Morgunblaðið - 30.07.2019, Page 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 2019
og skiljum við þá illa tilveruna og
tilgang hennar á slíkum
stundum.
Segja má að Þorseinn hafi ver-
ið einstakur maður og stór í öllu
tilliti. Hann náði stórkostlegum
árangri í fræðigreinum sínum og
starfi sem var sérstök blanda af
fræðimennsku, vísindalegum
rannsóknum og þróun á ýmsum
sviðum hátæknibúnaðar sem
hann náði svo að tengja atvinnu-
lífinu m.a. með frumkvöðlastarfi í
sprotafyrirtækjum og með ýms-
um öðrum hætti.
Hann gerði sér ætíð far um að
virkja og samþætta ferlið frá
rannsóknum og þróun til verk-
legra þátta í atvinnulífinu. Hann
var mjög virkur varðandi ný-
sköpun í orkumálum og vann að
mörgum alþjóðlegum verkefnum
á því sviði.
Fyrir okkur sem tengdumst
honum og fjölskyldu hans náið
virkaði hann ávallt sem mikið
ljúfmenni með velvild og hjálp-
semi í fyrirrúmi. Léttur húmor
var honum eðlislægur og stutt
var í glens og gaman á góðum
stundum. Með söknuði og trega
kveðjum við nú góðan vin og
hugsum til ljúfra minninga um
samskipti við hann og fjölskyldu
hans á liðnum árum.
Elsku Bergþóra, Davíð, Dag-
rún, Þorkell og fjölskyldur. Megi
góður guð styrkja ykkur á sorg-
arstund og gefa ykkur ró, frið og
huggun á erfiðum tímum.
Guð blessi ykkur öll.
Rakel og Guðmundur.
Það er erfitt að horfast í augu
við þá staðreynd að Þorsteinn
Ingi, þessi þróttmikli maður sem
alltaf var í kallfæri, sé horfinn af
sjónarsviðinu, langt fyrir aldur
fram. Fregnin af andláti frænda
míns, samstarfsmanns og vinar
kom eins og reiðarslag. Tengsl
okkar voru náin og styrktust með
árunum. Við ólumst upp á sömu
torfunni, í austurhluta Vest-
mannaeyjabæjar. Á bernskuár-
unum voru samskipti fjölskyldna
okkar stopul og yfirleitt bundin
við hátíðir. Þau voru hins vegar
merkingarbær og eftirminnileg.
Ég minnist fjörugra fjölskyldu-
boða á Goðasteini hjá ömmu hans
og afa, Ingigerði Jóhannsdóttur
og Þorsteini Víglundssyni skóla-
stjóra. Ingigerður og Gísli afi
minn voru systkini, fædd í Mjóa-
firði.
Þegar fram í sótti og leiðir
okkar Þorsteins Inga lágu saman
á vettvangi Háskóla Íslands
kynntumst við vel, tókum meðal
annars þátt í að stofna rann-
sóknasetur á vegum Háskólans í
Eyjum; Þorsteinn Ingi ýtti því
starfi úr vör og stýrði því af rögg-
semi. Það styrkti bönd okkar enn
frekar að eiginkonur okkar
þekktust vel, ólust upp við sömu
götu í Keflavík. Við Guðný nutum
samvista með Þorsteini Inga og
Bergþóru, meðal annars í eftir-
minnilegu ferðalagi til Vest-
mannaeyja, og það voru ánægju-
legar stundir.
Samstarf okkar Þorsteins
Inga varð fljótt að vináttu sem
aldrei bar skugga á. Þorsteinn
Ingi var einstaklega ráðagóður
og útsjónarsamur og það var gott
að vinna með honum og geta leit-
að til hans. Þótt hann væri nokkr-
um árum yngri en ég, leit ég að
nokkru leyti á hann sem ráðgjafa
og mentor. Við töluðum alltaf
saman af einlægni og það var
ekkert sem flæktist fyrir okkur
bræðrasamband þar sem vænt-
umþykju og virðingu bar hæst.
