Morgunblaðið - 31.07.2019, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 31.07.2019, Blaðsíða 13
Morgunblaðið/ÞÖK Innan úr álverinu á Reyðarfirði. ÁLIÐNAÐUR Magnús Þór Ásmundsson hefur óskað eftir því að láta af störfum hjá Alcoa Fjarðaáli en hann hefur starfað hjá fyrirtækinu frá árinu 2009, fyrst sem framkvæmdastjóri framleiðsluþróun- ar, en síðan sem forstjóri móðurfélags Alcoa á Íslandi frá árinu 2012. Frá árinu 2014 starfaði Magnús Þór sem forstjóri Alcoa Fjarðaáls á Reyðar- firði. Þangað til nýr forstjóri verður ráð- inn mun Smári Kristinsson, fram- kvæmdastjóri ál- framleiðslu, taka tímabundið við starfi forstjóra Fjarðaáls. Magn- ús Þór verður nýj- um stjórnendum jafnframt innan handar á næstu misserum. „Tíminn hjá Al- coa hefur verið afar gefandi. Ég er þakklátur því góða starfsfólki sem ég hef unnið með og er stoltur af árangri okkar hjá Fjarðaáli í umhverfis-, ör- yggis- og jafnréttismálum,“ segir Magnús Þór í tilkynningu. peturh@mbl.is Magnús Þór hættur hjá Fjarðaáli Magnús Þór Ásmundsson MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 2019 13SJÓNARHÓLL BÓKIN Það má alveg deila um hvort og þá að hvaða marki kynin standa frammi fyrir launamismunun á vinnumarkaði, enda breytist myndin eftir því sem kafað er dýpra ofan í tölurnar og leiðrétt er fyrir fleiri þáttum. Hitt virðist ekki hægt að hrekja, að mati Caroline Criado-Perez, að margt í samfélaginu notar karla sem út- gangspunkt og grunnviðmið – með slæmum afleiðingum fyrir konur. Criado-Perez er höfundur bók- arinnar Invisible Women: Exposing Data Bias in a World Designed for Men. Criado-Perez er ensku- og bókmenntafræðingur að mennt og eitilharður femínisti sem m.a. leiddi herferðina fyrir því að mynd af Jane Austen skyldi prýða nýja 10 punda seðilinn. Í verkinu rýnir Criado-Perez í alls konar forvitnilega tölfræði og gögn um ólíka stöðu kynjanna og hefur hún sérstakar áhyggjur af því að oft valdi það konum skaða ef gögn og mæl- ingar eru karl-miðuð. Hún nefnir sem dæmi að prófanir á lyfjum og lækn- ingatækjum taki ekki nægilega mikið tillit til ólíkra þarfa kynjanna og noti iðulega karlmanns- líkamann sem við- mið og útkoman t.d. að rafstraumurinn frá gangráðum hent- ar körlum betur en konum og að eitt mest notaða blóð- þrýstingslyfið á makaðinum hefur já- kvæð áhrif á lífslíkur karla en styttir lífs- líkur kvenna. Dæmin koma úr öllum áttum og þyk- ir höfundi mikið áhyggjuefni að alls kyns algrími og gagnasöfn sem atvinnulíf og stjórn- völd reiða sig á, s.s. við mannaráðn- ingar og stefnumótun, hafi innbyggða kynja-skekkju. Ef ekki er gætt að skekkjunni, og tæknin látin vísa okk- ur veginn, sé næsta víst að konur beri skarðan hlut frá borði. ai@mbl.is Kynjahallinn leynist hér, þar og alls staðar Til í mörgum stærðum og ge Nuddpottar Fullkomnun í líkamlegri vellíðan rðum Vagnhöfða 11 | 110 Reykjavík | www.ofnasmidja.is | sími 577 5177 SAMSTARFSAÐILI HVAR SEM ÞÚ ERT Hringdu í 580 7000 eða farðu á sumarhusavorn.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.