Fréttablaðið - 18.09.2019, Side 8
Frá degi til dags
Halldór
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir FRAMKVÆMDASTJÓRI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir ÚTGEFANDI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
RITSTJÓRAR: Davíð Stefánsson david@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is
MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Það er
sérstaklega
furðulegt í
ljósi fram-
sækinnar
stefnu
ÁTVR í
umhverfis-
málum að
verslunin
beini fólki
með svo
afgerandi
hætti að því
að nota
einkabílinn.
Hvers vegna
ekki að
stofna
fjárfesting-
arbanka
loftslags-
mála sem
hefur
lánastefnu
sem tekur
meira tillit
til áhrifa á
kolefnis-
hlutleysi en
arðsemis-
kröfu?
Ólöf
Skaftadóttir
olof@frettabladid.is
Ríkið er eigandi að stærstum hluta íslenska fjár-málakerfisins. Sú staða gefur okkur færi á því að hugsa upp á nýtt hvernig við teljum réttast að
fjármálakerfið sé, þjóðinni til heilla. Loftslagsváin er
stærsta viðfangsefni stjórnvalda í dag. Við eigum að
hugsa allar okkar ákvarðanir út frá henni, þar með talið
þegar kemur að fjármálakerfinu.
Víða er unnið að góðum verkefnum sem miða að því
að gera samfélagið kolefnishlutlaust og enn víðar eru
góðar hugmyndir sem ekki komast til framkvæmda,
sumar vegna fjárskorts. Ríkið styrkir við nýsköpun og
rannsóknir í þeim efnum. En hvers vegna ekki að ganga
skrefinu lengra og nýta bankakerfið sem hefur hvort eð
er það hlutverk að lána peninga til verkefna almennings
og atvinnulífs?
Hvers vegna ekki að stofna fjárfestingarbanka lofts-
lagsmála sem hefur lánastefnu sem tekur meira tillit til
áhrifa á kolefnishlutleysi en arðsemiskröfu? Sem lánar
fyrst og fremst til verkefna sem skila árangri í að gera
Ísland kolefnishlutlaust, verkefna sem eiga kannski
óhægt um vik að fá lán hjá hefðbundnum lánastofn-
unum.
Við gætum horft til Norðurlandanna hvað fyrir-
myndir varðar. Norræni fjárfestingarbankinn hefur
til dæmis sett sér sjálfbærnimarkmið sem hafa áhrif á
útlánastefnuna. Að ekki sé minnst á Norræna umhverf-
isfjárfestingasjóðinn NEFCO. Hann lánar til verkefna
sem hafa jákvæð áhrif á umhverfið. Ísland er aðili að
báðum þessum stofnunum. Hví ekki að stofna eina
slíka hér heima fyrir?
Hvítbók um fjármálakerfið, sem kom út í fyrra, kom
inn á ýmislegt ágætt varðandi bankakerfið, en heldur
fannst mér afgreiðslan á samfélagsbanka rýr þar. Sam-
félagsbanki getur nefnilega verið alls konar. Hann getur
verið fjárfestingarbanki loftslagsmála, eða umhverfis-
fjárfestingarsjóður. Hann getur líka hugað að byggða-
málum í lánastefnu sinni, lánað inn á svæði sem aðrir
bankar gera trauðla í dag. Eða hann getur gert bæði.
Að láta arðsemiskröfu eina ráða er gamaldags hugs-
un, enda þarf að taka kolefnisverð inn í alla útreikn-
inga. Fjárfestingabanki loftslagsmála mundi gera það.
Loftslagsbankinn
Kolbeinn
Óttarsson
Proppé
alþingismaður
Vinstri grænna
ALLSHERJARATKVÆÐA-
GREIÐSLA
Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu
um kjör fulltrúa Verkalýðsfélagsins Hlífar á þing
Starfsgreinasambands Íslands, sem haldið verður á
Hótel Reykjavík Natura dagana 24.-25. október 2019.
Tillögum með nöfnum 6 aðalfulltrúa og 6 varafulltrúa
ber að skila á skrifstofu Hlífar fyrir kl. 15:00,
föstudaginn 27. september n.k.
Meðmæli minnst 60 félagsmanna þurfa að
fylgja tillögunni.
Kjörstjórn Hlífar
Verði Guðs vilji
Guði sé lof að sælir eru hógværir
þar sem Þjóðkirkjan hefur fengið
yfir sig mun meira af lasti en lofi
í seinni tíð. Himnarnir kunna
þó að opnast og baða hana ljósi
hróssins eftir að biskup og
vígslubiskupar brugðust við
máli séra Ólafs Jóhannssonar
með yfirlýsingu á mannamáli.
Í stað þess að tala tungum
taka þeir nú frásagnir þolenda
trúanlegar, fordæma brotin og
heita því að kirkjan muni færa
verkferla í slíkum málum til
betri vegar. Tæplega tilviljun,
en mögulega guðleg forsjá, að
við þennan nýja tón kveði eftir
ráðningu Péturs Markan sem nýs
samskiptastjóra kirkjunnar.
