Morgunblaðið - 30.07.2019, Page 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 2019
þeim ólíku verkefnum sem hafa
orðið á vegi okkar. Margoft varð
okkur ljóst hve annt honum var
um okkur sem nutum leiðsagnar
hans og milli okkar og hans ríkti
gagnkvæm virðing og væntum-
þykja. Við höfðum eignast í hon-
um traustan vin. Alltaf var líka
augljóst hve annt honum var um
Bergþóru, börnin þeirra og
barnabörn. Þeim, ættingjum og
vinum sendum við okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Birgir Jóhannesson, Einar
Jón Ásbjörnsson, Halldór
Guðmundsson, Jón Matthías-
son, Jón Viðar Sigurðsson,
Þröstur Guðmundsson.
Þorsteinn Ingi var einn af
þeim sem er gott, gefandi og
hvetjandi að þekkja. Hann var já-
kvætt afl í svo mörgum skilningi;
sem hlýr og vandaður einstak-
lingur, traustur og umhyggju-
samur fjölskyldumaður og hug-
myndaríkur, óhefðbundinn og
kraftmikill vísindamaður. Við
þekktum hann bæði lítillega áður
en við urðum par, annað okkar í
gegnum tengdafjölskyldu hans
og hitt sem elsta bróður besta
vinar. Síðan höfum við, aðallega í
gegnum vináttu okkar við Þór og
Halldóru, notið þess að hitta
hann reglulega, eiga við hann góð
samtöl, finna samkennd hans og
stuðning á ólíkum tímamótum og
skynja áhuga hans, væntum-
þykju og ástríðu gagnvart öllu
því góða sem lífið færði honum.
Við hittum hann oftast með fólk-
inu sínu; Bergþóru, börnunum,
tengdabörnunum, barnabörnun-
um og stórfjölskyldunni; Stínu,
bræðrunum, systrunum og fjöl-
skyldum þeirra en einnig tengda-
fólki hans. Allar þær fjölmörgu
stundir endurspegla eftirminni-
legan, lánsaman og ljúfan mann
sem var umvafinn einstöku fólki
og fjölskyldu. Þeim öllum send-
um við okkar dýpstu samúðar-
kveðjur, hörmum að geta ekki
fylgt Þorsteini á þessum degi en
sendum héðan frá New York all-
ar okkar innilegustu kveðjur og
þakkir fyrir dýrmæta samfylgd.
Vilhjálmur Jens og
Hanna Birna.
Það var okkur mikill harmur
er sú frétt barst okkur að náinn
vinur okkar Þorsteinn Ingi hefði
orðið bráðkvaddur í lok ferðar
með fjölskyldu sinni í Stokk-
hólmi.
Þorsteinn Ingi var mikill fjöl-
skyldumaður og ræktaði sinn
frændgarð og vinahóp með hlýju
og einlægni. Það var sama við
hvaða tækifæri það var, hann var
alltaf jákvæður, gaf mikið af sér
og sýndi mikla væntumþykju.
Það hefur veitt okkur mikla
ánægju og við erum þakklát fyrir
að hafa átt vinskap Þorsteins
Inga og Beggu og verið með í
mörgum stórfjölskylduveislum
hjá þeim í gegnum árin.
Þorsteinn Ingi skilur eftir sig
stórt skarð sem erfitt mun verða
að fylla. Árangur hans á ein-
stökum starfsferli, þar sem hann
skipaði sér í fremstu röð og naut
verðskuldaðrar viðurkenningar
og virðingar bæði hér á landi og
erlendis, var honum og landi okk-
ar til mikils sóma.
Með sanni má segja að það hafi
verið sérstök köllun Þorsteins
Inga að nýta hvert tækifæri til
þess að miðla af víðtækri þekk-
ingu og reynslu sinni við nýsköp-
un og rannsóknir. Engin ný hug-
mynd né verkefni var þess eðlis
að Þorsteinn Ingi gæfi sér ekki
tíma til að hlusta og sýna áhuga
nýju frumkvæði, og skipti þá
engu staður né stund. Alltaf var
Þorsteinn Ingi tilbúinn að leið-
beina og gefa góð ráð þar sem
hugmyndir annarra fengu að
njóta sín.
Á kveðjustund þökkum við
fyrir traustan og langan vinskap
og geymum margar dýrmætar
minningar frá samverustundum í
Danmörku, Englandi og hér
heima. Elsku Begga, Davíð,
Dagrún, Þorkell og fjölskyldur,
hugur okkar og hjarta er með
ykkur. Þorsteins Inga verður
sárt saknað. Ástkær minning
hans lifir með okkur öllum.
Sigurjón, Ingibjörg,
Ásbjörn og Egill Örn.
