Morgunblaðið - 30.07.2019, Síða 16

Morgunblaðið - 30.07.2019, Síða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 2019 Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • tengi@tengi.is Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15 Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi SÍGILD HÖNNUN Í 50 ÁR Fyrir 50 árum hannaði danski hönnuðurinn Arne Jacobsen fyrsta kranann fyrir Vola. Æ síðan hefur hönnun og framleiðsla Vola verið í fremstu röð. Í ár fagnar Fríkirkj- an í Reykjavík 120 ára afmæli sínu. Svonefndar fríkirkj- ur komu fyrst fram á sjónarsviðið fljótlega eftir siðaskiptin. Um var að ræða kirkju- deildir sem stóðu utan ríkiskirkjunnar. Hér voru á ferðinni frjáls trúfélög og félagsmenn ákváðu sjálfir að vera meðlimir. Þessar kirkju- deildir og trúarhópar urðu til bæði í Bandaríkj- unum og Evrópu en áttu hins vegar lítið sameig- inlegt með þeirri frí- kirkju sem var stofnuð á Íslandi um aldamótin 1900. Hjá henni var eng- inn ágreiningur við þjóð- kirkjuna um kirkjusiði, túlkanir á sakramentum eða Bíblíunni en sá ágreiningur var til staðar í evrópskum og banda- rískum fríkirkjudeildum. Erlend áhrif komu hreyfingu á myndun frjálsra söfnuða. Fyrst við komu mormóna til Íslands 1851 og síð- an með stofnun kaþólsks safnaðar 1857 myndaðist rof í þjóðkirkjunni. Trúfrelsi sem var ítrekað í stjórn- arskrá Íslands frá 1874 og áherslan á mannréttindi juku síðan kröfuna um sérstök lög sem viðurkenndu trúfrelsi og þar með stofnun kirkjudeilda og trúfélaga utan þjóðkirkjunnar. Ágreiningur um val presta varð svo það mál sem olli straumhvörfum í stofnun sjálfstæðra frjálsra söfnuða. Krafan um aðskilnað ríkis og kirkju var einnig liður í auknu sjálfstæði frá Dönum en kirkjan yrði þá fyrst sönn þjóðkirkja. Við þetta bættust svo frjálslynd sjónarmið um að ríkisvaldið væri veraldlegt vald og að trú manna væri þeirra einkamál. Stofnun frí- kirkjusafnaða bar því að skoða í ljósi þessa tíðaranda en stofnun þeirra var hluti af sjálfstæðisbaráttunni. Frí- kirkjur voru stofnaðar sem eigin kirkja alþýðunnar gegn yfirstéttinni sem drottnaði yfir þjóðkirkjunni en hér var Dómkirkjan eina kirkjan í Reykjavík fram til aldamóta 1900. Um aldamótin 1900 hafði fjórð- ungur bæjarbúa skráð sig í Fríkirkju- söfnuðinn i Reykjavík sem stofnaður var 1899 og 1903 var Fríkirkjan við tjörnina vígð og stendur hún enn glæsileg og hefur henni verið haldið vel við. Er talið að upphaf Fríkirkju- safnaðarins í Reykjavík sé einn merki- legasti atburður í kirkjusögu Íslands á 20. öldinni. Hugsjónir um lýðræði, jafnræði og frelsi í samfélagslegu ljósi og víðsýni, umburðarlyndi og frjálslyndi í trúar- legu ljósi voru gildi stofnenda Frí- kirkjunnar. Þessi gildi eru leiðarljós safnaðarins enn í dag. Markmið Frí- kirkjunnar er ekki það að hún vaxi sem mest og verði sjálfri sér til dýrðar heldur að stuðla að lýðræðislegu jafnræðisfyrirkomulagi lífsskoðana og trúmála á Íslandi. Áhersla safnaðarins í upphafi á að- skilnað ríkis og kirkju dofnaði þegar Ísland varð sjálfstætt ríki og þjóð- kirkjuskipulagið festist í sessi. Á síðari árum hefur þetta baráttumál aftur komið upp og þá með vísan í þá ósann- girni sem ríkir gagnvart frjálsum trú- félögum þegar kemur að fjárveit- ingum til safnaða og launagreiðslum til presta. Bent er á að í stjórnarskrá lýðveld- isins segir m.a. „Hin evangelíska lút- erska kirkja skal vera þjóðkirkja á Ís- landi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda.