Morgunblaðið - 31.07.2019, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 31.07.2019, Blaðsíða 9
” Þarna eru stórir sjóðir á ferð sem eru með þolin- móðara fjármagn en kannski smærri aðilar á Íslandi. kerfi. Mér finnst það úrelt og gamaldags kerfi af því að stjörnugjöfin tekur til ýmissa atriða sem skipta fólk ekki lengur eins miklu máli og áður. Stjörnukerfið byggist á því hvaða þjónusta er í boði og hvaða aðstaða er til staðar. Það segir sig því sjálft að ef hótel er skráð sem þriggja stjörnu hótel halda margir að einhverju sé ábótavant í þjónustu eða aðstöðu. Það þarf hins vegar ekki að vera verra í þeirri þjónustu sem boðið er upp á. Með góðu rúmi, morgunverði og þjónustu getur þriggja stjörnu hótel boðið jafn- vel miklu betri upplifun en fjögurra stjörnu hót- el. Þess vegna er ég ekkert hrifin af þessu kerfi. Ég er hrifnari af umsögnunum sem við fáum. Við erum með 8,8 í einkunn á bókunarvefnum Booking.com sem er há einkunn. Við viljum fá að sanna okkur og sýna hvað við höfum upp á að bjóða og fólk dæmir okkur út frá því hvernig við stöndum okkur. Þess vegna tek ég umsagnirnar mjög alvarlega og ef það kemur eitthvað upp á sem er ábótavant þá bætum við það. Ég er með frábært starfsfólk sem gerir allt vel, svo hingað til hafa umsagnir verið mjög ánægjulegar. Gest- ir geta sjálfir innritað sig á hótelið. Þeir fá tölvu- póst með kóða sem virkjast klukkan þrjú. Þá geta þeir farið inn á herbergið. Gestir þurfa ekki lengur að bíða í röð til að innrita sig eins og ég í gamla daga. Ég býð hins vegar upp á þjónustu í móttöku allan sólarhringinn því auðvitað eru mannleg samskipti alltaf best.“ – Tölum aðeins um hótelið og hönnunina. Hvar fenguð þið hugmyndina að hóteli sem leggur svona mikla áherslu á hönnun? „Þegar við opnuðum ODDSSON-hostel vild- um við gera hlutina öðruvísi en aðrir í Reykja- vík. Við fengum því Daníel Atlason í Döðlum til að hanna fyrir okkur en hann er gríðarlega hug- myndaríkur og með aðrar áherslur en maður hefur séð.“ – Sóttirðu þá innblástur til borga eins og Berl- ínar? „Já, við fórum meðal annars til Berlínar og Amsterdam og skoðuðum hostel og fengum hug- myndir. Daníel hefur mikla þekkingu á hönnun og húsgögnum en saman deilum við áhuga á hönnun og list. Við pössuðum því mjög vel sam- an í þessu verkefni og úr varð þessi sérstaka hönnun með heimsþekktum húsgagnahönnuð- um. Einnig hannaði Danni [Daníel] sjálfur hús- gögn sem við köllum ODDSSON-húsgögnin sem eru borð og stólar, ljós og veggljós og ýmsir hlutir.“ – Þið auglýstuð hluta af húsgögnunum á ODDSSON-hostelinu til sölu, en hluti hefur greinilega fylgt með á nýja hótelið. „Já. Það sem við gerðum var að nota hús- gögnin og hugmyndafræðina á hostelinu og upp- færa hana í hótelklassa. Innanhússarkitekt teiknaði upp hótelið og pantaði innréttingar en ég valdi liti á veggi, efni, gólfteppi og annað innbú. Við erum með „blátt“ hús og „bleikt“ hús og hlýir pastellitir eru áberandi í hönnuninni. Við gerðum þetta aðeins hlýlegra en í JL-hús- inu. Þar var steypan áberandi og meiri hostel- stemning. Hótelið er næsta stig af ODDSSON- hosteli. Við fórum í aðeins meiri spariföt, ef svo má að orði komast.“ Miðbærinn sprunginn – Var ekki dálítið djarft að opna hótel á þessu svæði, vestan við Skeifuna? „Vissulega var það áhyggjuefni í byrjun að vera hér. Fyrir Íslendingum eru Grensásvegur og Skeifan svolítið langt í burtu frá miðbænum og ekkert spennandi svæði. Ég held hins vegar að það muni breytast á næstu árum, enda er planið hjá borginni að gera þetta að miklu skemmtilegra svæði. Jafnframt á að efla al- menningssamgöngur. Reykjavík er að stækka og hún þarf að stækka. Miðborgin er sprungin.“ – Í hverju birtist það að miðborgin sé sprung- in? „Þá meina ég frá sjónarhóli Íslendinga. Það er búið að opna mörg hótel, veitingastaði og túr- istabúðir á svæðinu. Við Íslendingar lítum svo- lítið á miðborgina núna sem túristasvæði og margir sækja ekki þangað eins og áður. Þannig að ef maður hugsar þetta út frá stórborgum er- lendis þá verða gjarnan til ferðamannasvæði í miðborginni þótt heimamenn leiti jafnvel annað og þá myndast oft ný og skemmtileg hverfi út frá því. Það er heldur ekki endilega fyrsta val ferðamanna að vera í miðbænum. Flestir ferða- menn koma til að skoða íslenska náttúru. Hún er helsta aðdráttaraflið. Fólkið gistir eina til tvær nætur í borginni og fer svo út á land og gistir svo jafnvel líka í Reykjavík á leiðinni til baka. Það eru ýmsir kostir við þessa staðsetningu á Grensásvegi. Til dæmis geta rúturnar stoppað hérna fyrir utan. Það geta þær ekki alls staðar fyrir framan hótel í miðborginni. Þar þurfa gest- ir jafnvel að ganga nokkurn spöl til að taka rút- una út á flugvöll. Við erum líka með bílakjallara og fólk er mjög ánægt með það, fyrir utan að hér eru víða ókeypis stæði. Það er ekki erfitt fyrir fólk að leggja hjá mér.