Morgunblaðið - 29.07.2019, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.07.2019, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JÚLÍ 2019 Félagsstarf eldri borgara Árskógum 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Opin handavinnustofa kl. 9- 12. Handavinnuhópur kl. 12-16. Félagsvist með vinningum kl. 12.45. Opið fyrir innipútt og 18 holu útipúttvöll. Hádegismatur kl. 11.40- 12.45. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. S: 535 2700. Boðinn Bingó kl. 13. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Blöðin, spjall og kaffi við hring- borðið kl. 8.50. Frjálst í listasmiðju kl. 9-16. Hádegismatur kl. 11.30. Félagsvist kl. 13. Handavinnuhornið kl. 13-15. Gáfumannakaffi kl. 14.30. Kosning stendur yfir á nafni á nýju æfingartækin. Komdu og taktu þátt þitt atkvæði skiptir máli. Allir velkomnir óháð aldri. Nánari upplýsingar í síma 411 2790. Félagsmiðstöðin Vitatorgi Núvitund í handverkstofu kl. 10.30. Göngutúr um hverfið kl. 13. Heitt á könnunni fyrir hádegi. Hádegis- matur frá kl. 11.30-12.30 alla daga vikunnar og kaffi frá kl. 14:30-15.30 alla virka daga. Opin handverkstofa alla virka daga. Verið hjartanlega velkomin á Vitatorg. Garðabæ Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Bridge í Jónshúsi kl. 13. Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 13.15 Canasta. Gullsmári Handavinnuhópur kl. 9-11.30. Félagsvist kl. 20. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, blöðin og púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45. Hádegismatur er kl. 11.30, frjáls spilamennska kl. 13, liðleiki á stólum með Margréti kl. 13.30 og eftirmiðdagskaffi kl. 14.30. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, morgunleikfimi kl. 9.45, upp- lestur kl. 11, hádegisverður kl. 11.30, ganga m.starfsmanni kl. 14, síðdegiskaffi kl. 14.30, bíó í betri stofunni kl. 15.30. Uppl í s. 411 2760. Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum kl. 10.30, Vatnsleikfimi í sundlaug Seltjarnarnes kl. 18.30. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10-16. Heitt á könnunni frá kl. 10-11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30-12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Spiluð er félagsvist sem byrjar kl. 13.15. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30-15.30. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er: 568 2586. Smáauglýsingar Bækur Þórður Þ. Grunnvíkingur rímnaskáld ævisaga ,,Þórður sálugi Þórðarson átti lengi við örðug kjör að búa. En í öllu hans stríði átti hann því mikla láni að fagna að eiga góða konu, konu er var honum skjól og skjöldur í bardaganum, hvernig sem á stóð." Svo skrifar Magnús Hj. Magnússon, skáldið á Þröm, og besti vinur Þórðar. Vestfirska forlagið jons@snerpa.is Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Húsviðhald Hreinsa þakrennur ryðbletta þök og tek að mér ýmis verkefni Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Aðalsteinn Dav- íðsson var málfars- ráðunautur Ríkis- útvarpsins á árunum 2002 til 2009 og vinnu- félagar hans frá þeim árum minnast hans með vinsemd og hlýju. Ummæli nokkurra þeirra sýna hvern mann Aðalsteinn hafði að geyma: „Fínn karl!