Gnótt var af sögum frá barnæsku
þar sem prakkarastrik, uppfinn-
ingar og frændfólkið skipaði rík-
an sess. Uppruninn í frændgarði
og umhverfi Eyjanna var ein-
stakt bakland. Í traustum ranni
foreldranna, Sigfúsar og Kristín-
ar, og stórbrotinni náttúru Vest-
mannaeyja ólust systkinin upp á
Kirkjubæjarbrautinni. Rétt hjá
bjuggu móðurafi og -amma, Þor-
steinn og Ingigerður í Goðasteini.
Hjá þeim var ætíð athvarf og um-
hyggja, heitt súkkulaði og ristað
brauð. Með heita súkkulaðinu hjá
ömmu Ingu var eldhuginn og
skólamaðurinn Þorsteinn Víg-
lundsson óspar á uppbyggileg
samtöl og heilræði.
Í áranna rás fylgdumst við að.
Börnin okkar fæddust hvert af
öðru og strax varð kært á milli
frændsystkinanna.
Þorsteinn hlaut margar viður-
kenningar fyrir störf sín og hug-
vit. Stolt fylgdist öll fjölskyldan
með en mannkostir Þorsteins
gerðu gleðina og ljómann enn
meiri yfir öllum hans sigrum. Ís-
lensk þjóð og alþjóðasamfélagið
hefur misst mikið.
Það eru fátækleg orð sem geta
lýst því hversu þakklát ég er fyrir
að hafa átt Þorstein mág minn að
vini.
Ég er þakklát fyrir trausta
vináttu og hlýju, grínið, oft á tíð-
um barnslegu einlægnina, hvatn-
inguna og ekki síst fræðimanninn
Þorstein sem hafði skilning og
áhuga á mínum verkefnum sem
beindust að því að bæta mál-
þroska og orðaforða íslenskra
barna. Þorsteinn hafði næmt
auga fyrir mikilvægi þess að hug-
vit og nýsköpun ætti sér stað á
öllum sviðum mannlegs veru-
leika. Skapandi hugsun og kraft-
ur kæmi frá góðri örvun og atlæti
og þannig tengdi hann verkefni
Brissu mágu, eins og hann gjarna
kallaði mig. Að beiðni Þorsteins
fékk ég þann heiður að skrifa
kafla í bókina Þekkingin beisluð,
afmælisrit honum til heiðurs sex-
tugum. Þorsteinn sagðist vera
stoltur af mínu starfi. Hann hefði
fylgst með þróun hugmynda sem
urðu að veruleika í verkefni sem
myndi leiða til góðs fyrir tilvon-
andi frumkvöðla þessa lands.
Þessi orð lýsa mági mínum vel.
Hann var óþrjótandi í því að
miðla og hvetja til dáða.
Í ölduróti hversdagsins, í lífi
og leik, var hið einstaka bræðra-
samband Árna fastur punktur í
tilveru fjölskyldunnar. Það er
ómetanlegt fyrir einstaklinga,
sem leggja til samfélagsins á ólík-
um sviðum, að hafa bakland og
traust í órjúfanlegri vináttu. Við
urðum öll ríkari af. Hinn breiði
faðmur Þorsteins Inga sem
mætti mér á köldum haustdegi
fyrir 43 árum hefur umlukt fjöl-
skylduna með víðsýni hans,
greind og hlýju. Tilvera okkar
hefur breyst, ekkert er sjálfsagt.
Bryndís.
Okkar kæri svili, mágur og
fjölskylduvinur Þorsteinn Ingi
Sigfússon er fallinn frá. Hann
hefur nú gengið jarðlífsgötuna til
enda, aðeins 65 ára að aldri. Mik-
ill er söknuður okkar við missi
náins vinar og einstaks samferða-
manns til margra ára. Ekki er
spurt um hvort, heldur hvernig
og hvenær við yfirgefum þetta líf
sem við lifum saman hér á jörð.