Við kölluðum hvor annan
frænda þegar við komumst að því
að við værum báðir af rangæskri
ætt, upprunninni frá Reynifelli á
Rangárvöllum. Skyldleikinn væri
sjálfsagt ekki talinn mikill að
flestra dómi en þetta var vináttu-
kveðja okkar Þorsteins Inga þeg-
ar við hittumst. Þorsteinn Ingi
varð ekki gamall maður en ævi-
starf hans er ærið og sæmdi
hverjum þeim atorkumanni sem
lifði miklu lengur. En hvað sem
því líður, er hans sjálfs nú sárlega
saknað af ástvinum, vinum og
samstarfsmönnum er hann
hverfur á braut fyrir aldur fram.
Kynni okkur hófust í eðlis-
fræðiskor Háskóla Íslands þar
sem ég í aldarfjórðung kenndi
námskeið um eðlisfræði lofthjúps
jarðar. Prófdómarar hjá mér
voru ekki af verri endanum, pró-
fessorar í skorinni, ýmist Sigfús
Jóhann Johnsen jöklafræðingur
eða Þorsteinn Ingi. Ræddu þeir
og dæmdu ritgerðir og prófuðu
með mér í munnlegum prófum
nemendur mína í námskeiðinu.
Auk þessara ánægjulegu sam-
skipta við Þorstein Inga skal hér
minnast samstarfs í hópi kollega
um rannsóknir á ósoni í lofthjúpi.
Fyrir tilstilli Þorsteins Inga hafði
hópur þessi verið settur á lagg-
irnar þvert á skil sem gjarnan
eru innan og milli stofnana.
Kunnátta og gögn voru á víð og
dreif en með samvinnu í sátt og
samlyndi urðu til vísindalegar
ritgerðir í erlendum tímaritum.
Þarna kom náðargáfa Þor-
steins Inga í ljós, hæfni hans til
að fá fólk til að vinna saman og
láta lönd og leið afkáralegar hug-
myndir um landamæri og „eign-
arrétt“ á þekkingu. Sams konar
leikni við nauðsynlega fjáröflun
var á valdi Þorsteins Inga. Leik-
vangur Þorsteins Inga varð síðan
æ víðari. Sama færnin við að fá
fólk til að vinna saman birtist í
stofnun fyrirtækja og stofnana
um allt land. Verða vísast margir
til að segja frá því aðdáunarverða
framtaki Þorsteins Inga um dag-
ana.
Að lokum minnist ég með hlý-
hug komu frænda og fjölskyldu
austur í svonefndan Guðrúnar-
lund í landi Keldna á Rangárvöll-
um fyrir allmörgum árum til að
vera við afhjúpun stuðlabergs-
stöpuls til heiðurs Reynifellsætt.
Það var skemmtileg stund í fal-
legri náttúru. Með virðingu og
þökk kveð ég góðan vin og mik-
ilhæfan Íslending. Við Jóhanna
kona mín vottum Bergþóru og
allri fjölskyldunni samúð í sökn-
uði þeirra. Blessuð sé minning
Þorsteins Inga Sigfússonar.
Þór Jakobsson,
veðurfræðingur.
Þorsteinn Ingi Sigfússon var
annar tveggja Íslendinga sem
voru við nám í Cambridge-há-
skóla, er ég kom þangað haustið
1979. Fundum okkar bar fljótt
saman, rætt um hagi okkar og
verkefnin fram undan. Fann ég
skjótt, að þar var bráðgáfaður,
metnaðarfullur námsmaður, en
um leið ljúfmenni í allri viðkynn-
ingu. Hvor var við sína háskóla-
deild og garðstofnun (college),
gaman að heimsækja hann á hans
slóðir í hinum nútímalega Down-
ing College. Við áttum einnig
heimboð með konum okkar og
þau Bergþóra bæði öndvegis-
manneskjur, en námið gekk fyrir
öllu, eins og hann sagði: Það var
númer 1, 2 og 3 fyrir hann að
ljúka sinni doktorsritgerð.
Farsæll var hann í því efni og á
öllum sínum afkastamikla starfs-
ferli að námi loknu, í Danmörku
og Cambridge. Svo fljótt var hinn
nýbakaði doktor farinn að láta til
sín taka hér heima, að uppfinning
hans í tengslum við málmvinnslu
skilaði svo miklum hagnaði fyrir
járnblendifyrirtækið, að það
stofnaði í þakklætisskyni fyrir
hann prófessorsstöðu við Há-
skóla Íslands, þá fyrstu sem kost-
uð var af utanaðkomandi aðilum.
Það er mikill skaði fyrir Ísland að
missa slíkan mann fyrir aldur
fram, svo margt sem enn hefði
mátt vænta af honum.
