Morgunblaðið - 31.07.2019, Blaðsíða 8
plön hins vegar. Í dag er Circle hostel í JL-
húsinu og er það eingöngu með hostelherbergi.“
– Ætluðuð þið að hafa tvo ODDSSON-
gististaði?
„Já. Við ætluðum að hafa ODDSSON-
vörumerkið víðar og vera með hótel á Grensás-
vegi og hostel í JL-húsinu sem yrðu í keðju. Nú
höfum við hins vegar lokað hostelinu og ég stend
ein að hótelinu, sem var alltaf hugsað sem slíkt.“
– Fram kom í fjölmiðlum að þú ættir í við-
ræðum við þýska aðila um leigu á JL-húsinu
undir hostel. Eru þær viðræður komnar á ís?
„Það er enn verið að skoða ýmsa möguleika
með þeim og öðrum fjárfestum, en við erum
einnig í viðræðum við fleiri aðila um aðkomu að
JL-húsinu. Erlendir aðilar sýna mikinn áhuga á
fjárfestingu í hótelgeiranum á Íslandi. Margir
Íslendingar halda að áhugi á Íslandi fari minnk-
andi en það er ekki reyndin.“
Horfa til lengri tíma
– Þannig að yfirstandandi niðursveifla í ferða-
þjónustu fælir þessa fjárfesta ekki frá?
„Erlendir fjárfestar fjárfesta til lengri tíma.
Þeir hafa eflaust séð ýmsar sveiflur í þessum
geira í heiminum svo smáhikst í greininni síðast-
liðið ár fælir þá ekki frá. Þarna eru stórir sjóðir
á ferð sem eru með þolinmóðara fjármagn en
kannski smærri aðilar á Íslandi. Fyrir þeim býð-
ur Ísland enn upp á mikil tækifæri í ferðaþjón-
ustu og kannski sérstaklega núna þegar við
Það leynir á sér ODDSSON-hótelið, nýjasta
hótel Reykjavíkur, í gamla ASÍ-húsinu á horni
Fellsmúla og Grensásvegar. Ekki aðeins bygg-
ingin sem slík heldur að hótelið skuli vera þétt-
bókað fyrsta sumarið við krefjandi aðstæður í
ferðaþjónustu. Byggðar hafa verið tvær hæðir
ofan á húsið og reist viðbygging með bílakjallara
við Fellsmúlann. Hátt er til lofts og mikið lagt
upp úr hönnun og húsbúnaði.
Árið 2016 opnaði Margrét ODDSSON hostel í
JL-húsinu ásamt Arnari Gunnlaugssyni og
öðrum meðfjárfestum. Hostelið var rekið í tvö
ár, eða þar til því var lokað haustið 2018 vegna
fyrirhugaðra breytinga í húsnæðinu. Upp-
haflega voru hugmyndir um að opna fleiri gisti-
staði undir sama nafni og því var skrifað undir
samning við Íslenskar fasteignir um opnun
ODDSSON-hótels á Grensásvegi vorið 2016.
Með lokun hostelsins hvarf Arnar hins vegar úr
rekstrinum með Margréti og stendur hún ein að
rekstri ODDSSON-hótelsins, en rekur jafn-
framt hostel í JL-húsinu ásamt syni sínum Ás-
geiri Mogensen sem ber nafnið Circle hostel.
Prófaði sængurnar sjálf
Undirbúningur að opnun hótelsins á sér lang-
an aðdraganda og að mörgu var að huga svo allt
gengi upp fyrir opnunardag. Margrét kveðst
hafa verið með „puttana í öllu“ síðan húsnæðið
var í byggingu, bæði hvað varðar hönnun og val
á innbúi. Hún kveðst vanda valið á hlutum sem
snúa að gestunum. Til dæmis hafi hún sofið með
mismunandi sængur og kodda í heila viku til að
velja það besta fyrir gestina sína. Nú sé rekstur-
inn kominn á fullt og hótelið nánast fullbókað
alla daga.
Margrét fylgist vel með starfsfólki sínu og
tekur til hendinni ef á þarf að halda, hvort sem
er í þvottahúsi eða eldhúsi. „Það er vandasamt
að reka hótel og það þarf að vanda sig. Gestir í
dag eru kröfuharðir og gagnrýnir. Ef einhverju
er ábótavant hika þeir ekki við að skrifa um það
og vara aðra við. Þess vegna er gríðarlega mikil-
vægt að vanda sig í öllu. Samkeppnin er mikil og
ein slæm umsögn getur haft mikil neikvæð
áhrif,“ segir Margrét.
Hún segir bygginguna tvískipta. Aðalbygg-
ingin sé „bláa húsið“, með 57 herbergjum, mót-
töku og morgunverðarsal, en viðbyggingin,
„bleika húsið“, með 20 herbergjum, fundarsal og
bílakjallara. Nöfnin helgist af notkun hlýrra
pastellita sem hún valdi fyrir hótelið. Starfs-
menn eru 15 talsins. Hótelið er við fjölfarin
gatnamót en það heyrist ekki í umferðinni. Þá
vekur athygli hversu gott útsýni er af efstu hæð-
inni. Frá suðurhliðinni er meðal annars útsýni
yfir Heiðmörk og Bláfjöll og frá norðurhliðinni
blasir Esjan við gestum. Herbergin eru snyrti-
leg og stílhrein. Þau eru sérstaklega hljóðein-
angruð.