“ Fjölbreyttur hópur gesta – Ertu þá með annan markhóp en þann sem sækist t.d. eftir því að vera á Laugaveginum? „Það er gott að þú skulir spyrja um markhóp- inn minn – ég ætlaði einmitt að nefna það – en hann er í raun mjög stór. Við erum með fjöl- breyttar tegundir herbergja, allt frá einstakl- ingsherbergjum upp í fjölskylduherbergi sem rúma fjóra til sex og með litlu eldhúsi. Það er því ekki rétt að ræða um einn markhóp. Við fáum hingað ferðamenn með bílaleigubíla og talsvert af fjölskyldum sem nýta sér kojuherbergin okk- ar, og svo viðskiptafólk sem getur nýtt sér fundaraðstöðu á hótelinu. Við fáum líka hingað talsvert af íþróttafólki sem velur okkur út af ná- lægð við Laugardalshöllina og Laugardalslaug. Hér hafa líka dvalið gestir Secret Solstice- hátíðarinnar sem horfa til þess að vera í göngu- færi við hátíðina í Laugardal. Við höfum líka fengið jógahópa en þar sem ég er jógakennari hef ég kynnst ýmsum jógaferðaskrifstofum er- lendis sem hafa haft samband við mig varðandi jógahópa. Ég er líka í góðum tengslum við flest- ar jógastöðvar í Reykjavík, svo það er auðvelt að skipuleggja góða upplifun fyrir jógahópa á ODDSSON. Markhópurinn er því mjög dreifður.“ – Hvernig nálgastu viðskiptavinina? „Markaðssetningin hefur hingað til verið á bókunarsíðunum. Markaðssetningin hefur ekki verið mikil og hefur setið á hakanum.“ Ferðast meira en áður – Hvaða strauma greinirðu í ferðaþjónustu? „Flugfargjöld eru hagstæðari í dag en fyrir 10 árum og það hefur að sjálfsögðu auðveldað fólki að ferðast. Hugarfar fólks hefur líka breyst og meiri áhersla lögð á að upplifa og njóta en áður. Ef ég ber saman tvítugt fólk í dag og fyrir þrjá- tíu árum, þegar ég var tvítug, þá er tilfinning mín sú að það hafi aðrar áherslur varðandi hvernig það vill lifa lífinu. Það hugsar betur um sig og vill nota tímann til að upplifa og lifa lífinu. Fyrir þrjátíu árum var áherslan kannski fyrst og fremst á að mennta sig og fá góða vinnu. Núna er vinnan orðin sveigjanlegri og fólk hefur almennt meiri tíma til að sinna sjálfu sér og ferðast,“ segir Margrét Ásgeirsdóttir. Morgunblaðið/Árni Sæberg fjárfesta á Íslandi MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 2019 9VIÐTAL – Sástu einhvern tímann fyrir þér að fara út í ferðaþjónustu? „Ég er læknir að mennt og þegar ég var að ljúka kandídatsárinu mínu stefndi ég á nám í Bandaríkjunum. Ég þreytti amerísku lækna- prófin svokölluðu, en stuttu síðar flutti ég ásamt fjölskyldu minni til Kanada og þar eru amerísku læknaprófin ekki gild. Ég leit á þetta sem hálfgert „merki“ um að eitthvað annað biði mín í lífinu en læknanámið. Og nú er ég í ferðageiranum að sinna gestum í stað sjúklinga. Þetta hefur verið gríðarlega áhugavert ferðalag frá því ég byrjaði í þess- um ferðageira. Margt hefur verið erfitt og krefjandi, eins og alltaf er þegar maður tekur að sér ný verkefni. En ég hef lært mikið og sérstaklega af mistökunum, sem við gerum jú öll. Ég hef alltaf heillast af hótelheiminum og því sem honum fylgir, en þegar ég bjó í Kanada var mikill gestagangur hjá mér og ég sagði alltaf í gríni að ég ræki Hótel Möggu mömmu. Ég er nú ekki viss um að það nafn á hóteli myndi laða að marga ferðamenn svo ég held mig bara við ODDSSON, það hefur reynst ágætlega,“ segir Margrét og brosir. – Hvaðan kemur nafnið ODDSSON? „Þegar við Danni vorum að vinna mark- aðsgögn fyrir hostelið tókum við eftir því að enska orðið „odd“, sem þýðir skrítinn, var áberandi í textanum. Bæði var hönnun host- elsins skrítin og við Íslendingar kannski líka. Okkur fannst þetta svolítið flott orð enda er hostelið svolítið öðruvísi. Svo er JL-húsið upphaflega nefnt í höfuðið á manni, Jóni Loftssyni. Við hugsuðum því sem svo að við ættum að halda áfram að tengja húsið við mannsnafn.“ Rak „Hótel Möggu“ í Kanada

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.