Morgunblaðið - 31.07.2019, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 2019 7FRÉTTIR
Suðurlandsbraut 6, Rvk | S. 419 9000 info@handafl.is | handafl.is
Við útvegum hæfa
starfskrafta í flestar
greinar atvinnulífsins
VANTAR ÞIG STARFSFÓLK?
Traust og fagleg
starfsmannaveita
sem þjónað hefur íslenskum
fyrirtækjum í áraraðir
LANDBÚNAÐUR
Hagnaður Líflands dróst verulega
saman á síðasta ári. Þetta kemur
fram í ársreikningi fyrirtækisins
fyrir árið 2018.
Fyrirtækið hagnaðist um
42.519.840 kr. í fyrra samanborið
við 122.967.065 kr. árið áður. Þá
námu rekstrartekjur félagsins
995.249.662 kr. á árinu og jukust
þannig um ríflega 150 milljónir
króna milli ára. Að sama skapi
jókst rekstrarkostnaður Líflands
um ríflega 200 milljónir króna og
nam 4.789.292.508 kr. í fyrra.
Eigið fé Líflands var
1.493.536.056 kr. undir lok árs 2018
og var arðsemi eigin fjár á árinu
um 2,85%.
Lífland framleiðir fóður og selur
rekstrarvörur til landbúnaðar
ásamt því að mala og selja Kornax
hveiti og aðrar tengdar vörur. Þá
rekur fyrirtækið einnig sex sér-
verslanir fyrir hestamenn og bænd-
ur víðsvegar um landið.
aronthordur@mbl.is
Lífland framleiðir m.a. fóður í verk-
smiðju fyrirtækisins á Grundartanga.
Hagnaður Líflands dróst saman
Eitt er að geta tekið við greiðslu í
gegnum kínversk forrit á borð við
Alipay og WeChat, og annað að sinna
þörfum kínverskra gesta af fag-
mennsku og nýta kínverska sam-
félagsmiðla til að ná til þeirra.
Íslenska sprotafyrirtækið Splitti
hjálpar íslenskum fyrirtækjum að
gera einmit þetta og þannig laða til
sín kínverska ferðamenn. Sturla Þór-
hallsson, framkvæmdastjóri Splittis,
segir geta komið sér mjög vel fyrir
ferðaþjónustufyrirtæki hér á landi að
ná athygli Kínverja enda eyðsluglað-
ari en flestir aðrir hópar ferðamanna
og útlit fyrir að komum þeirra til Ís-
lands muni fjölga hratt á næstu árum.
Splitti varð til í kringum þá hug-
mynd að auðvelda skipuleggjendum
ferða að taka við greiðslum í gegnum
WeChat og Alipay en Sturla og Hann-
es Baldursson meðstofnandi hans
komu fljótlega auga á hversu öflug
markaðstæki þessi forrit – og kín-
verskir samfélagsmiðlar almennt –
geta verið. Vandinn er sá að þótt ís-
lensk fyrirtæki kunni á Twitter og
Facebook eru t.d. Sina Weibo og
Baidu – kínversk ígildi Twitter og
Google – þeim algjörlega framandi.
Þess utan er kínverskukunnáttunni
sjaldan fyrir að fara hjá starfsfólki
dæmigerðs íslensks veitinga- eða
gististaðar.
Kínverjar svara í símann
Til viðbótar við að smíða greiðslu-
miðlun sem tekur jafnt við Visa,
Mastercard, Alipay og WeChat varð
því úr hjá Splitti að bjóða líka upp á
aðstoð við markaðsstarf á kínverskum
samfélagsmiðlum. Bæði er kínversku-
mælandi starfsmaður hjá Splitti, og
að auki á fyrirtækið í samstarfi við
kínverskt þjónustuver í Hollandi þar
sem þjónustuliprir og sérþjálfaðir
kínverskumælandi starfsmenn eru til
taks allan sólarhringinn, til að svara
símtölum og fyrirspurnum sem ber-
ast á samfélagsmiðlum. „Við tökum
það markaðsefni sem fyrirtæki eru
þegar að nota, aðlögum það og þýðum
yfir á kínversku,“ útskýrir Sturla og
segir mikla áherslu lagða á að kín-
verska markaðsefnið sé nákvæmt og
skýrt því stundum hafi borið á glopp-
um og misræmi í upplýsingagjöf ís-
lenskra fyrirtækja á kínversku.
Forvitinilegt verður að sjá hvernig
hegðun kínverskra ferðamanna mun
þróast á komandi árum. Sturla segir
að reynsla landa eins og Finnlands
bendi til að trúa megi spám um að ár-
ið 2020 muni á bilinu 200-250 þús. Kín-
verjar sækja Ísland heim. Er
skemmst að minnast frétta um að kín-
verska flugfélagið Tianjin hefði sótt
um afgreiðslutíma á Keflavíkur-
flugvelli næsta vetur, þrisvar sinnum í
viku, fyrir flug frá Wuhan með milli-
lendingu í Helsinki.
Þá má nú þegar sjá merki þess að
Kínverjar séu orðnir sjálfstæðari í
ferðalögum sínum, og skoði heiminn á
eigin vegum frekar en í hópferðum.
Sturla væntir þess að hinn almenni
Kínverji muni í vaxandi mæli skipu-
leggja ferðir sínar sjálfur, sem geri
það enn brýnna fyrir íslensk hótel,
veitingastaði og þjónustufyrirtæki að
vera sýnileg á kínverska netinu.
Flinkir leiðsögumenn til taks
Bætt þjónusta og upplýsingagjöf
ætti líka að draga úr þeim núningi
sem stundum hefur orðið þegar Kín-
verjinn skoðar landið. Segir Sturla að
fyrir ekki svo mörgum árum hafi farið
nokkuð slæmt orð af kínverskum
gestum, sum hótel síður viljað taka
við hópum frá Kína og umtalað að
Kínverjar á bílaleigubílum ættu fullt í
fangi með að aka varlega. „En þetta
er að lagast hratt, einmitt vegna þess
að upplýsingagjöf og þjónusta hefur
batnað, og þessum gestum verið
kennt á siði heimamanna.“
Næsta skref hjá Splitti verður ein-
mitt að safna saman á einn stað kín-
verskumælandi leiðsögumönnum með
öll tilskilin réttindi. „Við vitum um til-
felli þar sem reynslulitlir kínverskir
umsjónarmenn hafa fylgt hópum
hingað til lands, og ekki verið starfi
sínu vaxnir svo að hóparnir hafa snúið
óánægðir heim. Langar okkur að
tengja saman innlend og erlend ferða-
þjónustufyrirtæki við þá 28 kín-
verskumælandi leiðsögumenn sem
finna má hér á landi og þannig bæði
skapa þeim atvinnu og hækka stað-
alinn á þjónustu við kínverska hópa.“
Morgunblaðið/Ómar
Kínversk fjölskylda á góðri stundu við Gullfoss. Búast má við að allt að
200-250 þúsund kínverskir ferðamenn heimsæki Ísland á næsta ári.
Búið í haginn fyrir
komu Kínverjanna
Sturla
Þórhallsson
Hannes
Baldursson
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Reikna má með mikilli
fjölgun kínverskra gesta
á komandi árum og vill
Splitti taka vel á móti þeim.