Morgunblaðið - 31.07.2019, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.07.2019, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 2019FRÉTTIR Þarftu skjóta afgreiðslu á ein- blöðungum, bæklingum, vegg- spjöldum, skýrslum, eða nafn- spjöldum? Þá gæti stafræna leiðin hentað þér. Sendu okkur línu og fáðu verðtilboð. STAFRÆNT Góð þjónusta í tæpa öld 10%afslátturfyrir 67 áraog eldri Flugvallarþjónusta BSR sér um að skutla þér út á flugvöll og aftur heim þegar þú ferð til útlanda. 5-8 manneskjur 19.500 kr. 1-4 manneskjur 15.500 kr. Verð aðra leið: Fjárfestar bíða með öndina í háls- inum eftir fréttum frá vaxtaákvörð- unarfundi Seðlabanka Bandaríkj- anna í dag, miðvikudag. Ef marka má þróun viðskipta með skulda- skiptasamninga telja fjárfestar að 80% líkur séu á 25 punkta vaxta- lækkun, og 20% líkur á að lækkunin verði meiri en það. Seðlabankinn snarlækkaði vexti í fjármálakrepp- unni, niður í 0,5%, en hóf að nýju hækkun í hænuskrefum árið 2015 og fór síðast upp í 2,5% í desember síð- astliðnum. Fyrir fjármálahrun náðu stýrivextir hæst upp í 5,25%. Skiptar skoðanir eru um hvort ástandið í bandarísku efnhagslífi kalli á vaxtalækkun. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sterkar skoðanir á hvaða stefnu seðlabank- inn ætti að taka og sagðist á þriðju- dag vilja bæði sjá rausnarlega vaxtalækkun – helst um heilt pró- sentustig – og að seðlabankinn hætti að saxa á 3.800 milljarða dala eigna- safn sitt. Stjórnmálagreinendur grunar að viðhorf Trumps byggi ekki endilega á vandaðri greiningu á þróun og þörfum markaðarins, held- ur frekar því að stutt er í næstu for- setakosningar. Bandarískir kjós- endur ganga til atkvæða 3. nóvember á næsta ári og pólitískir andstæðingar Trumps gætu gert sér mat úr því ef hægja tæki á hagkerf- inu einhvern tíma á næstu sextán mánuðum. Fílhraust hagkerfi Aðrir vilja að Seðlabankinn haldi áfram á sömu braut, eða grípi að minnsta kosti ekki alveg strax til vaxtalækkunar. Hagkerfi Banda- ríkjanna er jú ekki beinlínis veik- burða: atvinnustig gott og hefur farið batnandi jafnt og þétt und- anfarin ár, og hlutabréfavísitölur í hæstu hæðum. Verðbólga er heldur ekki svo fjarska langt undir 2% marki Seðlabankans, og mældist 1,6% á tólf mánaða tímabilinu til og með síðasta júní. FT bendir á að leita þurfi allt aftur til ársins 1854 til að finna annað jafn langt vaxt- arskeið í hagsögu Bandaríkjanna. Tollastríðið við Kína hefur vissu- lega sett strik í reikninginn, og vald- ið taugatitringi, en diplómatísk lausn er vonandi innan seilingar. Það að lækka vexti við þessar að- stæður gæti því blásið lofti í bólu á mörkuðum. Trump væri vissulega kátur alveg fram að kosningum, en almenningur og fyrirtæki myndu þá þurfa að glíma við skellinn þegar bólan loksins springur. Björgun frá bölsýni Jay Powell seðlabankastjóri hefur áður tekið það skýrt fram að Banda- ríski seðlabankinn muni fara sér í engu óðslega og láta hagtölurnar vísa sér veginn. Með það í huga væri þá besta ástæðan til að grípa til vaxtalækkunar á þessum tíma- punkti, að hagvöxtur á ársgrundvelli mældist 2,1% á öðrum ársfjórðungi. Er það mikil lækkun frá fjórðung- inum á undan þegar hagvöxtur var 3,1%. Þótt ákveðnir geirar atvinnu- lífsins, s.s. tæknifyrirtækin, séu á mikilli