Einnig hér heima voru brautir
okkar ólíkar, en jafnan fagnaðar-
efni þá sjaldan við sáumst og gát-
um rætt málin. Báðir vorum við
sjálfstæðismenn, en vorum á
bólu- og Icesave-árunum farnir
að hafa áhyggjur af stefnu leið-
toga okkar.
Harmur er kveðinn að öllum
sem áttu Þorstein að og kynntust
þessum mikla mannkostamanni.
Bergþóru og börnum þeirra votta
ég innilega samúð.
Jón Valur Jensson.
Þorsteinn Ingi Sigfússon var
afburðamaður og drengur góður.
Við tengdumst ævilöngum vin-
áttuböndum á æskuárum í Vest-
mannaeyjum. Hann var ári á
undan jafnöldrum sínum í skóla
og við urðum skólafélagar. Sá
strengur sem þá hnýttist milli
okkar slitnaði aldrei.
Þorsteinn var vísindalega
þenkjandi þegar í æsku og við
gerðum ýmsar tilraunir t.d. með
rafgreiningu í gömlu fiskabúri og
könnuðum virkni hinna ýmsu
efna svo nokkuð sé nefnt. Apó-
tekið reyndist okkur haukur í
horni þegar vantaði efni og
búnað. Eftir á að hyggja var
undravert það traust sem okkur
peyjunum var sýnt og víst að
sumt sem við keyptum var ekki
barnaleikföng.
Það var alltaf stutt í gaman-
semina í félagsskap okkar og
hugmyndaflugið takmarkalaust í
minningunni. Grínaktugar sögur
og teikningar, lög og textar
runnu endalaust fram. Ég man að
einu sinni vorum við heima hjá
Þorsteini og það var mikið
gaman. Sigfús faðir hans kom og
spurði: „Ætlið þið aldrei að full-
orðnast?“ Okkur þótti það dálítið
fyndið.
Á endanum urðum við full-
orðnir, fórum hvor sína leið og
stofnuðum okkar fjölskyldur.
Þótt það lengdist á milli okkar á
fullorðinsárum, eins og gjarnan
gerist, var vináttan jafn gegnheil
og hún hafði alltaf verið hvenær
sem við hittumst eða töluðum
saman.
Ég hringdi til Þorsteins fáein-
um dögum áður en hann kvaddi
og átti við hann langt samtal um
mál sem ég var að skoða. Það var
alltaf gott að fá að njóta víðtækr-
ar þekkingar hans og innsæis.
Það leyndi sér ekki í samtali okk-
ar að verkefnið sem hann hafði
nýlega tekið að sér átti hug hans
allan. Það var að búa til eldsneyti
úr gróðurhúsalofti sem gæti
gagnast t.d. fiskiskipaflotanum.
Þorsteinn Ingi nefndi að sér
þætti þetta verðugt og spennandi
viðfangsefni að fást við áður en
starfsævinni lyki. Þremur dögum
síðar var mjög óvænt klippt á lífs-
þráð æskuvinar míns.
Ég mun sakna Þorsteins Inga
og ætíð minnast hans með mikilli
væntumþykju og þakklæti. Ég
bið góðan Guð að hugga og
styrkja þau sem stóðu honum
næst, móður hans, eiginkonu,
börn og barnabörn, systkini og
allt þeirra fólk. Guð blessi minn-
ingu Þorsteins Inga Sigfússonar.
Guðni Einarsson.
Hverri kynslóð fylgja hugsuðir
og framsæknir framkvæmda-
menn, konur og karlar, sem huga
að því er getur bætt líf fjöldans
og gagnast umhverfinu. Oftar en
ekki með vísindi og víðtæka
reynslu að leiðarljósi. Stundum
eru þetta frjóir raunvísindamenn
er koma fram sem heilsteyptir
mannvinir með óþrjótandi áhuga
og elju á viðfangsefnunum og búa
yfir frumleika. Einn þessara
manna féll óvænt frá um miðjan
júlí. Þorsteinn Ingi Sigfússon var
ekki aðeins góður fræðari og
fræðimaður í sinni grein, heldur
einnig stjórnandi og frumkvöðull
á mörgum sviðum. Það sem hann
ekki komst yfir að sinna, fól hann
öðrum með sérstökum hæfileik-
um leiðbeinandans eða stuðn-
ingsmanns og hafi gott lag á að
ýta undir góðar hugmyndir, helst
alla leið til framkvæmda. Af þess-
um sökum gekk honum vel að
kenna eðlisfræði, þá mikilvægu
grunngrein, þess vegna var hann
valinn til að vera í forystu fyrir
nýrri Nýsköpunarmiðstöð Ís-
lands og öllu hennar mikilvæga
og farsæla starfi og þess vegna
voru honum veitt eftirsótt alþjóð-
leg verðlaun fyrir framsýnt
brautryðjandastarf við nýtingu
vetnis sem orkugjafa.
