Fréttablaðið - 18.09.2019, Síða 12
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli
og útfarir má senda á netfangið
timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma 550 5055.
Minn ástkæri eiginmaður,
faðir okkar, tengdafaðir og afi,
Helgi Arnlaugsson
skipasmiður,
lést á Líknardeild Landspítalans
15. september.
Útför fer fram frá Lindakirkju
mánudaginn 23. september kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningarsjóð
líknardeildar og heimahlynningar Landspítalans.
Erna R. H. Hannesdóttir
Hilda E. Hilmarsdóttir Ólafur Þórðarson
Kristinn Helgason Maneerat Anutai
Arnlaugur Helgason Anna Birgitta Bóasdóttir
Guðrún Helgadóttir Ómar Garðarsson
Elsa Kristín Helgadóttir Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson
Finnbjörg Skaftadóttir
Jóhann Örn Skaftason Anna Helgadóttir
Halldóra Skaftadóttir Bjarni Ingvarsson
Íris Hv. Skaftadóttir Halldór Geirsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Okkar ástkæri faðir,
tengdafaðir og afi,
Lúðvík Gizurarson
hæstaréttarlögmaður,
er látinn.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í
Reykjavík föstudaginn 20. september kl. 13.
Dagmar Sigríður Lúðvíksdóttir
Dóra Lúðvíksdóttir
Einar Lúðvíksson
tengdabörn og barnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
Kjartan Konráð Úlfarsson
Boðaþingi 24, Kópavogi,
sem andaðist 4. september,
verður jarðsunginn frá Lindakirkju
föstudaginn 20. september kl. 13.00.
Margrét Andersdóttir
Anders Kjartansson Dagbjört Þuríður Oddsdóttir
María Ingibjörg Kjartansdóttir Andrés Eyberg Jóhannsson
Úlfar Kjartansson Ingunn Heiðrún Óladóttir
og barnabörn.
Elsku faðir, bróðir, frændi og vinur,
Sigurður Axel Gunnarsson
frá Ísafirði,
lést á heimili sínu þriðjudaginn
10. september. Minningarathöfn
fer fram 20. september kl. 13.00 í
Fossvogskapellu. Blóm afþökkuð en þeim
sem vilja minnast hans er bent á góðgerðarsamtök.
Rakel Björk, Fanney Ebba, Fjóla Katrín, Hanna Lára.
Þökkum öllum þeim sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför
elskulegs eiginmanns míns, föður
okkar, tengdaföður, afa og langafa,
Friðriks Þórs Einarssonar
Raufarhöfn.
Sérstakar þakkir til starfsfólks
Skógarbrekku fyrir kærleiksríka umönnun,
hlýhug og virðingu.
Rósa Lilja Þorsteinsdóttir
Guðný Sigrún Baldursdóttir Jón Eiður Jónsson
Þór Friðriksson Sigrún Hrönn Harðardóttir
Olga Friðriksdóttir Ragnar Axel Jóhannsson
Berglind Mjöll
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Erna Særún Vilmundardóttir
Hjúkrunarheimilinu Eir,
áður Mýrargötu 23, Neskaupstað,
andaðist laugardaginn 14. september.
Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju
mánudaginn 23. september kl. 15.
Smári Björgvinsson Kristín Arnardóttir
Þorsteinn Örn Björgvinsson Hulda Sigurðardóttir
Vildís Björgvinsdóttir Charles Magnússon
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Ásta Björt Thoroddsen
tannlæknir,
lést á Landspítalanum
miðvikudaginn 4.9. síðastliðinn.
Útför hennar fer fram í Seljakirkju
þriðjudaginn 24. september klukkan 13.
Guðmundur Auðunsson
Sveinbjörn Auðunsson
Eyjólfur Bjartur Eyjólfsson
Guðrún Lína Thoroddsen
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda
samúð og hlýhug við andlát og útför
elskulegrar eiginkonu minnar og
ömmu okkar,
Sólveigar Guðnýjar
Gunnarsdóttur
Sérstakar þakkir fá hjúkrunarfræðingar HERU
og starfsfólk líknardeildar Landspítalans.
