Morgunblaðið - 31.07.2019, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 2019 15FRÉTTIR
Hlutabréfaverð í Café Coffee Day
(CCD), einni stærstu kaffihúsakeðju
Indlands, féll um fjórðung í kjölfar
frétta af hvarfi stofnanda fyrir-
tækisins, VG Siddartha. Hann er tal-
inn hafa fallið í ána Nethravathi á
mánudagskvöldið. CCD rekur yfir
1.700 útsölustaði vítt og breitt um
Indland og hefur vaxið mjög frá þeim
tíma þegar það var stofnað árið 1996 í
Bangalore.
Svo virðist sem Siddartha hafi
varpað sér í ána af Ullal-brúnni.
Nethravathi er talin í hópi helgra áa
Indlands. Samkvæmt indverska við-
skiptamiðlinum The Economic Times
mun Siddhartha hafa tjáð fólki sínu
að hann hygðist fara frá borginni
Bengaluruu til Sakleshpur. Á leiðinni
hafi hann hins vegar skipað bílstjóra
sínum að halda til Mangaluru. Á leið-
inni þangað hafi hann látið stöðva bíl-
inn þar sem þeir voru staddir á Ullal-
brúnni sem þverar Nethravathi. Hafi
hann þá stigið út úr bílnum og beðið
bílstjórann að bíða sín við brúar-
sporðinn. Þegar hann ekki skilaði sér
hafi bílstjórinn reynt að hafa sam-
band við hann í gegnum síma en ekk-
ert gengið. Slökkt hafði verið á sím-
anum.
Skildi hann eftir bréf?
Bréf sem farið hefur um netheima
síðasta sólarhringinn, og talið er ritað
af Siddhartha, stílar hann á stjórn og
starfsfólk Café Coffee Day. Í því
kemur fram að honum hafi ekki tek-
ist að byggja upp arðbært viðskipta-
módel þrátt fyrir tilraunir þar um. Í
bréfinu er einnig vísað til gríðarlegs
þrýstings frá lánardrottnum og „mik-
ils áreitis“ af hálfu háttsettra starfs-
manna skattayfirvalda sem hafi vald-
ið fyrirtækinu miklum
lausafjárvanda. Í bréfinu segir hann
einnig að það hafi ekki verið ásetn-
ingur sinn að afvegaleiða eða svindla
á nokkrum manni með viðskiptum
sínum.
CCD hefur mótað kaffimenn-
inguna á Indlandi allt frá stofnun
fyrirtækisins, ekki síst meðal ungs
fólks sem leitast við að upplifa lífsstíl
fólks á Vesturlöndum. Einkunnarorð
fyrirtækisins: „Það getur margt
gerst yfir bolla af kaffi,“ eru tvíræð
en vísa einnig til vaxandi eftirspurnar
meðal fólks á Indlandi eftir að geta
sest niður á opinberum stöðum til
skrafs og ráðagerða.
Árið 2010 leiddi sjóðastýringar-
fyrirtækið KKR & Co 200 milljóna
dollara fjárfestingu í Coffee Day En-
terprises, móðurfélagi CCD. Fyrir-
tækið var svo skráð á markað í kaup-
höllinni í Bombay í október 2015.
Fyrirtækið hefur mætt sífellt
harðari samkeppni á síðustu árum,
m.a. frá Starbucks og Costa Coffe
sem er í eigu Coca-Cola. Þannig mun
CCD aðeins hafa skilað sex milljóna
dollara hagnaði fyrir skatta á síðast-
liðnu ári, þrátt fyrir gríðarleg umsvif.
Siddhartha og fjölskylda hans eiga
um 53% hlut í CCD. Þau höfðu hins
vegar á undanförnum mánuðum lagt
stærstan hluta eignar sinnar í fyrir-
tækinu fram sem veð gegn lántökum
sem miðuðu að því að endur-
fjármagna umsvif þeirra.
Skatturinn lætur sverfa til stáls
Árið 2017 gerðu skattayfirvöld á
Indlandi húsleit á nokkrum starfs-
stöðvum í eigu Siddhartha og sögðust
í kjölfarið hafa aflað gagna sem
sýndu fram á skattamisferli. Hann
neitaði alla tíð sök. Slagurinn við yf-
irvöld náði hins vegar hámarki þegar
þau reyndu að koma í veg fyrir að
hann seldi 21% hlut sinn í upplýs-
ingatæknifyrirtækinu Mindtree. Að
lokum náði hann þó að knýja í gegn
sölu til Larsen & Toubro í mars síð-
astliðnum. Segir Financial Times að
verðmiðinn hafi verið 473 milljónir
dollara.
