Morgunblaðið - 31.07.2019, Qupperneq 15
15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 2019
Rústir Mannvirki og vinnuvélar liðinna tíma blasa við þeim sem fljúga yfir landið. Eiga minjar sem þessar langa og merkilega sögu að baki, en sumar þeirra falla í gleymskunnar dá.
RAX
Öllum kjörnum
fulltrúum er hollt –
jafnvel skylt – að vega
og meta eigin störf.
Spyrja sjálfan sig
spurninga.
Hverju hef ég áork-
að? Hef ég komið ein-
hverju til leiðar sem til
heilla horfir fyrir sam-
félagið? Hefur mér tek-
ist að nýta þau tæki-
færi sem mér eru gefin
sem kjörnum fulltrúa til að hrinda
stefnumálum í framkvæmd? Með
hvaða hætti hef ég staðið undir rétt-
mætum væntingum kjósenda? Hef
ég verið sjálfum mér samkvæmur og
trúr þeim hugsjónum sem ég hef
barist fyrir?
Allar þessar spurningar og raunar
margar fleiri hafa leitað á huga þess
er þetta skrifar frá því að hlé var
gert á þinghaldi 20. júní síðastliðinn.
Magn en ekki gæði
Kjörnir fulltrúar líkt og kjósendur
styðjast við mismunandi mæli-
kvarða. Við sem sitjum á Alþingi er-
um langt í frá sammála um hvaða
mælistiku best sé að styðjast við þeg-
ar störf okkar eru vegin og metin. Að
loknum þingvetri hefur mörgum þótt
við hæfi að þingmenn séu sæmilega
hreyknir af því hversu afkastamikið
þingið hafi verið. Því fleiri frumvörp
og þingsályktunartillögur sem sam-
þykktar eru því betra. Efnislegt inni-
hald verður aukaatriði. Hvaða áhrif
samþykkt lög hafa á líf einstaklinga
og afkomu þeirra, rekstur og efna-
hag fyrirtækja er ekki mælikvarðinn
– magnið skiptir mestu.
Síðasta vetur samþykkti Alþingi
120 lög og 47 þingsályktanir. Lög
sem einstaklingum og fyrirtækjum
er ætlað að fara eftir og standa und-
ir. Þingsályktanir sem oftar en ekki
fela í sér kostnað sem skattgreið-
endur axla. Engir – ekki fjölmiðlar
eða fræðimenn við æðstu mennta-
stofnanir landsins – gera tilraun til
að meta hvaða áhrif ákvarðanir Al-
þingis hafa á samfélagið – á ein-
staklinga, heimilin eða
fyrirtækin. Aðeins af-
markaðar lagasetn-
ingar eru skoðaðar og
þá oftast af hags-
munaaðilum sem mest
eiga undir. Þess vegna
verður áfram stuðst við
mælikvarða þar sem
magn ræður mestu
þegar þingmenn og
störf þeirra eru vegin
og metin.
Innbyggður hvati til
að afgreiða laga-
frumvörp og ályktanir
er öflugri en margir átta sig á. Sama
gildir um ráðherra. Það er hreinlega
ætlast til þess að hver og einn ráð-
herra leggi fjölda frumvarpa fram á
hverjum einasta þingvetri, líkt og
það sé heilög skylda að breyta lögum
þótt ekkert kalli á slíkt.
Með sama hætti þykir það til vitnis
um dugnað þegar þingmaður leggur
fram fjölda fyrirspurna til ráðherra
um allt milli himins og jarðar – jafn-
vel um það sem viðkomandi getur
hæglega fengið upplýsingar um af
eigin rammleik enda öllum aðgengi-
legar. En fjölmiðlar hrífast af dugn-
aðinum og telja það skyldu sína að
greina frá hverri fyrirspurninni á
fætur annarri. Þannig fær viðkom-
andi staðfestingu á eigin dugnaði
sem skiptir þó almenning litlu.
