Morgunblaðið - 30.07.2019, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 2019
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Fyrirsjáanlegtvar þegargatnamótum
Geirsgötu og Lækj-
argötu/Kalkofns-
vegar var breytt að
þar væri verið að
búa til umferðarteppu. Það
hindraði borgaryfirvöld ekki í að
fara þá leið sem raun ber vitni og
þó að samgöngustjóri borgar-
innar segi nú að tæknilega séð
væri hægt að gera breytingar og
færa götuna í stokk er ljóst að
ekkert verður af því enda enginn
vilji til að leysa umferðarhnúta.
Þvert á móti eru þeir hertir við
hvert tækifæri.
Samgöngustjórinn svarar
kvörtunum vegna ljósastýringar
á þessum gatnamótum með því
að þær séu endurskoðaðar ef
þurfa þyki og hafi verið endur-
skoðaðar einu sinni. „Við viljum
auðvitað hafa þetta sem allra
best fyrir alla en forgangsröðun-
in er skýr,“ segir hann, og á við
að aftast í röðinni komi einka-
bíllinn, enda eru þeir sem
ferðast með slíkum farartækjum
neðstir á lista borgaryfirvalda.
Á fundi borgarráðs fyrir
skömmu var rætt um málefni
Strætó. Tilefnið var umferðar-
öngþveiti sem skapast reglulega
á leiðinni frá Nauthólsvík að
BSÍ. Þar hafa engar ráðstafanir
verið gerðar til að liðka fyrir um-
ferð og afleiðingarnar eru þær
að breyta þarf leiðakerfi Strætó
til að vagnarnir sitji ekki fastir
með einkabílunum í heimatil-
búinni umferðarstöppunni.
Borgarfulltrúi Flokks fólksins
leyfði sér í þessum
umræðum að finna
að Strætó, en slík
gagnrýni er sem
kunnugt er ekki
heimil í Reykjavík.
Þess vegna bókuðu
borgarfulltrúar Viðreisnar,
Samfylkingar, Pírata og Vinstri
grænna: „Strætó hefur tekið
stakkaskiptum á undanförnum
árum. Farþegum fjölgar jafnt
og þétt, þjónustan verður betri
og betri á hverju ári og fram-
tíðarsýn fyrirtækisins skýr.
Borgarfulltrúar eru hvattir til
að kynna sér metnaðarfulla
starfsemi Strætó og strauma og
stefnur í almenningssam-
göngum.“
Bókun meirihlutaflokkanna
er ekki aðeins full af yfirlæti og
ranghugmyndum, heldur bein-
línis villandi. Fullyrðingin um að
farþegum fjölgi jafnt og þétt er
fjarstæðukennd. Engin hlut-
fallsleg fjölgun hefur orðið á
notkun Strætó á síðustu árum
þrátt fyrir að fé hafi verið ausið í
reksturinn til að auka notkun-
ina. Notkunin er í besta falli jafn
lítil nú og áður en fjárausturinn
hófst.
Fordómarnir í garð þeirra
sem kjósa að ferðast með einka-
bílum innan borgarmarkanna er
því miður það sem einkennir alla
umræðu og alla forgangsröðun
meirihlutans í borgarstjórn í
samgöngu- og skipulagsmálum.
Þau mál komast ekki í lag fyrr
en fordómarnir fá að víkja við
stefnumörkun hjá höfuðborg-
inni.
Hroki og rang-
hugmyndir eru
ekki gott veganesti
við stefnumörkun}
Forgangsröðun
fordómanna
Ríkisútvarpiðsagði frá því í
gær að almenningur
á Kúbu fengi nú að
tengjast netinu í
heimahúsum og
kaupa og setja upp
netbúnað í þeim tilgangi. Fram
að því hefði ríkið komið fyrir
búnaði til að fólk gæti tengst
þráðlaust á svokölluðum heitum
reitum.
Tekið var fram að fólk sem
vildi setja nettengingu upp
heima hjá sér þyrfti að sækja um
leyfi til ráðuneytis fjarskipta-
mála, en þetta er aðeins hálf sag-
an. Ekki var sagt frá því að það
net sem almenningur á Kúbu fær
nú náðarsamlegast að skoða er
ekki sama netið og fólk í hinum
frjálsa heimi þekkir.
Aðstoðarráðherra samskipta-
mála á Kúbu tjáði sig af þessu
tilefni og fór ekki leynt með að
netið á, rétt eins og allt annað á
Kúbu, að styðja við byltinguna.
Netið er að hans mati ekki hlut-
laust og á að hjálpa stjórnvöldum
í þeirri viðleitni að halda áfram
að heilaþvo almenn-
ing í landinu, þó að
hann orði hugsunina
ekki nákvæmlega
með þeim hætti.
Hann vill „mennta“
almenning til að
nota netið og telur ekkert gagn í
því að láta opið netið í hendur
þeirra sem geti ekki greint á
milli þess sem sé gagnlegt og
hins sem sé skaðlegt. „Netið er
ekki allt gott,“ segir hann og
réttlætir með því ritskoðun
stjórnvalda.
