Morgunblaðið - 31.07.2019, Side 10

Morgunblaðið - 31.07.2019, Side 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 2019 Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Amerísk heimilistæki rafvorur.isRAFVÖRUR ehf Þvottavélar og þurrkarar sem taka 10-17 kg ER BROTIÐ Á ÞÉR? Slys valda heilsutjóni og þjáningum. En það er ekki síður sárt þegar starfsorkan skerðist og áætlanir um framtíðina bregðast. Því fylgir óvissa og áhyggjur. Ef þú hefur orðið fyrir slysi þá skaltu hafa samband við Bótarétt sem fyrst. Það kostar ekkert að kanna málið. Við metum stöðu þína og skoðum síðan málin ofan í kjölinn. Þú getur látið þér batna á meðan við sækjum rétt þinn. HRINGDU Í BÓTARÉTT Í SÍMA 520 5100 OG ÞÚ FÆRÐ ÞITT. botarettur.is Fiskidagurinn mikli verður haldinn hátíðlegur á Dalvík þarnæstu helgi. Í ár verður hann ekki haldinn sama dag og hinsegin gangan í Reykjavík, líkt og verið hefur undanfarin ár, en af því tilefni verða hinsegin dagar hafðir í heiðurssessi á hátíðinni. Því til marks var máluð regnbogagata á Dalvík í Sunnutúni og Martröð sem er með- fram sjónum. Júlíus Júlíusson, framkvæmda- stjóri fiskidagsins mikla, segir að há- tíðin hafi ávallt stuðlað að náunga- kærleik. „Hinsegin dagar eru heiðursgestir hjá okkur í ár en ramminn utan um hátíðina er með sama sniði og áður,“ segir Júlíus. Hann segir að um leið og upp hafi komið að hinsegin gangan yrði viku seinna en vant er hafi strax verið ákveðið að bjóða hinsegin dög- um til Dalvíkur. Fiskidagurinn hefst laugardaginn 10. ágúst klukkan 10.30 og stendur yfir allan daginn. Þá er fram undan matardagskrá sem mun halda gest- um og gangandi söddum, með 25 rétta matseðli. Allir geta smakkað matinn og borðað allan daginn til klukkan 17 og ekkert kostar inn á há- tíðina. „Fiskidagurinn mikli og hinsegin dagar hafa verið á sama degi í 19 ár. Við höfum aldrei verið í neinni sam- keppni, hátíðirnar hafa alltaf vitað af hvor annarri. Friðrik Ómar hefur í tvö skipti mætt á báðar hátíðirnar, komið og sungið hér og farið síðan suður, og öfugt. Í rauninni höfum við alltaf verið að stuðla að náungakærleik og við hefj- um hátíðina á því að allir knúsast, við leggjum þannig línurnar fyrir hátíð- ina,“ sagði hann. Regnbogagata Fiskidagurinn mikli verður haldinn hátíðlegur þarnæstu helgi. Hinsegin dagar verða í heiðurssessi í Dalvík á hátíðinni þetta árið. Regnbogagata og náungakær- leikur á Fiskideginum mikla Dalvík Ljósmynd/Haukur Snorrason Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Mikil spenna er meðal Ís-lendinga vegna heims-leikanna í crossfit semhefjast á morgun fimmtudag en leikarnir eru haldnir dagana 1. til 4. ágúst í Madison í Wis- consin-ríki í Bandaríkjunum. Sex Íslendingar keppa í opnum flokkum á heimsleikunum, fimm kon- ur og einn karl. Keppendurnir eru Katrín Tanja Davíðsdóttir, Ragnheið- ur Sara Sigmundsdóttir, Annie Mist Þórisdóttir, Björgvin Karl Guðmunds- son, Oddrún Eik Gylfadóttir og Þur- íður Erla Helgadóttir. Fleiri Íslendingar munu þó taka þátt