Fréttablaðið - 18.09.2019, Page 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —2 1 7 . T Ö L U B L A Ð 1 9 . Á R G A N G U R M I Ð V I K U D A G U R 1 8 . S E P T E M B E R 2 0 1 9
Faxafeni 11 • Sími 534 0534
Októberfest
Finndu okkur á
Miðvikudagur 18. sept.
Tilboð dagsins
Änglamark
hreinsiklútar
25 stk
99 KR/PK
ÁÐUR: 198 KR/PK
HEI
LSU
DAG
AR
50%
AFSLÁTTUR
Ísland fer fyrir Norrænu ráðherranefndinni sem stendur fyrir ráðstefnu um áhrif #metoo-
hreyfingarinnar í samvinnu við rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum við HÍ. Katrín Jak-
obsdóttir forsætisráðherra opnaði ráðstefnuna í Hörpu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
VIÐSKIPTI Sveinbjörn Indriðason,
forstjóri Isavia ohf., telur að skoða
ætti aðkomu fjárfesta að félaginu
til að tryggja fagþekkingu í rekstri
og fyrirhugaðri uppbyggingu Kefla-
víkurflugvallar. „Ég tel skynsamlegt
að horfa með jákvæðum augum til
þess að sækja viðbótarfjármögnun
með viðbótarhlutafé,“ segir Svein-
björn í viðtali við Markaðinn. Hann
telur æskilegt að það fjármagn komi
frá fagfjárfestum. „Ef það kæmi hér
inn erlendur fjárfestir sem sérhæfir
sig í að fjárfesta í alþjóðlegum flug-
völlum þá kemur með honum mikil
þekking sem væri mjög jákvæð fyrir
okkur.“
Í kortunum kunna að vera tals-
verðar skipulagsbreytingar á Isavia.
Forstjórinn segir að huga verði að
því að skilja samkeppnishluta félags-
ins frá öðrum þáttum. „Við verðum
líka að viðurkenna þá staðreynd að
rekstur Keflavíkurflugvallar er sú
eining sem ber langmestu áhættuna
og er í raun eina einingin sem getur
haft veruleg neikvæð áhrif á eigin fé
Isavia. Það þarf því að meðhöndla
þá áhættu í samræmi við það,“ segir
hann en segir að ekki sé tímabært að
svo stöddu að útlista í smáatriðum
hvað í því felst.
Hann segir að áhugasamir f lug-
fjárfestar hafi verið í sambandi við
Isavia. „Við tökum vel á móti öllum
og það fá allir kynningu á því sem
við erum að gera. Það er mikill áhugi
á að koma að fjármögnun slíkra inn-
viðaverkefna. Það er okkar mat að
það sé ekki stórkostlega erfitt að fá
inn fjárfesta í verkefnin sem fram
undan eru á Keflavíkurflugvelli.“
Á næstu þremur árum er gert ráð
fyrir um 30 milljarða króna fram-
kvæmdum Isavia á Keflavíkurflug-
velli. Sveinbjörn segir þetta vera risa-
vaxin verkefni. „Í peningum verður
fjárhæðin vel norðan við hundrað
milljarða króna þegar uppbygg-
ingaráætlunin er fullframkvæmd.“
Sveinbjörn segir mun meiri verð-
mæti felast í því fyrir Isavia að fá
inn fagfjárfesta sem hafa þekkingu
á rekstri flugvalla en í fjármununum
sem slíkum. „Það er auðveldara að
sækja fjármagnið en þekkinguna.
En ef það kæmi hér inn erlendur fjár-
festir sem sérhæfir sig í að fjárfesta á
alþjóðlegum flugvöllum þá kemur
með honum mikil þekking sem væri
mjög jákvæð fyrir okkur. Við höfum
á tiltölulega fáum árum vaxið úr
litlum flugvelli í alþjóðlegan flug-
völl með öllum þeim tækifærum
og áskorunum sem því fylgir,“ segir
hann.
Að sögn Sveinbjörns hefur stjórn
Isavia ekki rætt þetta sérstaklega.
Þeir viti þó af heimsóknum áhuga-
samra fjárfesta. Aðspurður um hvort
einhver vinna í þessa veru sé í gangi í
fjármálaráðuneytinu telur hann svo
ekki vera. – ds / sjá Markaðinn
Vill aðkomu
fagfjárfesta að
flugvellinum
Á næstu þremur árum er gert ráð fyrir um 30 millj-
arða króna framkvæmdum Isavia á Keflavíkur-
flugvelli. Flugvallarfjárfestar hafa sýnt áhuga.
Auðveldara að sækja fjármagn en þekkinguna.
Stjórn Isavia hefur ekki rætt málið sérstaklega.
Ef það kæmi hér inn
erlendur fjárfestir
sem sérhæfir sig í að fjár-
festa í alþjóðlegum flug-
völlum þá kemur með
honum mikil þekking sem
væri mjög jákvæð fyrir
okkur.
Sveinbjörn Ind-
riðason, forstjóri
Isavia ohf.
VIÐSKIPTI Almenna leigufélagið,
næststærsta leigufélag landsins,
hefur hætt við áform um skráningu
félagsins á Aðalmarkað.
Þá verður sett á fót sérstakt fimm
manna fjárfestingarráð, skipað full-
trúum sumra af stærstu hluthöfum
sjóðsins sem á og rekur Almenna
leigufélagið, en sjóðurinn er í stýr-
ingu Kviku, sem mun í kjölfarið
einnig tilnefna tvo nýja fulltrúa í
stjórn félagsins. Á meðal þeirra sem
taka sæti í ráðinu eru fulltrúar frá
TM og sjóðastýringarfélaginu Stefni.
Aðkoma sjóðfélaga kemur til
vegna vaxandi undiröldu margra úr
röðum þeirra með rekstur sjóðsins,
einkum hvað varðar rekstrarkostn-
að. Hlutverk fjárfestingarráðsins
verður að leggja mat á stöðu leigu-
félagsins, sem skilaði um þrettán
milljóna hagnaði á fyrri árshelmingi,
og taka ákvarðanir um næstu skref.
Þar er til skoðunar að sjóðnum
verði slitið áður en líftími hans renn-
ur út, sem er um mitt næsta ár, og að
hluthafarnir eignist beint hlutabréf í
leigufélaginu og taki við rekstrinum.
Eignasafn Almenna telur 1.200
íbúðir en heildareignir félagsins eru
48 milljarðar. – hae / sjá Markaðinn
Fallið frá skráningu
Almenna leigufélagsins
13
milljónir var hagnaður fé-
lagsins á fyrri árshelmingi.
+PLÚS
1
8
-0
9
-2
0
1
9
0
5
:2
3
F
B
0
4
0
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
C
B
-B
F
D
0
2
3
C
B
-B
E
9
4
2
3
C
B
-B
D
5
8
2
3
C
B
-B
C
1
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
4
0
s
_
1
7
_
9
_
2
0
1
9
C
M
Y
K