Það má aldrei gleymast í um-
fjöllun um Kúbu að stjórnvöld
þar eru eðlisólík þeim á Vestur-
löndum og í öðrum lýðræðisríkj-
um. Stjórnvöld á Kúbu byggjast
á hugmyndafræði sósíalismans,
stefnu sem stöku Íslendingar
segjast aðhyllast og fáeinir aðrir
í hinum frjálsa heimi. Flestir
átta sig þó sem betur fer á því að
sósíalismi og frelsi einstaklings-
ins fara ekki saman. Sósíalisma
fylgir jafnan kúgun og ofbeldi
gagnvart almenningi á sama
tíma og elítan nýtur forréttinda.
Kúba leyfir netið í
heimahúsum, en
ekki það net sem
Íslendingar þekkja}
Kúgunin á Kúbu
S
amfélag manna hefur aldrei breyst
eins mikið og á undanförnum árum
og áratugum. Hver áratugur und-
anfarna öld hefur verið gjörólíkur
þeim á undan, af bæði tæknilegum
og pólitískum ástæðum. En stundum líður mér
eins og draugar fyrri áratuga sæki á okkur og
reyni að troða upp á okkur sínum gildum og
skoðunum. Jólasaga Dickens í einhvers konar
skrítinni skrumkælingu þess að við verðum að
hverfa aftur til fortíðar í staðinn fyrir að læra af
henni og verða betri. Það er svo óendanlega
mikið sem við gætum gert betur en við höfum
gert hingað til. Við gætum haft betri stjórn-
sýslu, sem veit hvenær upplýsingalög gilda. Við
gætum haft betri pólitík sem reynir ekki sífellt
að hverfa aftur í hugmyndafræði kalda stríðs-
ins og sterku leiðtoganna. Við gætum verið
með nýja stjórnarskrá þar sem auðlindaákvæði tryggir að
næsta kynslóð erfir alltaf auð landsins okkar, þar sem
málskotsrétturinn tryggir aðkomu þjóðarinnar þegar ann-
aðhvort Alþingi eða ríkisstjórnin hlustar ekki. Við ættum
að hætta að hlusta á það þegar draugar fortíðarinnar
reyna að tæla okkur til íhaldssemi og stöðnunar af því að
þeim finnst óþægilegt að búa í breytilegum heimi.
Sem dæmi þá langar mig rosalega mikið til þess að sjá
krakkana mína upplifa söguna endalausu, aftur til fram-
tíðar, stjörnustríð. Lesa bækurnar sem mér fannst svo
spennandi þegar ég var að alast upp. Fara í sömu ferða-
lögin og ég fór í þegar ég var yngri. Það sem er hins vegar
eins augljóst og sólsetrið er að sá tími er liðinn.
Í dag eru aðrar myndir sem ég mun ekki upp-
lifa á sama hátt og krakkarnir mínir. Aðrar
bækur og allt annað samfélag. Samfélag sem
þau munu lifa í og móta. Dægurmenning kyn-
slóðar þeirra verður ekki sama dægurmenning
og ég ólst upp í sem hefur áhrif á það hvernig
þeirra samskipti eru. Þau munu skilja heiminn
á allt annan hátt en ég mun eiga möguleika á.
Það besta sem ég get gert er að reyna að halda
í við þau. Það versta sem ég get gert er að
reyna að halda aftur af þeim.
Þess vegna svíður það þegar draugar póli-
tísku fortíðarinnar draga upp penna og skrifa
um fortíð sína eins og hún skipti einhverju
öðru máli en að læra af svo við endurtökum
ekki sömu mistökin. Við skulum til dæmis ekki
lána banka aftur gjaldeyrisvaraforðann okkar
þegar við vitum að þeir peningar fást ekki endurgreiddir.
Ekki kvitta aftur undir stríð til þess að fá peninga frá
hernaðarbrölti. Hættum að tala um leiðréttingu skulda
þegar stórir hópar fengu enga leiðréttingu skulda. Tölum
ekki um sameiningar í flokkakerfinu þegar kerfið er gallað
hvort sem er. Kerfi sem þjónar valdinu er slæmt kerfi. Það
er kerfið sem draugar fortíðarinnar bjuggu til. Við þurfum
kerfi sem þjónar fólkinu. Fyrsta skrefið í átt að slíku kerfi
er ný stjórnarskrá.
Björn Leví
Gunnarsson
Pistill
Fortíðarstjórnmál
Höfundur er þingmaður Pírata.
bjornlevi@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Teitur Gissurarson
teitur@mbl.is
Dómnefnd sem í síðustuviku mat Eirík Jónssonhæfastan til að gegnaembætti dómara í Lands-
rétti lagði sömu forsendur til grund-
vallar mati sínu og nefndin sem í
hitteðfyrra skilaði mati um 15 dóm-
ara, þegar Landsréttur tók til starfa,
að öllu nema litlu leyti. Þetta segir
Eiríkur Tómasson, fyrrverandi
hæstaréttardómari og formaður
dómnefndarinnar, í samtali við
Morgunblaðið.