í leikunum en Brynjar Ari Magn- ússon keppir í aldursflokknum 14-15 ára, Sigurður Þrastarson og Stefán Helgi Einarsson keppa í aldurs- flokknum 35-39 ára og Hilmar Harð- arson tekur þátt í flokki 60 ára og eldri. Tvöfaldir heimsmeistarar Annie Mist er reyndasti crossfit- keppandi Íslands í ár en hún er að keppa á heimsleikunum í tíunda sinn. Hún er tvöfaldur heimsmeistari í crossfit en hún bar sigur úr býtum á heimsleikunum árið 2011 og 2012. Annie er þó ekki eini tvöfaldi sig- urvegari heimsleikanna sem keppir í ár því Katrín Tanja, sem keppir á sín- um sjöundu leikum í ár, var í fyrsta sæti bæði árið 2015 og 2016 en hún endaði í þriðja sæti á síðasta ári. Björgvin Karl, eini karlmaðurinn sem keppir í opnum flokki, er að keppa á heimsleikunum í sjötta sinn en hann náði sínum besta árangri árið 2015 þegar hann lenti í þriðja sæti. Ragnheiður Sara og Þuríður Erla keppa báðar á sínum fimmtu leikum í ár. Ragnheiður náði sínum besta ár- angri árin 2015 og 2018 en hún hafnaði bæði árin í þriðja sæti og Þuríður náði sínum besta árangri árið 2012 en þá endaði hún í 18. sæti. Oddrún Eik er að keppa í opnum flokki á heimsleikunum í annað sinn en hún endaði í 26. sæti í fyrra. Mikil spenna í lofti vegna heimsleikanna í crossfit Ljósmynd/Haraldur Leví Jónsson Dugnaðarforkur Katrín Tanja er tvöfaldur heimsmeistari í crossfit. Morgunblaðið/Hari Sterk Annie Mist keppir nú á heimsmeistaramótinu í tíunda sinn. Tíu Íslendingar taka þátt í heimsleikunum í Bandaríkjunum Svonefndir Félagsleikar fara fram í Fljótum í Skagafirði um versl- unarmannahelgina. Fljótamenn kalla þetta félags- og samveruhátíð og verða fjölbreyttir viðburðir í boði. Morgunverðarfundur verður um fé- lagssögu Fljóta, en þar mun Jón Kristjánsson, fv. ráðherra og alþing- ismaður, ávarpa gesti og rifja upp kynni af Fljótamönnum. Samvinnu- félag var stofnað í Fljótum fyrir 100 árum, þar var stunduð mikil hákarla- útgerð á árum áður og af mörgu er að taka varðandi félagssöguna. Íslandsmót í félagsvist fer fram, tónleikar af ýmsu tagi verða í boði og gönguferðir með leiðsögn, m.a. um slóðir Bakkabræðra eins og þeim er lýst í nýrri Byggðasögu Skagafjarðar. Kvöldvaka verður á Ketilási á laug- ardagskvöldinu þar sem fram fer Dalalífs „bar-kvissi“, harmonikku- leikur og fjöldasöngur. Sérstök dagskrá verður tileinkuð skáldkonunni Guðrúnu frá Lundi og munu bókmenntafræðingarnir Dagný Kristjánsdóttir og Silja Aðalsteins- dóttir flytja erindi auk þess sem far- andsýningin Kona á skjön verður opnuð, en hún fjallar um ævi og störf skáldkonunnar. Þá verður Fljótahlaup Orkusölunnar þreytt en þar er m.a. hægt að fara í 13,1 km Skeiðsfoss- hlaup, í framhaldi af því bjóða kven- félagið í sveitinni og Orkusalan til kjötsúpuveislu. Félags- og samveruhátíð íbúa í Fljótum um verslunarmannahelgina Hlaupið, gengið, sungið og spilað Morgunblaðið/Einar Falur Fljótin Fjölmargt verður í boði um verslunarmannahelgina, fyrir íbúa og gesti.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.