Fréttablaðið - 18.09.2019, Page 2
Veður
Suðaustan og austan 8-15 m/s í
dag, en 15-20 með suðurströndinni
þangað til síðdegis. Víða rigning,
talsverð á suðurhelmingi landsins.
Hiti 6 til 11 stig yfir daginn.
SJÁ SÍÐU 14
Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA OG 2 BÖRN
VERÐ FRÁ 51.900 KR.
FLUG OG GISTING
NÁNAR Á UU.IS EÐA Í SÍMA 585 4000
TENERIFE
SÍÐUSTU
SÆTIN
Urð og grjót upp í mót
HEILBRIGÐISMÁL Rúmlega 15 pró-
sent 10. bekkinga á Íslandi eru
hugsanlega háðir rafrettum. Þetta
eru niðurstöður nýrrar skýrslu um
heilsu og líðan grunnskólanemenda
sem var lögð fyrir fund skóla- og frí-
stundasviðs Reykjavíkurborgar á
dögunum. Alls svöruðu 7.159 nem-
endur um land allt könnuninni sem
hefur verið lögð fyrir um árabil að
tilstuðlan Alþjóðaheilbrigðisstofn-
unarinnar.
Um 65 prósent nemenda hafa
aldrei prófað að reykja rafrettu en
um 20 prósent hafa fiktað mismik-
ið við slíkt. 15,2 prósent segjast hafa
reykt rafrettur oftar en 30 daga yfir
ævina og eru því hugsanlega háðir
reykingunum. „Þetta eru ótrúlegar
tölur og eitthvað sem við þurfum
að taka alvarlega,“ segir Ársæll, M.
Arnarson, annar skýrsluhöfunda.
Að hans mati er sorglegt að sjá svo
háar tölur meðal ungra krakka í
ljósi þess árangurs sem hafi unnist
í baráttunni gegn hefðbundnum
tóbaksreykingum á undanförnum
árum. „Þetta gengur þvert á allt
sem við höfum verið að berjast
fyrir. Það eru engar rannsóknir sem
hafa sýnt fram á skaðleysi rafrettna
en sífellt f leiri vísbendingar benda
til þess að fólk sé að fara illa út úr
þessu.“ Hann segir greinilegt að raf-
retturnar höfði til ungmenna. „Við
leggjum til að bann við rafrettum
verði tekið til alvarlegar athug-
unar,“ segir Ársæll. - bþ
Hvetja til banns
gegn rafrettum
Farðu á frettabladid.is
Þetta eru ótrúlegar
tölur sem við
þurfum að taka alvarlega.
Ársæll M. Arnarson,
prófessor
SAMGÖNGUMÁL Borgarfulltrúar
Sjálfstæðisflokksins lögðu á fundi
borgarstjórnar í gær til að opnunar-
tími stofnana og fyrirtækja Reykja-
víkurborgar yrði gerður sveigjan-
legri til þess að létta á umferð á
höfuðborgarsvæðinu. Þá yrði þess
freistað gera þetta í samvinnu við
atvinnurekendur og ríkið. Til-
lögunni var vísað til umhverfis- og
skipulagsráðs. „Það hefur ekkert
gerst í þessum málum í fimm ár,“
sagði Eyþór L. Arnalds, oddviti
Sjálfstæðisf lokksins, þegar hann
lýsti vonbrigðum þar sem lausnin
væri ódýr og mætti vinna hratt. – bþ
Vilja rýmri
opnunartíma
Eyþór L. Arnalds,
oddviti Sjálf-
stæðisflokksins
DÓMSMÁL Lögmaður Jóhanns Helga-
sonar gagnrýnir harkalega tónlistar-
fræðing sem samdi greinargerð fyrir
vörn tónlistarfyrirtækjanna Uni-
versal og Warner í lagastuldarmáli
Jóhanns vegna lagsins Söknuðar.
Eins og fram kom í Fréttablaðinu 8.
júlí hafnaði Lawrene Ferrara, tón-
listarprófessor sem samdi greinar-
gerð fyrir hönd fyrirtækjanna sem
Jóhann Helgason hefur stefnt, lík-
indum milli Söknuðar og You Raise
Me Up, eftir Rolf Lövland.
„Það eru engin slík líkindi milli
laganna sem gefa til kynna að You
Raise Me Up sé stæling á Söknuði,“
sagði í greinargerð fyrir hönd War-
ner Music og Universal Music.
