Morgunblaðið - 31.07.2019, Blaðsíða 10
AF 200 MÍLUM Á MBL.IS
Aflaverðmæti úr sjó nam tæpum 13,5 milljörðum í apríl og jókst um
16 prósent samanborið við apríl á síðasta ári samkvæmt bráðabirgða-
útreikningum Hagstofu. Var verðmæti þorsks mest, eða 5,8 millj-
arðar króna.
Verðmæti botnfiskaflans var alls tæpir 10,9 milljarðar og jókst alls
um 28,1% á milli ára, en á eftir þorski var verðmæti ýsu mest af teg-
undum botnfiska, eða rúmlega 1,8 milljarðar.
Uppsjávarafli dróst saman um 22,7% og var að mestu kolmunni.
Aflaverðmæti flatfisktegunda var 842 milljónir króna og jókst frá
fyrra ári.
Á 12 mánaða tímabili frá maí 2018 til apríl 2019 jókst aflaverðmæt-
ið um 9,2% miðað við sama tímabil ári fyrr.
Morgunblaðið/Hari
Á eftir þorskinum var verðmæti ýsunnar mest af tegundum botnfiska.
Aflaverðmæti jókst
um 16% á milli ára
10 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 2019
DALVEGI 10-14 | 201 KÓPAVOGI | SÍMI 540 7000 | FALKINN.IS
Veldu öryggi
SACHS – demparar
ÞAÐ BORGAR SIG AÐ NOTA ÞAÐ BESTA
„Því miður er það svo. Það hefði verið
gott að geta framlengt veiðitímabilið
og um leið veitt það sem eftir mun
standa,“ segir Axel Helgason, for-
maður Landssambands smábátaeig-
enda. Hann bendir á að á síðasta ári
hafi heimildir upp
á fleiri hundruð
tonn staðið eftir
ónýttar. „Mér
sýnist að það
sama verði einnig
uppi á teningnum
í sumar,“ bætir
hann við.
Varla kemur til
greina að lengja veiðitímabilið í ár, úr
því sem nú er.
„Lengd veiðitímabilsins er sett í
lög og því þarf að byrja á að breyta
lögum eigi eitthvað annað að breyt-
ast. Og það er ekki gert í einni svip-
an. En þetta verður endurskoðað á
næsta ári, ekki síst í ljósi þess að nú
er það að gerast tvö ár í röð að við
náum ekki að nýta þær heimildir sem
okkur eru fengnar,“ segir hann.
„Stjórnvöld hljóta að vilja bæta
kerfið þannig að dagarnir nýtist bet-
ur, til að mynda með því að leyfa
veiðar á sunnudögum eða á fleiri dög-
um í hverjum mánuði.“
Fiskverðið er þó stór og ljós
punktur í sumar, bendir Axel á. „Það
er að meðaltali 30% hærra en í fyrra
og það er auðvitað frábært. Við erum
með fjölda manna sem ná mjög góðri
afkomu af þessu, sem betur fer. Ég
er ánægður með að ekki komi til
stöðvunar veiða og að allir skuli hafa
fengið tólf daga í mánuði, þó að vissu-
lega hafi tíðarfar sett strik í reikning-
inn á sumum svæðum.“
Ná ekki að
fullnýta veiði-
heimildirnar
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
Allt stefnir í að þau 11.100
tonn af óslægðum botn-
fiski, sem sjávarútvegs-
og landbúnaðarráðherra
ráðstafaði í vor til strand-
veiða, verði ekki að fullu
veidd áður en leyfilegt
tímabil strandveiða tekur
enda í ágúst.
Staða strandveiða 26. júlí 2018 og 2019
SVÆÐI A B C D SAMTALS
2018 2019 2018 2019 2018 2019 2018 2019 2018 2019
Afl i tonn 3.306 3.489 1.243 1.480 1.300 1.409 1.288 1.600 7.137 7.979
Aukning (%) tonn (5% ) 183 (16% ) 237 (8% ) 109 (20% ) 312 (11% ) 842
Landanir 4.816 5.250 2.017 2.367 1.991 2.082 2.046 2.483 10.870 12.182
Afl i á bát tonn 16,5 15,4 12,2 11,4 11,7 11,8 10,8 11,8 13,4 13,0
Dagar á bát 24,1 23,1 19,8 18,2 17,9 17,5 17,2 18,3 20,4 19,9
A B
C
D
Strandveiðisvæðin
Heimild: Landssamband
smábátaeigenda
Axel Helgason
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Fiskverð er um 30% hærra en í fyrra og segist Axel ánægður með það. Endurskoða þurfi lög um lengd tímabilsins.
11.100 tonn af óslægðum botn-
fiski er heimilt að veiða í sumar.
Því til viðbótar er heimilt að veiða
þúsund tonn af ufsa. Þetta er
mesti afli sem heimilt hefur verið
að veiða frá upphafi strandveiða
árið 2009. Það ár námu heimild-
irnar 3.955 tonnum.
Árið 2010 var miðað við 6.800
tonn í fjóra mánuði og 8.500 tonn
árið eftir. Frá 2012 til 2015 var
heimilt að veiða 8.600 tonn, níu
þúsund tonn 2016 og 9.760 tonn
árið 2017. Í fyrra var svo heimilt að
veiða 10.200 tonn.
Mesti afli frá
upphafi veiða