Fréttablaðið - 18.09.2019, Blaðsíða 6
Erum með mikið úrval af allskonar
bílaverkfærum á frábæru verði!
ViAir 12V loftdælur
í miklu úvali.
Hleðslutæki
12V 6A
6T Búkkar
605mm Par
Jeppatjakkur
2.25t 52cm.
Omega
Viðgerðarkollur
4.995
9.999
17.995
7.495
Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
Verkfæralagerinn
Merkel fundar með konungi Jórdaníu
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, fundaði með Abdullah II, konungi Jórdaníu, í Berlín í Þýskalandi í gær. Leiðtogarnir ræddu
meðal annars árás sem gerð var á olíuvinnslustöðvar í Sádi-Arabíu á laugardaginn og áhrif hennar á olíuverð . NORDICPHOTOS/GETTY
DANMÖRK Sveitarfélagið Odsherr
ed, á NorðurSjálandi, verður það
fyrsta í Danmörku til að innleiða
fjögurra daga vinnuviku. Um er
að ræða þriggja ára tilraunaverk
efni sem hefst strax í þessari viku.
Hjá sveitarfélaginu starfa um 300
manns sem munu ekki vinna á
föstudögum.
Styttingin nemur þó ekki heilum
degi því að opnun á öðrum virkum
dögum lengist í báða enda, þannig
að vinna þarf einn dag í viku frá 7
til 19. Hefðbundin vinnuvika í Dan
mörku er 37,5 stundir en verður 35
hjá starfsmönnum Odsherred.
Samkvæmt Sören Kuhnrich, full
trúa eins starfsmannafélagsins, eru
starfsmenn fullir tilhlökkunar og
hafa samskipti við bæjarstjórn um
verkefnið hafi verið góð. – khg
Fjórir dagar í
vinnuvikunni
Frá Odsherred. NORDICPHOTOS/GETTY
NÝJA- SJÁL AND Bæjaryf irvöld í
Mangonui hafa bannað endurgerð
skipsins Endeavour að koma í höfn í
tilefni þess að 250 ár eru síðan skip
herrann James Cook sigldi fyrstur
Evrópumanna í kringum NýjaSjá
land. Bærinn er að mestu byggður
Maoríum en þjóðin á slæmar minn
ingar um Cook.
„Hann var villimaður,“ sagði
Anahera HerbertGraves, leiðtogi
Ngati Kahu iwi ættbálksins. „Hvert
sem hann fór voru morð, mannrán,
nauðganir.“
Skipið siglir sama hring og Cook
gerði árin 1769 og 1770. Hefur sigl
ingin verið gagnrýnd fyrir að upp
hefja nýlendustefnuna.
Ráðuneytisstjóri menningar
málaráðuneytisins segist skilja
tilfinningar frumbyggjanna og að
skipið muni aðeins stoppa þar sem
það er velkomið. – khg
Maoríar loka á
kaftein Cook
Endurgerð Endeavour siglir í höfn í
Whitby. NORDICPHOTOS/GETTY
BRETLAND Hæstiréttur Bretlands
hefur nú til meðferðar ákvörðun
Boris Johnson forsætisráðherra
um fimm vikna þingfrestun eftir
að dómstóll í Skotlandi úrskurðaði
hana ólöglega. Johnson segist bera
mikla virðingu fyrir dómstólnum
og vill vita hver úrskurðurinn er
áður en hann kallar saman þingið
að nýju.
Kærendur í málinu eru 75 þing
menn stjórnarandstöðunnar. Fyrir
dóminum í gær sögðu lögmenn
þeirra að sterkar sannanir væru
fyrir því að Johnson væri að reyna
að þagga niður óánægjuraddir á
Segja sterkar sannanir fyrir
þöggun breskra þingmanna
Hæstiréttur Bretlands tekur nú fyrir lögmæti ákvörðunar Boris Johnson um fimm vikna þingfrestun.
Niðurstöðu er að vænta á fimmtudag. Leiðtogi skoskra Íhaldsmanna greinir frá því af hverju hún sagði af
sér á dögunum og leiðtogi Frjálslyndra demókrata gírar sig upp í kosningar sem sagðar eru óraumhæfar.
