Morgunblaðið - 31.07.2019, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.07.2019, Blaðsíða 1
HAFNARTORGIÐ ER SPENNANDIKÆLAVÍTT OG BREITT Númá stinga túlknum í eyrað og skilja hvað sem er. 4 Thor Ice hefur þróað færanlegt kælikerfi sem nýtist vel við laxeldi sem dreifist oft yfir stórt og víðfeðmt svæði. 11 VIÐSKIPTA 4 Vilhjálmur S. Vilhjálmsson, verslunarstjóri hjá Herra- garðinum segir afar spennandi að sjá hvernig nýja Collections-verslunin muni koma út. MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 2019 Endurskoðun • Skattur • Ráðgjöf www.grantthornton.is Grant Thornton endurskoðun ehf. er íslenskt aðildarfélag Grant Thornton International Ltd., sem er eitt af fremstu alþjóðlegu samtökum sjálfstæðra endurskoðunar og ráðgjafarfyrirtækja. Grant Thornton endurskoðun ehf. sérhæfir sig í að aðstoða rekstraraðila við að nýta tækifæri til vaxtar og bættrar afkomu með skilvirkri ráðgjöf. Framsýnn hópur starfsmanna, undir stjórn eigenda, sem ávallt eru aðgengilegir viðskiptavinum, nýta þekkingu og reynslu sína til að greina flókin málefni og finna lausnir fyrir viðskiptavini sína, hvort sem það eru einkarekin, skráð félög eða opinberar stofnanir. Yfir 35.000 starfsmenn Grant Thornton fyrirtækja í meira en 100 þjóðlöndum, leggja metnað sinn í að vinna að hag viðskiptavina, samstarfsmanna og samfélagsins sem þeir starfa í. Endurskoðun | Skattur | Ráðgjöf Ernst & Young ehf. Borgartúni 30, 105 Reykjavík ey.is Alþjóðleg þekking - persónuleg þjónusta Bluebird og Air Atlanta að borðinu Skiptastjórar þrotabús WOW air eiga nú í viðræðum við innlenda og erlenda aðila um mögulega sölu á flugrekstrareignum búsins. Þeirri vinnu var að nýju hleypt af stokkunum þegar ljóst varð að ekkert yrði af kaupum bandarísku athafnakonunnar Michele Ballarin og félags hennar Oasis Aviation Group á fyrrnefndum eignum. Fullyrt hafði verið að hún hefði greitt að fullu fyrir eign- irnar en á daginn kom að ítrekaðar vanefndir á greiðslu kaup- verðsins urðu til þess að skiptastjórarnir riftu kaupsamningi við hana. Meðal þeirra sem nú eiga í viðræðum við þrotabúið um kaup á eignunum eru forsvarsmenn og eigendur Bluebird og Air Atl- anta. Heimildir ViðskiptaMoggans herma að þeir hafi kannað flöt á kaupum samhliða því ferli sem leiddi til þess að skiptastjórar WOW air ákváðu að ganga til viðræðna við Ballarin. Þannig hafi hugmyndin verið að Air Atlanta og Bluebird keyptu í sameiningu eignirnar. Rík eignatengsl eru milli fyrirtækjanna tveggja þar sem eigendur Air Atlanta eiga helmingshlut í Bluebird. Mikil reynsla hjá viðræðuaðilum Þegar fréttir bárust af því að samningum hafi verið rift voru viðræður teknar upp að nýju. Sömu heimildir herma að engin niðurstaða sé komin í þær. Eigendur Air Atlanta og Bluebird búa yfir áratugareynslu af farþegaflutningum til og frá Íslandi ásamt leiguflugrekstri víða um heim. Þannig starfaði Hannes Hilmars- son, stjórnarformaður Air Atlanta og forstjóri Northern Lights Leasing, systurfélags Air Atlanta, í 13 ár hjá Icelandair. Steinn Logi Björnsson, forstjóri Bluebird, á helming í fyrirtækinu en hann starfaði í tvo áratugi hjá Icelandair. Þá var Stefán Eyjólfs- son, fyrrverandi framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá Air Atlanta og núverandi framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Northern Lights Leasing, starfsmaður hjá Icelandair í tæp 12 ár ásamt því að hafa stýrt ferðaþjónustufyrirtækjunum Reykjavik Excursions og Iceland Travel um árabil. Heimildir ViðskiptaMoggans herma að forsvarsmenn Air Atlanta og Bluebird hafi um nokkurra missera skeið kannað möguleika á því að hefja farþegaflug til og frá Íslandi. Í byrjun nóvember í fyrra var Sigurður Magnús Sigurðsson ráðinn framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Air Atlanta. Hann hafði til þess tíma verið framkvæmdastjóri flugrekstrar- sviðs WOW air. Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Forsvarsmenn flugfélaganna Bluebird og Air Atlanta hafa átt í viðræðum við þrotabú WOW air um möguleg kaup á flugrekstrareignum búsins. Þeir eru í hópi reynslumestu flugrekstrarmanna Íslands með áratuga reynslu að baki. Morgunblaðið/Hari Enn er óljóst með hvernig sölu á flugrekstrareignum WOW air verður lent. Margir aðilar hafa sýnt eignunum áhuga. EUR/ISK 31.1.‘19 30.7.‘19 145 140 135 130 125 137,45 134,55 Úrvalsvísitalan 2.100 2.000 1.900 1.800 1.700 1.600 1.500 31.1.‘19 30.7.‘19 1.694,54 2.109,07 Margrét og viðskiptafélagar lokuðu Oddsson-hostelinu í JL-húsinu í fyrrahaust. Við rekstrinum tók Ás- geir Mogensen, sonur Margrétar og fv. eiginmanns hennar, Skúla, og heitir hostelið nú Circle hostel. Samhliða nafnbreytingunni undir- bjó Margrét opnun hótelsins á Grensásveginum sem tók á móti fyrstu gestunum í júnímánuði. Leigusamningur á húsnæðinu var undirritaður árið 2016. Þar er nú fyrsta hótelið á mörkum Múlanna og Skeifunnar en mikil uppbygging og endurnýjun er þar fyrirhuguð. Margrét segir staðsetninguna hafa ýmsa kosti. Meðal annars sé nóg framboð af bílastæðum og auð- velt að leggja hópferðabílum. Hún segir erlenda fjárfesta sýna því mikinn áhuga að taka þátt í upp- byggingu íslenskrar ferðaþjónustu. Sjálf sjái hún mikil tækifæri í greininni og skoði nú fleiri staðsetn- ingar fyrir Oddsson- gististaði. Fleiri Oddsson-gististaðir eru til skoðunar Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Nýjasta hótel borgarinnar er á horni Fellsmúla og Grensásvegar. Margrét Ásgeirsdóttir er snúin aftur með Oddsson- vörumerkið með nýju hóteli á Grensásveginum. 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.