Morgunblaðið - 29.07.2019, Side 25

Morgunblaðið - 29.07.2019, Side 25
ÍÞRÓTTIR 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JÚLÍ 2019 Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is silestone.com Bakteríuvörn Kvarts steinn frá Silestone er fáanlegur í fjölbreyttum áferðum og litum. Silestone bjóða einir upp á borðplötur með varanlegri bakteríu- og sveppavörn. Gefðu heimilinu ferskleika og líf á þínum forsendummeð Silestone. Blettaþolið Sýruþolið Högg- og rispuþolið Kvarts steinn í eldhúsið Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik – Keflavík ............................... 5:2 Þór/KA – ÍBV ........................................... 5:1 KR – Fylkir............................................... 0:2 Staðan: Breiðablik 12 11 1 0 43:12 34 Valur 11 10 1 0 39:7 31 Þór/KA 12 6 2 4 24:20 20 Selfoss 11 5 1 5 13:15 16 Stjarnan 11 4 1 6 10:19 13 Fylkir 11 4 1 6 12:23 13 ÍBV 11 4 0 7 19:28 12 Keflavík 12 3 1 8 21:26 10 KR 12 3 1 8 12:25 10 HK/Víkingur 11 2 1 8 10:28 7 Bandaríkin Utah Royals – North Carolina ............... 1:2  Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir lék fyrstu 72 mínúturnar með Utah. Svíþjóð Rosengård – Kungsbacka....................... 6:1  Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leik- inn og skoraði 2 mörk fyrir Rosengård. Djurgården – Eskilstuna ........................ 0:3  Guðrún Arnardóttir lék allan leikinn með Djurgården og Ingibjörg Sigurðar- dóttir í 87 mínútur. Guðbjörg Gunnarsdótt- ir er í barneignafríi. Linköping – Piteå .................................... 0:0  Anna Rakel Pétursdóttir kom inn á sem varamaður á 64. mínútu Linköping. Östersund – Malmö.................................. 0:0  Arnór Ingvi Traustason lék ekki með Malmö vegna meiðsla. Sirius – AIK.............................................. 0:2  Kolbeinn Sigþórsson lék fyrstu 57 mín- úturnar með AIK. Eskilstuna – Hammarby ......................... 1:6  Aron Jóhannsson spilaði síðsta korterið með Hammarby. Gautaborg – Norrköping ....................... 0:0  Guðmundur Þórarinsson lék allan leik- inn með Norrköping en Alfons Sampsted var ekki í hópnum. B-deild: Brage – Mjällby........................................ 1:2  Bjarni Mark Antonsson spilaði fyrstu 65 mínúturnar með Brage.  Óttar Magnús Karlsson var allan tímann á bekknum hjá Mjällby. GAIS – Syrianska .................................... 0:1  Nói Snæhólm Ólafsson var allan tímann á varamannabekk Syrianska. Noregur B-deild: Aalesund – Nest-Sotra ............................ 2:0  Aron Elís Þrándarson, Davíð Kristján Ólafsson og Daníel Leó Grétarsson léku allan leikinn með Aalesund en Hólmbert Aron Friðjónsson var í leikbanni. HamKam – Sandefjord ........................... 1:0  Viðar Ari Jónsson lék allan leikinn mep Sandefjord en Emil Pálsson er frá keppni vegna meiðsla. Ull/Kisa – Start........................................ 0:2  Aron Sigurðarson lék allan leikinn með Start og Kristján Flóki Finnbogason kom inná á 81. mínútu í kveðjuleik. Jóhannes Harðarson er þjálfari liðsins. KNATTSPYRNA Golfklúbbur Kópavogs og Garða- bæjar fagnaði tvöföldum sigri á Ís- landsmóti golfklúbba sem lauk í gær. Keppt var á Leirdalsvelli og Urriðavelli og léku GKG og Golf- klúbbur Reykjavíkur til úrslita hjá báðum kynjum. Kylfingarnir léku tvo leiki á föstudag og tvo á laug- ardag en í gær var leikið um sæti. Í úrslitaleiknum í efstu deild kvenna hafði GKG betur gegn GR með 4,5 vinningum