Boðorðin nýju
Skrípaleikurinn í kringum siða-
reglur Alþingis heldur áfram
og nú hafa þær í merkingarleysi
sínu sett skipan nefndarfor-
manna í bál og brand. Brenni-
merkt siðareglunum þykja
Bergþór Ólason og Þórhildur
Sunna Ævarsdóttir ótæk til
nefndarformennsku. Hann
fyrir subbulegan kjaftavaðal
á Klaustri hinna syndugu og
hún fyrir að fara of frjálslega
með sjöunda boðorðið í beinni
útsendingu. Siðareglufarganið
hefur þannig aðeins kostað tíma
og peninga og skapað vandræði
og deilur. Guð hjálpi þeim sem
freista þess að setja þingheimi
siðareglur sem fá hann til að líta
í eigin barm.
arib@frettabladid.is
Kaupmaðurinn á horninu er einn þeirra sem geta dregið úr bílaumferð. Bent hefur verið á að höfuðborgarbúar muni í ár sóa níu milljón klukkustundum í umferðartafir í borginni, svo ekki sé minnst á þau áhrif sem
vitað er að bílaumferð hefur á umhverfið.
Forsenda þess að kaupmaðurinn geti dregið úr sam-
gönguvandanum er að stefna sveitarfélaga á höfuðborg-
arsvæðinu um að dagleg verslun og þjónusta sé sem
næst íbúunum, svo þeir geti sótt það helsta án þess að
ræsa bifreið, nái fram að ganga. Ein algeng neysluvara
er hins vegar af óskiljanlegum ástæðum eingöngu seld
af Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins sem virðist hvorki
hirða um skynsemi né skipulag í rekstri sínum.
Fyrir þinginu liggur nú frumvarp um að sveitar-
félögin hafi aðkomu að staðarvali þegar hið opinbera
opnar nýja áfengisverslun. ÁTVR hefur hingað til haft
allt um það að segja hvar áfengisverslanir eru staðsettar
án þess að hafa samráð við handhafa skipulagsvaldsins,
sem eru sveitarfélögin. Skemmst er að minnast þess
þegar ÁTVR lokaði verslun sinni í miðbæ Garðabæjar
og opnaði nýja verslun í Kauptúni við Costco, þvert á
stefnu bæjarstjórnar. ÁTVR hefur ítrekað opnað nýjar
búðir við stofnbrautir frekar en að sækja inn í hverfin.
Það er sérstaklega furðulegt í ljósi framsækinnar stefnu
ÁTVR í umhverfismálum að verslunin beini fólki með
svo afgerandi hætti að því að nota einkabílinn. Frum-
varpið er eðlilegt skref í átt að nútímanum. Sjálfbærum
hverfum þar sem má sækja helstu neysluvörur með því
að hjóla eða ganga stutta vegalengd.
Enn eðlilegra skref væri að gera sölu áfengis frjálsa,
enda fráleitt að ríkið standi yfirhöfuð í verslunarrekstri.
Ríkið getur þó skapað skilyrði fyrir rekstrinum og sett
umgjörð með reglugerð.
Frelsi og lýðheilsa eru ekki andstæður. Reykingafólki
fækkar, þótt tóbakssala sé frjáls.
Lýðheilsumarkmiðum má vel ná fram samfara því að
sala áfengis verði frjáls. Þótt áfengi verði selt í verslun
kaupmannsins á horninu, eru áfengisgjöld áfram há,
salan háð ströngum skilyrðum frá hinu opinbera og
enn þurfa allir að hafa náð tvítugsaldri til að fá að kaupa
vín.
Margir, sem ekki mega heyra minnst á frjálsa sölu
áfengis, nefna að aukið aðgengi kalli á aukna neyslu.
Reynslan sýnir að margir þættir geta leitt til meiri
drykkju, til dæmis aukin velmegun. Rökin falla svo um
sjálf sig þegar sölustöðum áfengis fjölgar gríðarlega ár
frá ári en samt minnkar drykkja ungmenna.
Lýðheilsumarkmiðum er hægt að ná þótt frjáls
verslun og eðlilegt samkeppnisumhverfi fái að þrífast
hér á landi.
Verslun er skipulagsmál og liður í því að styrkja
nærumhverfi borgaranna. Þar eiga almannahagsmunir
og framtíðarsýn að ráða för, ekki skammtímasjónarmið
úreltrar einokunarverslunar í ríkiseigu.
Áfengið sótt
yfir lækinn
1 8 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R8 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN
1
8
-0
9
-2
0
1
9
0
5
:2
3
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
C
B
-E
7
5
0
2
3
C
B
-E
6
1
4
2
3
C
B
-E
4
D
8
2
3
C
B
-E
3
9
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
4
0
s
_
1
7
_
9
_
2
0
1
9
C
M
Y
K