Morgunblaðið - 29.07.2019, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.07.2019, Blaðsíða 28
Látbragðsleikari „Ég get alveg fullyrt að það hefur aldrei komið alvöru látbragðsleikari á Suðureyri,“ segir Elfar. Einleikur Sýning Maríu Thelmu Smáradóttur, Velkomin heim, er ein af bestu sýningum ársins að mati Elfars Loga. Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is „Maður heldur alltaf að það sé ekki hægt að toppa dagskrá síðasta árs en ég held að við séum að gera það núna,“ segir Elfar Logi Hann- esson, listrænn stjórnandi listahá- tíðarinnar Act alone á Suðureyri sem haldin verður í 16. sinn helgina 8.-10. ágúst. „Dagskráin hefur aldrei verið jafn umfangsmikil og hún er í ár. Það eru yfir þrjátíu við- burðir í boði á þremur dögum; mjög fjölbreyttir og úr öllum átt- um.“ Elfar segir há- tíðina hafa þróast. „Hún byrjaði sem leik- listarhátíð en er í dag miklu frekar hátíð sóló- senunnar á Ís- landi. Eina regl- an, að vanda, er að aðeins einn listamaður komi fram í hverju verki. Það eru meira að segja þrjár fatahönnunarsýn- ingar. Það hefur aldrei verið áður.“ Þrátt fyrir fjölbreytileikann heldur hátíðin tryggð við einleikinn. „Mað- ur verður að gæta vel að rótunum og rætur hátíðarinnar eru eig- inlegir einleikir. Við erum með úr- val einleikja fyrir alla aldurshópa í ár.“ Elfar nefnir nokkur dæmi um þá einleiki sem sjá má á hátíðinni. Leikur, dans og söngur „Við erum með stórar sýningar eins og Allt sem er frábært sem er alveg frábær og sló í gegn í Borg- arleikhúsinu. Á hátíðinni er líka Í hennar sporum sem er afskaplega skemmtileg sýning sem var sýnd í Tjarnarbíói.“ Hann nefnir einnig sýningu Maríu Thelmu Smáradótt- ur, Velkomin heim. „Ein af bestu sýningum síðasta árs finnst mér. María gerir þetta listavel,“ segir Elfar. Á dagskrá hverrar hátíðar er einhvers konar danssýning og í ár er það sýningin WikiHow to Start a Punk Band sem er, að sögn Elfars, einhvers konar „pönk/dans/músík“- sýning. „Svo er tónlist alltaf mjög áberandi og núna má segja að kyn- slóðirnar mætist. Við erum með sönvarana Jógvan og Magnús Þór Sigmundsson, annar er „up-and- coming“ en hinn er „grand-old“ en hefur þó aldrei verið sprækari en í dag,“ segir listræni stjórnandinn. Mikilvægt að hlúa að æskunni Að sögn Elfars er vegleg dag- skrá fyrir börn á hátíðinni. „Við ákváðum að leggja mikla áherslu á fjölskylduna og viðburði fyrir börn. Það gerum við náttúrlega af því að við vitum að ef við hlúum ekki að æskunni og framtíðinni þá er til lít- ils að vera að byggja upp hátíð sem langar til að verða hundrað ára. Við þurfum að gæta að því að það komi áhorfendur eftir tíu ár og það þarf því að ala listina upp í börnunum,“ segir hann. „Við á Vestfjörðum erum ekkert mikið fyrir að monta okkur en við erum samt rosalega ánægð með okkar fólk þegar því gengur vel. Í ár útskrifaðist nærri heill tugur Vestfirðinga úr Listaháskóla Ís- lands og rjóminn af þeim mætir á hátíðina, þar á meðal þrír fata- hönnuðir, myndlistarmenn og leik- arar. Við erum mjög ánægð að geta flaggað framtíðinni. Þannig stígur grasrótin á svið við hliðina á öllum hinum. Á Act alone eru allir jafnir og það er frábært.“ Það komast færri listamenn að á hátíðinni en vilja en það hefur ekki alltaf verið svo. „Í upphafi þurfti ég nánast að draga menn hingað og lokka þá með ýmsum gylliboðum til þess að fá þá til að sýna á hátíð- inni,“ segir Elfar og bætir við að nú séu skipuleggjendur hátíðarinnar í þeirri forréttindastöðu að fá að velja úr fjölda umsókna. „Það sækja miklu fleiri um en við getum tekið á móti. Það hafa aldrei verið jafn margar umsóknir og í ár sem sýnir kannski að við erum að gera eitthvað rétt. Það er meðal annars gífurleg aðsókn erlendis frá og við vildum gjarnan taka við fleirum,“ segir hann. Látbragðsleikari frá Moldavíu „Á tímabili vorum við með mikið af erlendum sýningum sem var skemmtilegt og ekki síður nauð- synlegt því hingað kemur mjög mikið af fólki úr bransanum sem vill sjá eitthvað nýtt og spennandi. Þá er auðvitað mikilvægt að við séum ekki bara að sjá okkar eigið gallerí heldur einnig að víkka sjón- deildarhringinn. Síðustu ár hefur verið erfitt að fá erlenda gesti, að- allega vegna skorts á fjármagni.“ Elfar segir einn erlendan gest verða á hátíðinni í ár en bætir við að hann telji færeyska söngvarann Jógvan ekki með sem útlending. „Nú fáum við látbragðsleikarann George Ciolpan frá Moldavíu. Þeg- ar maður heyrir látbragðsleik nefndan þá sér maður yfirleitt fyrir sér hvítmálaðan mann og þetta er einmitt þannig. Ciolpan er með gömlu góðu pantómínuna. Ég get alveg fullyrt að það hefur aldrei komið alvöru látbragðsleikari á Suðureyri, ekki einu sinni á Vest- firði.“ Elfar nefnir að þeim sem standi að hátíðinni þyki mikilvægt að bjóða upp á eitthvað sem heima- menn á Vestfjörðum hafa ekki séð áður. Hann segir frá því að ein- hverjir heimamenn hafi séð dans- sýningu í fyrsta sinn á Act alone og nú fái þeir að sjá látbragðsleik. „Þetta er fólk sem er kannski orðið áttrætt og aldrei séð neitt þessu líkt.“ Aðgangur er, eins og fyrri ár, ókeypis á allar sýningar á hátíð- inni. „Það væri ekki hægt nema af því að við erum með sterkt bak- land, fyrirtæki og sjóði sem hafa verið trúir hátíðinni frá upphafi. Þetta væri ekki hægt án þeirra.“ Hann bætir við að Suðureyri sé einstakt þorp sem geri hátíðina að því sem hún er. „Þorpsbúarnir eru svo frábærir gestgjafar og það eru þeir sem umlykja listamennina, sem og alla hátíðina. Þeir faðma hana. Það eru allir eins og ein stór fjölskylda.“ Alla dagskrá hátíðarinnar Act alone má finna á vefsíðunni www.actalone.net. Skóverk Svanlaug Jóhannsdóttir er höfundur og flytjandi Í hennar sporum, einleiks sem sjá má á Act alone.  Listahátíðin Act alone haldin í 16. sinn  Yfir þrjátíu fjölbreyttir viðburðir á þremur dögum Elfar Logi Hannesson Allir eru jafnir á hátíð sóló-senunnar 28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JÚLÍ 2019

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.