Morgunblaðið - 30.07.2019, Síða 7
FRÉTTIR 7Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 2019
Síðustu dagar útsölunnar
Útsölunni lýkur föstudaginn 2. ágúst
Lokað vegna sumarleyfa 6.-9. ágúst
Listhúsinu við Engjateig, 105 Reykjavík, sími 551 2050
Opið virka daga kl. 11-18, lokað á laugardögum í sumar
LISTHÚSINU
30-50%afsláttur
Teitur Gissurarson
teitur@mbl.is
Forsætisnefnd Alþingis mun í dag
funda um Klaustursmálið svokallaða
og taka til umfjöllunar innkomnar
athugasemdir við niðurstöðu siða-
nefndar. Þetta staðfesti Steinunn
Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri
grænna og tímabundinn varaforseti
Alþingis, í samtali við Morgunblaðið
í gær. Aðspurð sagði hún að óvíst
væri hvort málið yrði til lykta leitt og
því lokið á fundinum, áfram væri
unnið í málinu. Það væri þó ætlunin
að ljúka því sem fyrst.
Hafa skilað andsvörum
Greint var frá því í gær að sex
þingmenn Miðflokksins, Anna Kol-
brún Árnadóttir, Bergþór Ólason,
Gunnar Bragi Sveinsson, Sigmund-
ur Davíð Gunnlaugsson, Karl Gauti
Hjaltason og Ólafur Ísleifsson,
hefðuskilað inn andsvari til forsæt-
isnefndar vegna álits siðanefndar Al-
þingis sem fjallaði um Klaustursmál-
ið. Eins og víða hefur komið fram
voru tveir síðastnefndu þingmenn
Flokks fólksins þegar Klaustursmál-
ið átti sér stað en gengu síðar til liðs
við Miðflokkinn.
Steinunn Þóra og Haraldur Bene-
diktsson, þingmaður Sjálfstæðis-
flokksins, voru skipuð varaforsetar
Alþingis tímabundið svo hægt væri
að taka Klaustursmálið fyrir í for-
sætisnefnd þar sem allir nefndar-
menn höfðu lýst sig vanhæfa til að
taka málið til meðferðar. Þau vísuðu
málinu í framhaldinu til siðanefndar.
Siðanefnd Alþingis lauk svo um-
fjöllun sinni og skilaði áliti sínu um
Klaustursmálið fyrir rúmri viku, og
fengu þeir sex þingmenn sem málið
varðar frest út síðustu viku til að
bregðast við málinu. Hefur forsæt-
isnefnd unnið að málinu frá því að
álit siðanefndar var móttekið.
„Við erum að vinna í málinu. Það
er ómögulegt að segja hvort við ljúk-
um málinu í dag enda hefur fund-
urinn ekki verið haldinn,“ sagði
Steinunn Þóra.
Hvorki liggur efnislegt innihald
umsagnar siðanefndar né andsvara
Miðflokksmanna fyrir.
Bára Halldórsdóttir sem tók upp
samtal þingmannanna á
Klaustri í lok nóvember þurfti að
eyða upptökum sínum af kvöldinu
eftir að stjórn Persónuverndar
komst að þeirri niðurstöðu að hún
hefði brotið af sér. Gerði hún það
með athöfn á skemmtistaðnum
Gauknum í júní sem kölluð
var „Báramótabrenna“.
Forsætisnefnd fundar í dag
Ekki er útilokað að Klaustursmálinu ljúki hjá forsætisnefnd í dag Nefndin tekur málið fyrir eftir að
sex þingmenn Miðflokksins skiluðu inn andsvari vegna álits siðanefndar Innihald andsvara óþekkt
Morgunblaðið/Eggert
Starfsbræður Þrír þeirra sex þingmanna sem áttu hlut að Klaustursmáli. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og
Bergþór Ólason Miðflokksmenn ásamt Karli Gauta Hjaltasyni, áður í Flokki fólksins, en nú í Miðflokki.
Vafi var á því á tímabili hvort
Klaustursmálið ætti yfir höfuð
að fara til siðanefndar, en m.a.
var deilt um það hvort samtalið
sem tekið var upp og deilt gæti
talist einkasamtal.
Sagði meirihluti siðanefndar
að svo væri ekki og sagði í áliti
sínu meðal annars að alþingis-
menn væru opinberar persónur,
sú háttsemi sem um ræddi ætti
sér stað á opinberum vettvangi
og tengdist málum sem hafa
verið áberandi í þjóðfélags-
umræðunni.
Einn nefndarmanna, Róbert
H. Haraldsson, skilaði séráliti
nefndarinnar þar sem
m.a. sagði: „Umræð-
ur þingmannanna
bera þess skýr
merki að hafa far-
ið fram á ölstofu
og eru á köflum
sundurlaust raus
frekar en alvarlegar
samræður um sam-
eiginleg hags-
munamál þjóð-
arinnar [...].“
Deilt um
samtalið
EINKASAMTAL EÐA EKKI?
Steinunn Þóra Árnadóttir