Þorsteinn okkar lagðist til
hvílu sæll og sáttur og fékk að
fara í sína hinstu för í ró og friði
með því að sofna svefninum
langa.
Við sem eftir lifum stöndum
agndofa og harmi slegin þegar
sorgin kveður dyra með svo
óvæntunm og ótímabærum hætti
þótt reynsla okkar, sjónarmið og
menntun færu ekki alltaf saman.
Snemma varð ljóst að Þor-
steinn Ingi var óvenju hæfileika-
ríkur, afburða námsmaður. Það
var vel við hæfi að hann tæki for-
ystu í Nýsköpunarmiðstöð Ís-
lands, í framhaldi af farsælu
starfi sínu sem prófessor í eðl-
isfræði. Hann var sjálfur snjall
frumkvöðull, frumlegur í hugsun
og fljótur að sjá ný tækifæri og
leiða ný verkefni á sviðum fræða,
stofnana og atvinnulífs til lykta.
Þá gerði hann sér annt um að
miðla flókinni þekkingu á að-
gengilegan hátt til almennings.
Sem stjórnandi hafði Þorsteinn
Ingi lag á að setja sig vel inn í
flókin vandamál og leysa þau með
virðingu fyrir aðstæðum, ekki
síst fólkinu sem átti hlut að máli.
Hann valdist til ábyrgðastarfa
hvar sem hann var. Mikilsverð
áhrif af störfum hans má víða sjá,
bæði hér á landi og erlendis, með-
al annars á sviði orkumála og ný-
sköpunar, og fyrir þau hefur
hann hlotið marga verðskuldaða
viðurkenningu. Athafnasvæði
hans var allt í senn nærumhverf-
ið sem hann spratt upp úr, Ísland
og heimurinn allur.
Horfnir vinir lifa áfram í miss-
inum sem þeir skilja eftir sig.
Nærvera Þorsteins Inga var
sterk og bar vott um umhyggju
og hlýju. Hann átti glæstan feril
og skilur stórt skarð eftir sig.
Minnumst þess hver hann var og
hverju hann áorkaði. Við Guðný
og fjölskylda okkar sendum
Bergþóru og fjölskyldu hennar
innilegustu samúðarkveðjur.
Gísli Pálsson.
Einstakur. Einstakur er lýs-
ingarorð sem lýsir honum elsku
Þorsteini afar vel að mínu mati.
Við vorum ekki tengd blóð-
böndum, heldur vorum við tengd
fjölskylduböndum, og fyrir mér
eru þau bönd sko ekki síðri. Fyrir
mér varstu, og ertu, frændi í
innsta hring sem mér þykir óend-
anlega vænt um. Þorsteinn kom
til dyranna nákvæmlega eins og
hann var klæddur og vildi öllum
vel.
Afrek Þorsteins eru meiri og
stórkostlegri en hugur minn nær
utan um en alltaf var hann eins
og kom eins fram við alla. Það
sem Þorsteinn sagði kom frá
hjartanu og var einlægt. Þor-
steinn kunni ekki að vera neitt
annað en nákvæmlega hann sjálf-
ur, yndislegur eins og hann var.
Fjölskyldan hefur ekki bara
misst mikið, heldur hefur Ísland
og í raun heimurinn misst mikið
þar sem Þorsteinn var án efa einn
af snillingum samtímans. Pró-
fessor var hann fram í fingur-
góma, og húmoristi, en alltaf var
stutt í flugbeittan húmor.
Þín verður sárt saknað elsku
Þorsteinn minn, á stundum sem
þessum finnst manni lífið óskilj-
anlega ósanngjarnt.
Elsku Stína, yndislega Berg-
þóra mín, Davíð, Dagrún, Þorkell
og fjölskyldur, missir ykkar er
mikill, megi guð styrkja ykkur á
komandi misserum.
Ykkar frænka,
Birna Guðmundsdóttir.
