Fréttablaðið - 18.09.2019, Blaðsíða 9
Af þessu má draga þá
ályktun að fólk með grósku-
hugarfar gefst síður upp,
sér ný tækifæri og hugsar út
fyrir boxið.
Mikið hefur verið rætt um orkupakka á umliðnum mánuðum, á afar þröngu
lögfræðilegu sviði, en lítil umfjöllun
hefur verið um efni þriðja orku-
pakkans eða orkustefnu innri mark-
aðar ESB/EES. Hvort sem fjallað
er um orkumál, fjármálamarkaði,
atvinnurekstur eða rekstur heimila,
er forsenda árangurs og farsældar að
fjallað sé á faglegan og ábyrgan hátt
um viðkomandi málefni, ekki síst í
fjölmiðlum.
Orkustefna ESB/EES
Kjarninn í orkustefnu ESB á innri
markaðnum og um leið EES er að
veita neytendum örugga, sjálfbæra,
samkeppnishæfa og hagkvæma orku
sem byggir á orku- og loftslagsstefnu
landanna. Orkumál eru eins og aðrar
vörur og þjónusta innan fjórfrelsis
EES á innri markaði ESB, sem hefur
verið undirstaða bættra lífskjara sl.
25 ár hér á landi. Orkustefna ESB/
EES á innri markaðnum á að vera
leiðandi á alþjóðavettvangi varðandi
endurnýjanlega orku, orkunýtni o.fl.
í baráttunni við loftslagsbreytingar.
Stefnunni má skipta í 5 flokka sem
eru: 1. orkuöryggi, samstaða og
traust, 2. samþættur innri orkumark-
aður, 3. orkusparnaður, 4. minnkun
á losun gróðurhúsalofttegunda og
5. rannsóknir, nýsköpun og sam-
keppnishæfni.
Til að ná árangri í baráttunni við
loftslagsbreytingar, voru sett mark-
mið innan orkumarkaðarins miðað
við 1990 um að fyrir 2030 myndi
koltvíoxíð (CO2) minnka um 40%,
endurnýjanleg orka yrði meiri en
27%, og orkusparnaður meiri en
27% og tengingar yfir landamæri
yrðu a.m.k. 15%. Orkustefna er því
ein helsta forsenda þess að hægt sé
að ná loftslagsmarkmiðum innan
ESB/EES. Þessi stefna hefur skilað
miklum árangri, m.a. við að draga
úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda,
sem byggir á samstarfi ríkja og hags-
munaaðila.
Innan Endurreisnar- og þróunar-
banka Evrópu (EBRD), þar sem ég
starfaði, er mikil áhersla á að upp-
bygging orku- og fjármálamarkaða
sé traust, hagkvæm og skilvirk. Þetta
stafar af því að þessar greinar eru
burðaratvinnugreinar hvers hag-
kerfis, þar sem atvinnulíf, einstakl-
ingar, heimili og hagkerfin í heild
byggja mikið á þessum greinum.
Orkumarkaður á innri markaði
Evrópu, innan ESB og EES, er sá allra
þróaðasti á alþjóðavettvangi, vegna
hagkvæmni, nýtni og sparnaðar í
útblæstri á CO2, og hefur verið not-
aður sem fyrirmynd til uppbygg-
ingar orkumarkaða í öðrum heims-
hlutum.
Mikilvægasta atriðið
Í nýlegu mati nefndar Sameinuðu
þjóðanna um loftslagsbreytingar
kemur fram að draga þarf enn frekar
úr útblæstri koltvísýrings fyrir árið
2030, eða 45% í stað 40%, til að mögu-
legt sé að koma í veg fyrir að hiti
hækki umfram 1,5. Hiti hefur þegar
hækkað meira á norðurslóðum og
valdið þiðnun freðmýra sem veldur
enn frekari aukningu á gróðurhúsa-
lofttegundum. Framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna hefur hvatt
sum ríki til enn meiri samdráttar, eða
55%, sökum þess hversu vandinn sé
mikill og að hraða þurfi lokun kola-
orkuvera.
