Morgunblaðið - 31.07.2019, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 2019
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Netglæpirfara vax-andi í
heiminum og Ís-
land er þar síður
en svo undan-
skilið. Allir þekkja til dular-
fullra tölvupósta. Í þeim er
iðulega lofað gulli og grænum
skógum, en einnig er reynt að
kúga fé út úr viðtakandanum
eða koma á trúnaðar- eða
kærleikssambandi til að fá
hann til að láta fé af hendi
rakna og algengt er að fyrir-
tækjum berist póstar með fyr-
irmælum um að millifæra fé.
Yfirbragð slíkra pósta og
samskipta hefur breyst með
árunum og er orðið mun fág-
aðra en áður var, ef svo má að
orði komast. Allt of oft lætur
fólk blekkjast af slíku og læt-
ur fé af hendi.
Á undanförnum 12 mánuð-
um hafa Íslendingar tapað
hátt í hálfum milljarði króna
til svindlara á netinu. Hefur
málum vegna fjárfestasvika
fjölgað um 77% á þessu ári
miðað við allt árið í fyrra. Í
frétt í Morgunblaðinu á
mánudag kom fram að stór
hluti þessa taps væri vegna
svokallaðra fjárfestasvika þar
sem svindlarar hefðu sam-
band við fólk á netinu og byðu
hlutabréf á hagstæðu verði
með fyrirheitum um að þau
myndu rjúka upp í verði. Síð-
an hyrfu peningarnir einfald-
lega.
G. Jökull Gísla-
son, rannsóknar-
lögreglumaður
hjá ríkislögreglu-
stjóra, segir í
fréttinni að þetta
sé orðið alvarlegt vandamál.
Einkum verði fólk með lélegt
netlæsi fyrir barðinu á þess-
um glæpum, en einnig fólk
sem af persónulegum ástæð-
um sé berskjaldað þegar
herjað er á það.
„Við höfum séð dæmi þess
að einstaklingar með mikla
reynslu úr viðskiptalífinu
falla fyrir svona boðum og þar
sjáum við sama mynstur; það
hefur eitthvað komið upp hjá
þeim nýlega,“ segir Jökull.
Hann kveður sérstakt
áhyggjuefni hvað erfitt sé
orðið að átta sig á gildrum
svindlaranna. Bæði séu þær á
betri íslensku og orðnar trú-
verðugri. Ekki sé loku skotið
fyrir að þeir sem stundi þessa
glæpastarfsemi séu með Ís-
lending í vinnu hjá sér við að
semja skilaboðin.
Augljóst er að seint verður
nógsamlega hamrað á nauð-
syn þess að hafa varann á sér
í samskiptum á netinu, ekki
síst þegar peningar eru í
spilinu, og vara aðra við grun-
samlegu atferli á félagsmiðl-
um og vafasömum tölvu-
póstum. Staðreyndin er sú að
virðist eitthvað vera of gott til
að vera satt, þá er það of gott
til að vera satt.
Íslendingar töpuðu
hálfum milljarði til
svindlara á einu ári}
Netsvindl ágerist
Kínverskstjórnvöld
neituðu því fyrst
en urðu svo að við-
urkenna að þau
hefðu komið upp
sérstökum búðum þar sem
múslimum í Xinjiang-héraði
hefði verið safnað saman. Allt
bendir til að þetta séu í raun
fangelsi þar sem unnið er
markvisst í að „endur-
mennta“ fangana, eins og það
er kallað. En kínversk stjórn-
völd tala um þetta sem
menntastofnanir þar sem
þeim sem í þeim dvelja sé
kennd færni sem nýtist við
vinnu.
Nú hafa kínversk stjórn-
völd kynnt „árangur“ af „end-
urmenntuninni“ og segja að
fækkað hafi verulega í búð-
unum og meirihluti þeirra
sem þar hafi verið sé kominn
á vinnumarkaðinn og hafi
fengið vel launaða vinnu við
hæfi. Ekki var þó upplýst um
hve margir væru í búðunum
um þessar mundir og sú skýr-
ing gefin að þær tölur væru
mjög á floti enda
straumur bæði inn
og út.
Allt er þetta
auðvitað mjög
ótrúverðugt, en
má þó skoða í samhengi við
mat sérfræðinga á Vest-
urlöndum sem telja að fyrir
nokkru hafi yfir ein milljón
manna verið í búðunum, sem
bendir til að þó að nýjasta til-
kynning kínverskra stjórn-
valda um málið sé rétt þá
dvelji þar enn einhver hundr-
uð þúsund, sennilega mun
stærri hópur en allir Íslend-
ingar. Það er í senn sláandi og
óhugnanleg staðreynd.
Ekki þarf að koma á óvart
að íbúar Hong Kong bregðist
ókvæða við þegar þeir finna
að kommúnistastjórnin í Kína
reyni að herða tökin í landinu.
