Morgunblaðið - 31.07.2019, Blaðsíða 16
Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is
Gámaleiga
Er gámur lausnin fyrir þig?
Við getum líka geymt gáminn fyrir þig
568 0100
stolpigamar.is
HAFÐU
SAMBAND
Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur
Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma
VIÐSKIPTA
Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, vidsk@mbl.is Útgefandi Árvakur hf.
Umsjón Stefán Einar Stefánsson fréttastjóri, ses@mbl.is Auglýsingar sími 5691111, augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf.
VIÐSKIPTI Á MBL.IS
WOW-kaup í uppnámi
Notar eigið fé við uppbyggingu WOW
„Skiljum að einhverjir séu óánægðir“
Allt að tólf vélar innan tveggja ára
Kaupin enn ófrágengin
Mest lesið í vikunni
INNHERJI
RÉTTARRÍKIÐ ÞÓRODDUR BJARNASON
SKOÐUN
Gengi íslensku krónunnar hefur
styrkst um 5% gagnvart helstu við-
skiptamyntum undanfarnar tvær
vikur sem kemur sér vel fyrir þá
sem huga nú að bílkaupum en Egill
Jóhannsson, forstjóri Brimborgar,
segir gengi krónunar beintengt við
bílverð og eftirspurn. Í gær veiktist
evran enn frekar gagnvart krónunni
eða um 0,59% og nam meðalgildi
hennar gagnvart evru 135,01 krónu.
Gengi Bandaríkjadals veiktist að
sama skapi um 0,58% gagnvart
krónunni og nam meðalgildi hennar
122,12 krónum gagnvart Banda-
ríkjadal.
„Þetta hefur rosaleg áhrif í báðar
áttir. Krónan hefur veikst mjög á
undanförnum 12 mánuðum sem hef-
ur hækkað bílverð,“ segir Egill sem
segir það vera eina helstu ástæðuna
fyrir hruni í sölu á nýjum bílum í ár,
en séu fyrstu sex mánuðir ársins
2019 bornir saman við sama tímabil í
fyrra hefur sala á nýjum bílum farið
niður um 40%.
„Það er rosalega stór hluti bíl-
verðsins gengistengdur. Allt inn-
kaupsverðið, sem er hátt hlutfall af
bílverðinu. Síðan eru allir tollar og
vörugjöld gengistryggð sem leggst
ofan á erlenda verðið,“ segir Egill en
þeir sem eru að íhuga bílkaup mega
vænta þess að sjá lækkað verð á
næstunni. „Við erum í þessum töl-
uðu orðum að reikna lækkað verð.
Það eru bein tengsl á milli gengis
krónunnar og bílasölu,“ segir Egill
og ítrekar að eftirspurnin ætti nú
vonandi að aukast.
„Áhrifin koma mjög snemma
fram. Við vegum og metum stöðuna
á genginu. Hvort um tímabundna
þróun sé að ræða. En þegar maður
er núna búinn að horfa á þessa þró-
un í tvær vikur, í átt að styrkingu, þá
fer maður að trúa því að krónan sé
að setjast þarna,“ segir Egill.
Morgunblaðið/Kristinn Magnúss.
Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, segir lægra bílverð vera fram undan.
Sterkari króna
lækkar bílverð
Pétur Hreinsson
peturh@mbl.is
Bílainnflytjendur hyggjast
lækka bílverð þar sem
krónan hefur styrkst um
5% gagnvart helstu
myntum á tveimur vikum.
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Sjálfviljugir gengu Bretar í Evr-ópusambandið (þá EC) og höfðu
þá haft nokkuð fyrir því, bæði innan-
lands en einnig í átökum við himna-
lengjuna de Gaulle. Nú hafa Bretar
ákveðið að ganga úr þessu sambandi
og telja hagsmunum sínum betur
borgið utan þess. Í stað þess að virða
vilja meirihluta þjóðarinnar hafa for-
svarsmenn Evrópusambandsins gert
allt sem þeir geta til að koma í veg fyr-
ir útgönguna og með því skaða Bret-
land og Evrópu alla til lengri tíma lit-
ið.
