Morgunblaðið - 30.07.2019, Síða 25
ÍÞRÓTTIR 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 2019
Sími: 411 5000 • www.itr.is
Fyrir líkama og sál
Laugarnar í Reykjavík
Frá
morgnifyrir alla
fjölskylduna
í þínu
hverfi t i l kvölds
Eitt af því skemmtilega sem
ég gerði í góðu sumarfríi sem nú
er lokið var að taka þátt í Polla-
móti Þórs í byrjun þessa mán-
aðar. Ég held að þetta hafi verið í
32. sinn sem mótið er haldið en
þarna gefst foreldrum strákanna
á N1-móti KA-manna, sem og
öðru fullorðnu fótboltafólki, kær-
komið tækifæri til að sprikla á
ilmandi grasi í akureyrskri blíðu.
Ég gæti skrifað hérna lang-
an pistil um verðskuldaðan sigur
míns liðs á mótinu, ef okkur
hefði bara tekist að vinna. Það
sem reyndist okkur erfiðast var
annars vegar að skora framhjá
handknattleiksmanninum Oddi
Gretarssyni, sem einhvern veg-
inn tókst að halda markinu
hreinu þegar hann hefði auðvit-
að frekar átt að vera að hvíla sig
fyrir komandi átök í efstu deild í
Þýskalandi.
Hins vegar var það svo að
verjast „herra Fjölni“, Gunnari
Má Guðmundssyni, sem klíndi
(óverðskuldaðri) aukaspyrnu
upp í samskeytin og skoraði
raunar bæði mörkin í 2:1-sigri á
okkur í 8-liða úrslitum. Lið hans,
hið fornfræga Vængir Júpíters,
vann Polladeildina en Græna
þruman vann Skvísudeildina.
Alls voru 60 lið skráð til
leiks á Pollamótinu í ár og keppt
í þremur karladeildum og þrem-
ur kvennadeildum. Þarna mátti
sjá margar góðar og þekktar
kempur sýna mislipra takta, eins
og hefð er fyrir. Ákveðnum há-
punkti var sjálfsagt náð árið
2014, þegar sjálfur Eiður Smári
Guðjohnsen lét ljós sitt skína. Þá
voru jú enn tvö ár í að hann spil-
aði á EM.
Samt finnst mér eins og
margir úr heimi bumbuboltans
viti ekki af þessu stórskemmti-
lega móti og því kannski vert að
láta vita af því á þessum síðum
upp á komandi ár.
BAKVÖRÐUR
Sindri Sverrisson
sindris@mbl.is
Fyrirætlanir tóku breytingum
Guðni segir að í vinnslu sé að
styrkja leikmannahópinn hjá ÍR.
Menn hafi gert áætlanir eftir að
síðasta tímabili lauk en þær hafi tekið
breytingum nokkrum sinnum eftir
því sem fleiri leikmenn hafa yfirgefið
félagið.
„Við erum komin með ágæta áætl-
un eins og er. Nú snýst þetta um að
finna réttu leikmennina. Varðandi þá
erlendu leikmenn sem við ætlum að
ná í skiptir ekki öllu máli hvort þeir
koma í næstu viku eða eftir þrjár til
fjórar vikur. Aðalatriðið er að ná í
réttu leikmennina. Okkur vantar tvo
til þrjá leikmenn,“ sagði Guðni í sam-
tali við Morgunblaðið. Efsta deild
karla var geysilega sterk á síðasta
tímabili og ekki er útlit fyrir annað
næsta vetur. ÍR fór í úrslit en tapaði
2:3 fyrir KR og komst í undanúrslit í
bikarnum. Auk þess fór ÍR í undan-
úrslit Íslandsmótsins í fyrra en tapaði
þá fyrir Tindastóli. Eins og útlitið er
akkúrat núna gæti orðið erfitt fyrir
ÍR-inga að komast í úrslitakeppnina
ef horft er á leikmannahópa liðanna.
Keppni í úrvalsdeildinni 2019-20
hefst fimmtudaginn 3. október og ÍR
byrjar þar á heimaleik gegn Njarð-
víkingum í Seljaskóla.
ÍR setur saman nýtt lið
Silfurlið ÍR hefur orðið fyrir blóðtöku í sumar Flestir lykilmannanna eru
farnir Líklegast að fyllt verði í skörðin með erlendum leikmönnum
Morgunblaðið/Hari
Þjálfarinn Borche Ilievski hefur sýnt hæfni sína hjá ÍR og stendur nú frammi fyrir áskorun.