“ Fríkirkjan í Reykjavík skilgreinir sig sem evang- elíska lúterska kirkju og á því heima í sama hópi og þjóðkirkjan hvað ábyrgð ríkisvaldsins áhrærir. Söfnuðurinn ber hins vegar einn ábyrgð á rekstr- arkostnaði eins og launagreiðslum, viðhaldi og öðrum kostnaði við rekstur safnaðarins. Ör vöxtur safnaðarins hin síðari ár hefur vakið athygli, en fjöldi safn- aðarmeðlima árið 1998 var 4.850 manns en sá fjöldi er 10.874 í árs- byrjun 2019 að meðtöldum þeim sem búa erlendis. Þessi vöxtur á sér stað á sama tíma og kristni og kirkja eiga erfitt uppdráttar í Evrópu. Kristni og kristin trú á undir högg að sækja í nútímanum. Því er það skylda allra kristinna söfnuða að taka höndum saman til varnar kristinni trú. Bæta þarf samskipti þeirra á milli í samkirkjulegum anda. Fríkirkjan í Reykjavík hefur aðlag- ast vel nútímasamfélagi með því að vera trú sínum gildum um víðsýni, frjálslyndi og umburðarlyndi. Mann- réttindi eru æðri öllum trúarkreddum og hefur þessi afstaða skapað söfn- uðinum ákveðna sérstöðu. Tónlistarlíf hefur blómstrað í Fríkirkjunni frá upphafi þar sem ungir og ómótaðir tónlistarmenn jafnt sem færustu snill- ingar hafa flutt þar tónlist sína. Stefna Fríkirkjunnar í Reykjavík markast af víðsýni í málefnum ólíkra hópa en Fríkirkjan var fyrst til að bjóða samkynhneigða velkomna og Félagi múslima hefur verið boðið að nota safnaðarheimili kirkjunnar. Helstu baráttumál framtíðar eru umhverfismál og náttúruvernd. Kirkj- an á að tala gegn rányrkju auðlinda og beita sköpunarguðfræðinni í röksemd- um sínum. Hlýnun loftslags, mengun sjávar og hækkandi sjávarborð ógnar tilveru milljóna manna. Við fáum jörð- ina lánaða frá börnunum okkar sem erfa hana og við þurfum því að skila henni af okkur með sóma. Kirkjan á þannig að skipta sér af pólitískum átakamálum samtímans á sinn hátt með því að benda á sköpun Guðs sem við höfum að láni. Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykjavík á sér bjarta framtíð og fagnar öllum sem óska að ganga í hans raðir og taka þar með undir þau gildi sem söfnuðurinn stendur fyrir. Sérstök hátíðardagskrá er fyrir- huguð með haustinu í tilefni af afmæl- inu. Fríkirkja í 120 ár Eftir Árna Gunnarsson Árni Gunnarsson »Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykjavík var stofnaður 1899 og fagnar því 120 ára afmæli í ár. Verður þeirra tímamóta minnst á árinu með margvíslegum hætti. Höfundur á sæti í safnaðarstjórn Fríkirkjunnar í Reykjavík. Morgunblaðið/Sverrir Reykjavík Fríkirkjan. Á hverjum einasta degi er sagt frá ým- iskonar harmleikjum í fjölmiðlum. Grunntónninn í þeim frásögnum er að það vantar mannlega handleiðslu, fé- lagsskap og vernd. Fólk er einmana og dapurt. Margir missa fótanna í þeim darraðardansi sem hér er í gangi kringum gullkálfinn. Síðasti söludagur og best fyrir er einn af grunntónum samfélagsins. Henda svo. Og við þurfum að byggja, byggja og byggja þótt við eigum nóg af húsum um allt land. Feikinóg. Því meira af tölvum og símum, þess fleiri hús. Það þarf að bæta við Stjórnarráðshúsið. Vitanlega. Nokkrir milljarðar þar. Forgangsröðun hjá ráðamönnum er sífellt sú sama: Það sem mölur og ryð fá grandað. En alltaf þarf að berjast af hörku fyrir sjálfsögðum hlutum sem snúa að hinu mannlega: Að hjálpa fólki til sjálfshjálpar. Byggingar, drasl, bílar, utanlandsferðir og snobb ganga fyrir. Einhvern tíma var sagt: Skóli er ekki bara hús. En er stjórnsýslan bara hús? Viðbót við Stjórnarráðshúsið: Til hvers eiginlega? Auðun vestfirski. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Er stjórnsýslan bara hús? Stjórnarráðshúsið Þarf nauðsyn- lega að byggja við það?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.