Morgunblaðið - 31.07.2019, Síða 2

Morgunblaðið - 31.07.2019, Síða 2
 Framkvæmdastjóri SVÞ segir tugi tonna á leiðinni  Ráðherra sendi mál varðandi innflutning lambahryggja aftur til ráðgjafanefndar  Kjötviðskipti milli afurðastöðva algeng, segir forstöðumaður Guðni Einarsson gudni@mbl.is Tugir tonna af erlendum lamba- hryggjum eru á leið til landsins og gætu mögulega komið í búðir í næstu viku, að sögn Andrésar Magnússonar, framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ). Hann sagði að þegar ráð- gjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara lagði til við ráð- herra að gefinn yrði út tímabund- inn innflutningskvóti á lækkuðum tollum til að bregðast við skorti á innlendum lambahryggjum og hryggjarsneiðum hafi fyrirtæki innan SVÞ pantað þessar vörur frá erlendum birgjum. „Þær vörur eru á leiðinni vegna þess að það hefur aldrei gerst í sögu ráðgjafanefndarinnar að ákvörðun hennar hafi verið aftur- kölluð,“ sagði Andrés. Hann sagði að samkvæmt búvörulögum gegni nefndin sjálfstæðu hlutverki. Hlut- verk ráðherrans sé eingöngu að ganga úr skugga um að nefndin hafi sinnt rannsóknarskyldu sinni. „Við höfum ekki nokkra ástæðu til að ætla annað en að nefndin hafi gegnt sínu hlutverki og í því ljósi töldum við ekkert því til fyrirstöðu að fyrirtækin færu að búa sig undir innflutning á þessari vöru,“ sagði Andrés. Skortur hjá tveimur birgjum Kristján Þór Júlíusson, sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur óskað eftir því að ráðgjafa- nefndin endurmeti hvort þörf sé á því að opna tollkvóta á lamba- hryggjum í ljósi nýrra upplýsinga sem nefndinni bárust frá framleið- endum. Nefndinni ber að skila nið- urstöðu í þess- ari viku. Þetta kom fram í fréttatilkynn- ingu frá at- vinnuvega- og nýsköpunar- ráðuneytinu í gær. Andrés sagði að þessi ákvörð- un ráðherrans komi SVÞ í opna skjöldu. „Þegar ráðgjafanefndin var að undirbúa málið eftir síðasta erindi frá okkur hafði hún samband við alla aðila til að kanna birgðastöðu, lögum sam- kvæmt,“ sagði Andrés. „Nefndin fékk þær upplýsingar að það væri skortur á lambahryggjum hjá að minnsta kosti tveimur birgjum. Lögin segja að það þurfi að vera skortur hjá minnst tveimur birgj- um til að opnir tollkvótar verði heimilaðir. Það var gefinn fjögurra virkra daga frestur á þriðjudag í síðustu viku til að gera athuga- semdir við þetta. Fresturinn rann út á mánudag. Samkvæmt upplýs- ingum sem við höfum voru engar athugasemdir komnar áður en fresturinn rann út. Við höfum upp- lýsingar um að ein afurðastöð, Kaupfélag Skagfirðinga (KS), hafi keypt lambahryggi frá Fjallalambi á Kópaskeri og sent inn nýja til- kynningu á mánudag. Á grundvelli þess telji ráðherra sér skylt að biðja nefndina að endurmeta stöð- una.“ Fengu hryggi frá Fjallalambi Ágúst Andrésson, forstöðumaður Kjötafurðastöðvar KS, sagði að ráðgjafanefndin sendi sláturleyfis- höfum reglulega fyrirspurnir um birgðastöðu. Fyrr í júlí hafi KS svarað því að þeir ættu nóg af af- urðum úr hrygg en heilir hryggir væru búnir. „Mörg undanfarin ár höfum við keypt lambakjöt, m.a. hryggi og framparta, af öðrum slát- urleyfishöfum til að uppfylla þarfir okkar viðskiptavina. Við töldum okkur vera með samkomulag við Fjallalamb um að þeir myndu láta okkur fá það af hryggjum sem þeir gætu. Eftir að ég svaraði þessu bréfi bárust okkur tvö tonn af hryggjum frá Fjallalambi,“ sagði Ágúst. Hann sagði að það skýri breyttar birgðir af hryggjum á milli kannana ráðgjafanefndarinn- ar. Í tilkynningu ráðuneytisins segir að frá því í vor hafi ráðgjafanefndin fengið tilkynningar um skort á lambahryggjum frá dreifingaraðil- um. „Hinn 22. júlí síðastliðinn fékk nefndin upplýsingar sem bentu til þess að það stefndi í skort hjá stórum hluta framleiðendanna sem ýmist voru búnir að tæma sínar birgðir, áttu lítið eftir eða gátu ekki annað dreifingu með góðum hætti. Til að tryggja framboð á vörunni til neytenda lagði nefndin til við ráðherra að felld yrði niður inn- flutningsvernd á lambahryggjum tímabundið, eða frá 29. júlí fram til 30. ágúst 2019. Áður en ráðherra tók afstöðu til tillögu nefndarinnar fékk nefndin upplýsingar um breytta birgðastöðu framleiðenda sem kunna að hafa áhrif á hvort lagaskilyrðum fyrir opnun tollkvóta sé fullnægt.