siglingu gefa hagtölur til kynna að í öðrum geirum haldi stjórnendur að sér höndum og séu ragir við að fjárfesta. Ein sennileg skýring er óvissa vegna tolladeilna við Kína, og hættan þá sú að fyrir- tækin stígi of harkalega á bremsuna á meðan þau bíða átekta, og kæli þannig hagkerfið meira en var í raun ástæða til. Vaxta lækkun nú gæti því virkað eins og bjartsýnispilla. Þá gæti stjórn Seðlabankans líka réttlætt vaxtalækkun með versnandi horfum í alþjóðahagkerfinu. Powell hélt einmitt erindi í París fyrr í mán- uðinum þar sem ummæli hans þóttu gefa til kynna meiri næmni fyrir þróun mála á heimsvísu en hjá síð- ustu seðlabankastjórum. Jafnvel þótt Bandaríkin séu í forystu- hlutverki í hagkerfi heimsins er landið ekki með öllu ónæmt fyrir því ef hægir mikið á í öðrum heims- hlutum. Kína á í fullu fangi með að halda hjólum atvinnulífsins á yf- irsnúningi og Evrópu gengur af- skaplega hægt að hrista af sér lá- deyðuna. Tímabil nýrra viðmiða Hitt verðskuldar síðan sérstaka athygli: hversu lágir stýrivextir í Bandaríkjunum eru, þrátt fyrir allt. Þannig gengur Robin Harding, pistlahöfundur FT, svo langt að segja að það að Seðlabankinn hafi ekki náð að leyfa vöxtum að klifra hærra en upp í 2,5% áður en gripið var til lækkunar, sé til marks um að gömul viðmið eigi ekki lengur við. Þegar stýrivextir í Bandaríkjunum eru skoðaðir aftur í tímann má sjá að vextir voru oft mun hærri og náðu t.d. 6,5% árið 2000, um það leyti sem netbólan sprakk. Fyrr á tímum hefðu 2,5% þótt sannkölluð afsláttarkjör. Nú virðist markaðurinn aftur á móti varla ráða við 2,5% stýrivexti og í Evrópu er verið að skoða vand- lega hve langt niður fyrir núllið mætti fara með vextina. Seðlabank- inn spáir því að til lengri tíma litið muni vextir leita jafnvægis í kring- um 2,5% en ef gera má ráð fyrir 2% verðbólgu er greinilegt að vaxtaum- hverfið mun ekki beinlínis verðlauna þá sem reyna að spara. Öllu alvar- legra er að því meira sem stýrivextir lækka, því minna svigrúm hefur Seðlabankinn til að bregðast við al- vöru niðursveiflu. Kann að fara svo, bæði í Bandaríkjunum, Evrópu og víðar að sá eini sem geti komið til bjargar í efnahagslægð verði ríkis- sjóður: að engin önnur vítamín- sprauta verði í boði en að lækka skatta og auka ríkisútgjöld. Gjörbreytt landslag stýrivaxta mun líka hafa keðjuverkandi áhrif um alla markaði, og breyta því hvernig ólíkir eignaflokkar verða verðlagðir. Skuldasöfnun sem áður hefði þótt ósjálfbær mun verða við- ráðanleg í þessum nýja lágvaxta- heimi og fjárfestingarhegðun fólks allt önnur en þegar það var mun dýrara að skulda. Heimsbyggðin bíður vaxtaákvörðunar Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Þó að bandarískt atvinnulíf virðist tiltölulega þróttmikið má nota ákveðin veik- leikamerki til að réttlæta vaxtalækkun. Stýrivextir nú eru þó mun lægri en síðast þegar Seðlabanki Banda- ríkjanna ákvað að lækkun væri tímabær. AFP Tölurnar sýna minnkandi hagvöxt á öðrum ársfjórðungi og kannski hætta á að taugaveiklun vegna tollastríðs sé að kæla hagkerfið meira en ástæða er til. Jerome „Jay“ Powell svarar spurningum á fundi fjármálanefndar Bandaríkjaþings. Hann hefur sagt að Seðlabankinn muni fylgja því sem tölurnar segja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.