gegn 0,5 vinn- ingi GR. Með sigrinum stöðvaði GKG sig- urgöngu GR, sem hafði unnið mót- ið síðustu fjögur ár. Keilir hafnaði í þriðja sæti eftir 3:2-sigur á Golf- klúbbi Mosfellsbæjar. Í karlaflokki var GKG meistari í sjötta sinn eftir sigur á GR, 3,5:1,5. Keilir, sem átti titil að verja, varð einnig í þriðja sæti hjá körlunum eftir sigur á Golfklúbbi Mosfells- bæjar, 3:2. Sömu klúbbarnir skip- uðu því fjögur efstu sætin hjá báð- um kynjum sem er athyglisvert. Golfklúbbur Vestmannaeyja féll úr 1. deild kvenna og Leynir frá Akranesi tekur sæti GV. Í karla- flokki var það öfugt; Leynir féll og GV fór upp í efstu deild. Lokastaðan í 1. deild kvenna: 1. GKG 2. GR 3. Keilir 4. GM 5. GS 6. Oddur 7. GSS 8. GV Lokastaðan í 1. deild karla: 1. GKG 2. GR 3. Keilir 4. GM 5. GA 6. GS 7. Jökull 8. Leynir Lokastaðan í 2. deild kvenna: 1. Leynir 2. Nesklúbburinn 3. GFB Lokastaðan í 2. deild karla: 1. GV 2. GOS 3. Setberg 4. GÖ 5. Nesklúbburinn 6. Oddur 7. GKB 8. GÍ Tvöfaldur sigur hjá GKG  Sömu liðin höfnuðu í fjórum efstu sætunum hjá báðum kynjum Ljósmyndir/GSÍ 2. deild Leynir með Valdísi Þóru í fararbroddi tryggði sér sæti í efstu deild. 1. deild Sveitir GKG sem urðu Íslandsmeistarar eftir sigra gegn GR í gær. Glódís Perla Viggósdóttir og sam- herjar í Rosengård unnu 6:1-sigur á Kungsbacka í sænsku úrvalsdeild- inni í knattspyrnu. Glódís var í miklu stuði og skoraði annað og þriðja mark Rosengård í leiknum þótt miðvörður sé. Þar sem Gautaborg gerði marka- laust jafntefli við Örebro dugði sig- urinn til að skjóta Rosengård upp í toppsætið. Liðið er með 20 stig eftir 9 leiki, með stigi meira en Gauta- borg. Glódís hefur leikið hverja ein- ustu mínútu í deildinni til þessa, alls 810 mínútur, og skora þrjú mörk. Glódís í miklu stuði í stórsigri Morgunblaðið/Kristinn Magnúss Mörk Glódís Perla Viggósdóttir skoraði tvívegis fyrir toppliðið. Egan Bernal sigraði í hjólreiða- keppni Tour de France sem lauk með lokasprettinum í París í gær. Bernal er aðeins 22 ára gamall og er sá yngsti sem vinnur keppnina í 110 ár. Bernal kemur frá Kólumbíu en þaðan hefur sigurvegarinn aldr- ei áður komið. „Ég er hamingju- samasti maður í heimi. Ég var að vinna Tour de France en trúi því varla,“ sagði Bernal við fjölmiðla- menn í gær. Fráfarandi meistari, Geraint Thomas frá Wales, hafnaði í 2. sæti í keppninni. Yngsti sigur- vegarinn í 110 ár AFP Klökkur Kólumbíumaðurinn Bernal komst við á verðlaunapallinum. FH er bikarmeistari í frjáls- íþróttum utanhúss eftir öruggan sigur í 53. bikarkeppni FRÍ á heimavelli í Kaplakrika á laug- ardaginn. FH varð efst í karla- og kvennaflokki með samanlagt 135 stig. ÍR endaði í öðru sæti með 118 stig. Kvennalið FH fékk 56 stig, 13 stigum meira en ÍR og karlaliðið fékk 66 stig og varð ÍR í öðru sæti með 62 stig. FH-ingar unnu samanlagt tíu greinar, lentu sjö sinnum í öðru sæti og einu sinni í þriðja sæti. ÍR vann sex greinar, lenti sex sinnum í öðru sæti og þrisvar í þriðja sæti. Tvö mótsmet féllu í kastgreinum að þessu sinni. FH-ingurinn Vigdís Jónsdóttir setti mótsmet í sleggju- kasti þegar hún kastaði lengst 59 metra. ÍR-ingurinn Erna Sóley Gunn- arsdóttir, sem vann til brons- verðlauna á Evrópumóti 20 ára og yngri um síðustu helgi, vann kúlu- varpið. Hún setti mótsmet er hún varpaði kúlunni 14,85 metra. Morgunblaðið/Hari Sigur Langstökkvarinn Kristinn Torfason með bikarinn á lofti. FH með flest stig hjá báðum kynjum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.