Eftirtekjan
Þegar ég lít yfir síðasta þingvetur
er ég ekki viss hvernig ég svara ofan-
greindum spurningum. Ég get auð-
vitað bent á ýmsar breytingar á
stjórnarfrumvörpum sem ég beitti
mér fyrir og voru samþykktar. Allar
þær breytingar eru til betri vegar –
ýmis lög um skatta og gjöld, ný
heildarlög um Seðlabanka, kjararáð
eða lög í baráttu gegn kennitölu-
flakki.
En uppskeran er fremur rýr þegar
kemur að þeim málum sem ég lagði
sérstaka áherslu á og barðist fyrir
með framlagningu frumvarpa.
Í september á liðnu ári lagði ég
fram frumvarp um lækkun erfða-
fjárskatts með því að innleiða þrepa-
skipt skatthlutfall þannig að þrepin
verði tvö, 5% og 10%. Með breyting-
unni hefði verið stígið skref í þá átt
að færa álagninguna til þess sem hún
var fyrir þau efnahagslegu áföll sem
fylgdu í kjölfar á falli viðskiptabank-
anna. Allir þingmenn Sjálfstæð-
isflokksins stóðu að frumvarpinu.
Viðbrögðin við frumvarpinu sýndu
hve ranglátur erfðafjárskatturinn er
í huga margra enda kemur hann
fyrst og síðast niður á venjulegum
Íslendingum – millistéttinni. Erfða-
fjárskattur er ekki annað en skattur
á tilfærslu fjármagns og verðmæta á
milli kynslóða.
Það voru sár vonbrigði að frum-
varpið skyldi ekki ná fram að ganga
ekki síst vegna andstöðu þeirra sem
við sjálfstæðismenn eigum samstarf
við í ríkisstjórn. Ég geri mér grein
fyrir að margir urðu fyrir von-
brigðum, enda um réttlætismál að
ræða sem ekki fékk framgang. Þótt
þessi tilraun hafi ekki tekist verður
ekki gefist upp. Frumvarpið verður
lagt fram að nýju á komandi vetri
með breytingum m.a. er varðar frí-
tekjumark, þannig að hver og einn
erfingi njóti frítekjumarks.
Svipaða sögu er að segja af frum-
varpi um fulla endurgreiðslu virð-
isaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna
á byggingarstað íbúðarhúsnæðis.
Frumvarpið var lagt fram í október
en komst aldrei á dagskrá þingsins,
aldrei til nefndar og þar með var ekki
hægt að óska umsagna hags-
munaaðila. Með samþykkt frum-
varpsins hefði byggingarkostnaður
lækkað um allt að 3%. En það er ekki
hægt að gefast upp.
Einnig má benda á frumvarp um
skattalega meðferð íbúðarhúsnæðis
og að sömu reglur gildi um frístunda-
hús. Með samþykkt frumvarpsins er
m.a. komið í veg fyrir að eldri borg-
arar lendi í skattalegum ógöngum og
refsingum hjá almannatryggingum
þegar þeir selja sumarhús sem þeir
hafa átt jafnvel í áratugi. Frum-
varpið fékk ekki framgang frekar en
frumvarp um að félög sem eingöngu
eru rekin til almannaheilla séu und-
anskilin fjármagnstekjuskatti.
Listinn er lengri. Ég var meðflutn-
ingsmaður að frumvarpi um endur-
greiðslu virðisaukaskatts til fé-
lagasamtaka til almannaheilla vegna
mannvirkjagerðar og annarra fram-
kvæmda. Breyting á lyfjalögum sem
hefði aukið frelsi þannig að hægt
verði að selja ákveðin lausasölulyf í
almennri verslun náði ekki til nefnd-
ar. Sömu sögu er að segja um afnám
stimpilgjalda af skipum yfir fimm
brúttótonnum, sem eru einu atvinnu-
tækin sem bera slík gjöld. Jafnræð-
isfrumvarpið féll í grýttan jarðveg í
þingsal. Tilraun til að auðvelda kyn-
slóðaskipti í landbúnaði og öðrum at-
vinnurekstri fékk sömu örlög. Með
stuðningi annarra stjórnarþing-
manna lögðum við Haraldur Bene-
diktsson fram frumvarp um breyt-
ingar á lögum um lax- og silungsveiði
sem hefði komið í veg fyrir að sami
aðili eða tengdir aðilar geti með upp-
kaupum á lögbýlum komist yfir
stærri hluta atkvæðisréttar í veiði-
félagi en 30%. Ekki var gefið tæki-
færi til að mæla fyrir frumvarpinu.