Margir vísindamenn á sviði lofts-
lagsmála, segja að næstu 18 mánuðir
muni því ráða úrslitum um hvort
hægt verði að koma í veg fyrir að
hitastig á jörðinni hækki um meira
en 1,5 stig á þessari öld, til að koma
í veg fyrir óafturkræfan skaða, sem
einungis verði gert með stórvirkari
verkefnum til að draga úr útblæstri
gróðurhúsalofttegunda. Skaði og
áhrif aukinnar hlýnunar geta haft
mikil og stigvaxandi áhrif á frekari
losun koltvíoxíðs s.s. með þiðnun
freðmýra, hækkun á yfirborði sjáv-
ar, veðurfar, landbúnað, matvæla-
framleiðslu, atvinnugreinar, efna-
hagskerfi, lífskjör, fólksf lutninga,
þjóðaröryggi, o.fl. Baráttan við lofts-
lagsvandann er því orðin mikilvæg-
asta verkefnið sem mannkynið hefur
nokkru sinni staðið frammi fyrir og
er orðið kapphlaup við tímann.
Skilvirk orkukerfi ESB/EES
Helsta orsök loftslagsbreytinga er
aukið magn koltvíoxíðs (CO2) í and-
rúmsloftinu, sem að stærstum hluta
hefur komið frá orkuiðnaði, vegna
brennslu á kolum, olíu, gasi og öðru
jarðefnaeldsneyti. Skilvirk orku-
kerfi, eins og innan ESB/EES, eru
því mikilvæg forsenda í baráttu við
loftslagsvandann, með markvissum
og skipulögðum aðgerðum eins og
unnið er að. Mikil endurnýjanleg
orka á Íslandi hefur skilað miklum
árangri í baráttunni við loftslags-
breytingar, þar sem allur iðnaður og
þjónusta nýtir slíka orku, innanlands
eða til útflutnings.
Aukin skilvirkni orkukerfa ESB/
EES, bætt nýting og öflugri dreifi-
kerfi hafa auðveldað aukningu á
endurnýjanlegri orku og lokun kola-
orkuvera, sem dregið hefur hraðar úr
losun gróðurhúsalofttegunda, sem
gagnast öllum óháð landamærum.
Orkustefna ESB/EES hefur einn-
ig skilað miklum og fjölbreyttum
árangri s.s. með orkusparnaði með
kröfum um sífellt hagkvæmari og
endingarlengri ljósaperur, LED í
stað gló og halogen, sem sparað hefur
orku og losun á milljónum tonna af
koltvísýringi árlega.
Þess vegna er sú breyting sem átt
hefur sér stað með orkustefnu og
orkupökkum 1, 2 og nú 3 innan ESB/
EES svo mikilvæg, þar sem þær breyt-
ingar skapa grunn fyrir, aukinni
hagkvæmni, öryggi og minni losun
á koltvíoxíði í allri Evrópu, sem er
svo mikilvæg í baráttu mannkyns
við ógnvekjandi loftslagsbreytingar
í kapphlaupi við tímann. Sú barátta
verður að takast, þar sem ekkert plan
eða pláneta B er til.
Orkupakkar og loftslagsmál
Baldur
Pétursson
fyrrverandi
aðstoðarfram-
kvæmdastjóri
hjá EBRD
Hugarfar er magnað fyrir-bæri. Það er eitt kraftmesta verkfæri sem við mann-
eskjurnar höfum og það magnaða
við það er að við höfum vald yfir
hugarfarinu okkar. Það krefst þó
nokkurrar þjálfunar að hafa gott
vald yfir eigin hugarfari. Í jákvæðri
sálfræði er sérstaklega fjallað um
tvennslags hugarfar. Annars vegar
hugarfar festu og hins vegar hugar-
far grósku. Hugarfar þitt hefur
áhrif á hvernig þú lifir lífi þínu,
segir Carol S. Dweck höfundur
metsölubókarinnar Mindset.
Hugarfar festu byggir á því að
eiginleikar okkar og hæfileikar
séu fasti sem við getum ekki breytt.