Um leið hlýtur að vera í meira
lagi ónotalegt fyrir þá sem
þar mótmæla að hugsa til
þess hvers konar ráðstafana
yfirvöld í Peking eru reiðubú-
in að grípa til gegn þeim sem
ekki eru þóknanlegir.
Íbúar Hong Kong
hafa ástæðu til að
hafa áhyggjur}
Kínversk „endurmenntun“
E
ins og ég hef greint frá áður á
þessum vettvangi þá var heil-
brigðisstefna til ársins 2030
samþykkt á Alþingi í byrjun
júní. Stefnan var samþykkt með
45 atkvæðum og án mótatkvæða. Stefnan
skapar heilbrigðisþjónustunni í landinu mikil-
vægan ramma og framtíðarsýn að vinna eftir
til næstu 10 ára og því dýrmætt að hún hafi
verið afgreidd frá Alþingi í sátt.
Í stefnunni er kveðið á um að árlega verði
lögð fram á Alþingi aðgerðaáætlun til fimm
ára meðan heilbrigðisstefnan er í gildi og lagði
ég fyrstu aðgerðaáætlunina fram á Alþingi
nokkrum dögum eftir samþykkt stefnunnar í
byrjun júní.
Að innleiða jafn umfangsmikla stefnu og
heilbrigðisstefnu krefst samstilltra vinnu-
bragða þeirra fjölmörgu þjónustuveitenda og hags-
munaaðila sem starfa innan heilbrigðiskerfisins. Mikil
ábyrgð hvílir á stjórnendum þeirra stofnana sem heyra
til ráðuneytisins, að mörkuð sé stefna og starfsáætlun
fyrir hverja stofnun sem tekur mið af heilbrigðisstefnu
til ársins 2030. Heilbrigðisráðuneytið ber ábyrgð á að öll-
um sé ljóst hvað á að gera, hvenær og hver sé ábyrgur og
fylgja eftir innleiðingu stefnunnar. Undanfarin ár hef ég
lagt áherslu á að efla samstarf og samvinnu heilbrigðis-
stofnana víðs vegar um landið. Ég á reglulega samráðs-
fundi með forstjórum þar sem farið er yfir þau fjölmögu
verkefni og áskoranir sem heilbrigðiskerfið stendur
frammi fyrir með það að markmiði að leita
leiða og lausna í sameiningu til hagsbóta fyrir
sjúklinga og aðstandendur þeirra. Ég er
sannfærð um að stefnan verði þeim mikil-
vægur vegvísir og að stofnanirnar séu vel í
stakk búnar til að tryggja innleiðingu hennar.
Í þeim tilgangi að kynna nýja heilbrigðis-
stefnu tók ég ákvörðun um að efna til opinna
kynningarfunda um stefnuna í öllum heil-
brigðisumdæmum landsins. Ég hef haldið tvo
fundi nú þegar, á Akureyri og á Ísafirði. Fyr-
irhugað er að halda fundaröðinni áfram í
ágúst með fundum á Selfossi hinn 14. ágúst, á
Akranesi hinn 15. ágúst, á Suðurnesjum hinn
19. ágúst og á Egilsstöðum hinn 22. ágúst.
Við ljúkum svo fundaröðinni á höfuðborgar-
svæðinu í september. Á fundunum er fjallað
um hvað felst í stefnunni, hvaða breytingar
hún er líkleg til að hafa í för með sér og hvers vegna hún
skiptir svo miklu máli, hvort heldur í þéttbýli eða í
dreifðari byggðum landsins.
Það er sannfæring mín að aðgerðaáætlun til fimm ára,
kynningarfundir, samráðsfundir og önnur úrræði við að
kynna og innleiða stefnuna ásamt þeirri gildavinnu sem
fram undan er á komandi heilbrigðisþingi muni leiða til
þess að heilbrigðisstefnan verði okkur öllum leiðarljós
við uppbyggingu á heildstæðu og öflugu heilbrigðiskerfi
til framtíðar.
Svandís
Svavarsdóttir
Pistill
Innleiðing heilbrigðisstefnu til 2030
Höfundur er heilbrigðisráðherra.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
Þessi vitundarvakning skiptirheld ég meginmáli, ekkiviðhald vélanna heldur aðfólk sé ötult við að viðhalda
færni,“ segir Sigurður Ingi Jónsson,
flugmaður og fyrrverandi forseti
Flugmálafélagsins, spurður hvort
viðhaldi einkaflugvéla sé ábótavant
hérlendis.
„Ekkert hefur enn þá komið í
ljós sem bendir til þess að viðhaldi sé
áfátt og þegar horft er til sögunnar
þá hefur lágt viðhald ekki verið or-
sakavaldur í slysum hér á landi,“ seg-
ir Sigurður.
