Morgunblaðið - 30.07.2019, Page 32

Morgunblaðið - 30.07.2019, Page 32
Kvartett píanóleikarans Söru Mjall- ar Magnúsdóttur leikur á Kex host- eli í kvöld kl. 20.30. Kvartettinn skipa, auk Söru, Óskar Guðjóns- son á saxófón, Valdimar Ol- geirsson á kontrabassa og Matthías Hemstock á tromm- ur. Flytja þau vel valin djasslög sem flest eiga uppruna sinn í Skandinavíu, auk tónlistar Söru. Aðgangur er ókeypis. Kvartett Söru Mjallar á Kex hosteli í kvöld ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 211. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Þegar átta umferðir eru eftir eru KR-ingar með tíu stiga forskot á toppi úrvalsdeildar karla í knatt- spyrnu. Breiðablik tapaði fyrir Vík- ingi R. í gærkvöld og tókst ekki að minnka forskotið niður í sjö stig. Þá hafa nýliðar HK ekki tapað í fjórum leikjum í röð, gerðu jafntefli við Stjörnuna og hindruðu Garðbæinga frá því að jafna Blika að stigum í öðru sætinu. »26-27 Blikum mistókst að minnka forskot KR ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM ÍR-ingar þurfa að setja saman nýtt karlalið í körfubolta fyrir komandi keppnistímabil. Þeir fengu silfur- verðlaunin á síðasta Íslandsmóti en nú er nánast allt byrjunarliðið horf- ið á braut og Breiðhyltingar eru að leita að mönnum til að fylla í skörð- in. Formaður körfuknatt- leiksdeildar ÍR seg- ist bjartsýnn á að félagið geti teflt fram góðu liði í vetur, ágæt áætl- un sé fyrir hendi og nú snúist málið um að finna réttu leikmennina. Lík- legt er að ÍR þurfi aðallega að leita sér að liðsauka að utan. »25 ÍR þarf að setja saman nýtt lið fyrir veturinn Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Sá sem tekur á móti vegfarendum þegar komið er Kaldadal að Húsafelli í Borgarfirði er Johann Sebastian Bach. Svipmótið er auðþekkt í högg- mynd Páls Guðmundssonar sem er á stórum steini í vegbrún. „Ég held mikið upp á Bach og spila hann oft; sellósvítuna og hina frægu prelúdíu í B-dúr. Sem tónskáld er Bach stór á alla mælikvarða og hann gefur mér endalausan kraft,“ sagði Páll á Húsa- felli þegar Morgunblaðið tók á honum hús á dögunum. Tíu metra hljóðfæri Við Húsafellskapellu er nú orðinn til áhugaverður listastaður með mörgum fallegum verkum. Sjá má alls konar svipi og andlit sem Páll hefur meitlað og höggvið í steinana í garðinum sem umluktur er hlöðnum vegg. Verið er að reisa byggingar á svæðinu, en þar eru fyrir gamalt fjós sem Páll hefur gert að listasafni og skammt frá því pakkhús, sem áður stóð í Englendingavík í Borgarnesi. Í byggingunni er nú að finna stein- hörpu Páls, en af mörgu eftirtektar- verðu sem hann hefur skapað sem listamaður ber hörpuna hvað hæst. „Harpan verður stöðugt stærri. Fyrir hvert nýtt verkefni eða tónleika safna ég nýjum steinum og bæti við hljóðfærið sem nú er orðið um það bil tíu metra langt,“ segir Páll þegar hann sýnir hljóðfærið. Í tímans rás hefur Páll leitað uppi og fundið í nær- umhverfi sínu líparítflísar sem tóna má finna úr. Í vinnustofunni eru þær lagðar á tréstokk með dúk á brík- unum og þegar á þær er slegið með sleglunum má heyra hina fegurstu músík. Er hver flís einn tónn í þriggja og hálfrar áttundar hljóðfæri. Stutt á milli listgreina Fyrst var leikið á steinhörpuna ár- ið 2001, það var í listasafni Ásmundar Sveinssonar í Reykjavík. Seinna var leikið á hörpuna þegar Sigur Rós flutti Hrafnagaldur Óðins – og sömu- leiðis hefur Páll spilað á hana í Bar- bican-listamiðstöðinni í Lundúnum, í Þrándheimi í Noregi, í París og víðar. Það síðasta voru tónleikar með Kammerkór Suðurlands í Hafnar- borg í Hafnarfirði í síðasta mánuði. Þar söng kórinn undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar,sem einnig kom að tóngerð þeirra 10 laga sem Páll lék á tónleikunum. „Samstarf okkar Hilmars Agnars er gjöfult og gott. Við störfum í sam- hug. Höggmyndagerð og teikning hefur verið mitt helsta viðfangsefni síðan ég var fimmtán ára eða svo – og svo er tónlistin alltaf meðfram. Er góð hvíld frá myndlistinni, en hver sem listgreinin annars er þá er alltaf stutt á milli þeirra og tilgangurinn alltaf sá að gleðja og skapa,“ segir Páll í Húsafelli. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Tónlist Með sleglunum slær Páll Guðmundsson á Húsafelli flísar steinhörpunnar, sem hver hefur sinn töfrandi tón. Steinharpan stækkar  Tíu metra hljóðfæri í Húsafelli  Páll myndhöggvari reynir við mörg listform  Gleði og sköpun er tilgangur Morgunblaðið/Sigurður Bogi Höggmynd Bach á Kaldadal.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.