“ „Hlýja og fordómaleysi ein- kenndi hann og brennandi áhugi á menningararfinum í tungu- málum heimsins.“ „Hann var páfinn þegar kom að málfari, þó að á fréttastof- unni væri enginn skortur á fólki sem talaði og skrifaði vandað mál. Hann var hlýr, hjálpsamur og glettinn, stutt í hláturinn sem þó var eins og hann sjálfur – alltaf rólegur.“ Hógværð, ljúfmennska og hjálpsemi eru orðin sem notuð eru til að lýsa Aðalsteini Davíðs- syni. Allir eru sammála um að hann hafi leiðbeint uppbyggi- lega og ávallt með húmorinn í farteskinu. Hlustendur Rásar 1 fengu einnig að njóta þekkingar Að- alsteins og mörgum er enn í fersku minni vikulegt spjall þeirra Hönnu G. Sigurðardóttur í þættinum Vítt og breitt þar sem Aðalsteinn jós úr ríkuleg- um viskubrunni sínum um ís- lenskt mál og málsögu. Sjálf varð ég ekki þeirrar gæfu aðnjótandi að vinna með Aðalsteini en ég fetaði síðar í fótspor hans og meðal þess sem ég fékk þá í veganesti voru fjöl- margar málfarslexíur og ábend- ingar sem hann hafði sent sam- starfsfólki sínu. Ég vil fyrir hönd RÚV þakka Aðalsteini störf hans í þágu Ríkisútvarpsins og íslenskrar tungu og votta aðstandendum hans innilega samúð. Anna Sigríður Þráinsdóttir. Kennari þarf auðvitað að kunna góð skil á því sem honum er ætlað að kenna. En hann þarf samt fyrst og fremst að þrá Aðalsteinn Davíðsson Aðalsteinn Davíðsson fæddist 23. mars 1939. Hann lést 14. júlí 2019. Útför Aðalsteins fór fram 19. júlí 2019. að miðla því og kunna það. Aðal- steinn var meistari þess að ná athygli bekkjarins og halda henni út tímann. Hann hafði slík tök á tungumálinu, slíka frásagnar- gáfu, að hann gat viðrað og rakið álitamál um hljóð- dvalarbreytinguna þannig að bekkurinn beið í of- væni eftir niðurstöðunni, þótt hún hefði raunar legið alllengi fyrir. Hann var með lifandi and- lit og krangalegur í vexti, virtist stundum liðamótalaus þegar hann stóð innskeifur á kloss- unum sínum uppi við töfluna, greip um efri brúnina á henni um leið og hann sneri sér í átt að bekknum, svo að það var eins og hann héngi á grein eða syllu, á meðan leikhús svipbrigða fór um andlitið í endursögnum og vangaveltum um Eglu. Enn heyri ég þýða og hljómfagra rödd Aðalsteins, fulla af ylhýru brosi, endurtaka hægt setn- inguna: „Kenndi þá aflsmunar og féll Atli á bak aftur en Egill greyfðist að niður og beit í sundur í honum barkann“ með sérstakri áherslu á „greyfðist“ sem var fylgt eftir með líkams- hreyfingu til skýringar á merk- ingu þessa óvenjulega orðs. Svo kom kannski: „Haa, krakkar!“ og ískrandi hlátur. Aldrei hefði hann tekið þátt í að búa til gildrur í verkefnum og prófum eða notað þekkingu sína til að njóta valds. Hann var fræðari. Hann byggði upp fólk með því að fela okkur ögrandi verkefni og óvenjuleg – eins og að læra eina vísu eftir Egil fyrir hvern tíma; sem hann taldi bestu leið- ina til að skilja innihaldið. Aðalsteinn hafði mikil áhrif á það hvernig líf mitt þróaðist þegar hann kenndi mér í Menntaskólanum við Sund og ég hygg að svo sé um fleiri: það sé ekki síst hans verk hversu mörg okkar úr þeim skóla lögðu fyrir sig íslensk fræði og rit- störf. Raunar þykist ég vita að hann hafi forðað mér frá því að flosna upp úr námi með upp- örvun og örlæti í einkunnagjöf- um sem ég þurfti svo sannar- lega