Skrifað undir samninginn 2016
– Hver er munurinn á ODDSSON-hosteli og
ODDSSON-hóteli?
„ODDSSON-hostel var að mestu leyti hostel.
Þar voru sex hótelherbergi og ein svíta. Hug-
myndin var að blanda saman hóteli og hosteli.
Við vorum þó fyrst og fremst þekkt sem hostel.
Hótelhlutinn var ekki eins vel nýttur. Síðan þró-
uðust málin á þann veg að við lokuðum hostelinu
haustið 2018 en þá voru viðræður í gangi um að
breyta til í húsnæðinu. Eins og ástandið hefur
verið í þjóðfélaginu undanfarið frestuðust þau
heimamenn höldum að það sé kreppa. Þá sjá er-
lendir fjárfestar að sjálfsögðu tækifæri til að
koma inn á markaðinn.“
– Hvaða tækifæri?
„Að opna hótel á Íslandi.“
– Eins og dæmin sanna er flugrekstur sveiflu-
kenndur. Hvers vegna sjá erlendir fjárfestar
tækifæri á Íslandi?
„Þeir sjá að Ísland er enn vaxandi áfanga-
staður hjá ferðamönnum. Jú, það er niðursveifla
í fluggeiranum en það mun fyllast í það skarð.
Það tekur auðvitað smátíma en þegar það eru
tækifæri á markaði er tilhneigingin sú að ein-
hver verður til að grípa þau.“
Rétt verð skapar tækifæri
– Skúli Mogensen fjallaði í fyrirlestri á Start-
Up Reykjavík nýverið um að nýjar og lang-
drægari farþegaþotur gætu gert Ísland að síður
áhugaverðri tengistöð. Gæti slík þróun breytt
þessari framtíðarmynd?
„Við sem rekum hótel erum ekki fyrst og
fremst að hugsa um þá farþega sem millilenda
heldur þá sem vilja koma til landsins. Auðvitað
hjálpar slík flugumferð en við viljum að áfanga-
staðurinn sé Ísland og að gestirnir gisti ein-
hverjar nætur hjá okkur.“
– Mögulegar breytingar á flugmynstri eru því
ekki ógn?
„Það er erfitt að spá mörg ár fram í tímann en
í dag hef ég ekki verulegar áhyggjur af þessu.
Ég er búin að fylla ODDSSON í sumar. Ef þú
ert samkeppnishæfur í verði og með góða þjón-
ustu eru ferðamenn á landinu sem munu gista
hjá þér. Á Íslandi er verðlag hátt og við verðum
að gæta okkar á að ferðamenn hafi hreinlega
efni á að koma til Íslands. Við sem erum í hótel-
rekstri byggjum jú afkomu okkar á ferðamönn-
um og viljum ekki fæla þá frá með of háu verði.“
– Framboðið á gistingu er að aukast mikið en
ferðamönnum fækkar. Er samkeppnin að
harðna?
„Það verður samkeppni og hún er holl fyrir
alla sem eru í rekstri. Maður þarf að vera á tán-
um og gera alltaf sitt besta og fylgjast með hvað
virkar, sérstaklega þjónustan, sem er mjög mik-
ilvæg. Umsagnir sem gestir gefa hótelum eru
gríðarlega mikilvægar, enda horfa ferðamenn
mikið í þær þegar þeir leita að gististað.“
Stjörnugjöfin úrelt
– Þú nefnir að mikilvægt sé að Ísland sé ekki
of dýrt. Er að hefjast tímabil í ferðaþjónustu þar
sem meðalverð á gistingu verður lægra?
„Það er hægt að veita frábæra þjónustu á
hagstæðu verði. Það er það sem ferðamenn leita
að og þar skapast því samkeppnin milli hótela.
Að halda verði hagstæðu en veita toppþjónustu.
Það er jú upplifun gestanna sem skiptir mestu
máli og ferðamenn velja oft hótel eftir umsögn-
um annarra gesta. Þetta hótel er skráð sem
þriggja stjörnu, þótt ég sé ekki hrifin af stjörnu-
Erlendir sjóðir vilja fj
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Margrét Ásgeirsdóttir, athafnakona
og læknir, er eigandi Oddsson-
hótelsins, nýjasta hótels Reykja-
víkur. Hún segir fleiri staðsetningar
fyrir aðra ODDSSON-gististaði í
skoðun, jafnvel utan höfuðborgar-
svæðisins, en þær séu trúnaðarmál
að sinni.
Margrét Ásgeirsdóttir, eig-
andi Oddsson-hótels, segir
mikil tækifæri fram undan í
ferðaþjónustu á Íslandi.
8 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 2019VIÐTAL