Morgunblaðið - 29.07.2019, Blaðsíða 8
Morgunblaðið/Albert Kemp
Fáskrúðsfjörður Bæjarfulltrúi Gravelines og bæjarstjóri Fjarðabyggðar
lögðu blómsveig að fótstalli krossins í kirkjugarðinum.
Fáskrúðsfjörður | Frönskum dög-
um lauk á Fáskrúðsfirði um helgina.
Dagskráin var að mestu með hefð-
bundnu sniði en hún hefur verið að
lengjast hin síðari ár, hófst sl. mið-
vikudag og lauk í gær.
Helgistund var í frönsku kapell-
unni sl. laugardag. Síðan var haldin
minningarathöfn í franska grafreitn-
um þar sem sr. Jóna Krístín Þor-
valdsdóttir minntist þeirra sem þar
hvíla. Sendiherra Frakka á Íslandi,
Graham Paul, flutti ávarp og þakk-
aði hann Fáskrúðsfirðingum fyrir
ræktarsemi við vinabæinn Grave-
lines og minntist þeirra mörgu sjó-
manna sem farist hafa við Ísland.
Bæjarfulltrúi frá Cravelines og bæj-
arstjóri Fjarðabyggðar, Karl Óttar
Pétursson, lögðu blómsveig við fót-
stall krossins í garðinum.
Franskir dagar hófust með hjól-
reiðakeppninni Tour de Fáskrúðs-
fjörður og síðan tóku við fjölmargir
viðburðir á degi hverjum.
Eitt kvöldið fór fram svokölluð
kenderísganga, sem var allfjölmenn,
enda veðrið gott. Að vanda var
brekkusöngurinn á sínum stað, þar
sem bæjarbúar og gestir fjöl-
menntu. Skotið var upp flugeldum
og dansleikur á eftir í Skrúði.
Minntust látinna
franskra sjómanna
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JÚLÍ 2019
Arnar Þór Jónsson héraðsdóm-ari ritaði grein í Morgunblaðið
á laugardag sem þingmenn hafa
vonandi lesið bæði vel og vandlega.
Þar reifar hann sjónarmið tengd
þriðja orkupakkanum sem væri í
meira lagi var-
hugavert að horfa
fram hjá eins og
hingað til hefur ver-
ið gert.
Arnar Þór bendirá gallana í
þeirri sjálfvirkni sem viðgengist
hefur og felst í því að löggjaf-
arþingið taki „hinar erlendu reglur
[frá ESB] ekki til efnislegrar um-
ræðu og endurskoðunar en lætur
sér nægja að leika hlutverk löggjaf-
ans“.
Hann heldur áfram og segir aðvið „slíkar aðstæður breytist
Alþingi Íslendinga í kaffistofu þar
sem fjallað er um hið smáa en ekki
hið stóra og víðtæka; smámál eru
gerð að stórmálum, en stórmál töl-
uð niður og dulbúin sem smámál.
Hreyfi menn andmælum er því
svarað með að ákvarðanir um inn-
leiðingu hafi „þegar verið teknar“
með þeim hætti að við „verðum að
ganga frá þeim formlega“ til að
þær öðlist gildi meðal þeirra þjóða
sem í hlut eiga „ef við viljum áfram
vera aðilar að EES“.“
Arnar Þór varar mjög við þessuog segir ferlið ekki lýðræð-
islegt. Hann varar einnig við því að
„æðsta dómsvald og ákvörð-
unarvald í innanríkismálum Íslands
sé, í trássi við stjórnarskrá lýðveld-
isins Íslands nr. 33/1944, geymt í
erlendum borgum“.
Í ljósi vinnubragðanna við af-greiðslu orkupakkans fram til
þessa og viðbragðanna við þeim er
óhjákvæmilegt að taka tillit til þess-
ara sjónarmiða.
Arnar Þór
Jónsson
Sjónarmið sem
horfa verður til
STAKSTEINAR
veita náttúrulega vörn
gegn bakteríum í munninum
Tvíþætt sink
og arginín
Dregur úr
tannskán
Styrkir
glerunginn
Dregur úr
tannskemmdum
Frískari
andardráttur
Dregur úr
blettamyndun
Dregur úr
viðkvæmni
Dregur úr
tannsteini
Fyrirbyggir
tannholdsbólgu
NÝTT
Veruleg fækkun baktería á
tönnum, tungu, kinnum og
gómi eftir samfellda notkun
í fjórar vikur.
BYLTING FYRIR
ALLANMUNNINN
Heildarvörn fyrir tennur, tungu, kinnar og tannhold
Frábær
vörn í
12
tíma
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Útlit er fyrir að þetta sumar verði
besta varpár lundans í tíu ára sögu
lundarallsins. Þetta kom fram á
Facebook-síðu Náttúrustofu Suður-
lands. Þá var eftir að heimsækja
fjóra athugunarstaði.
Seinni umferð lundarallsins í sum-
ar hófst 15. júlí. Fyrst var farið í Ak-
urey á Kollafirði þar sem ábúð var
79%, varpárangur 85% og viðkoma
67%. Lundar báru sandsíli, seiði og
seiði á 1. sumri. Stofnvöxtur sílis
leiðir pysjuframleiðsluna og gefur
von um að Selvogsbanki fylgi á eftir.
Í Ingólfshöfða var ábúð 70%, varp-
árangur 74% og viðkoma 51%. Þar
hafði orðið mestur viðsnúningur í
ábúð frá því í fyrra þegar hún var að-
eins 43%. Í Papey var ábúð 77%,
varpárangur 88% og viðkoma 68%.
Lundar báru mikið smáseiði sem tal-
ið var vera sandsíli. Austurland kom
nú sterkt inn í fyrsta sinn í sögu
lundarallsins. Í Hafnarhólma í Borg-
arfirði eystra var ábúð 86%, varp-
árangur 77% og viðkoma 67%. Meira
sat þar uppi af lunda en áður hefur
sést. Í Lundey á Skjálfanda var ábúð
78%, varpárangur 80% og viðkoma
63%. Allur fuglinn virtist sitja uppi.
Í Grímsey var ábúð 87%, varpár-
angur 89% og viðkoma 77%. Lundar
báru síli og sátu mikið uppi. Í Drang-
ey var ábúð 87%, varpárangur 90%
og viðkoma 78%. Mikið var af fugli í
eynni. Í Elliðaey á Breiðafirði var
ábúð 83%, varpárangur 63% og við-
koma 52%. Lundar báru fjölbreytt
fæði í pysjurnar. gudni@mbl.is.
Góðæri hjá lunda það sem af er sumri
Besta varpárið frá byrjun lundaralls
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Drangey Lundinn virðist finna æti
handa pysjum sínum þetta sumarið.