Tvö banaslys hafa orðið í flugi í
sumar og fjórir látið lífið í þeim.
Sigurður segir að viðhald vél-
anna sé jafnvel of strangt.
„Það sem hefur, held ég, verið
vandamál og í raun kom upp að hluta
til vegna innleiðingar á mjög stífum
reglum um viðhald á litlum flug-
vélum, er kostnaður og erfiðleikar við
að uppfylla kröfur eins og þær voru
þegar þær voru innleiddar. Þær urðu
til þess að margir flugu minna, þá að-
allega sjaldnar og það er eins með
flug og íþróttir eða hvað eina að tíðni
þjálfunar skiptir gríðarlega miklu
máli.“
Missa færni í verra veðri
Sigurður segir mikilvægt að
tryggja að fólk fljúgi tíðar.
„Þá frekar oftar og lítið í senn en
sjaldnar og lengi í einu, vegna þess að
þetta eru sífelldar færniæfingar. Það
er heilmikil vakning í gangi með
þessa þætti og Samgöngustofa hefur
verið að standa sig mjög vel með að
halda á lofti svona markmiðum fyrir
flugmenn sem þeir setja þá sjálfum
sér, að stunda flugið reglulega og
bera virðingu fyrir því á alla vegu.“
Sigurður segir að vegna veðurs
hafi fáir flogið á einkavélum síðasta
sumar.
„Ef við horfum núna bara til
þess að sumarið í fyrra var afleitt fyr-
ir almannaflugið, það var rigningar-
sumar og menn flugu lítið og margir
jafnvel ekkert, síðan kemur núna eft-
ir þetta hlé þetta góðviðristímabil og
menn rjúka út og byrja að fljúga og
átta sig jafnvel ekki á því að þeir hafi
misst niður færni því það er kannski
komið á annað ár síðan þeir stunduðu
flugið af einhverju ráði.“ Hann bend-
ir á að færni á stórar vélar og litlar sé
ekki sú sama.
„Þótt flugstjórar fljúgi jafnvel
oft í viku milli lands- eða heimshluta
þá missir viðkomandi færni á litlu
flugvélarnar ef ekki er flogið nógu oft
eða nógu títt. Það ætti að vera eðli-
legasti hlutur að fara með ein-
hverjum sem er búinn að stunda
þetta tíðar, eða bara með flugkenn-
ara til þess að dusta rykið af færn-
inni.“
Atvinnuflugmenn þurfa að end-
urnýja réttindi sín á minni vélar ann-
að hvert ár. „Mögulega gæti verið
sniðugt að gera þetta oftar,“ segir
Sigurður.
Skoðanir á flugvélum eru að
jafnaði framkvæmdar á 50 og 100
flugtíma fresti og ársskoðun á hverju
ári. Ekkert hefur komið fram varð-
andi nýleg tvö banaslys í flugi sem
gefur tilefni til að auka skoðanir eða
herða eftirlit með skoðunum á einka-
flugvélum sem eru skráðar
á Íslandi, samkvæmt
upplýsingum frá Sam-
göngustofu.
Önnur um-
ræddra flugvéla var
ekki á skrá á Íslandi
og viðhald þeirrar
flugvélar var í sam-
ræmi við banda-
rískar reglur
en ekki evr-
ópskar.
Mikilvægasta við-
haldið viðhald á færni
„Þessi hræðilegu slys hafa
náttúrulega vakið okkur til um-
hugsunar um hvert við erum
að fara með flugið og flug-
öryggi,“ segir Haraldur Unason
Diego, formaður Félags flug-
manna og flugvélaeigenda á Ís-
landi.
Nú verður Fjölskylduhátíðin í
Múlakoti, sem að stærstum
hluta snýst um flug, haldin um
helgina. Félag flugmanna og
flugvélaeigenda stendur að
henni. Annað banaslysa sum-
arsins varð við flugbrautina í
Múlakoti. Flugslysin munu ekki
verða til þess að hátíðinni
verði aflýst. Haraldur segir að
skuggi þeirra liggi þó yfir há-
tíðinni og flugmönnum.
„Það komu alveg upp spurn-
ingar um það hvort við mynd-
um halda hátíðina en það
þurfti ekki að hugsa það lengi.
Auðvitað höldum við áfram og
auðvitað höldum við minningu
þessara félaga okkar á
lofti.“
Halda minn-
ingu á lofti
FLUGHÁTÍÐ Í MÚLAKOTI
Haraldur Unason Diego
Morgunblaðið/Ómar
Einkaflug Einkaflugvélum hlekkist stundum á. Myndin er af lítilli einka-
flugvél sem hlekktist á á Reykjavíkurflugvelli 2011, enginn slasaðist þá.