valdið dauða um 27 þúsund manns. NÍGERÍA Myrtu 65 manns á leið úr jarðarför Táragasi og gúmmíkúlum var beitt gegn tugþúsunum mómælenda í Yu- en Long-hverfinu í Hong Kong í gær og fjölmargir voru handteknir. Þetta kemur fram í frétt AFP um mótmæl- in. Lögregla hafði áður bannað mót- mæli annars staðar en í almennings- görðum en mótmælendur virtu bannið að vettugi. Nokkrir mótmæl- endur særðust í mótmælunum auk að minnsta kosti tveggja blaða- manna. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá því að margir mótmælendur hafi mætt á mótmælin með hjálma og hlífðargleraugu til að verjast aðgerð- um lögreglu og að slagorðin: „Frels- ið Hong Kong“ hafi hljómað víða. Regnhlífar voru áberandi á mótmæl- unum og klæddust flestir mótmæl- endur svörtu. Þetta er áttunda helgin sem lýð- ræðissinnar hafa staðið fyrir mót- mælum í Hong Kong. Fyrstu mót- mælin voru haldin um miðjan júní eftir að stjórnvöld kynntu áform sín um að leggja fram framsalsfrumvarp sem myndi leyfa framsal sjálfstjórn- arhéraðsins til Kína. Mótmælendur hunsuðu bannið  „Frelsið Hong Kong,“ heyrðist víða AFP Mótmæli Fjölmargir báru regnhlífar, hjálma og hlífðargleraugu í gær. Hitabylgja sem gengið hefur yfir Evrópu upp á síðkastið hefur bæði glatt og plagað Norðmenn með ýmsum hætti undanfarna daga. Hitamet var þríslegið í Bergen í Noregi þar sem hiti mældist 34,8 gráður en norska ríkisútvarpið NRK greindi frá því í gær að líf- verðir í konunglega norska líf- verðinum í Ósló ættu erfitt með að sinna starfi sínu í þungum og svörtum búningunum sökum hita. NRK greindi auk þess frá því í gær að norska slökkviliðið hefði verið kallað út óvenjuoft vegna drukknandi einstaklinga. Eru flest útköllin rakin til þess að fólk hafi ákveðið að skella sér í sjóinn vegna hita eftir að hafa verið að skemmta sér. Hitabylgj- an plagar AFP BANDARÍKIN Saman Russi Taylor með Mínu Mús. Rödd Mínu fallin frá Russi Taylor, sem er þekkt fyrir að talsetja Mínu Mús í yfir þrjá áratugi, er látin, 75 ára að aldri. Þetta kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC en Walt Disney kvikmyndafyrirtækið sendi út yfirlýs- ingu vegna fráfalls Taylor á laug- ardaginn. Í yfirlýsingunni kemur fram að Taylor hafi fundið „sinn raunveru- lega Mikka“ í eiginmanni sínum Wayne Allwine, sem talsetti Mikka Mús frá 1977 en þau voru hamingju- samlega gift fram að andláti hans 2009. „Mína Mús hefur glatað rödd sinni með andláti Russi Taylor,“ sagði Bog Iger, framkvæmdastjóri Disney í yf- irlýsingunni þar sem fram kemur að Taylor hafi fallið frá á föstudaginn var. Dánarorsök er ekki tilgreind.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.