Morgunblaðið - 31.07.2019, Síða 22

Morgunblaðið - 31.07.2019, Síða 22
22 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 2019 DRAUMAEIGN Á SPÁNI Nánar á www.spanareignir.is ÞÚ ERT Í ÖRUGGUMHÖNDUMHJÁ OKKUR Aðalheiður Karlsdóttir Löggiltur fasteignasali adalheidur@spanareignir.is Sími 893 2495 Ármúla 4-6, Reykjavík Karl Bernburg Viðskiptafræðingur karl@spanareignir.is Sími 777 4277 Ármúla 4-6, Reykjavík • 2 svefnherbergi • 2 baðherbergi • Sameiginlegur sundlaugargarður • Svalir, þakverönd eða sér garður • Stæði í bílakjallara • Stutt í ótal golfvelli • Stutt í verslanir og veitingastaði Við höfum selt fasteignir á Spáni síðan 2001 VILLAMARTIN - ÍBÚÐIR Á GÓÐU VERÐI Verð frá 18.900.000 Ikr. (139.000 evrur, gengi 1evra/136Ikr.) 50 ára Elín er fædd og uppalin á Höfn í Horna- firði en býr nú í Reykja- vík. Hún er stúdent frá Menntaskólanum á Laugarvatni og útskrif- aðist sem hjúkr- unarfræðingur frá Háskóla Íslands árið 1994 og sem ljósmóðir úr sama skóla ár- ið 2010. Hún starfar nú á fæðingardeild- inni á Sjúkrahúsinu á Akranesi og hjá fyrirtækinu 9 mánuðum. Eiginmaður: Kristinn Pétursson flug- virki, f. 1968 í Reykjavík. Börn: Þórhildur, f. 1995, Ragnheiður Ása, f. 2000, og Helena Gróa, f. 2001. Foreldrar: Gunnar Ásgeirsson útgerð- armaður, f. 1943 á Höfn í Hornafirði, og Ásgerður Arnardóttir húsmóðir, f. 1946 á Höfn í Hornafirði. Elín Arna Gunnarsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Kæti þín er smitandi svo þú ert hrókur alls fagnaðar hvar sem þú kemur. Einbeittu þér að því að taka hlutunum eins og þeir koma fyrir. 20. apríl - 20. maí  Naut Hjálpaðu öðrum að koma sínum málum áleiðis. Þú færð tilboð frá ein- hverjum sem kemur þér í uppnám. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það er engin ástæða til að láta minniháttar rifrildi komast upp á milli vina. Njóttu þess að vera í fríi og geta gert það sem þú vilt. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Gerðu það sem þú getur til að brjóta upp hversdagsleikann. Þú stendur á krossgötum. Framtíðin er björt. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það er hætt við að spenna sem hefur verið að safnast upp í þér að undanförnu brjótist fram í dag. Þú fetar í fótspor ein- hvers sem þú leist alltaf upp til. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það er ástæðulaust að láta draum sinn halda fyrir sér vöku. Þig vantar ein- hverja tilbreytingu í lífið. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú ert á réttri hillu í vinnunni. Reynsla þín fleytir þér langt. Einhver af hinu kyninu veitir þér athygli í dag og þér leiðist það ekki. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er greinilegt að roskinn vinur eða ættingi sér hreinlega ekki sólina fyrir þér og lætur þig finna það með ýms- um hætti. Þú ert næturhrafn sem verður að passa upp á hvíldina. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Vinir / hópar sem þú átt sam- skipti við eru uppörvandi. Reyndu að nýta tímann til skynsamlegra verka í stað þess að sitja með hendur í skauti. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þetta er ekki rétti dagurinn til þess að þræta við aðra. Staldraðu stund- um við og andaðu djúpt. Þér liggur ekki svona lífið á. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Temdu þér að fara vel með þá hluti sem þú eignast hvort sem þeir eru smáir eða stórir. Nú er komið að því að láta ljós sitt skína. 19. feb. - 20. mars Fiskar Sálfræðingar segja að þegar á að bæta hegðun barns þurfi að hæla sex sinnum fyrir hverjar skammir. Stundum séðu ekki skóginn fyrir trjánum. stæðisflokksins. „Þar vann ég svo í góð fimm ár. Sjálfstæðisflokkurinn hafði síðan orðið fyrir áfalli í kosn- ingum árið 1987 og árið 1990 var hann kominn í stjórnarandstöðu, þannig að þá fór ég að líta í kringum mig og ákvað að fara að dusta rykið af lögfræðibókunum,“ segir Sigur- björn. Hann hlaut héraðsdóms- lögmannsréttindi árið 1990 og var frá 1990-1991 fulltrúi á lögfræðiskrif- stofu en frá árinu 1991 hefur Sig- urbjörn rekið sína eigin lögmanns- stofu og 1996 fékk hann leyfi til málflutnings fyrir Hæstarétti. Nú rekur hann lögmannsstofuna Juris í Borgartúni í félagi við aðra lögmenn. Samhliða lögmannsstörfum hefur Sigurbjörn setið í stjórnum ýmissa fyrirtækja. Þar ber helst að nefna stjórnarformennsku í Árvakri hf., út- gáfufélagi Morgunblaðsins, mbl.is og annarra miðla. Hann tók við stjórn- artaumunum þar árið 2009, þegar nýir eigendur