„Ég lifi …“
Æskuvinur minn, Þorsteinn
Ingi Sigfússon, er fallinn frá.
Öðlingur sem átti skilið áratugi í
faðmi fjölskyldu er horfinn á til-
verustig nýorkunnar, eðlisfræði
óendanleikans. Álver stöðvast
um stund og koltvísýringur nærir
jarðargróður. Ljósbogi liggur yf-
ir sveit þegar lífsknörr siglir úr
höfn.
Við vorum samlokur í sextán
ár. Hlógum saman og höfðum
gaman af, lásum fræðin og nutum
lífsgæða æskunnar. Eyjan fögur
og framtíðin björt. Strengir
þandir, stórvirki samin, fyrir
stafni var ævinnar skeið.
„Þér munuð lifa …“
Þorsteinn Ingi Sigfússon mun
lifa af verkum sínum. Orðstír
hans mun halda nafni hans á lofti
um ókomna tíð. Hann stendur á
öxlum risa, glettinn og góðvilj-
aður.
Í fyllingu tímans geta félagar
gengið Kirkjubæjarbraut, austur
– vestur, og ort í skýin.
Fjölskyldu hins látna sendi ég
hugheilar samúðarkveðjur.
Hilmar Þór Hafsteinsson.
Ég var sleginn við upphring-
inguna er mér var tjáð að vinur
minn og lærifaðir til margra ára
væri látinn. Dr. Þorsteini Inga
kynntist ég fyrst sem kennara í
rafsegulfræði í HÍ. Hann hafði
einstakt lag á að vekja áhuga
nemenda á þessu mjög flókna og
erfiða fagi. Einhvern veginn
tókst með okkur kunningsskapur
sem leiddi til þess að ég sótti um
og fékk sumarvinnu hjá honum á
Raunvísindastofnun Háskóla Ís-
lands. Það sumar tókst með okk-
ur meiri vinátta og er ég lauk
námi í rafmagnsverkfræði hvatti
hann mig til að taka lokaverkefni
mitt lengra og athuga með við-
skiptalegar forsendur þess.
Það verður að segja að Þor-
steinn Ingi hafi verið aðalhvata-
maður þess að við stofnuðum fé-
lag um verkefnið ásamt átta
öðrum einstaklingum, kennurum
og aðilum sem Þorsteinn Ingi
fékk með í hópinn.
Það var upphafið að mjög
krefjandi tíma í vöruþróun sem
lagði grunninn að fyrirtæki sem
er heimsþekkt innan fiskeldisiðn-
aðarins, Vaka fiskeldiskerfum hf.
Fyrstu fimm árin vorum við Þor-
steinn Ingi í nánu og tíðu sam-
bandi. Hringdumst á margoft í
viku til að ræða þau vandamál og
áskoranir sem upp komu og
hvernig við gætum leyst þau.
Þorsteinn Ingi var óþrjótandi
brunnur jákvæðni, bjartsýni,
hvatningar og tillagna að lausn-
um og leiðum.
Ég get ekki ímyndað mér betri
samherja á þessum tíma og veit
að mörg sprotafyrirtæki nutu
krafta hans á sama hátt síðar eft-
ir að okkar verkefni var komið á
lygnari sjó.
Ég get fullyrt að í hvert skipti
sem ég hitti Þorstein Inga spurði
hann mig um gang mála hjá Vaka
og síðan snerist samtalið fljótt að
nýsköpun, verkefnum og tækni.
Hann hafði mikla tæknilega
þekkingu, yfirsýn, reynslu og
einskæran áhuga.
Það duldist engum sem hitti
Þorstein Inga að þar fór maður
með þungavigtar menntun, þekk-
ingu og reynslu. Því naut hann
virðingar nýsköpunarumhverfis-
ins og mikils fjölda nemenda og
fræðimanna hérlendis sem er-
lendis.
