Morgunblaðið - 30.07.2019, Side 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 2019
Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík 414 84 00 www.martex.is
Góð þjónusta
byrjar með
flottum fatnaði.
Fatnaður fyrir fagfólk
» Jóhann Kristinsson barítón og Ammiel Bushakevitz píanóleikari fluttu
sönglög eftir Franz Schubert á stofutónleikum á Gljúfrasteini um helgina.
Fullt var út úr dyrum og komust færri að en vildu. Jóhann syngur næst á
Íslandi þegar Ungsveit SÍ flytur 9. sinfóníu Beethovens í september.
Sönglög eftir Franz Schubert flutt á stofutónleikum á Gljúfrasteini um helgina
Morgunblaðið/Hari
Nálægð Jóhann Kristinsson og Ammiel Bushakevitz nutu nálægðarinnar við áheyrendur í stofunni á Gljúfrasteini.
Uppselt Fullt var út úr dyrum og komust færri að en vildu.
Fegurð Áheyrendur nutu fagurrar tónlistar í fallegu umhverfi.
Viðbjóður er fyrsta orðiðsem kemur upp í huganneftir lestur á sakamálasög-unni Lasarusi eftir Lars
Kepler. Spennan er að vísu mikil en
ofbeldið á sér engin takmörk.
Joona Linna stendur fyrir hið
góða, en vandamálið er að fyrrver-
andi rannsókn-
arfulltrúinn, sem
er reyndar
óbreyttur lög-
reglumaður í
byrjun, er ekki
tekinn alvarlega.
Viðvaranir hans
eru virtar að vett-
ugi og því fer sem
fer.
Sagan byrjar á rólegum nótum til
þess að gera, lík finnst í Ósló og þar
er tenging við Joona Linna.
Skömmu síðar finnst raðmorðingi
myrtur í Rostock og aftur er Joona
Linna nefndur til sögunnar. Síðan
leiðir eitt af öðru hér og þar og ekki
verður sagt að lýsingar á ofbeldis-
verkum höfði til góðhjartaðs fólks.
Þvert á móti og hætt er við að ein-
hverjir eigi erfitt með svefn eftir að
lesa annan eins hrylling.
Sagan hverfist um eltingarleik
morðingja við lögreglu og öfugt.
Þeir sem komast lengst í afbrot-
unum, vita sínu viti, eru alltaf skrefi
á undan yfirvaldinu og hugsa marga
leiki fram í tímann. Lögreglan er
nánast ráðþrota nema hvað Joona
gerir sér grein fyrir hvað hangir á
spýtunni. Það er samt ekki nóg, því
hefnd brotamanna nær út fyrir líf og
dauða og þegar einn sleppir keflinu
tekur annar við því.
Enginn er óhultur fyrir glæpa-
mönnunum og jafnt börn sem full-
orðnir fá að finna fyrir því. Mistök
eru dýrkeypt og þótt varnir séu efld-
ar finna hrottarnir alltaf leiðir inn
fyrir þær. Spennan magnast og í
raun er ekki útséð hvernig allt endar
þótt sagan sé búin.
Sagan er vel upp byggð og helstu
persónur eru lýsandi fyrir það sem
þær standa fyrir. Ofbeldið er hins
vegar svo mikið, öfgafullt og ofsa-
fengið, eins og áhersla er lögð á í
bókinni, að erfitt er að horfast í augu
við það. Enda sitja margir sárir eft-
ir.
Hjónin Lars Kepler er listamannanafn hjónanna Alexandra Coelho
Ahndoril og Alexander Ahndoril. Ofbeldið er mikið í þessari nýju sögu.
Öfgafullt og
ofsafengið ofbeldi
Spennusaga
Lasarus bbbbn
Eftir Lars Kepler.
Eyrún Edda Hjörleifsdóttir þýddi.
JPV útgáfa 2019. Kilja, 566 bls.
STEINÞÓR
GUÐBJARTSSON
BÆKUR
Nýjasta kvikmynd Quentins Tarant-
inos, Once Upon a Time … in Holly-
wood, hefur slegið fyrri miða-
sölumet leikstjórans. Myndin var
frumsýnd vestanhafs um nýliðna
helgi og seldust í Bandaríkjunum og
Kanada frá fimmtudegi til sunnu-
dags miðar fyrir samtals 40,4 millj-
ónir Bandaríkjadala sem eru tæpir
fimm milljarðar ísl. kr.
Met leikstjórans fram til þessa var
Inglourious Basterds frá 2009, en
fyrsta sýningarhelgi þeirrar mynd-
ar vestanhafs skilaði 38,1 milljón
dala. Þess má geta að Once Upon a
Time … in Hollywood var þó aðeins
önnur mest sótta mynd nýliðinnar
helgar, því The Lion King (sem
frumsýnd var um þarsíðustu helgi)
skilaði 75,5 milljónum dala.
Tarantino slær fyrra miðasölumet sitt frá 2009
AFP
Gleðifréttir Brad Pitt, Margot Robbie og
Leonardo DiCaprio á frumsýningunni.