Framganga þeirra mun lengi verðaí minnum höfð og ekki mun hún
ná því markmiði sem stefnt var að,
þ.e. að koma í veg fyrir brotthvarf
Breta úr ESB. Þvert á móti mun
hamagangurinn verða öðrum þjóðum
hvatning til þess að fara sömu leið.
Hið minnsta ættu trakteringarnar að
verða þjóðum sem utan sambandsins
standa til ævarandi áminningar um að
mikið óráð sé að leita ásjár þar á bæ.
Og enn er þjarmað að Bretum, enBoris er annarrar gerðar en
Cameron og May. Hann ætlar að
fylgja þjóðarvilja. Nú mun að öllu
óbreyttu sverfa til stáls og þar eiga
þjóðir utan ESB að taka sér stöðu
með Bretum. Frjáls viðskipti þurfa að
ganga snuðrulaust fyrir sig milli
ríkjanna og það má beinlínis hvetja
fólk til að kaupa breskar vörur og
þjónustu. Það á ekki að láta ókjörna
og óvinsæla skrifstofukarla í Brussel
komast upp með vélráð sín. Þá mun
einnig sannast að heimsendaspárnar
eiga ekki við rök að styðjast. Bretar
eiga bjarta framtíð utan ESB.
Styðjum
Bretana
Aflaverðmæti úr sjó reyndist13,4 milljarðar í apríl síðast-
liðnum. Er það 16% meira verð-
mæti en í apríl í fyrra. Á tólf mán-
aða tímabili nemur verðmætið sem
íslensk fiskiskip hafa sótt í greipar
Ægis 133,4 milljörðum króna. Það
er meira en 11 milljörðum meira en
næstu tólf mánuði þar á undan.
Enn er gert ráð fyrir því að er-lendir ferðamenn muni þyrp-
ast til landsins og verði í kringum
tvær milljónir á þessu ári. Það er
miklu meiri fjöldi en hingað lagði
leið sína árið 2016 þegar þeir náðu
ekki 1,8 milljónum.
Í júlímánuði mældi Hagstofa Ís-lands verðhjöðnun og er tólf
mánaða verðbólga nú 3,1%. Í lok
júní lækkaði Seðlabankinn stýri-
vexti um 0,25 prósentur og kom sú
lækkun ofan í lækkun upp á hálfa
prósentu í maí. Gengi krónunnar
hefur styrkst að undanförnu og
kaupmenn lýsa því yfir að hægt sé
að lækka verð.
Í júní var skráð atvinnuleysi 3,4%og má furðu sæta að það hafi
ekki þokast upp á við og á verri
stað í kjölfar þess að WOW air fór
á höfuðið og skildi um 1.000 manns
eftir án atvinnu. Og á sama tíma
geta landsmenn nú skundað inn í
lífeyrissjóði sína og slegið þar lán
eða endurfjármagnað eldri með
vöxtum sem komnir eru undir 2%
verðtryggt og 5% óverðtryggt.
Viðskiptaafgangur er enn tals-verður og hrein staða þjóð-
arbúsins við útlönd er orðin jákvæð
sem nemur um 600 milljörðum
króna. Ríkissjóður sló lán í evrum
fyrir skemmstu og bera þau fasta
vexti upp á 0,1%. Það eru lægstu
vextir sem nokkru sinni hafa feng-
ist á lántökur ríkissjóðs. Flestar
fyrri ríkisstjórnir hefðu varla greint
vaxtakjörin með smásjá og jafnvel
þótt þær hefðu fyrir slysni rekist á
þau – hefðu þær ekki trúað sínum
eigin augum og sjárinnar.
Allt gefur Íslendingum tilefni tilbjartsýni. Það þarf kraftaverk
til að spila þessa stöðu út úr hönd-
unum. Það er vissulega hægt, en
kraftaverkamenn eru sem betur fer
fáir og ráða litlu þótt þeir hafi hátt.
Nú þarf fólk að horfast í augu við
þennan veruleika. Það er ekki að-
eins nauðsynlegt heldur líka gleði-
legt.
Hvað er að óttast?
Fyrrverandi verkfræð-
ingur hjá Boeing segir
framleiðslu 737 MAX
8-flugvéla hafa verið
undirfjármagnaða.
737 MAX und-
irfjármögnuð
1
2
3
4
5