„Sérfræðingur hinna stefndu
fórnaði trúverðugleika sínum með
því að halda fram að lögin líkist ekki
og með því að nota gallaða aðferða-
fræði,“ segir hins vegar í greinar-
gerð lögmanns Jóhanns, Michaels
Machat, sem lögð var fram á föstu-
dag við dómstól í Los Angeles.
Á föstudag var einnig lögð fram
greinargerð doktor Judith Finell,
tónlistarfræðings og sérfræðings
fyrir hönd lögmanns Jóhanns Helga-
sonar. Segir þar að líkindin milli
Söknuðar og You Raise Me Up séu
mikil. Þau séu meiri en milli þess-
ara tveggja laga innbyrðis heldur en
milli þeirra hvors um sig og eldri tón-
smíða sem Ferrara nefnir.
Líkt og Ferrara hefur Finell komið
sem sérfræðingur að fjölmörgum
dómsmálum. Hún var meðal ann-
ars sérfræðivitni fyrir fjölskyldu
Marvins Gay í tímamótamáli þar
sem dæmt var að lagið Blurred Lines
væri stuldur á laginu Got to Give It
Up eftir Gay.
„Dr. Finell segir að tilvist London-
derry Air þýði á engan hátt að You
Raise Me Up hafi verið samið sjálf-
stætt,“ vitnar Machat í niðurstöðu
Finells. Þar er vísað til röksemda
Ferrara um að bæði Söknuður og
You Raise Me Up byggi á írska þjóð-
laginu Danny Boy – öðru nafni
Londonderry Air.
Í greinargerð sinni segir Finell að
Ferrara noti annars vegar gríðarlega
þrönga skilgreiningu í samanburði
á Söknuði og You Raise Me Up en
beiti hins vegar miklu víðari skil-
greiningu í samanburði á lögunum
tveimur við eldri verk.
„Þessi mótsögn leiðir lesandann
og ályktanirnar að rangri og óáreið-
anlegri niðurstöðu,“ segir hún.
Lögmenn Universal og Warner
hafa krafist frávísunar málsins.
Michael Machat segir að þar sem þeir
beri hvorki brigður á höfundarrétt
Jóhanns að Söknuði né dragi í efa
að Rolf Lövland hafi haft aðgang
að íslenska laginu snúist málið um
líkindi milli laganna.
„Sérfræðiskýrsla stefndu er byggð
á gallaðri aðferðafræði og skilgrein-
ingum sem beitt er á mismunandi
veg. Í henni tekst ekki að afsanna hin
augljósu líkindi milli Söknuðar og
You Raise Me Up,“ segir Machat. Því
beri að hafna kröfunni um frávísun.
„Ferrara beitir vafasömum rök-
semdum vegna þess að honum er
borgað fyrir það,“ segir í greinargerð
lögmanns Jóhanns. Og um mikla
peninga er að tefla því samkvæmt
frétt á vefsíðu Universal frá 2016 er
You Raise Me Up eitt tekjuhæsta lag
allra tíma. gar@frettabladid.is
Prófessor sagður tapa
trúverðugleika sínum
Tónlistarprófessor sem gerði samanburðargreiningu á lögunum Söknuði og
You Raise Me Up er sagður hafa fórnað trúverðugleikanum með vinnubrögðun-
um. Þetta kemur fram í andsvörum lögmanns Jóhanns Helgasonar fyrir dómi.
Málsókn Jóhanns var kynnt í apríl á síðasta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
Ferrara beitir
vafasömum rök-
semdum vegna þess að
honum er borgað
fyrir það.
Michael Machat,
lögmaður
Jóhanns
Helgasonar
Franska klifuríþróttakonan Svana Bjarnason hefur notið þess að undanförnu að iðka íþrótt sína í bröttu og sprungnu íslensku bergi þar sem víða
leynist dýrmætt grip sem getur bjargað glöggum og góðum fjallageitum þegar hvergi virðist hægt hönd að festa. Mánudeginum eyddi hún með
fylgdarliði sínu undir hinu formfagra Vestrahorni og tilþrifin minntu helst á sjálfan Sylvester Stallone í Cliff hanger. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
1 8 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
1
8
-0
9
-2
0
1
9
0
5
:2
3
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
C
B
-C
4
C
0
2
3
C
B
-C
3
8
4
2
3
C
B
-C
2
4
8
2
3
C
B
-C
1
0
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
4
0
s
_
1
7
_
9
_
2
0
1
9
C
M
Y
K