KÖRFUBOLTI
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
ÍR, silfurliðið á Íslandsmóti karla í
körfuknattleik, hefur þurft að sjá á
bak mörgum öflugum leikmönnum í
sumar. Raunar má kalla þá lykil-
menn í liðinu á síðasta tímabili. Matt-
hías Orri Sigurðarson fór aftur í KR,
Sigurður Gunnar Þorsteinsson fór
utan, hinn efnilegi Hákon Orri
Hjálmarsson fór í háskólanám í
Bandaríkjunum og fyrirliðinn Sig-
urkarl Róbert Jóhannesson tilkynnti
á dögunum að hann ætlaði að taka
sér frí frá körfunni.
ÍR hefur fengið til sín einn leik-
mann, bakvörðinn Arnór Her-
mannsson frá Breiðabliki, en Arnór
er bróðir Martins landsliðsmanns
hjá Alba Berlín. Er hann uppalinn í
KR en fór til Breiðabliks í fyrra og
skoraði liðlega sjö stig að meðaltali
og gaf að jafnaði fjórar stoðsend-
ingar.
Morgunblaðið sló á þráðinn til
Guðna Fannars Carrico, formanns
körfuknattleiksdeildar ÍR, og spurði
hann út í gang mála varðandi leik-
mannahóp ÍR. Guðni sagðist bjart-
sýnn á að ÍR myndi tefla fram góðu
liði í vetur en úr því sem komið væri
yrðu erlendu leikmennirnir í liðinu
væntanlega fleiri en þeir voru síðasta
vetur.
Óvissa með Robinson
ÍR tefldi fram þeim Gerald Rob-
inson og Kevin Capers seinni hluta
vetrar. Guðni sagði að ÍR hefði rætt
við Robinson en ekki væri ákveðið
hvort hann myndi semja við liðið á
ný. Það væri allt opið.
Ekki var að heyra á Guðna að ÍR
hefði verið í sambandi við Capers í
sumar en samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins hafði Capers hug á
að reyna fyrir sér í stærri deild en
þeirri íslensku þegar tímabilinu lauk
hér snemma sumars. Capers var
misjafn í leik sínum í deildakeppn-
inni en eftir að hann fann taktinn í
úrslitakeppninni fór hann á kostum.
Knattspyrnumarkvörðurinn Jökull Andrésson hefur
fengið úthlutað treyjunúmeri hjá enska B-deildarliðinu
Reading fyrir komandi tímabil. Hann verður númer 40
og stefnir í að hann verði í hlutverki þriðja markmanns
og því hluti af aðalliðinu.
Samkvæmt númeralista Reading sem opinberaður var
um helgina eru tveir markverðir á listanum fyrir utan
Jökul; Sam Walker og Joao Virgínia, sem er á láni frá
Everton. Jökull spilaði meðal annars æfingaleik gegn
spænska stórliðinu Sevilla fyrr í mánuðinum og vakti at-
hygli fyrir góða frammistöðu.
Jökull, sem er 17 ára, skrifaði undir nýjan atvinnu-
mannasamning við Reading fyrir ári en hafði þá æft með liðinu meira og
minna frá árinu 2014. Bróðir hans, Axel Óskar Andrésson, gekk þá í raðir
Reading, en hann yfirgaf félagið undir lok síðasta árs. Jökull var lánaður
til F-deildarliðsins Hungerford snemma á síðasta tímabili, en meiddist illa
og spilaði svo með unglingaliðum Reading til vors. yrkill@mbl.is
Jökull nú þriðji hjá Reading
Jökull
Andrésson
Knattspyrnudómarinn Þorvaldur
Árnason verður í eldlínunni á Möltu
á fimmtudag þegar hann dæmir
leik í 2. umferð undankeppni Evr-
ópudeildar UEFA.
Þorvaldur verður við stjórn í leik
Gzira United, frá Möltu, og FK
Ventspils, frá Lettlandi. Ventspils
vann fyrri leikinn á heimavelli 4:0.
Aðstoðardómarar með Þorvaldi
verða þeir Jóhann Gunnar Guð-
mundsson og Birkir Sigurðarson.
Þá er Ívar Orri Kristjánsson fjórði
dómari leiksins. yrkill@mbl.is
Dæmir í Evr-
ópudeildinni
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Dómari Þorvaldur Árnason verður
með flautuna á Möltu á fimmtudag.