Anton Kristinsson
Andri Már Helgason Ragna Lind Rúnarsdóttir
Ævar Þór Helgason
Elskulegur eiginmaður, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
Þórður Haraldsson
húsgagnabólstrari,
lést á heimili sínu þann 6. september.
Útförin fer fram frá Vídalínskirkju,
Garðabæ, fimmtudaginn 19. september, kl. 15.
Halla Sigríður Þorvaldsdóttir og aðstandendur.
Sveinn ætlar að halda upp á 85 ára afmælið með útgáfuhófi í Tjarnarbíói. „Þetta verður ekki hátíðlegt, það verða engar ræður, hvorki um mig né þann sem heldur ræðuna. En ég ætla
að gefa vinum og vandamönnum, sem
nenna að mæta, litla bók í stað þess að
skenkja þeim brennivín. Þetta er óvís-
indalegt leikhúskver í fremur léttum
dúr, blanda af hugleiðingum, fróðleik
og skemmtisögum.“
Íslensk leiklist hefur notið þess að
Sveinn er listhneigður enda voru hann
og Kjarval náfrændur úr Meðallandinu
og bera sama Sveinsnafnið. Hann segir
afa sinn hafa verið listasmið. „En ég get
ekki rekið óskakkan nagla, þetta gen
fór á annað svið hjá mér!“ segir hann
hlæjandi.
Eftir nokkrar vikur kemur út stór bók
eftir Svein um Jóhann Sigurjónsson leik-
skáld, í tilefni af 100 ára ártíð hans. „Ég
hef voða gaman af að skrifa. Reyndar
hef ég haft mikla ánægju af öllu sem ég
hef fengið að gera,“ segir hann og ég bið
hann að stikla þar á stóru.
„Það var blómaskeið hjá okkur í Leik-
félagi Reykjavíkur því við breyttum
dálítið landslaginu. Í Þjóðleikhúsinu
settum við aðsóknarmet ár eftir ár,
bæði í leikritum og óperum og stór
partur af leikritunum voru ný verk sem
hittu í mark hjá áhorfendum. Svo vann
ég hjá menntamálaráðuneytinu og því
fylgdu líka störf í útlöndum, ég var til
dæmis í stjórn UNESCO, það fannst
mér ákaflega gefandi. Ég vona að ég hafi
gert gagn. Leikfélagið Bandamenn fór
á stórar hátíðir erlendis og í Leikhúsi
okkar Vigdísar er unnið með leiklestur,
þar eru viðfangsefnin ólík, allt frá rútu-
bílasöngvum til háklassíkur eins og
Strindberg.“
Það er ekki tilviljun að hófið í dag
er haldið í Tjarnarbíói. „Þar var leik-
listarskóli Leikfélags Reykjavíkur og
þar vorum við með Litla leikfélagið,
Svo var móðir mín fædd í Brunnhúsum,
þau stóðu þar sem sviðið í Tjarnarbíói
er nú,“ lýsir Sveinn kíminn. Þegar talið
berst að aldrinum viðurkennir hann að
vera stirðari en hann var. „En ég fór í Qi
Gong klukkan átta í morgun, geri það
þrisvar í viku, svo hef ég verið á Þing-
völlum og í Skálholti í dag með vinafólki
frá útlöndum. Aldrei er maður nógu oft á
þeim stöðum.“ gun@frettabladid.is
Vona að ég hafi gert gagn
„Þetta er óvísindalegt leikhúskver í fremur léttum dúr, blanda af hugleiðingum,
fróðleik og skemmtiefni,“ segir Sveinn um bók dagsins. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Þótt ótrúlegt sé er Sveinn
Einarsson, fyrrverandi
þjóðleikhússtjóri, áttatíu
og fimm ára í dag. Hitt
kemur síður á óvart að
afmælisgestir fá nýtt óvís-
indalegt leikhúskver .
1 8 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R12 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
TÍMAMÓT
1
8
-0
9
-2
0
1
9
0
5
:2
3
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
C
B
-C
E
A
0
2
3
C
B
-C
D
6
4
2
3
C
B
-C
C
2
8
2
3
C
B
-C
A
E
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
4
0
s
_
1
7
_
9
_
2
0
1
9
C
M
Y
K