á að halda á þessum árum. Löngu síðar varð hann svo sam- verkamaður minn í bókaútgáf- unni um hríð, og var enn ljúfur fræðari. Hann var hláturmildur og glaðsinna, glöggur á kosti og umburðarlyndur gagnvart brestum, smiður góður og geysilegur jeppaviðgerðamaður, sem hefur áreiðanlega hjálpað honum við að byggja upp ung- mennin: hann var uppbyggileg- ur maður og ég sakna hans. Eftirlifandi konu og sonum votta ég samúð. Blessuð sé minning Aðalsteins Davíðsso- nar. Guðmundur Andri Thorsson. Það er sjónarsviptir að manni eins og Aðalsteini Davíðssyni og eftirminnilegt að hafa verið samkennari hans í íslensku um árabil. Hann var í rauninni mað- ur allra tíma, þekking hans og hæfileikar spönnuðu afar vítt svið, var jafnvígur á forn fræði og tölvumál. Hann var íslensku- fræðingur að mennt og þar var nú ekki komið að hálftómum kofunum. Stundum hringdi hann þegar hann var að þýða úr norsku og velti fyrir sér vafaat- riðum, en fyrr en varði var sam- talið farið að snúast um orð- skýringar í eddukvæðum eða sérkennileg atriði í fornaldar- sögum. Þar var Aðalsteinn á heimavelli og vísaði þá oft af einstakri þekkingu frá einni sögu til annarrar, kunni orð- rétta kafla og kveðskap og tengdi saman á nýstárlegan hátt. Oft var um að ræða frum- legar og skemmtilegar skýring- ar sem sýndu vel frjóan huga hans og víðfeðma þekkingu, en stungu iðulega í stúf við hefðina. Aðalsteini var afskaplega margt til lista lagt, hann þýddi úr mörgum tungumálum, gerði við bíla og var hagur bæði á tré og járn. Bæði bundu þau Gyða inn bækur af listfengi og bök- uðu úrvalsbrauð svo að eitthvað sé nefnt. Örfáum hæfileikum Aðalsteins reyndi ég að gera skil í eddukvæðaformi fyrir margt löngu þegar hann ákvað að hverfa frá kennslu og til ann- arra starfa: Fjöld kann hann fræða fornra kappa, helgra meyja og himnakóngs. Hitt er ei minna að í höndum leika bílvélar, bakstur og brotnar skrúfur. Og alls staðar setti hann sig vel inn í hlutina. Ég man t.d. eftir tölvupósti sem hann skrif- aði mér frá Finnlandi fyrir löngu. Annars vegar sagði hann frá því sem hann var að lesa en svo lýsti hann einnig af jafn- miklum áhuga samsetningu járnbrautarteina í smáatriðum. Það var því eðlilegt að leita til Aðalsteins þegar fyrsta tölvan kom á heimilið. Bæði vissi ég að hann hafði sjálfur eignast slíkan grip nokkru áður og svo hitt að hann var ætíð fús að leiðbeina og aðstoða. Enda var hann kom- inn eftir örskotsstund út á Nes ásamt sonum sínum og hjálpaði okkur af stað, áhugasamur, hjálpfús, fræðandi, glaður og brosandi. Áþekka reynslu hygg ég að mjög margir hafi haft af þessum góða dreng. Aðalsteinn var vel að manni, hjólaði flesta daga til kennslu úr Löngubrekkunni yfir í Mennta- skólann við Sund og hljóp auk þess sér til styrktar og ánægju. Hann var því vel undir það bú- inn að segja nemendum sínum frá afrekum forngarpanna Egils og Skarphéðins með tilþrifum þannig að eftir var tekið. Okkur félögum hans þótti honum láta afskaplega vel að fara í spor þessara kappa. Sjálfur er kappi og sómadrengur, bros út breiðir svo bráðnar flest. Skoðanir birtir skarpar, djarfar. Orðsins kraftur honum aldrei bregst. Þannig sé ég Aðalstein enn fyrir mér og er þó afskaplega margt ónefnt. Við Hrafnhildur