keyptu Árvakur. „Þetta er viðburðaríkur og skemmti- legur vettvangur. Á tíu árum höfum við viðhaldið öflugri útgáfu blaðsins í harðri samkeppni við aðra fjölmiðla, segir Sigurbjörn. Hann átti síðar eft- ir að eiga sæti í sömu stjórn nema þá ráðherraskipaður 1986-1990, þar af sem formaður stjórnarinnar 1988- 1990. Hann var formaður Vöku 1982- 1983, formaður Heimdallar 1984- 1986 og varaformaður Sambands ungra sjálfstæðismanna 1985-1987. Áður en Sigurbjörn útskrifaðist úr lagadeild vorið 1985 var hann ráðinn framkvæmdastjóri þingflokks Sjálf- S igurbjörn Magnússon fæddist í Reykjavík 31. júlí 1959 og fór viku- gamall til Grundar- fjarðar, þar sem faðir hans var prestur, og þar ólst Sig- urbjörn upp til fimmtán ára aldurs. „Það var mjög gott að alast upp þarna undir fjöllunum með því góða fólki sem þarna bjó,“ rifjar Sigur- björn upp. Hann fluttist suður þegar faðir hans lét af prestskap, tók lands- próf í Reykjavík árið 1975 og hóf svo nám við Menntaskólann í Reykjavík. Þar var hann virkur í félagslífinu eins og ýmsir hafa verið og var meðal annars forseti Málfundafélagsins Framtíðarinnar tímabilið 1977-78. Sigurbjörn innritaðist í lagadeild Háskóla Íslands strax haustið eftir útskrift úr MR árið 1979. „Laganám lá nokkuð beint við og var ef til vill af- leiðing af miklum á áhuga mínum á stjórnmálum á þessum árum. Árið 1981 fór ég í framboð til Stúdenta- ráðs og þá felldum við vinstrimeiri- hlutann, sem hafði ráðið ríkjum síð- asta áratuginn, og mynduðum stjórn með framboði umbótasinna. Ég tók sæti í stjórn Stúdentaráðs og stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna,“ við höfum hafið útvarpsrekstur og vefurinn mbl.is hefur vaxið og dafn- að. Má segja að á þessum tíma hafi Árvakur breyst úr því að vera út- gáfufélag og prentsmiðja í að vera fjölmiðlafyrirtæki,“ segir Sig- urbjörn. Ekki verður æviferill Sigurbjörns rakinn með góðu móti án þess að hestamennsku beri á góma. Hann hefur verið viðloðandi hesta frá ung- lingsárum, þegar hann fór fyrst að fara á hestbak hjá frændum sínum á Kiðafelli í Kjós, jörð sem afi hans Sigurbjörn Þorkelsson, iðulega kenndur við verslunina Vísi, hafði keypt 1938. „Svo kaupi ég minn fyrsta hest af Sveini Jóhannssyni á Varmalæk árið 1976 og þá varð ekki aftur snúið. Síðan þá hef ég verið hestamaður og m.a. ferðast vítt og breitt um landið á hestum. Það má segja að mér semji ekkert síður við hross en menn og mér finnst mjög gott að hafa þetta sem mótvægi við önnur störf. Að geta brugðið sér í að sinna hrossum jafnt vetur sem sum- ar gefur manni góða jarðtengingu og svo er ekki verri félagsskapurinn sem maður eignast í fólki sem deilir þessu áhugamáli,“ segir hann. Það voru líka hestarnir sem leiddu til þess að Sigurbjörn kynntist seinni eiginkonu sinni Hlíf, sem hann kvæntist síðasta sumar. Hann missti fyrri eiginkonu sína, Kristínu, úr krabbameini árið 2012. „Það var mik- ið áfall fyrir mig, börnin og alla fjöl- skylduna. En lífið heldur áfram. Börnin eru uppkomin og Hlíf á líka tvö börn og öll eru þau á góðum stað í lífinu. Þegar ég staldra við nú get ég ekki annað en tekið undir orð Sig- urbjörns afa, sem voru yfirskrift ævi- sögu hans: Himneskt er að lifa,“ seg- ir Sigurbjörn, sem ekki síður minnugur afa síns fagnar sextugs- afmælinu í sumarbústað sínum Brek- kuskála á Kiðafelli í Kjós, en það var Sigurbjörn Magnússon, lögmaður og stjórnarformaður Árvakurs ehf. – 60 ára Við upphaf veislu Frá vinstri eru Nína Kristín, Birta, Hlíf, Sigurbjörn, Áslaug, Andri og Magnús. Himneskt er að lifa Nýgift Riðið frá kirkju til veislu á brúðkaupsdaginn. Mæðgur Kristín heitin og Áslaug dóttir hennar í hestaferð í Þjórsárdal 2004. Morgunblaðið/Árni SæbergMorgunblaðið/Árni Sæberg 60 ára Árni Daníel er fæddur í Reykjavík en uppalinn í Svarfaðardal. Hann er stúdent úr MA. Hann er með BA- og MA-próf í sagnfræði frá HÍ 1991 og doktorspróf frá Kaupmannahafnarháskóla 1997. Árni hefur stundað kennslu og ritstörf einkum á vettvangi ReykjavíkurAkademíunnar. Eiginkona: Birna Gunnarsdóttir, f. 1965 í Reykjavík, verkefnastjóri hjá Háskóla Ís- lands. Börn: Ari Júlíus Árnason, f. 1990, d. 2013, María Árnadóttir, f. 1992, Pétur Xiaofeng Árnason, f. 2007. Foreldrar: Júlíus Jón Daníelsson, f. 1925, d. 2017, ritstjóri í Reykjavík, og Þuríður Árnadóttir, f. 1933, d. 2016, íþróttakennari. Þau bjuggu í Reykjavík og Svarfaðardal. Árni Daníel Júlíusson Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.