þinginu með frestuninni, til þess
eins að koma harðlínustefnu sinni
um útgöngu án samnings þann 31.
október í gegn.
Brenda Hale, forseti hæstarétt
ar og barónessa, ítrekaði áður en
þinghald hófst að úrskurður réttar
ins, sem er væntanlegur á fimmtu
dag, myndi ekki hafa nein áhrif á
útgöngudagsetninguna sjálfa. Þessi
yfirlýsing Hale endurspeglar vel þá
tregðu breska dómskerfisins til að
snerta á útgöngumálunum. Dóm
arar vonuðust til þess að stjórn
málamenn gætu leyst málið sjálfir.
Ruth Davidson, fyrr verandi
leiðtogi Íhaldsmanna í Skotlandi,
greindi í viðtali við ITV frá ástæðu
afsagnar sinnar sem var mikið áfall
fyrir f lokkinn. Davidson hefur
mikið persónufylgi og vann stóran
kosningasigur 2017, þrátt fyrir að
flokkurinn hafi tapað á landsvísu.
Upphaflegu ástæðurnar sem hún
gaf voru persónulegar ástæður og að
fjölskyldulífið samrýmdist ekki lífi
stjórnmálamannsins. Hún hafði
þá nýlega eignast barn með eigin
konu sinni. Marga grunaði hins
vegar að ný stefna Boris Johnson
væri ástæðan og Davidson staðfesti
það í viðtalinu. Harðlínustefnan og
þingfrestunin, sem nú er slegist um
fyrir dómstólum, skipti þar mestu.
„Ég hef haft miklar efasemdir um
Brexit,“ sagði Davidson og að þessar
efasemdir hefðu gert það að verkum
að hún hefði ekki lengur treyst sér
til að leiða flokkinn.
Á meðan beðið er eftir úrskurði
hæstaréttar um þingfrestun eru
leiðtogar stjórnmálaflokkanna að
gíra sig upp í kosningabaráttu. Einn
þeirra er Jo Swinson, leiðtogi Frjáls
lyndra demókrata, en hennar flokk
ur mun verða með skýra stefnu um
að draga útgönguna til baka. Flokk
urinn hélt nýlega landsþing sem
Swinson lokaði með þeim orðum að
flokksmenn þyrftu að „berjast upp
á líf og dauða um hjarta og sál Bret
lands“. Ekki aðeins þyrfti að berjast
gegn útgöngunni sjálfri heldur einn
ig „hinum nýju popúlísku stjórn
málum“. Frjálslyndir demókratar
hafa verið á mikilli siglingu undan
farna mánuði í könnunum og með
skýrum skilaboðum vonast þeir til
að geta sameinað þá sem kusu gegn
útgöngunni árið 2016.
Hvort draumur Swinson um
kosningasigur verði að veruleika
eða ekki skal ósagt látið því að
starfsmenn kjörstjórna hafa haft
samband við ríkisstjórnina og
viðrað áhyggjur sínar af snemm
búnum kosningum. Segja þeir kosn
ingar með aðeins mánaðar fyrirvara
óraunhæfar, bæði hvað varðar und
irbúning, starfsfólk, fjármögnun og
fleira. Einnig þyrfti að huga að utan
kjörfundaratkvæðum og Bretum
búsettum erlendis. Áreiðanleiki
kosninga með svo miklum flýti væri
í hættu. kristinnhaukur@frettabladid.is
+PLÚS
Breskir dómarar skera úr um lögmæti þingfrestunar. NORDICPHOTOS/GETTY
Ég hef haft miklar
efasemdir um
Brexit.
Ruth Davidson, fráfarandi leiðtogi
skoskra Íhaldsmanna
1 8 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
1
8
-0
9
-2
0
1
9
0
5
:2
3
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
C
B
-E
C
4
0
2
3
C
B
-E
B
0
4
2
3
C
B
-E
9
C
8
2
3
C
B
-E
8
8
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
4
0
s
_
1
7
_
9
_
2
0
1
9
C
M
Y
K