Árangur þrátt fyrir mótbyr
Mér og félögum mínum hefur orð-
ið lítið ágengt í að skera upp kerfið.
Eftirlitskerfið lifir góðu lífi og þjónar
að því er virðist á stundum fremur
sjálfu sér en þeim sem því er ætlað –
neytendum og fyrirtækjum.
Á hverju einasta ári hafa framlög
ríkissjóðs til heilbrigðiskerfisins ver-
ið aukin en engu að síður nær það
ekki að uppfylla skyldur sínar við
okkur öll sem erum sjúkratryggð.
Verst er að mér hefur mistekist að
koma því til leiðar að fjármunir séu
nýttir með eins hagkvæmum hætti
og kostur er. Ríkisrekstrarsinnar
hafa haft yfirhöndina. Afleiðingin er
verri þjónusta og dýrari. Þannig má
lengi telja.
Einkareknir fjölmiðlar berjast
flestir í bökkum en á sama tíma
blómstrar ríkisrekinn fjölmiðill. Og
mér hefur lítið sem ekkert orðið
ágengt í áralangri baráttunni gegn
opinberum hlutafélögum sem eru
nær ósnertanleg fyrirbæri sem
leggja til atlögu við einkaframtakið
þegar og ef það hentar.
En þrátt fyrir að það blási í mörgu
á móti borgaralegum öflum – sjálf-
stæðisstefnunni – hefur náðst árang-
ur á undanförnum árum en Sjálf-
stæðisflokkurinn hefur setið í ríkis-
stjórn frá 2013. Staða ríkissjóðs er
gjörbreytt og skuldir litlar. Almenn
vörugjöld hafa verið felld niður og
tryggingagjald lækkað. Milliþrep
tekjuskatts einstaklinga fellt niður
sem launafólk með millitekjur naut
ekki síst góðs af. Fjármagnshöft af-
numin og viðskiptaumhverfi landsins
komið í eðlilegt alþjóðlegt umhverfi.
Erlend staða þjóðarbúsins hefur
aldrei verið betri. Verðstöðugleiki
hefur ríkt og vextir lækkað. Fátt
kemur launafólki betur. Kaupmáttur
launa hefur aldrei verið meiri. Fram-
lög til heilbrigðismála, trygginga ör-
yrkja og lífeyris eldri borgara hafa
hækkað um tugi milljarða. Framtíðin
er björt og í mörgu öfundsverð. Það
er hlutverk stjórnmálamanna að
vinna að því að tækifæri framtíð-
arinnar séu nýtt.
Oft er gripið til þeirrar klisju að
stjórnmál séu „list hins mögulega“.
Jafnvel í þreyttum frösum geta verið
sannleikskorn. Winston Churchill
hélt því hins vegar fram að í stjórn-
málum væri nauðsynlegt að búa yfir
hæfileikanum til að segja fyrir um
hvað gerist á morgun, í næstu viku,
næsta mánuði og á næsta ári. Og að
hafa getu í framhaldinu til að útskýra
hvers vegna það gerðist ekki. Kald-
hæðni eins mesta stjórnmálaleiðtoga
sögunnar er ekki marklaus. Ég bý
hins vegar ekki yfir miklum spá-
dómsgáfum en hef komist að því að
árangur í stjórnmálum snýst ekki að-
eins um stefnufestu heldur ekki síður
um þolinmæði – að hafa úthald til að
halda áfram að vinna að framgangi
hugsjóna í þeirri vissu að dropinn
holar steininn. Þess vegna heldur
baráttan áfram.
Eftir Óla Björn
Kárason » Því fleiri frumvörp
og þingsályktunar-
tillögur sem samþykkt-
ar eru því betra. Efnis-
legt innihald verður
aukaatriði.
Óli Björn
Kárason
Höfundur er alþingismaður fyrir
Sjálfstæðisflokkinn.
Til hvers er barist?