Það er annað sem mér stendur
ofarlega í huga í minningu um
Þorstein Inga, það er hvað hann
hvatti okkur, lærisveina sína, til
að bera okkur vel og vera verk-
efnum okkar til sóma á þeim tím-
um sem nýsköpun og sprota-
fyrirtæki áttu ekki upp á
pallborðið hér á Íslandi.
Ótímabært fráfall Þorsteins
Inga er mikill missir fyrir íslensk
sprotafyrirtæki og nýsköpun á
Íslandi þar sem stuðnings, óbil-
andi trúar og einskærs áhuga
hans á málefninu nýtur ekki leng-
ur við.
Ég votta Bergþóru, Davíð Þór,
Dagrúnu Ingu og Þorkeli Viktor
mína dýpstu samúð.
Hermann Kristjánsson.
Þakklæti og virðing er mér
efst í huga þegar vinur minn dr.
Þorsteinn Ingi Sigfússon er
kvaddur. Við þekktumst per-
sónulega í yfir 40 ár en Þorsteinn
er bróðir Árna tengdasonar míns.
Þá áttum við afar farsælt sam-
starf þegar mér var falið að
byggja upp Minjasafn Raf-
magnsveitu Reykjavíkur (RR)
hér á árum áður. Verkefnið var
að skrá muni og tæki sem tengd-
ust virkjunarsögu á Íslandi og
hefðu sögulegt og menningarlegt
gildi fyrir land og þjóð.
Mér varð strax ljóst frá fyrstu
stundu að Þorsteinn bjó yfir mik-
illi hugmyndaauðgi og vísinda-
legri þekkingu sem honum tókst
að miðla vel á mannamáli til
þeirra sem á hann hlýddu, svo
unun var að. Þorsteinn Ingi bjó
þar að auki yfir miklum mann-
kostum, áhuga og virðingu fyrir
fólki. Hann hvatti til góðra verka
og aldrei bar skugga á okkar
samband. Ég fór ætíð betri af
hans fundi.
Þorsteinn var prófessor við
Raunvísindastofnun HÍ þegar
hann, ásamt eðlisfræðinemend-
um sínum, kom að þróun og
hönnun tækja fyrir Minjasafn
RR á árunum 1992-1995. Hér var
um frumhönnun að ræða á öllum
tækjunum svo þau voru hvergi til
annars staðar í heiminum í sömu
gerð. Þorsteinn var ötull tals-
maður þess að færa vísindin til
skólabarna og með verkefnum
fyrir RR var takmarkið „að gefa
íslenskum skólanemum innsýn í
tæknileg efni með útgangspunkt
í rafmagninu“ eins og hann
komst að orði. Þá skráði hann í
skýrslu fyrir RR: „Safnið á mikið
erindi bæði frá sögulegu sjónar-
miði og til þess að örva unga safn-
gesti til þess að fást við tækni og
fræði rafmagnsins.“ Tækja-
búnaðurinn sem hannaður var af
Raunvísindastofnun var m.a. lík-
an af vatnsorkuvirkjun, eldinga-
kúla, rafsegull, líkan af járnsvarfi
og segulstáli sem myndaði segul-
svið, Van der Graaf-hraðall, líkan
af leysigeisla sem nýtti nýjustu
tækni o.fl. Öllum tækjum fylgdu
markmið um vísindaleg og
kennslufræðileg atriði fyrir
skólastarfið. Þorsteinn Ingi kom
líka með framtíðarsýn og áætlun
um fleiri tæki fyrir tæknisafn RR
sem hann skráði sérstaklega.
Hann kynnti þessa vinnu og sam-
starf við okkur hjá Minjasafni
RR síðar á alþjóðlegri ráðstefnu.
Mér þótti afar vænt um Þor-
stein Inga og öll fjölskylda okkar,
mágfólk Árna, er harmi slegin við
fráfall hans. Það er ekki síst
vegna þess að á bak við fræði-
manninn og doktorinn bjó góður
drengur sem geislaði frá sér
hlýju, kímni og mannlegheitum.