“ Lambahryggir eru á leið til landsins Ágúst Andrésson Kristján Þór Júlíusson Andrés Magnússon 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 2019 VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Einnig mikið úrval varahluta í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum, ásamt úrvals viðgerðarþjónustu. Kerrur frá Ifor Williams í öllum stærðum og útfærslum Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. og eiginmaður þeirrar yngstu fylgdi sinni konu. Gréta sagði að mamma hennar skilji færeyskuna vel en henni hætti til að blanda aðeins saman íslensku og færeysku þegar hún talar við landa sína, enda sé það ekki óeðli- legt eftir 74 ára dvöl á Íslandi. Gestirnir voru upp undir fjörutíu talsins. Kristín á frænku suður í Hafnarfirði og tveir synir hennar komu í afmælið en frænkan er stödd í Færeyjum þessa dagana. Einnig komu fimm gestir frá Færeyjum. Það eru þrjár syst- urdætur Kristínar, mágkona þeirra Guðni Einarsson gudni@mbl.is Maren Kristín Þorsteinsson, dag- lega kölluð Kristín, hélt upp á 100 ára afmælið sitt í gær. Hún fæddist 30. júlí 1919 á Sandi í Sandey í Færeyjum. Faðir hennar var Har- ald Johan Jensen og móðir hennar Marin Margretha Petersen Jensen, kölluð Greta. Langlífi er í ættinni og náði móð- ir Kristínar 98 ára aldri, föð- urbróðir hennar varð 100 ára, amma hennar varð 94 ára og systir Kristínar er orðin 92 ára, að því er fram kom á Facebook-síðunni Langlífi. Kristín kom til Íslands árið 1945 til að vinna á Vífilsstöðum þegar berklarnir geisuðu á Íslandi. Hún hafði þá starfað á sjúkrahúsinu í Þórshöfn í Færeyjum. Síðar vann hún á Kleppsspítala og starfaði svo lengi á Landspítalanum. Hún giftist Kjartani Þorsteins- syni leigubílstjóra árið 1948. Hann lést árið 1970. Þau bjuggu lengi við Miklubraut í Reykjavík. Dóttir þeirra er Gréta og ber hún nafn móðurömmu sinnar. Aðeins einn annar Íslendingur fæddur í Færeyjum hafði áður náð 100 ára aldri og það gerðist árið 2003. Kát og frísk í afmælinu Haldið var upp á afmæli Krist- ínar í gær á Grund, dvalar- og hjúkrunarheimili, við Hringbraut í Reykjavík, þar sem Kristín býr. „Hún var mjög kát í afmælinu,“ sagði Gréta Kjartansdóttir, dóttir Kristínar. „Það kom fólk sem hún hafði ekki séð í dálítinn tíma. Hún gat alveg fylgst með hver var hvað og spjallað við fólkið. Henni leið bara mjög vel og var vel frísk.“ Kristín kom frá Fær- eyjum fyrir 74 árum  Vel frísk og hélt upp á 100 ára afmælið í gær Ljósmynd/Aðsend 100 ára Maren Kristín Þorsteinsson var kát og glöð í afmælinu í gær. Steinþór Skúlason, forstjóri SS, segir Andrés Magnússon, framkvæmda- stjóra SVÞ, hafa farið með rang- færslur í tengslum við umræðu um framboð á lambahryggjum hér á landi, en Andrés sagði 15-20% framleiðslu lambahryggja hafa verið flutt út á kíló- verðinu 900 krónur, en smásöluversl- unum hefðu boðist hryggir á 1.600- 1.800 krónur. Í skriflegri yfirlýsingu segir Steinþór að útfluttir hryggir séu fyrst og fremst svokallaðir spánar- hryggir, þ.e. stykki sem nær frá herð- um, aftur á mjöðm og niður á síðuna. „Þyngd þessa stykkis er rúmlega tvöföld þyngd á hrygg og því fráleitt að bera saman verðið á spánarhryggjum og venjulegum íslenskum hryggjum,“ segir Steinþór. Spánarhryggir séu af skrokkum sem eru 12-15 kíló, en inn- lendur markaður vilji ekki venjulega hryggi úr svo litlum skrokkum. Andrés sagði SS hafa hafnað við- skiptum við tvö stærstu matvöruversl- unarfyrirtæki landsins. „Þetta er ósanngjörn ásökun. SS á nóg af öllum SS-vörum sem hafa verið í vöruvali þessara verslanakeðja og innihalda hrygg og mun eiga til hausts,“ skrifar Steinþór. Hefðu þessir aðilar samið við SS að hausti um tiltekið magn lamba- kjöts væri það tekið frá fyrir þá aðila. „Ef hins vegar þessir aðilar hafa val- ið að skipta við aðra en SS með hryggi og vilja svo að vori eða sumri kaupa magn sem aðrir geta ekki afgreitt, þá liggur SS að sjálfsögðu ekki með aukalager upp á von og óvon af hryggjum eða öðrum pörtum lamba- kjöts.“ Vandinn sé því að kaupendur hafi ekki skipulagt innkaup að hausti, er ráðstöfun framleiðslu afurðastöðva er ákveðin. Þá segir Steinþór það al- rangt og „mjög alvarlega ásökun“ að afurðastöðvar hafi „með sameig- inlegum hætti“ ákveðið útflutning hryggja til að skapa skort. „Fram hef- ur komið að SS á nóg af hryggjum en sumar afurðastöðvar minna. Ef hug- mynd Andrésar er sú að SS hafi látið aðrar afurðastöðvar flytja út hryggi á lágu verði, sem þær lenda svo í skorti með, til að SS geti hækkað verð á sín- um birgðum þá sér hver barna- skólakrakki hvaða vit er í þeim mál- flutningi.“ jbe@mbl.is Segir Andrés hafa farið með rangt mál

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.