Mikil söknuður er að Þorsteini
Inga gengnum jafn skyndilega og
raun ber vitni, glaðbeittum en
hógværum og viðmótsþýðum en
föstum fyrir. Áberandi persónu-
leiki var hann hvar sem var og
góður vinur vina sinna.
Ég átti þess kost að vinna með
honum að ýmsu og þá sérstak-
lega mörgum fræðandi innslög-
um í sjónvarpsþætti um vísindi
og nýsköpun. Þar kom vel fram
fundvísi hans á ögrandi og oft
mjög nytsöm verkefni og hæfi-
leiki hans til að koma flóknu efni
til skila, jafnvel sjá listrænt sjón-
arhorn til þess að horfa úr og
bæta í blöndu fróðleiks og
skemmtunar.
Ég sendi innilegar samúðar-
kveðjur til fjölskyldu Þorsteins
Inga, vina, vinnufélaga og allra
vandamanna. Mæli þar einnig
fyrir munn samstarfsmanns
míns, Valdimars Leifssonar, við
heimildamynda- og sjónvarps-
þáttagerð.
Ari Trausti Guðmundsson.
Við kynntumst Þorsteini Inga
Sigfússyni sem annars árs eðlis-
fræðinemar við Háskóla Íslands,
en hann hafði verið tilnefndur
sem „mentor“ annars okkar, eins
og tíðkaðist í þá daga. Þorsteinn
reyndist vera sérlega jákvæður
og hvetjandi og lumaði á sumar-
verkefnum sem tengdust ís-
lensku atvinnulífi. Þar má til
dæmis nefna rannsókn á íslensk-
um æðardún sem var hressandi
tilbrigði við grunnnám í eðlis-
fræði. Svo varð úr að við tókum
bæði meistaraverkefni með Þor-
stein sem leiðbeinanda, enda
SJÁ SÍÐU 20
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
Heittelskaður eiginmaður minn og besti
vinur, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ÓLAFUR JÓNSSON,
fv. sérfræðingur Landsbanka og
áður verkstjóri,
Áslandi 2, Mosfellsbæ,
lést á krabbameinsdeild Landspítalans 11E
23. júlí. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík 31. júlí
klukkan 11.
Kristín Sæunnar Sigurðardóttir
Sæunn Ólafsdóttir Benedikt Arnarson
Iðunn Ólafsdóttir Árni Valur Skarphéðinsson
Ólöf Rún Árnadóttir, Skarphéðinn Stefán Árnason,
Ríkharður Rafn Árnason, Þula Guðrún Árnadóttir,
Baldur Benediktsson og Freyja Benediktsdóttir
Ástkær faðir okkar og kær vinur,
COLIN GEORGE LLOYD,
lést í Brákarhlíð, Borgarnesi,
miðvikudaginn 24. júlí.
Anne Lloyd
Richard Lloyd
Caroline Lloyd
James Lloyd
Ólafur Vignir Sigurðsson Inga Fanney Jónasdóttir
Okkar kæri,
ÞÓRIR HELGASON
læknir,
er látinn.
Fyrir hönd ástvina,
Auður Jónsdóttir
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
KOLBRÚN LILJA
SIGURBJÖRNSDÓTTIR,
húsmóðir og verkakona,
Silfurgötu 18b, Stykkishólmi,
lést á heimili sínu mánudaginn 22. júlí.
Útför hinnar látnu fer fram fimmtudaginn 1. ágúst klukkan 14
frá Stykkishólmskirkju.
Henry Ólafsson
Díana H. Fjölnisdóttir
Sófus K. Henrysson
Sigurbjörg A. Henrysdóttir
Bjarni J.M. Henrysson
tengdabörn, barnabörn
og langömmubörn
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
HÖRÐUR GUÐMUNDSSON,
Holtsgötu 19,
Hafnarfirði,
lést á hjartadeild Landspítalans föstudaginn
26. júlí.
Jóhanna Gunnlaugsdóttir
Gunnlaugur Harðarson
Guðrún Harðardóttir Pétur Einarsson
Jóhanna Harðardóttir Stefán Sigurðsson
og fjölskyldur
Okkar yndislegi sonur og bróðir,
STEINAR PÁLL INGÓLFSSON,
Lóuhrauni 1, Hafnarfirði,
varð bráðkvaddur á heimili sínu 26. júlí.
Útförin verður auglýst síðar.
Sif Jóhannesdóttir Ingólfur Arnarson
Þorbjörg Hekla, Jón Örn og Helgi Valur