Ég votta Bergþóru og allri fjöl-
skyldunni samúð við fráfall Þor-
steins Inga. Ísland hefur misst
mikið.
Guðmundur K. Egilsson,
Hervör og fjölskylda.
Að loknu doktorsnámi við Uni-
versity of Cambridge á sviði
eðlisfræði þéttefnis hóf Þorsteinn
Ingi störf sem fræðimaður á
Raunvísindastofnun Háskóla Ís-
lands árið 1983. Í upphafi hélt
hann áfram rannsóknum á því
sviði en smám saman þróuðust
rannsóknir hans yfir í viðfangs-
efni tengd iðnaði og hagnýtum
verkefnum. Hann vann með
mörgum nemendum að ýmsum
verkefnum og kom að menntun
margra meistara- og doktors-
nema. Þannig lágu leiðir hvers og
eins okkar saman með Þorsteini.
Viðfangsefnin voru mörg og fjöl-
breytt en áttu það sameiginlegt
að vera hagnýt fyrir íslenskan
iðnað og afkomu þeirra fyrir-
tækja sem hér starfa. Árið 2004
hlaut hann svo íslensku fálkaorð-
una fyrir „tengsl háskóla og at-
vinnulífs“. Sjálfur nálgaðist hann
verkefnin af brennandi áhuga
sem smitaði út frá sér til okkar
sem unnum með honum. Alltaf
var augljóst hve leiftrandi
greindur hann var, frumlegur,
skapandi og óþrjótandi upp-
spretta hugmynda um verkefni
og aðferðafræði. Hann var jafnan
léttur í lund, jákvæður, bjart-
sýnn, uppörvandi og hvetjandi.
Hann treysti okkur og hafði óbil-
andi trú á að við gætum í samein-
ingu leyst þau flóknu verkefni
sem fyrir lágu. Sem leiðbeinandi
fylgdist hann grannt með fram-
gangi verkefnanna og leiðbeindi
og studdi okkur af heilum hug.
Traust hans á okkur var mjög
uppörvandi og leiðsögn hans og
sýn á viðfangsefnin hefur reynst
okkur öllum vel í gegnum tíðina í
Þorsteinn Ingi
Sigfússon
Sálm. 10.14
biblian.is
Þú gefur gaum að
mæðu og böli og
tekur það í hönd
þér. Hinn bágstaddi
felur þér málefni
sitt, þér sem hjálpar
munaðarlausum.
Ástkær eiginmaður minn og faðir,
HELGI ÞÓR GUÐMUNDSSON
rafeindavirki,
Stakkhömrum 9, Reykjavík,
lést á Vífilsstöðum miðvikudaginn 17. júlí.
Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju
miðvikudaginn 31. júlí klukkan 15.
Salóme Guðný Guðmundsdóttir
Auður Helgadóttir
Elskulegur faðir minn, tengdafaðir, afi,
langafi og langalangafi,
STEFÁN HAUKUR ÓLAFSSON,
lést á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði
laugardaginn 27. júlí. Útförin fer fram frá
Ísafjarðarkirkju föstudaginn 2. ágúst
klukkan 14.
Guðrún Ásbjörg Stefánsd. Tryggvi Sigtryggsson
Stefán Haukur Tryggvason Guðbjörg Gísladóttir
Jakob Ólafur Tryggvason Hanna Mjöll Ólafsdóttir
Heiðrún Tryggvadóttir Fjölnir Ásbjörnsson
Ásta Tryggvadóttir Paul Eric Fuller
langafa- og langalangafabörn
Elsku pabbi minn og afi okkar,
HELGI SIGURÐUR HÓLMSTEINSSON
sjómaður
frá Raufarhöfn,
lést á Skjóli 25. júlí.
Útförin fer fram frá Raufarhafnarkirkju
8. ágúst klukkan 14.
Aðalbjörg Jóhanna Helgadóttir
Védís Kolka Jónsdóttir
Helgi Leó Jónsson
Hrafnhildur Ása Svavarsdóttir