Þannig leiðir hugarfar festu til þess
að fólk forðast áskoranir, sér hindr-
anir sem óyfirstíganlegar og gefst
auðveldlega upp. Það álítur að það
að þurfa að reyna á sig hafi ekki til-
gang, líta á gagnrýni sem niðurrif
og finnst þeim virkilega ógnað af
þeim sem eru betri eða ná árangri.
Mögulega öfundast þeir út í þá sem
ná árangri og gera lítið úr þeim.
Útkoman er því oft að þetta fólk
nýtir ekki hæfileika sína til að ná
þeim árangri og þeirri lífsfyllingu
sem það gæti náð. Það er mikil
sóun á hæfileikum og lífshamingju.
Hugarfar grósku byggir á því að
eiginleikar okkar séu breytanlegir
þ.e. að við getum haft áhrif á þá.
Þeir sem hafa þetta hugarfar fagna
áskorunum, finnst gaman að tak-
ast á við þær, sjá tilgang í að leggja
eitthvað á sig og sjá það sem leiðina
að árangri og vellíðan. Viðkomandi
tekur leiðsögn og gagnrýni á upp-
byggilegan hátt og hlustar eftir
tækifærum til að læra og bæta sig.
Sá sem er með hugarfar grósku
sækir í og nærist í nærveru þeirra
sem ná árangri og lítur á árangur
sem smitandi. Útkoman er því oft
að þetta fólk nær meiri ánægju og
árangri út úr lífinu því það nýtir
hæfileika sína vel, öðlast meiri
lífsfyllingu og er hamingjusamara.
Hvað hefur þetta allt með árang-
ur fyrirtækja að gera? Árangur
fyrirtækja byggir að stærstum
hluta á mannauði fyrirtækisins því
það er sú breyta sem getur skapað
f y r ir t æk i samkeppnisforskot .
Helgun í starfi skiptir þar sköpum.
Hvað er helgun og hvernig tengist
hún hugarfari grósku? Helgun í
starfi er orðin forgangsfókus hjá
stjórnendum í hinu hraða hag-
kerfi nútímans, stjórnendur vita
að helgun í starfi hefur mikil áhrif
á árangur starfsmanna og að hún
er nauðsynleg til vaxtar og þess að
lifa af í samkeppninni. Niðurstöð-
ur af rannsókn á vegum Harward
Business Review sýna að helgun í
starfi hefur áhrif á frumkvæði og
lausnamiðaða hugsun starfsmanna
sem hefur bein áhrif á af komu
fyrirtækja. Af þessu má draga
þá ályktun að fólk með grósku-
hugarfar gefst síður upp, sér ný
tækifæri og hugsar út fyrir boxið.
Mögulega má draga þá ályktun að
þeir sem hafa hugarfar grósku séu
líklegri til að vera helgaðir í starfi
og huga jafnframt að eigin vel-
ferð. Með þjálfun má ef la og fjölga
þeim sem hafa hugarfar grósku að
leiðarljósi. Draga má þá ályktun
að hugarfar grósku á meðal starfs-
fólks gæti því breytt árangri fyrir-
tækis úr því að vera góður í að vera
framúrskarandi.
Hverju gæti hugarfar
grósku breytt?
Ragnheiður
Aradóttir
stjórnenda-
markþjálfi með
dip. Master í já-
kvæðri sálfræði
og eigandi
PROcoaching
21. - 22. DESEMBER Í HÖRPU
Miðasala fer fram á harpa.is/jolagestir.
Nánar á senalive.is/jolagestir
MIÐASALA
ER HAFIN!
S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 9M I Ð V I K U D A G U R 1 8 . S E P T E M B E R 2 0 1 9
1
8
-0
9
-2
0
1
9
0
5
:2
3
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
C
B
-D
8
8
0
2
3
C
B
-D
7
4
4
2
3
C
B
-D
6
0
8
2
3
C
B
-D
4
C
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
4
0
s
_
1
7
_
9
_
2
0
1
9
C
M
Y
K