Morgunblaðið - 29.07.2019, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.07.2019, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 2 9. J Ú L Í 2 0 1 9 Stofnað 1913  176. tölublað  107. árgangur  ORKUNÝTING FER SAMAN VIÐ FERÐAÞJÓNUSTU EINLEIKARAR REYNA AÐ TOPPA SIG ÍSLENDINGAR GETA STUNDUM VERIÐ DÓNAR ACT ALONE Í 16. SINN 28 MARGRÉT RÁÐGJAFI 12EVA ODDVITI 6 Hálfur milljarður tapast  Málum vegna fjárfestasvika hefur fjölgað um 77% á árinu, miðað við allt árið í fyrra  Svindlinu beint með einbeittum hætti að fólki sem er í viðkvæmri stöðu milljarði króna með þessum hætti. Málafjöldi vegna fjárfestasvika hefur nú þegar aukist um 77% frá fyrra ári, þótt árið 2019 sé aðeins rétt rúmlega hálfnað, að því er fram kemur í sam- antekt Landsbankans. G. Jökull Gíslason, rannsóknarlög- reglumaður hjá embætti ríkislög- reglustjóra, segir að svona svindli sé beint með einbeittum hætti að fólki í viðkvæmri stöðu. Þess séu dæmi að reynt fólk í viðskiptalífinu láti glepjast af gylliboðum og að glöp þau megi rekja beint til nýlegs áfalls í lífi þeirra. Þrjótarnir vita að þá er best að láta til skarar skríða. Að sögn Landsbankans eru þessi fjárfestasvik orðin algengustu svikin gagnvart einstaklingum hér á landi og svonefndar fyrirmælafalsanir enn þá algengustu svikatilraunirnar gagn- vart fyrirtækjum. Snorri Másson snorrim@mbl.is Fjárfestasvikum er beint að Íslend- ingum á netinu í auknum mæli. Eru boðin hlutabréf í fyrirtækjum í örum vexti, fyrirtækjum sem oftar en ekki eru ekki til. Þegar fólk hefur lagt inn á erlendan reikning er skaðinn oft skeð- ur og féð óafturkræft. Er talið að á síðustu tólf mánuðum hafi Íslendingar tapað hátt í hálfum Alvarlegt vandamál » G. Jökull Gíslason segir netsvikin orðin að alvarlegu vandamáli. » Erfitt getur reynst að end- urheimta fé sem tapast í hend- ur netglæpamanna. MHerja á fólk... »14 200 kílómetra malarhjólreiðakeppnin The Rift var haldin í fyrsta sinn um helgina. Áskoranir keppenda voru af fjölbreyttum toga, meðal ann- ars óbrúaðar ár eins og þessi sem hjólreiða- kempan María Ögn Guðmundsdóttir fann við Heklurætur og fór létt með að svífa yfir. Hún lenti í öðru sæti á eftir Alison Tetrick. Í karla- flokki sigraði Colin Arturo Strickland. 250 manns skráðu sig til leiks, flestir þeirra erlendir. Ljósmynd/Snorri Þór Tryggvason Óbrúaðar ár keppendum Sprungunnar engin fyrirstaða Skiptastjórar þrotabús WOW air eiga í við- ræðum við inn- lenda og erlenda aðila um möguleg kaup þeirra á flugrekstr- areignum WOW air. Þetta stað- festir Þorsteinn Einarsson, annar tveggja skiptastjóra, í samtali við Morgunblaðið. Hann staðfestir jafn- framt frétt blaðsins frá því á laug- ardag um að samningi um kaup Michele Ballarin og félags henni tengdri á fyrrnefndum eignum hafi verið rift. Segir hann talsverðan áhuga á eignunum, ekki síst þeim sem tengist viðhaldsmálum Airbus- flugvéla en WOW air átti talsverðan lager varahluta og búnaðar sem tengdist viðhaldi flugflota félagsins. Þorsteinn segir þau verðmæti vel seljanleg á alþjóðlegum markaði og að unnið sé að koma þeim í verð. »4 Viðræður við fleiri um WOW  Skiptastjóri stað- festir riftun samnings Þorsteinn Einarsson Fleiri hafa látist í flugslysum það sem af er ári en bílslysum. Flugmaður flugvélar sem hlekkt- ist á við flugtak á Haukadalsflugvelli á Rangárvöllum síðdegis á laugar- dag var úrskurðaður látinn á vett- vangi. Hann er sá fjórði sem týnir líf- inu í flugslysi á þessu ári. Þrír hafa látist í bílslysum á þessu ári en leita þarf aftur til ársins 2014 til þess að finna jafn lága tölu látinna í umferðarslysum á fyrstu sjö mán- uðum ársins. Að sögn Sævars Helga Lárusson- ar, rannsóknarstjóra á umferðar- sviði rannsóknarnefndar samgöngu- slysa, er talan um bílslysin óvenjulág. „Það hefur náttúrulega verið unnið markvisst að umferðar- öryggismálum á Íslandi í áratugi. Vonandi þýðir þetta að sú vinna sé að skila sér,“ segir Sævar. »2 Morgunblaðið/Hari Haukadalsflugvöllur Mynd af vettvangi á Haukadalsflugvelli á Rangárvöllum þar sem banaslysið varð um helgina. Fleiri látnir í flug- slysum en bílslysum  „Þá voru þeir ekki ósvipaðir sléttuúlfum, það var svo skrýtin ró yfir þeim,“ segir Finnur Arnar Arn- arson myndlistamaður sem varð vitni að því sem hann kallar „skipu- lagða aftöku“ tveggja hunda á ófleygum álftarunga. „Foreldrarnir urðu eftir grenj- andi og kvakandi tímunum saman, unginn þeirra dauður, einkason- urinn,“ segir Finnur um eftirmála árásarinnar. „Þegar hundar fá að koma saman tveir til þrír og leika lausum hala. Þá kemur upp eitthvert hjarðeðli í þeim,“ segir Guðbjörg Þorvarð- ardóttir dýralæknir. Hún segir að rólegustu hundar geti umturnast sé þeim leyft að fara saman á flakk og því sé varhugavert að þeir séu látn- ir leika lausum hala. »10 Lausir hundar tættu í sig álftarunga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.