Áherslur breyttust lítillega
„Við fórum eftir dómum Hæsta-
réttar þar sem fundið var að mati
fyrri nefndar og brugðumst við því,“
segir Eiríkur og vísar til tveggja
dóma Hæstaréttar frá 2017 þar sem
var fundið að því einu að nefndin
hefði í hitteðfyrra ekki sérstaklega
lagt mat á færni hvers og eins um-
sækjanda til að semja dóma. Eins og
fram kemur í umsögn dómnefnd-
arinnar sem birt var í seinustu viku
var því brugðist við þessu og lagði
nefndin sérstaklega mat á þennan
þátt.
Þá segir Eiríkur að áherslur í
matinu hafi einnig breyst að ein-
hverju leyti. Segir í umsögn dóm-
nefndarinnar að mat fyrri dóm-
nefndar hafi verið haft til hliðsjónar
en vikið hafi verið frá því ef ástæða
þótti til. „T.d. var að þessu sinni litið
meira til þess en áður hvort umsækj-
endur hefðu sinnt störfum, svo sem
innan stjórnsýslunnar, sem að-
alstarfi eða aðeins í aukastarfi, svo
og hvort langur tími væri nú liðinn
frá því að þeir sinntu þeim störfum
sem um var að ræða,“ segir í um-
sögninni.
Spurður hvort hæfni umsækj-
enda hafi verið einkunnasett, þ.e.
reiknuð í excel-skjali eins og það
sem komst í hámæli eftir að Sigríður
Á. Andersen, þáverandi dóms-
málaráðherra, vék í fjórum tilvikum
frá mati dómnefndar árið 2017, segir
Eiríkur að slíkt „vinnuskjal“ dóm-
nefndar hafi verið gert, en það hafi
ekki verið birt með umsögn nefnd-
arinnar.
Er það í takt við upplýsingalög
sem kveða á um að vinnugögn séu
undanþegin upplýsingarétti.
Eins og víða hefur komið fram
sóttu átta um stöðu nýs landsrétt-
ardómara og drógu tveir umsókn
sína til baka. Eftir stóðu þeir sex
sem dómnefnd fjallaði um í umsögn
sinni en auk Eiríks Jónssonar voru
það Ásmundur Helgason, Ástráður
Haraldsson, Guðmundur Sigurðs-
son, Jón Höskuldsson og Jónas Jó-
hannsson.
Reynslan skiptir máli
Ásmundur er einn fjögurra
dómara sem Sigríður Á. Andersen
skipaði í embætti landsréttardóm-
ara þrátt fyrir að hafa ekki verið
metinn meðal hæfustu af dómnefnd.
Hafa fjórmenningarnir ekki verið
við störf frá því að Mannréttinda-
dómstóll Evrópu komst að þeirri
niðurstöðu að ekki hefði verið rétt
staðið að skipan dómara við réttinn.
Segir Eiríkur dómnefndina ekki
hafa tekið afstöðu til þess hvort Ás-
mundur gæti sótt um embættið
heldur hefði dómsmálaráðuneytið
skorið úr um það. Voru í hitteðfyrra
Ástráður og Jón, auk Eiríks Jóns-
sonar, metnir hæfari en Ásmundur.
Var Ásmundur hins vegar af dóm-
nefnd metinn næsthæfastur í þetta
skiptið og segir Eiríkur Tómasson
að þar hafi reynsla hans sem lands-
réttardómari seinasta eina og hálfa
árið vegið þungt.
Nefndin brást við að-
finnslum Hæstaréttar
Morgunblaðið/Hanna
Dómstóllinn Eiríkur Jónssson er að mati dómnefndar hæfastur til að verða
landsréttardómari. Hann og Ásmundur þóttu færastir til að semja dóma.
Mat á umsækjendum
» Eiríkur og Guðmundur
þóttu að mati dómnefndar
standa framar öðrum umsækj-
endum hvað varðaði menntun,
en báðir hafa þeir lokið dokt-
orsprófi.
» Ásmundur þótti standa
fremstur þegar kom að reynslu
af dómstörfum, en hann hefur
starfað sem landsréttardómari
frá því dómstóllinn tók til
starfa.
» Ástráður stóð fremst að
mati dómnefndar þegar kom
að reynslu af lögmanns-
störfum, vegna fjölbreyttra
lögmannsstarfa hans í um 25
ár.
» Guðmundur og Eiríkur
þóttu standa best þegar kom
að kennslu á háskólastigi og
öðrum akademískum störfum,
en báðir hafa verið prófessorar
um árabil. Guðmundur á að
baki lengri kennsluferil en Ei-
ríkur og þótti hann því standa
fremstur.