sendum innilegar samúðar- kveðjur til Gyðu og fjölskyld- unnar. Brynjúlfur Sæmundsson. Jafnvel þótt liðin séu meira en 30 ár frá því við Aðalsteinn Davíðsson hittumst síðast á förnum vegi fékk á mig að frétta að hann væri nú liðinn. Er sú sorg blönduð eftirsjá eftir undanfarandi kynslóð sem er nú smám saman að kveðja. Í kjölfarið vakna einnig margar ánægjulegar minningar. Það eru minningar um sérlega góðan skóla sem mér leið einkar vel í og gaf mér svo traustan grunn fyrir það sem á eftir kom. Það eru minningar um góða samnemendur, minningar um marga úrvalsgóða kennara og síðast en ekki síst minningar um þann frábæra kennara sem Aðalsteinn Davíðsson reyndist okkur nemendum sínum. Við vorum dágóður hópur úr þáverandi 3-X í Menntaskólan- um við Sund, sem hafði orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa Aðalstein Davíðsson sem ís- lenskukennara í heila þrjá vetur og að auki sem umsjónarkenn- ara í hluta þess tíma. Við gerð- um okkur vel grein fyrir hversu heppin við vorum, svo mjög að við óskuðum eindregið eftir að Aðalsteinn myndi kenna okkur íslensku fjórða veturinn líka. Okkur þótti súrt í broti að ekki var hægt að verða við þessari bón okkar. Engu að síður samdi okkur einnig vel við þann ágæta íslenskukennara sem tók við okkur frá Aðalsteini. Aðalsteinn var manneskja í sérflokki. Hann ljómaði af já- kvæðni og gleði yfir námsefninu sem hann miðlaði okkur af kost- gæfni og hafði sjálfur svo brennandi áhuga á. Þegar málsaga var hluti af námsefninu benti Aðalsteinn gjarnan á sameiginlega orð- stofna úr öðrum tungumálum. Það dýpkaði mjög skilninginn á íslenskunni sem og skilninginn á öðrum tiltölulega náskyldum tungumálum. Það þótti mér mjög áhugavert og finn enn fyr- ir sérstakri gleðitilfinningu þeg- ar ég uppgötva sameiginlega rót orða t.d. í þýsku eða ensku. Sjálfri þykir mér afar vænt um íslenskt tungumál og geri ég ráð fyrir að Aðalsteinn Davíðs- son eigi drjúgan þátt í því. Auk þess að koma á framfæri þó ekki væri nema broti af sinni víðtæku þekkingu á og einlægri umhyggju fyrir íslenkri tungu opnaði Aðalsteinn augu okkar nemenda sinna m.a. fyrir feg- urðinni í þeirri ljóðlist sem er að finna í Egilssögu, þeirri visku sem Hávamál hafa að geyma og þeirri heimsmynd og sköpunar- sögu sem kunngerð er í Völu- spá. Aðalsteinn benti okkur á mörg skopleg atriði og lýsingar úr Íslendingasögunum og fjallaði með svo góðu innsæi um þær margvíslegu manngerðir sem fyrir koma í þessum ágætu bókmenntum. Það gerði kennslustundirnar svo líflegar og skemmtilegar. Eftir því sem ég varð vitni að einkenndust samskipti Aðal- steins við sína nemendur ávallt af gagnkvæmri virðingu og vel- vilja. Ég minnist Aðalsteins Davíðssonar með hlýju og þakk- læti. Vil ég enda þessi minning- arorð með tilvitnun í Hávamál. Oft er vitnað í þessi spöku orð, en engin veit ég betri eða meira við hæfi þar sem rætt er einmitt um Aðalstein Davíðsson. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. Ég votta aðstandendum Að- alsteins innilega samúð mína og þykir huggun harmi gegn að vita að Aðalsteinn lifir áfram í afkomendum sínum. Anna Þórdís Sigurðardóttir. Hann var í raun og veru afar hlédrægur og hógvær. En svo var hann samtímis afar framsækinn gítarsnillingur, reyndar var hann í mínum huga fyrsta alvörugítar- hetja Íslands. Hann birtist mér sem gáfaður maður og einstak- lega frjór hugsuður. Hann fór ótroðnar slóðir og dró að sér lista- menn sem voru á svipuðum nót- um. Hann var hjartahlýr og næm- ur og það er oft góður kostur þegar menn vilja viðhalda sam- bandi við vímuna. Hann var Gestur Guðnason ✝ Gestur Guðna-son gítarleikari fæddist á Siglufirði 23. nóvember 1949. Hann lést 11. júlí 2019 eftir erfið veikindi. Hann eignaðist tvær dætur, Rakel, sem er búsett í Sví- þjóð, og Völu Sól- rúnu, sem býr í Reykjavík. Barna- börnin eru fimm. Útför Gests fór fram 18. júlí 2019. snöggur að fagna Bakkusi sem sínum besta vini og sá vin- skapur fór aldrei forgörðum. Við Gestur kynnt- umst ungir menn, sukkuðum mikið saman og áttum til að djamma í nokkra daga án hvíldar. Við áttum athvarf á Klapparstíg þar sem yndislegar systur skutu yfir okk- ur skjólshúsi og gáfu okkur mat þegar hungrið var að verða óbæri- legt. Þá borðuðum við hippakássu úr baunum, hvítlauk og grjónum. Leiðir okkar skildi en alltaf var Gestur hluti af vegferð minni. Oft var hann dapur, aumur og ein- mana þegar við hittumst, þó var gleðiglampinn ávallt nærtækur. Og alltaf var stutt í þennan hlýja og hógværa Gest sem bugtaði sig og beygði fyrir Bakkusi. Hann losnaði aldrei úr klóm þess sjúk- dóms sem vímunni fylgir. Hann var gestur í höll Bakkusar. En samtímis var hann ein yndisleg- asta sálin sem um vegina sveif. Hann sáði í hjarta mitt minningum sem ég þrái að láta vaxa og dafna. Með tár á hvarmi vin minn vil ég kveðja og vökva þannig minninganna fræ því honum tókst með gæsku mig að gleðja og gleymt ég aldrei þessum vini fæ. Með æðruleysi var hann hógvær hetja sem hélt á lofti speki almúgans, hann menn til góðra verka vildi hvetja og viskan bjó í öllum draumum hans. Er svífur hann að draumsins langa dróma hans dásamlega minning vakin er. Í mínum huga fagnar fjöldi blóma þeim fræjum sem hann skildi eftir hér. Kristján Hreinsson. Stjörnurnar okkar loga allar svona skært vegna myrkursins. (Höf. ókunnur) Elsku Gestur. Takk fyrir allt. Takk fyrir að bjóða mér heim til þín á Ægisíðuna þar sem þú stundaðir reiðhjólaviðgerðir í stofunni. Takk fyrir að taka mig með þér í Guðspekifélagið að heyra um það sem gerist á öðrum tilveru- stigum og borða brauðtertur á eftir. Takk fyrir að kenna mér að hugleiða. Takk fyrir að segja mér frá hælinu í Ameríku þar sem fólkið sem reykir mentolsígarett- ur endar þegar það er komið með mentolsígarettubilun. Takk fyrir að fræða mig um sjúkdóminn sem þú last um í Mogganum og þig minnti að héti tunglið, tunglið taktu mig-sjúk- dómur. Takk fyrir að smygla rjóman- um út úr Grímsbæ í jakkavasan- um þínum þegar við vorum bæði sérstaklega blönk og gera þannig pastasósuna að veislumat. Takk fyrir að segja mér fyrstur manna að það að elska sjálfan sig sé ekki það sama og að vera sjálfs- elskur. Takk fyrir örlætið. Takk fyrir að dansa. Takk fyrir að vera engum öðr- um líkur og takk fyrir að vera vin- ur minn. Innilegar samúðarkveðjur til dætra þinna Völu og Rakelar, barnabarnanna þinna og allra annarra sem þú elskaðir og elsk- uðu þig. Þín vinkona, Laufey.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.