AFP
VG Siddartha hafði ekki átt sjö dagana sæla þegar kom að rekstri CCD. Þá
höfðu skattayfirvöld á Indlandi einnig sótt að honum frá árinu 2017.
„Kaffikóngur“
Indlands talinn af
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Flest bendir til þess að VG
Siddartha, stofnandi Café
Coffee Day, stærstu kaffi-
húsakeðju Indlands, hafi
látið sig falla í ána Nethra-
vathi á mánudagskvöld.
Talsverð óvissa er uppi um
framtíð fyrirtækisins.
SJÓNVARPSÞJÓNUSTA
Streymisveitan Netflix hefur undan-
farin misseri fjárfest fyrir hundruð
milljóna Bandaríkjadala í framleiðslu
kvikmynda. Með þessu ætlar Netflix
að komast inn á markað sem fram til
þessa hefur nær eingöngu verið í
höndum stórra framleiðenda í Holly-
wood.
Streymisveitan hefur nú ákveðið
fjárveitingu upp á ríflega 520 millj-
ónir Bandaríkjadala til framleiðslu
þriggja kvikmynda. Myndunum er
m.a. ætlað að tryggja að áskrifendur
veitunnar haldi ekki á önnur mið í leit
að afþreyingu. Þetta herma heimildir
Wall Street Journal.
Meðal leikara sem fengnir hafa
verið að framleiðslu myndanna eru
stórleikarar á borð við Dwayne John-
son, Ryan Reynolds og Robert De
Niro. Hægt verður að nálgast mynd-
irnar á veitunni á næstu misserum.
Ráðgert er að heildarfjárfesting
Netflix í nýju efni, þáttum og kvik-
myndum muni nema um 15 millj-
örðum Bandaríkjadala á þessu ári.
Þannig bindur fyrirtækið vonir við að
hægt verði að fylla safn veitunnar af
fersku efni, en samkeppni á markaði
streymisveitna hefur verið að harðna
síðustu mánuði.
Eins og áður hefur komið fram olli
uppgjör streymisveitunnar fyrir ann-
an ársfjórðung þessa árs talsverðum
vonbrigðum. Þar kom m.a. fram að
hægt hefði verulega á fjölgun áskrif-
enda auk þess sem einkaréttur á
þáttum, sem hingað til hafa talist til
grunnstoða fyrirtækisins, er útrunn-
inn eða við það að renna út. Í kjölfar
uppgjörsins lækkaði gengi hlutabréfa
Netflix um 10%. Með framleiðslu nýs
efnis vonast fyrirtækið þó til að hægt
verði að snúa þróuninni við.
Netflix fjárfestir
fyrir háar fjárhæðir
AFP
Streymisveitan hefur átt undir högg að sækja undanfarin misseri.
BREXIT
Gengi breska pundsins hefur tekið
talsverða dýfu undanfarna daga.
Frá upphafi júlímánaðar hefur
gengi pundsins gagnvart íslensku
krónunni fallið um ríflega 7%. Mið-
gengi pundsins stendur nú í 146,92
krónum.
Gengi pundsins gagnvart dollara
hefur einnig lækkað talsvert og stóð
í 1,2168 dollurum í gær. Það hefur
ekki verið lægra frá því í mars 2017.
Lægst hefur pundið farið í 1,1814 í
kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslunnar
um Brexit í október 2016. Hafði
gengi pundsins þá ekki mælst lægra
gagnvart dollar í 33 ár.
Miklar breytingar á gengi punds-
ins má rekja til óttans við að Bretar
yfirgefi Evrópusambandið án út-
göngusamnings í haust.
Gengi breska pundsins
heldur áfram að lækka
AFP
Boris Johnson stefnir hraðbyri að
samningslausu Brexit í haust.
VILTU TAKAVIÐ
GREIÐSLUMÁNETINU?
KORTA býður uppá fjölbreytta þjónustu sem hentar
bæði minni og stærri fyrirtækjum. Kannaðu málið.
Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík, 558 8000 / korta@korta.is / korta.is